Arteta: Leikurinn gegn City mun ekki ráða úrslitum í titilbaráttunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. apríl 2023 11:31 Mikel Arteta hefur gert frábæra hluti með Arsenal í vetur en prófin verða ekki stærri en það sem bíður liðsins í kvöld. Getty/Julian Finney Flestir líta á leik Manchester City og Arsenal í kvöld sem úrslitaleik um Englandsmeistaratitilinn í ár. Knattspyrnustjóri Arsenal er þó ekki á því að þessi leikur ráði endanlega úrslitum. Arsenal er búið að gera jafntefli í þremur leikjum í röð og forskot liðsins á Manchester City er nú fimm stig, City-menn eru með þetta í sínum höndum því þeir eiga tvo leiki inni. Mikel Arteta insists Arsenal's trip to face Man City is not a Premier League title decider, but concedes his side now have to be perfect in order to stay top of the table... pic.twitter.com/9gAsCsK0Xj— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) April 25, 2023 Stórleikurinn í kvöld fer fram á heimavelli Manchester City þar sem Arsenal hefur ekki fagnað sigri síðan í janúar 2015. City sló Arsenal út úr enska bikarnum í janúar og er á svaka skriði með ellefu sigra í síðustu tólf leikjum. „Við vissum það frá byrjun að City væri liðið sem við þyrftum að vinna alveg eins og Liverpool vegna þess hvað þessi tvö lið hafa afrekað undanfarin ár,“ sagði Mikel Arteta á blaðamannafundi fyrir leikinn. „Við vildum loka bilinu á milli okkar og þeirra og sýna að við getum keppt við þá um titilinn. Við vissum að við þyrftum að fara á Etihad en vitum líka að eftir það bíða okkar fimm erfiðir leikir. Við vitum að leikurinn í kvöld verður risastór leikur en mun hann skilgreina tímabilið okkar. Svarið við því er nei,“ sagði Arteta. Arteta er á því að Man City-Arsenal leikurinn muni ekki ráða úrslitum í titilbaráttunni því mikið eigi eftir að gerast á lokasprettinum. „Allir mótherjar krefjast mismunandi hluta af þér en gefa um leið mismunandi tækifæri. Það er engin breyting á því með City en auðvitað eru gæðin í liðin eins mikil og þau finnast í heiminum,“ sagði Arteta. Arteta er að reyna að létta pressunni af sínum mönnum sem hafa litið út fyrir það í síðustu leikjum að þeir séu að fara á taugum. Í tveimur af þessum jafnteflum hefur liðið misst niður tveggja marka forystu og í síðasta leik byrjaði liðið hörmulega. Enski boltinn Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Sjá meira
Arsenal er búið að gera jafntefli í þremur leikjum í röð og forskot liðsins á Manchester City er nú fimm stig, City-menn eru með þetta í sínum höndum því þeir eiga tvo leiki inni. Mikel Arteta insists Arsenal's trip to face Man City is not a Premier League title decider, but concedes his side now have to be perfect in order to stay top of the table... pic.twitter.com/9gAsCsK0Xj— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) April 25, 2023 Stórleikurinn í kvöld fer fram á heimavelli Manchester City þar sem Arsenal hefur ekki fagnað sigri síðan í janúar 2015. City sló Arsenal út úr enska bikarnum í janúar og er á svaka skriði með ellefu sigra í síðustu tólf leikjum. „Við vissum það frá byrjun að City væri liðið sem við þyrftum að vinna alveg eins og Liverpool vegna þess hvað þessi tvö lið hafa afrekað undanfarin ár,“ sagði Mikel Arteta á blaðamannafundi fyrir leikinn. „Við vildum loka bilinu á milli okkar og þeirra og sýna að við getum keppt við þá um titilinn. Við vissum að við þyrftum að fara á Etihad en vitum líka að eftir það bíða okkar fimm erfiðir leikir. Við vitum að leikurinn í kvöld verður risastór leikur en mun hann skilgreina tímabilið okkar. Svarið við því er nei,“ sagði Arteta. Arteta er á því að Man City-Arsenal leikurinn muni ekki ráða úrslitum í titilbaráttunni því mikið eigi eftir að gerast á lokasprettinum. „Allir mótherjar krefjast mismunandi hluta af þér en gefa um leið mismunandi tækifæri. Það er engin breyting á því með City en auðvitað eru gæðin í liðin eins mikil og þau finnast í heiminum,“ sagði Arteta. Arteta er að reyna að létta pressunni af sínum mönnum sem hafa litið út fyrir það í síðustu leikjum að þeir séu að fara á taugum. Í tveimur af þessum jafnteflum hefur liðið misst niður tveggja marka forystu og í síðasta leik byrjaði liðið hörmulega.
Enski boltinn Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Sjá meira