Rifust á vellinum eftir sigurinn gegn Aston Villa Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. maí 2023 23:30 Alltaf vinir en þurfa þó stundum að ræða saman á alvarlegu nótunum. Simon Stacpoole/Getty Images Samherjarnir Bruno Fernandes og Casemiro enduðu 1-0 sigur Manchester United á Aston Villa um helgina með léttum rökræðum út á velli áður en þeir fögnuðu með samherjum sínum. Þetta er eitthvað sem Erik ten Hag, þjálfari liðsins, hefur beðið leikmenn sína að gera frekar en að byrgja slíkar skoðanir inni. Man United vann á laugardag gríðarlega mikilvægan sigur í baráttunni um sæti í Meistaradeild Evrópu. Fernandeds skoraði það sem reyndist sigurmark leiksins en hann missti boltann undir lok leiks og það var Casemiro ósáttur með. Þá hafði Jadon Sancho sagt Fernandes að hætta að væla á meðan leik stóð. Þetta var ekki í fyrsta skipti sem Fernandes og Casemiro hafa „rætt saman“ eftir leik. Casemiro var til að mynda ekki sáttur með Fernandes í 2-0 sigri Man United á Newcastle United í úrslitum deildarbikarsins. Casemiro fannst að Fernandes hefði átt að gefa á Sancho undir lok leiks. Ástæðan að þessu sinni var sú að í blálok leiksins reyndi Fernandes að sóla leikmenn Villa frekar en að koma boltanum upp í horn. Fernandes tapaði boltanum, Villa fór í sókn sem endaði með því að liðið fékk aukaspyrnu rétt fyrir utan teig. Eftir rökræðurnar þá knúsuðust þeir félagar og fögnuðu sigrinum með stuðningsfólki Man United. Erik ten Hag var spurður út í þetta, hann sagðist einfaldlega hvetja leikmenn sína til að ræða svona hluti inn á vellinum frekar en að byrgja þetta inni og orsaka þannig frekari pirring. Þó Fernandes hafi byrjað leikinn gegn Villa á hægri vængnum þá hefur Man United ekki enn tapað leik þar sem Fernandes, Casemiro og Christian Eriksen byrja allir. Vonast stuðningsfólk liðsins til að sú tölfræði lifi út tímabilið þar sem Man United þarf enn á sigrum að halda ætli það sér að spila í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Formúla 1 Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Fótbolti Fleiri fréttir Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Sjá meira
Þetta er eitthvað sem Erik ten Hag, þjálfari liðsins, hefur beðið leikmenn sína að gera frekar en að byrgja slíkar skoðanir inni. Man United vann á laugardag gríðarlega mikilvægan sigur í baráttunni um sæti í Meistaradeild Evrópu. Fernandeds skoraði það sem reyndist sigurmark leiksins en hann missti boltann undir lok leiks og það var Casemiro ósáttur með. Þá hafði Jadon Sancho sagt Fernandes að hætta að væla á meðan leik stóð. Þetta var ekki í fyrsta skipti sem Fernandes og Casemiro hafa „rætt saman“ eftir leik. Casemiro var til að mynda ekki sáttur með Fernandes í 2-0 sigri Man United á Newcastle United í úrslitum deildarbikarsins. Casemiro fannst að Fernandes hefði átt að gefa á Sancho undir lok leiks. Ástæðan að þessu sinni var sú að í blálok leiksins reyndi Fernandes að sóla leikmenn Villa frekar en að koma boltanum upp í horn. Fernandes tapaði boltanum, Villa fór í sókn sem endaði með því að liðið fékk aukaspyrnu rétt fyrir utan teig. Eftir rökræðurnar þá knúsuðust þeir félagar og fögnuðu sigrinum með stuðningsfólki Man United. Erik ten Hag var spurður út í þetta, hann sagðist einfaldlega hvetja leikmenn sína til að ræða svona hluti inn á vellinum frekar en að byrgja þetta inni og orsaka þannig frekari pirring. Þó Fernandes hafi byrjað leikinn gegn Villa á hægri vængnum þá hefur Man United ekki enn tapað leik þar sem Fernandes, Casemiro og Christian Eriksen byrja allir. Vonast stuðningsfólk liðsins til að sú tölfræði lifi út tímabilið þar sem Man United þarf enn á sigrum að halda ætli það sér að spila í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Formúla 1 Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Fótbolti Fleiri fréttir Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Sjá meira