„Ef við ætlum að taka Berge eða Krickau er eins gott að þeir brenni fyrir þetta“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. apríl 2023 10:33 Christian Berge þjálfaði norska landsliðið á árunum 2014-22. Hann tók við hinum nýríka ofurliði Kolstad í fyrra. getty/Nikola Krstic Ólafur Stefánsson er ekkert sérstaklega spenntur fyrir því að fá erlendan þjálfara fyrir íslenska karlalandsliðið í handbolta. HSÍ leitar nú að nýjum landsliðsþjálfara eftir að Guðmundur Guðmundsson hætti eftir HM í Svíþjóð og Póllandi. Nokkrir erlendir þjálfarar hafa verið orðaðir við starfið, meðal annars Michael Apelgren, Nicolej Krickau og Christian Berge. Sá síðastnefndi er þjálfari Kolstad í Noregi og þjálfaði norska landsliðið lengi. Undir hans stjórn unnu Norðmenn til tveggja silfurverðlauna á heimsmeistaramótum. Í samtali við fjölmiðla í heimalandinu staðfesti hann áhuga frá Íslandi. Krickau vildi aftur á móti ekki tjá sig um íslenskan áhuga. Ólafur var í löngu viðtali í Handkastinu þar sem hann ræddi um landsliðsþjálfaraleitina og möguleikana í stöðunni. Hann vill helst að Dagur Sigurðsson og Snorri Steinn Guðjónsson taki við landsliðinu og erlendur þjálfari heillar hann ekki mikið. „Ef við ætlum að fá útlendinga, þú þarft að þekkja karakter leikmannanna sem eru núna svo vel. Þetta er svo mikið stjórnunarstarf. Þetta er ekki eins og í gamla daga þegar Sovétríkin voru með liðið sitt í tvö ár þrisvar á dag. Þú þarft að hafa svo mikinn skilning á leikmönnunum, hver getur spilað síðustu tvær mínúturnar í leiknum, hver er að fara að byrja, hver höndlar pressu, hver ekki, hver er í formi, hver ekki,“ sagði Ólafur. „Mér finnst það tala fyrir innlendum þjálfara. Auðvitað megum við ekki vera of miklir Íslendingar og þora ekki að taka neitt að utan. En ef við ætlum að taka Berge eða Krickau er eins gott að þeir fokking brenni fyrir þetta. Þeir þurfa bara að leigja íbúð heima og búa á Íslandi finnst mér. Það er alveg nóg pressa á Berge í Kolstad og ætla svo að hoppa eina og eina helgi eða viku til Íslands. Mér finnst það frekar langsótt.“ Ólafur var þó hrifinn af þeirri hugmynd Arnars Daða Arnarssonar að Berge tæki við landsliðinu með Snorra Stein Guðjónsson sem sinn aðstoðarmann og væntanlegan eftirmann. Hlusta má á viðtalið við Ólaf í Handkastinu í spilaranum hér fyrir ofan. Handkastið Landslið karla í handbolta HSÍ Tengdar fréttir „Ef hann er alvöru stjórnandi tekur hann púlsinn á þeim sem hafa alla þekkinguna“ Ólafur Stefánsson vill að formaður HSÍ leiti álits hjá sér fróðara fólki um handbolta í ráðningarferlinu á nýjum þjálfara karlalandsliðsins í handbolta. 25. apríl 2023 13:01 Mest lesið Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Hvernig kemst Ísland áfram? Samfélagsmiðlar eftir tapið: „Ömurleg auglýsing fyrir McDonald‘s“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Hér varð hrun „Fyrri hálfleikurinn var alveg frábær“ Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ „Verðum bara að vera bjartsýnir og hafa trú“ Tölfræðin á móti Króatíu: Níu prósent markvarsla í fyrri hálfleik „Ég held að þeim hafi bara liðið vel allan tímann“ „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Stjarnan réði ekki við hraðann á Selfossi Afskrifuð stjarna Króata óvænt með Okkar menn fengu ekki slóvenskan greiða Einar Þorsteinn kemur inn í hópinn Sögulegur árangur Portúgals á HM Býr sig undir að mæta morðingjum í kvöld Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb „Kjánaskapur að halda að eitthvað sé komið“ Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ „Íslenska liðið lítur vel út“ Strákarnir fá veiðiferð í verðlaun ef þeir komast áfram Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Harðarmenn bæta við sig Brassa, Japana og Slóvaka á einu bretti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til „Kominn tími til að hann verði sá besti í heimi“ Snorri Steinn getur bætt met Gumma Gumm í kvöld „Þetta er svona svindlmaður“ „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Sjá meira
HSÍ leitar nú að nýjum landsliðsþjálfara eftir að Guðmundur Guðmundsson hætti eftir HM í Svíþjóð og Póllandi. Nokkrir erlendir þjálfarar hafa verið orðaðir við starfið, meðal annars Michael Apelgren, Nicolej Krickau og Christian Berge. Sá síðastnefndi er þjálfari Kolstad í Noregi og þjálfaði norska landsliðið lengi. Undir hans stjórn unnu Norðmenn til tveggja silfurverðlauna á heimsmeistaramótum. Í samtali við fjölmiðla í heimalandinu staðfesti hann áhuga frá Íslandi. Krickau vildi aftur á móti ekki tjá sig um íslenskan áhuga. Ólafur var í löngu viðtali í Handkastinu þar sem hann ræddi um landsliðsþjálfaraleitina og möguleikana í stöðunni. Hann vill helst að Dagur Sigurðsson og Snorri Steinn Guðjónsson taki við landsliðinu og erlendur þjálfari heillar hann ekki mikið. „Ef við ætlum að fá útlendinga, þú þarft að þekkja karakter leikmannanna sem eru núna svo vel. Þetta er svo mikið stjórnunarstarf. Þetta er ekki eins og í gamla daga þegar Sovétríkin voru með liðið sitt í tvö ár þrisvar á dag. Þú þarft að hafa svo mikinn skilning á leikmönnunum, hver getur spilað síðustu tvær mínúturnar í leiknum, hver er að fara að byrja, hver höndlar pressu, hver ekki, hver er í formi, hver ekki,“ sagði Ólafur. „Mér finnst það tala fyrir innlendum þjálfara. Auðvitað megum við ekki vera of miklir Íslendingar og þora ekki að taka neitt að utan. En ef við ætlum að taka Berge eða Krickau er eins gott að þeir fokking brenni fyrir þetta. Þeir þurfa bara að leigja íbúð heima og búa á Íslandi finnst mér. Það er alveg nóg pressa á Berge í Kolstad og ætla svo að hoppa eina og eina helgi eða viku til Íslands. Mér finnst það frekar langsótt.“ Ólafur var þó hrifinn af þeirri hugmynd Arnars Daða Arnarssonar að Berge tæki við landsliðinu með Snorra Stein Guðjónsson sem sinn aðstoðarmann og væntanlegan eftirmann. Hlusta má á viðtalið við Ólaf í Handkastinu í spilaranum hér fyrir ofan.
Handkastið Landslið karla í handbolta HSÍ Tengdar fréttir „Ef hann er alvöru stjórnandi tekur hann púlsinn á þeim sem hafa alla þekkinguna“ Ólafur Stefánsson vill að formaður HSÍ leiti álits hjá sér fróðara fólki um handbolta í ráðningarferlinu á nýjum þjálfara karlalandsliðsins í handbolta. 25. apríl 2023 13:01 Mest lesið Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Hvernig kemst Ísland áfram? Samfélagsmiðlar eftir tapið: „Ömurleg auglýsing fyrir McDonald‘s“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Hér varð hrun „Fyrri hálfleikurinn var alveg frábær“ Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ „Verðum bara að vera bjartsýnir og hafa trú“ Tölfræðin á móti Króatíu: Níu prósent markvarsla í fyrri hálfleik „Ég held að þeim hafi bara liðið vel allan tímann“ „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Stjarnan réði ekki við hraðann á Selfossi Afskrifuð stjarna Króata óvænt með Okkar menn fengu ekki slóvenskan greiða Einar Þorsteinn kemur inn í hópinn Sögulegur árangur Portúgals á HM Býr sig undir að mæta morðingjum í kvöld Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb „Kjánaskapur að halda að eitthvað sé komið“ Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ „Íslenska liðið lítur vel út“ Strákarnir fá veiðiferð í verðlaun ef þeir komast áfram Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Harðarmenn bæta við sig Brassa, Japana og Slóvaka á einu bretti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til „Kominn tími til að hann verði sá besti í heimi“ Snorri Steinn getur bætt met Gumma Gumm í kvöld „Þetta er svona svindlmaður“ „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Sjá meira
„Ef hann er alvöru stjórnandi tekur hann púlsinn á þeim sem hafa alla þekkinguna“ Ólafur Stefánsson vill að formaður HSÍ leiti álits hjá sér fróðara fólki um handbolta í ráðningarferlinu á nýjum þjálfara karlalandsliðsins í handbolta. 25. apríl 2023 13:01
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti