Taka þurfi á ólgu innan hreyfingarinnar og á vinnumarkaði Bjarki Sigurðsson og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 28. apríl 2023 13:35 Finnbjörn A. Hermannsson er nýr forseti ASÍ. Vísir/Dúi Nýkjörinn forseti Alþýðusambands Íslands (ASÍ) segir nýju stöðuna leggjast ágætlega í sig. Nú sé stefnan sett á komandi kjarasamninga og segir hann margt vera undir í þeim. Finnbjörn A. Hermannsson, fyrrverandi formaður Samiðnar og Byggiðnar, var í dag sjálfkjörinn forseti ASÍ eftir að Ólöf Helga Adolfsdóttir, fyrrverandi ritari Eflingar, dró framboð sitt til baka og lýsti yfir stuðningi sínum við framboð Finnbjarnar. Finnbjörn tekur við embættinu af Kristjáni Þórði Snæbjarnarsyni, formanni Rafiðnaðarsambandsins, sem tók óvænt við af Drífu Snædal sem sagði af sér í ágúst síðastliðinn. Stór verkefni framundan Í samtali við fréttastofu segir Finnbjörn þetta leggjast þokkalega í sig. Erfitt hafi verið að ákveða að bjóða sig fram en um leið og ákvörðunin var tekin hafi hann farið á fullu í málin. Hann segir stór verkefni bíða sambandinu. „Við fórum í gegnum kjarasamninga og þeir voru gerðir miðað við ákveðnar forsendur sem hafa algjörlega brostið. Þannig við eigum það verkefni eftir að ná því upp aftur. Síðan hefur verið þessi ólga innan hreyfingarinnar, hún hefur verið áberandi í fjölmiðlum en kannski ekki mjög djúpstæð sem slík. En það þarf að taka á henni og það er eitt af þessum verkefnum sem við ætlum í eftir þing,“ segir Finnbjörn. Að sögn Finnbjarnar er verðbólgan mun hærri en gert var ráð fyrir þegar síðustu kjarasamningar voru gerðir. „Miðað við þá verkefnavinnu sem er hér í gangi, og þær ályktanir sem eru hér til umræðu þá er mjög margt undir í komandi kjarasamningum. Sem snúa að ríkisvaldi, sveitarfélögum og atvinnurekendum,“ segir Finnbjörn. Reginmisskilningur Á fundi Efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í dag sagðist Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri binda miklar vonir við nýja forystu ASÍ. Hann vonaðist til þess að forystan gæti komið sambandinu aftur á þann stað að það verði aftur leiðandi á vinnumarkaði og tæki ábyrgð í baráttunni við verðbólguna. Finnbjörn segir að ef seðlabankastjóri heldur að ASÍ ætli ein og sér að halda verðbólgunni niðri sé það algjör misskilningur. „Við höfum alltaf sagt að við séum tilbúin til að taka þátt í því að halda verðbólgu niðri og við leggjum okkar af mörkum svo fremi sem við fáum einhverjar raunhæfar lausnir hjá öðrum sem eru að leika hér á þessum markaði,“ segir Finnbjörn. Stéttarfélög Kjaramál ASÍ Vinnumarkaður Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fleiri fréttir Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Finnbjörn A. Hermannsson, fyrrverandi formaður Samiðnar og Byggiðnar, var í dag sjálfkjörinn forseti ASÍ eftir að Ólöf Helga Adolfsdóttir, fyrrverandi ritari Eflingar, dró framboð sitt til baka og lýsti yfir stuðningi sínum við framboð Finnbjarnar. Finnbjörn tekur við embættinu af Kristjáni Þórði Snæbjarnarsyni, formanni Rafiðnaðarsambandsins, sem tók óvænt við af Drífu Snædal sem sagði af sér í ágúst síðastliðinn. Stór verkefni framundan Í samtali við fréttastofu segir Finnbjörn þetta leggjast þokkalega í sig. Erfitt hafi verið að ákveða að bjóða sig fram en um leið og ákvörðunin var tekin hafi hann farið á fullu í málin. Hann segir stór verkefni bíða sambandinu. „Við fórum í gegnum kjarasamninga og þeir voru gerðir miðað við ákveðnar forsendur sem hafa algjörlega brostið. Þannig við eigum það verkefni eftir að ná því upp aftur. Síðan hefur verið þessi ólga innan hreyfingarinnar, hún hefur verið áberandi í fjölmiðlum en kannski ekki mjög djúpstæð sem slík. En það þarf að taka á henni og það er eitt af þessum verkefnum sem við ætlum í eftir þing,“ segir Finnbjörn. Að sögn Finnbjarnar er verðbólgan mun hærri en gert var ráð fyrir þegar síðustu kjarasamningar voru gerðir. „Miðað við þá verkefnavinnu sem er hér í gangi, og þær ályktanir sem eru hér til umræðu þá er mjög margt undir í komandi kjarasamningum. Sem snúa að ríkisvaldi, sveitarfélögum og atvinnurekendum,“ segir Finnbjörn. Reginmisskilningur Á fundi Efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í dag sagðist Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri binda miklar vonir við nýja forystu ASÍ. Hann vonaðist til þess að forystan gæti komið sambandinu aftur á þann stað að það verði aftur leiðandi á vinnumarkaði og tæki ábyrgð í baráttunni við verðbólguna. Finnbjörn segir að ef seðlabankastjóri heldur að ASÍ ætli ein og sér að halda verðbólgunni niðri sé það algjör misskilningur. „Við höfum alltaf sagt að við séum tilbúin til að taka þátt í því að halda verðbólgu niðri og við leggjum okkar af mörkum svo fremi sem við fáum einhverjar raunhæfar lausnir hjá öðrum sem eru að leika hér á þessum markaði,“ segir Finnbjörn.
Stéttarfélög Kjaramál ASÍ Vinnumarkaður Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fleiri fréttir Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Sjá meira