Arteta: Leikurinn gegn City mun ekki ráða úrslitum í titilbaráttunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. apríl 2023 11:31 Mikel Arteta hefur gert frábæra hluti með Arsenal í vetur en prófin verða ekki stærri en það sem bíður liðsins í kvöld. Getty/Julian Finney Flestir líta á leik Manchester City og Arsenal í kvöld sem úrslitaleik um Englandsmeistaratitilinn í ár. Knattspyrnustjóri Arsenal er þó ekki á því að þessi leikur ráði endanlega úrslitum. Arsenal er búið að gera jafntefli í þremur leikjum í röð og forskot liðsins á Manchester City er nú fimm stig, City-menn eru með þetta í sínum höndum því þeir eiga tvo leiki inni. Mikel Arteta insists Arsenal's trip to face Man City is not a Premier League title decider, but concedes his side now have to be perfect in order to stay top of the table... pic.twitter.com/9gAsCsK0Xj— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) April 25, 2023 Stórleikurinn í kvöld fer fram á heimavelli Manchester City þar sem Arsenal hefur ekki fagnað sigri síðan í janúar 2015. City sló Arsenal út úr enska bikarnum í janúar og er á svaka skriði með ellefu sigra í síðustu tólf leikjum. „Við vissum það frá byrjun að City væri liðið sem við þyrftum að vinna alveg eins og Liverpool vegna þess hvað þessi tvö lið hafa afrekað undanfarin ár,“ sagði Mikel Arteta á blaðamannafundi fyrir leikinn. „Við vildum loka bilinu á milli okkar og þeirra og sýna að við getum keppt við þá um titilinn. Við vissum að við þyrftum að fara á Etihad en vitum líka að eftir það bíða okkar fimm erfiðir leikir. Við vitum að leikurinn í kvöld verður risastór leikur en mun hann skilgreina tímabilið okkar. Svarið við því er nei,“ sagði Arteta. Arteta er á því að Man City-Arsenal leikurinn muni ekki ráða úrslitum í titilbaráttunni því mikið eigi eftir að gerast á lokasprettinum. „Allir mótherjar krefjast mismunandi hluta af þér en gefa um leið mismunandi tækifæri. Það er engin breyting á því með City en auðvitað eru gæðin í liðin eins mikil og þau finnast í heiminum,“ sagði Arteta. Arteta er að reyna að létta pressunni af sínum mönnum sem hafa litið út fyrir það í síðustu leikjum að þeir séu að fara á taugum. Í tveimur af þessum jafnteflum hefur liðið misst niður tveggja marka forystu og í síðasta leik byrjaði liðið hörmulega. Enski boltinn Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ Handbolti Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Enski boltinn „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Fótbolti Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti Fleiri fréttir Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Carragher skammar Alexander-Arnold Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Sjá meira
Arsenal er búið að gera jafntefli í þremur leikjum í röð og forskot liðsins á Manchester City er nú fimm stig, City-menn eru með þetta í sínum höndum því þeir eiga tvo leiki inni. Mikel Arteta insists Arsenal's trip to face Man City is not a Premier League title decider, but concedes his side now have to be perfect in order to stay top of the table... pic.twitter.com/9gAsCsK0Xj— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) April 25, 2023 Stórleikurinn í kvöld fer fram á heimavelli Manchester City þar sem Arsenal hefur ekki fagnað sigri síðan í janúar 2015. City sló Arsenal út úr enska bikarnum í janúar og er á svaka skriði með ellefu sigra í síðustu tólf leikjum. „Við vissum það frá byrjun að City væri liðið sem við þyrftum að vinna alveg eins og Liverpool vegna þess hvað þessi tvö lið hafa afrekað undanfarin ár,“ sagði Mikel Arteta á blaðamannafundi fyrir leikinn. „Við vildum loka bilinu á milli okkar og þeirra og sýna að við getum keppt við þá um titilinn. Við vissum að við þyrftum að fara á Etihad en vitum líka að eftir það bíða okkar fimm erfiðir leikir. Við vitum að leikurinn í kvöld verður risastór leikur en mun hann skilgreina tímabilið okkar. Svarið við því er nei,“ sagði Arteta. Arteta er á því að Man City-Arsenal leikurinn muni ekki ráða úrslitum í titilbaráttunni því mikið eigi eftir að gerast á lokasprettinum. „Allir mótherjar krefjast mismunandi hluta af þér en gefa um leið mismunandi tækifæri. Það er engin breyting á því með City en auðvitað eru gæðin í liðin eins mikil og þau finnast í heiminum,“ sagði Arteta. Arteta er að reyna að létta pressunni af sínum mönnum sem hafa litið út fyrir það í síðustu leikjum að þeir séu að fara á taugum. Í tveimur af þessum jafnteflum hefur liðið misst niður tveggja marka forystu og í síðasta leik byrjaði liðið hörmulega.
Enski boltinn Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ Handbolti Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Enski boltinn „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Fótbolti Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti Fleiri fréttir Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Carragher skammar Alexander-Arnold Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Sjá meira