LSR varð fyrir yfir milljarð króna höggi vegna falls erlendra banka
![SVB, sem var sextándi stærsti banki Bandaríkjanna með eignir upp á liðlega 210 milljarða dala um síðustu áramót, varð gjaldþrota fyrr á þessu ári.](https://www.visir.is/i/E03492EDF443C1AD4E4B7917E1307C72F18B0DE5A5FDC44F9CC2AAA6F9A05D56_713x0.jpg)
Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins (LSR) varð fyrir fjárhagstjóni þegar Silicon Valley Bank í Bandaríkjunum varð gjaldþrota fyrr á árinu og eins þegar þegar svissnesk yfirvöld knúðu skömmu síðar á um yfirtöku UBS á Credit Suisse. LSR, sem er stærsti lífeyrissjóður landsins, segir að tap sjóðsins vegna eignarhluta í bönkunum hafi numið rúmlega 1.100 milljónum króna.
Tengdar fréttir
![](https://www.visir.is/i/218787DFF0E5FA6BE0F7647FF909CF5D84416473E2A1CE8AF8B2234BA28324D4_308x200.jpg)
Bankarnir gefa ekki út AT1-bréf í bráð eftir yfirtökuna á Credit Suisse
Markaðurinn með svokölluð AT1-skuldabréf í Evrópu er laskaður eftir yfirtöku bankans UBS á Credit Suisse. Íslensku viðskiptabankarnir munu því ekki geta nýtt, að minnsta kosti ekki í bráð, það svigrúm sem þeir hafa til að gefa út AT1-bréf en þau gera bönkum meðal annars kleift að ná fram hagkvæmari skipan eigin fjár.