Rifust á vellinum eftir sigurinn gegn Aston Villa Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. maí 2023 23:30 Alltaf vinir en þurfa þó stundum að ræða saman á alvarlegu nótunum. Simon Stacpoole/Getty Images Samherjarnir Bruno Fernandes og Casemiro enduðu 1-0 sigur Manchester United á Aston Villa um helgina með léttum rökræðum út á velli áður en þeir fögnuðu með samherjum sínum. Þetta er eitthvað sem Erik ten Hag, þjálfari liðsins, hefur beðið leikmenn sína að gera frekar en að byrgja slíkar skoðanir inni. Man United vann á laugardag gríðarlega mikilvægan sigur í baráttunni um sæti í Meistaradeild Evrópu. Fernandeds skoraði það sem reyndist sigurmark leiksins en hann missti boltann undir lok leiks og það var Casemiro ósáttur með. Þá hafði Jadon Sancho sagt Fernandes að hætta að væla á meðan leik stóð. Þetta var ekki í fyrsta skipti sem Fernandes og Casemiro hafa „rætt saman“ eftir leik. Casemiro var til að mynda ekki sáttur með Fernandes í 2-0 sigri Man United á Newcastle United í úrslitum deildarbikarsins. Casemiro fannst að Fernandes hefði átt að gefa á Sancho undir lok leiks. Ástæðan að þessu sinni var sú að í blálok leiksins reyndi Fernandes að sóla leikmenn Villa frekar en að koma boltanum upp í horn. Fernandes tapaði boltanum, Villa fór í sókn sem endaði með því að liðið fékk aukaspyrnu rétt fyrir utan teig. Eftir rökræðurnar þá knúsuðust þeir félagar og fögnuðu sigrinum með stuðningsfólki Man United. Erik ten Hag var spurður út í þetta, hann sagðist einfaldlega hvetja leikmenn sína til að ræða svona hluti inn á vellinum frekar en að byrgja þetta inni og orsaka þannig frekari pirring. Þó Fernandes hafi byrjað leikinn gegn Villa á hægri vængnum þá hefur Man United ekki enn tapað leik þar sem Fernandes, Casemiro og Christian Eriksen byrja allir. Vonast stuðningsfólk liðsins til að sú tölfræði lifi út tímabilið þar sem Man United þarf enn á sigrum að halda ætli það sér að spila í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Loftpúði sprakk hjá Hófí Dóru á HM: „Eins og að vera kýld í loftinu“ Sport Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Fleiri fréttir Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley „Félagið setur mig í skítastöðu“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Newcastle lét draum Víkings rætast Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Sjá meira
Þetta er eitthvað sem Erik ten Hag, þjálfari liðsins, hefur beðið leikmenn sína að gera frekar en að byrgja slíkar skoðanir inni. Man United vann á laugardag gríðarlega mikilvægan sigur í baráttunni um sæti í Meistaradeild Evrópu. Fernandeds skoraði það sem reyndist sigurmark leiksins en hann missti boltann undir lok leiks og það var Casemiro ósáttur með. Þá hafði Jadon Sancho sagt Fernandes að hætta að væla á meðan leik stóð. Þetta var ekki í fyrsta skipti sem Fernandes og Casemiro hafa „rætt saman“ eftir leik. Casemiro var til að mynda ekki sáttur með Fernandes í 2-0 sigri Man United á Newcastle United í úrslitum deildarbikarsins. Casemiro fannst að Fernandes hefði átt að gefa á Sancho undir lok leiks. Ástæðan að þessu sinni var sú að í blálok leiksins reyndi Fernandes að sóla leikmenn Villa frekar en að koma boltanum upp í horn. Fernandes tapaði boltanum, Villa fór í sókn sem endaði með því að liðið fékk aukaspyrnu rétt fyrir utan teig. Eftir rökræðurnar þá knúsuðust þeir félagar og fögnuðu sigrinum með stuðningsfólki Man United. Erik ten Hag var spurður út í þetta, hann sagðist einfaldlega hvetja leikmenn sína til að ræða svona hluti inn á vellinum frekar en að byrgja þetta inni og orsaka þannig frekari pirring. Þó Fernandes hafi byrjað leikinn gegn Villa á hægri vængnum þá hefur Man United ekki enn tapað leik þar sem Fernandes, Casemiro og Christian Eriksen byrja allir. Vonast stuðningsfólk liðsins til að sú tölfræði lifi út tímabilið þar sem Man United þarf enn á sigrum að halda ætli það sér að spila í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Loftpúði sprakk hjá Hófí Dóru á HM: „Eins og að vera kýld í loftinu“ Sport Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Fleiri fréttir Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley „Félagið setur mig í skítastöðu“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Newcastle lét draum Víkings rætast Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Sjá meira