Hótar því að HM kvenna verði ekki sýnt vegna lélegra tilboða Sindri Sverrisson skrifar 2. maí 2023 08:30 Yfir milljarður manns kveikti á HM í Frakklandi fyrir fjórum árum, þar sem Bandaríkin stóðu uppi sem heimsmeistarar. Getty/Marc Atkins Svo gæti farið að heimsmeistaramót kvenna í fótbolta verði ekki sýnt í sjónvörpum fimm stórra Evrópuþjóða vegna þess hve lág tilboð hafa borist í sýningarréttinn. Þetta segir Gianni Infantino, forseti FIFA, og lýsir því sem „kinnhesti“ í garð leikmanna og kvenna um allan heim hve lág tilboð hafi borist frá Bretlandi, Spáni, Ítalíu, Þýskalandi og Frakklandi. Heimsmeistaramótið fer fram í Ástralíu og Nýja-Sjálandi frá 20. júlí til 20. ágúst og í fyrsta sinn eru þátttökuþjóðirnar 32 talsins. Vegna staðsetningar mótsins fara leikirnir ekki fram á besta sjónvarpstíma í Evrópu en Infantino segir það enga afsökun. Gianni Infantino er forseti FIFA.Getty/Carlos Rdrigues „Svo að það sé á hreinu þá er það okkar siðferðislega og lagalega skylda að selja ekki heimsmeistaramót kvenna á undirverði,“ sagði Infantino á ráðstefnu World Trade Organization í Genf. „Þess vegna er það þannig að ef að tilboðin sem við fáum halda áfram að vera ósanngjörn þá neyðumst við til þess að sleppa því að sýna HM kvenna í þessum fimm stóru Evrópuþjóðum,“ sagði Infantino. Hann sagði tilboðin í sýningarréttinn hafa verið á milli 1-10 milljónir Bandaríkjadala en að til samanburðar hefði sýningarréttur frá HM karla í Katar verið seldur á 100-200 milljónir dala. Samkvæmt skýrslu FIFA eftir síðasta heimsmeistaramót kvenna, í Frakklandi 2019, þá horfði 1,12 milljarður manna á mótið. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi FIFA Mest lesið Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ Körfubolti Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil Körfubolti „Frábært að stela heimavellinum“ Körfubolti „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Körfubolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Haaland væntanlega úr leik í deildinni Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Fleiri fréttir Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Sjá meira
Þetta segir Gianni Infantino, forseti FIFA, og lýsir því sem „kinnhesti“ í garð leikmanna og kvenna um allan heim hve lág tilboð hafi borist frá Bretlandi, Spáni, Ítalíu, Þýskalandi og Frakklandi. Heimsmeistaramótið fer fram í Ástralíu og Nýja-Sjálandi frá 20. júlí til 20. ágúst og í fyrsta sinn eru þátttökuþjóðirnar 32 talsins. Vegna staðsetningar mótsins fara leikirnir ekki fram á besta sjónvarpstíma í Evrópu en Infantino segir það enga afsökun. Gianni Infantino er forseti FIFA.Getty/Carlos Rdrigues „Svo að það sé á hreinu þá er það okkar siðferðislega og lagalega skylda að selja ekki heimsmeistaramót kvenna á undirverði,“ sagði Infantino á ráðstefnu World Trade Organization í Genf. „Þess vegna er það þannig að ef að tilboðin sem við fáum halda áfram að vera ósanngjörn þá neyðumst við til þess að sleppa því að sýna HM kvenna í þessum fimm stóru Evrópuþjóðum,“ sagði Infantino. Hann sagði tilboðin í sýningarréttinn hafa verið á milli 1-10 milljónir Bandaríkjadala en að til samanburðar hefði sýningarréttur frá HM karla í Katar verið seldur á 100-200 milljónir dala. Samkvæmt skýrslu FIFA eftir síðasta heimsmeistaramót kvenna, í Frakklandi 2019, þá horfði 1,12 milljarður manna á mótið.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi FIFA Mest lesið Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ Körfubolti Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil Körfubolti „Frábært að stela heimavellinum“ Körfubolti „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Körfubolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Haaland væntanlega úr leik í deildinni Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Fleiri fréttir Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti
Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti