Cristiano Ronaldo og félagar hafa ekki riðið feitum hesti undanfarnar vikur, en liðið hefur aðeins unnið tvo af seinustu fimm deildarleikjum og þá féll liðið úr leik í bikarnum eftir tap gegn Al Wehda síðastliðinn mánudag.
Ronaldo kom heimamönnum í Al-Nassr þó yfir gegn Al-Read strax á fjórðu mínútu í leik kvöldsins, en það reyndist eina mark fyrri hálfleiksins og staðan var því 1-0 þegar liðin gengu til búningsherbergja.
Abdulrahman Ghareeb og Mohammed Maran nættu svo sínu markinu hvor við í síðari hálfleik áður en Abdulmajeed Al Sulaiheem gulltryggði sigurinn í uppbótartíma og niðurstaðan varð 4-0 sigur AL-Nassr. Liðið situr í öðru sæti deildarinnar með 56 stig eftir 25 leiki, þremur stigum á eftir toppliði Al-Ittihad sem á leik til góða.