Tvö sækjast eftir að leiða ASÍ Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 27. apríl 2023 12:02 Þingið leggst vel í Ólöfu Helgu sem er annar frambjóðandinn til embættis forseta ASÍ. Tvö eru í framboði til forseta Alþýðussambands Íslands á 45. þingi sambandsins sem heldur áfram í dag og stendur fram á morgun. Þingið leggst vel í frambjóðendurna sem segja mikilvægast að ganga sameinuð til kjaraviðræðna í haust. Þingið er framhaldsþing eftir að fyrra þingi í október i var frestað. þá drógu Ragnar Þór Ingólfsson, Sólveig Anna Jónsdóttir og Vilhjálmur Birgisson framboð sín til miðstjórnar til baka. Þinginu var frestað í kjölfarið. Í dag fer fram málefnavinna í nefndum og á morgun fara fram atkvæðagreiðslur. Tvö eru í framboði til forseta. Ólöf Helga Adolfsdóttir, fyrrum ritari Eflingar og Finnbjörn Hermannsson fyrrum formaður Samiðnar og byggiðnar. Þingið leggst vel í Ólöfu. „Í kringum mig er fólk spennt að fá að klára málefnavinnuna og fá að kjósa sér forystu ASÍ. Það er langt síðan við höfum fengið að klára málefnavinnu og marka stefnu ASÍ, það er mikilvægt.“ Kjarasamningar haustsins séu stærsta verkefni tilvonandi forystu. „Það er mjög mikil vinna sem þarf að fara í fyrir næstu samninga, það er verkefni sem ég er spennt fyrir. Það er ekki bara forseti ASÍ sem kemur að þeirri vinnu heldur formenn allra aðildarfélagana og miðstjórn. Það er stór hópur sem kemur að þessu.“ Finnbjörn segist líka spenntur fyrir þinginu. „Þetta leggst vel í mig. Það eru búnar að vera væringar innan sambandsins og eru kannski enn en mér sýnist menn vera að ná saman um það að við ætlum að ná einhverjum takti um ákveðin málefni. Ef það tekst getum við alveg unnið saman í framhaldinu.“ Almenningur geti ekki einn borið ábyrgð á verðbólgunni. „Við gerðum samninga í ljósi þess að við vorum að leggja okkar af mörkum til þess að lækka verðbólgu sem hefur ekki gengið eftir. Að stórum hluta er það vegna þess að enginn annar hefur tekið ábyrgð á verðbólgunni heldur en almenningur í landinu. Við verðum að snúa þessari þróun við.“ Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál ASÍ Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fleiri fréttir Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Sjá meira
Þingið er framhaldsþing eftir að fyrra þingi í október i var frestað. þá drógu Ragnar Þór Ingólfsson, Sólveig Anna Jónsdóttir og Vilhjálmur Birgisson framboð sín til miðstjórnar til baka. Þinginu var frestað í kjölfarið. Í dag fer fram málefnavinna í nefndum og á morgun fara fram atkvæðagreiðslur. Tvö eru í framboði til forseta. Ólöf Helga Adolfsdóttir, fyrrum ritari Eflingar og Finnbjörn Hermannsson fyrrum formaður Samiðnar og byggiðnar. Þingið leggst vel í Ólöfu. „Í kringum mig er fólk spennt að fá að klára málefnavinnuna og fá að kjósa sér forystu ASÍ. Það er langt síðan við höfum fengið að klára málefnavinnu og marka stefnu ASÍ, það er mikilvægt.“ Kjarasamningar haustsins séu stærsta verkefni tilvonandi forystu. „Það er mjög mikil vinna sem þarf að fara í fyrir næstu samninga, það er verkefni sem ég er spennt fyrir. Það er ekki bara forseti ASÍ sem kemur að þeirri vinnu heldur formenn allra aðildarfélagana og miðstjórn. Það er stór hópur sem kemur að þessu.“ Finnbjörn segist líka spenntur fyrir þinginu. „Þetta leggst vel í mig. Það eru búnar að vera væringar innan sambandsins og eru kannski enn en mér sýnist menn vera að ná saman um það að við ætlum að ná einhverjum takti um ákveðin málefni. Ef það tekst getum við alveg unnið saman í framhaldinu.“ Almenningur geti ekki einn borið ábyrgð á verðbólgunni. „Við gerðum samninga í ljósi þess að við vorum að leggja okkar af mörkum til þess að lækka verðbólgu sem hefur ekki gengið eftir. Að stórum hluta er það vegna þess að enginn annar hefur tekið ábyrgð á verðbólgunni heldur en almenningur í landinu. Við verðum að snúa þessari þróun við.“
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál ASÍ Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fleiri fréttir Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Sjá meira