Ellefsen á Skipagötu næsta stórstjarna handboltans Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. apríl 2023 09:30 Elias Ellefsen á Skipagötu skoraði þrettán mörk í sigrinum á Úkraínu. Hondbóltssamband Føroya Færeyingar hafa aldrei verið eins nálægt því að komast á stórmót og þeir eru núna í undankeppni næstu EM í handbolta sem fer fram í Þýskalandi í janúar 2024. Færeyska landsliðið vann sjö marka sigur á Úkraínu, 33-26, í næstsíðasta leiknum í riðlinum í undankeppninni. Færeyingar höfðu áður unnið Rúmena á heimavelli sínum. Liðið er því með fjögur stig og situr það í þriðja sæti riðilsins fyrir lokaumferðina. Lokaleikurinn er á útivelli á móti Austurríki en á meðan Færeyingar eru að berjast fyrir sæti á Evrópumótinu þá hefur austurríska landsliðið þegar tryggt sér sigur í riðlinum. Þriðja sætið gæti gefið sæti á EM en tvö efstu sætin eru örugg. Þetta gæti allt endað á innbyrðis viðureignum milli Færeyja, Rúmeníu og Úkraínu. Þessi fimmtíu þúsund manna þjóð myndi skrifa söguna með því að komast inn á Evrópumótið en aldrei hefur svo fámenn þjóð komist í úrslit stórmóts í liðsíþrótt. Frændurnir öflugu Frændurnir Elias Ellefsen á Skipagötu og Óli Mittún hafa mikla athygli með yngri landsliðum Færeyja sem hafa verið að komast inn á stórmótin. Nú eru þeir komnir í stór hlutverk með landsliðinu og þá sérstaklega inn tvítugi Elias Ellefsen á Skipagötu sem stýrir leik liðsins. Elias er leikmaður sænska liðsins IK Sävehof og var meðal annars valinn besti leikmaður sænsku deildarinnar á síðustu leiktíð. Það er þegar ljóst að hann er að yfirgefa sænska liðið því strákur er á leiðinni til þýska stórliðsins Kiel. Óli Mittun kom til Sävehof síðasta sumar og þeir frændur eru því bæði liðsfélagar hjá félagsliði og landsliði. Í sigrinum á Úkraínu þá skoruðu þeir saman 20 af 33 mörkum færeyska landsliðsins. Þrettán mörk og átta stoðsendingar Elias Ellefsen á Skipagötu skoraði 13 mörk í leiknum (úr 23 skotum) og var að auki með átta stoðsendingar. Hann kom því með beinum hætti að meiria en 63 prósent marka liðsins. Aðeins tvö af mörkum Ellefsen komu af vítalínunni. Óli Mittun var sjálfur með sjö mörk og þrjár stoðsendingar í þessum flotta sigri. Þessi frammistaða hjá hinum tvítuga Elias Ellefsen á Skipagötu sýnir hins vegar af hverju Kiel vildi fá hann og af hverju hann gæti orðið næsta stórstjarna handboltans. Það sem vekur sérstaka athygli er að hann getur skotið bæði með hægri og vinstri hendi. Elias á Skipagötu í sjónvarpsviðtali eftir leikinn.kvf.fo Nafnið vekur vissulega athygli enda sérstakt en hann tekur þarna upp eftirnafn föður síns. Ellefsen er eftirnafn móður hans en á Skipagötu kemur frá föður hans. Hann grínaðist með það í viðtali Í Lokalpressen að hafa verið kallaður Skippen fyrst eftir að hann kom til Sävehof. Spilar í númer 71 til heiðurs æskufélaginu Heimili hans var í aðeins fimm hundruð metra fjarlægð frá Höllinni á Hálsi þar sem landsliðið spilar heimaleiki sína og þar sem Elias fór á kostum á miðvikudagskvöldið. Faðir hans lék á sínum tíma með aðalliði H71 og yngri bróðir hans er líka í handboltanum. Félagið er í Hoyvik sem er úthverfi Þórshafnar. Til heiðurs æskufélagsins þá spilar Ellefsen með númerið 71 á bakinu með sænska liðinu. Leikurinn mikilvægi á móti Austurríki fer fram um helgina og þar þurfa Færeyingar aðra svona frábæra frammistöðu frá sínum besta manni ætli þeir að keppa á EM í byrjun næsta árs. View this post on Instagram A post shared by Faroe Islands Handball (@handball_faroe_islands) EM 2024 í handbolta Færeyjar Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Fleiri fréttir Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Sjá meira
Færeyska landsliðið vann sjö marka sigur á Úkraínu, 33-26, í næstsíðasta leiknum í riðlinum í undankeppninni. Færeyingar höfðu áður unnið Rúmena á heimavelli sínum. Liðið er því með fjögur stig og situr það í þriðja sæti riðilsins fyrir lokaumferðina. Lokaleikurinn er á útivelli á móti Austurríki en á meðan Færeyingar eru að berjast fyrir sæti á Evrópumótinu þá hefur austurríska landsliðið þegar tryggt sér sigur í riðlinum. Þriðja sætið gæti gefið sæti á EM en tvö efstu sætin eru örugg. Þetta gæti allt endað á innbyrðis viðureignum milli Færeyja, Rúmeníu og Úkraínu. Þessi fimmtíu þúsund manna þjóð myndi skrifa söguna með því að komast inn á Evrópumótið en aldrei hefur svo fámenn þjóð komist í úrslit stórmóts í liðsíþrótt. Frændurnir öflugu Frændurnir Elias Ellefsen á Skipagötu og Óli Mittún hafa mikla athygli með yngri landsliðum Færeyja sem hafa verið að komast inn á stórmótin. Nú eru þeir komnir í stór hlutverk með landsliðinu og þá sérstaklega inn tvítugi Elias Ellefsen á Skipagötu sem stýrir leik liðsins. Elias er leikmaður sænska liðsins IK Sävehof og var meðal annars valinn besti leikmaður sænsku deildarinnar á síðustu leiktíð. Það er þegar ljóst að hann er að yfirgefa sænska liðið því strákur er á leiðinni til þýska stórliðsins Kiel. Óli Mittun kom til Sävehof síðasta sumar og þeir frændur eru því bæði liðsfélagar hjá félagsliði og landsliði. Í sigrinum á Úkraínu þá skoruðu þeir saman 20 af 33 mörkum færeyska landsliðsins. Þrettán mörk og átta stoðsendingar Elias Ellefsen á Skipagötu skoraði 13 mörk í leiknum (úr 23 skotum) og var að auki með átta stoðsendingar. Hann kom því með beinum hætti að meiria en 63 prósent marka liðsins. Aðeins tvö af mörkum Ellefsen komu af vítalínunni. Óli Mittun var sjálfur með sjö mörk og þrjár stoðsendingar í þessum flotta sigri. Þessi frammistaða hjá hinum tvítuga Elias Ellefsen á Skipagötu sýnir hins vegar af hverju Kiel vildi fá hann og af hverju hann gæti orðið næsta stórstjarna handboltans. Það sem vekur sérstaka athygli er að hann getur skotið bæði með hægri og vinstri hendi. Elias á Skipagötu í sjónvarpsviðtali eftir leikinn.kvf.fo Nafnið vekur vissulega athygli enda sérstakt en hann tekur þarna upp eftirnafn föður síns. Ellefsen er eftirnafn móður hans en á Skipagötu kemur frá föður hans. Hann grínaðist með það í viðtali Í Lokalpressen að hafa verið kallaður Skippen fyrst eftir að hann kom til Sävehof. Spilar í númer 71 til heiðurs æskufélaginu Heimili hans var í aðeins fimm hundruð metra fjarlægð frá Höllinni á Hálsi þar sem landsliðið spilar heimaleiki sína og þar sem Elias fór á kostum á miðvikudagskvöldið. Faðir hans lék á sínum tíma með aðalliði H71 og yngri bróðir hans er líka í handboltanum. Félagið er í Hoyvik sem er úthverfi Þórshafnar. Til heiðurs æskufélagsins þá spilar Ellefsen með númerið 71 á bakinu með sænska liðinu. Leikurinn mikilvægi á móti Austurríki fer fram um helgina og þar þurfa Færeyingar aðra svona frábæra frammistöðu frá sínum besta manni ætli þeir að keppa á EM í byrjun næsta árs. View this post on Instagram A post shared by Faroe Islands Handball (@handball_faroe_islands)
EM 2024 í handbolta Færeyjar Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Fleiri fréttir Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Sjá meira