Litlu mátti muna að fleiri færust um borð í Grímsnesinu Heimir Már Pétursson skrifar 25. apríl 2023 19:30 Mikill eldur var í skipinu þegar slökkvilið kom á vettvang og gríðarlegur hiti myndaðist um borð. Páll Ketilsson Einn maður lést og tveir slösuðust þegar eldur kom upp í Grímsnesi GK í Njarðvíkurhöfn í nótt. Ljóst er að litlu mátti muna að fleiri færust í brunanum sem var mjög erfiður viðureignar. Báturinn er mikið skemmdur. Grímsnesið er dagróðrabátur á netaveiðum sem fer út snemma á morgnana og kemur inn síðdegis. Menn mæta því um borð kvöldið áður. Þegar eldurinn kom upp voru sjö manns um borð og það var yfirvélstjórinn sem fyrstur varð eldsins var og lét aðra áhafnarmeðlimi vita. Fjórir skipverja komust að sjálfsdáðun og klakklaust frá borði en Brunavörnum Suðurnesja barst tilkynning um eld í bátum klukkan tíu mínútur yfir tvö í nótt. Sigurður Skarphéðinsson varaslökkviliðsstjóri hjá Brunavörnum Suðurnesja segir að þegar fyrstu menn komu á vettvang hafi verið mikill eldur og hiti í skipinu og var þá allt lið Brunavarna kallað út. Sigurður Skarphéðinsson varaslökkviliðsstjóri Brunavarna Suðurlands segir mjög erfitt að berjast við eld í skipum.Stöð 2/Egill „Þegar þeir eru að nálgast vettvang er tilkynnt að það séu mögulega tveir menn um borð. Þegar þeir koma síðan að skipinu er ljóst að þeir voru þrír og einn komist út og lögreglan hafði flutt hann á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja,“ segir Sigurður. Skipverjinn er töluvert brenndur á baki að sögn skipstjórans en ekki er nánar vitað um líðan hans. Eftir að slökkvilið var mætt kemst einn skipverja frá borði og er fluttur á brott með sjúkrabíl en síðan fluttur töluvert slasaður á Landsspítalann þar sem honum er haldið sofandi vegna sára sinna. Miklar skemmdir urðu í brunanum og brann allt sem brunnið gat í brú skipsins.Stöð 2/Egill Sigurður segir reykkafara hafa farið um borð í leit að þriðja manninum. Að lokum hafi tekist að hífa hann upp í gegnum lúgu frá neðra þilfari skipsins. „Þegar hann næst upp eru hafnar endurlífgunartilraunir á manninum sem því miður tókust ekki. Hann var fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og úrskurðaður látinn þar,“ segir Sigurður. Það mæddi mikið á reykköfurum við slökkvistörf í Grímsnesinu.Stöð 2/Egill Hinn látni var fimmtugur Pólverji sem hafði búið á Íslandi í rúma tvo áratugi og verið í rúm tíu ár hjá útgerðinni. Hann lætur eftir sig eiginkonu og þrettán ára son í Póllandi. Fjölskyldan hafði flust aftur til Póllands í covid faraldrinum þar sem konan glímdi að auki við alvarleg veikindi. Varaslökkviliðsstjóri segir eld í skipum einn það erfiðasta að eiga við. Hitinn um borð hafi farið upp í 500 gráður þannig að reykkafarar hafi ekki getað verið um borð nema í stutta stund í einu og þurft að fara nokkrar ferðir og verið skipt út fyrir aðra. „Á tímabili logaði út um alla glugga á brúnni. Þannig að það var rosalega mikill eldur og hiti. Þannig að þetta var mjög erfiður eldur við að eiga,“ segir Sigurður. Herbert Eyjólfsson varðstjóri hjá Brunavörnum Suðurnesja.Stöð 2/Egill Strax í nótt var Grímsnesið fært innar við hafnarkantinn með aðstoð hafsögubáts og komið var fyrir mengunarvarnargirðingu utan við bátinn. Um hádegi voru slökkviliðsmenn enn við störf. Herbert Eyjólfsson varðstjóri hjá Brunavörnum Suðurnesja segir mikinn hita enn hafa verið í skipinu þegar vaktin hans tók við klukkan átta. Þá þurfti að dæla vatni og sjó úr skipinu. Er einhver hætta á að skipið sökkvi hér í höfninni? „Það er alltaf hætta á því ef við náum ekki að dæla. Við erum að setja aukadælur hérna núna.“ Þannig að það er töluverður sjór í skipinu? „Já, það er töluverður sjór. Hann var farinn að halla, hallaði vel í morgun líka. Við erum búnir að vera að dæla síðan klukkan átta í morgun með stoppum,“ sagði Herbert. Saga hafi þurft nokkur göt á skipið til að slökkviliðsmenn ættu auðveldar með að athafna sig. Mikill hiti myndaðist í skipinu við brunann og tók það slökkviliðsmenn um tólf klukkustundir að vinna bug á honum.Stöð 2/Egill Allt er brunnið sem brunnið gat í vistarverum, öðrum rýmum á neðra dekki skipsins sem og í brúnni. Því er ljóst að mjög miklar skemmdir hafa orðið á skipinu í brunanum. Slökkvilið Reykjanesbær Eldsvoði í Grímsnesi GK555 Tengdar fréttir Slökkvistarfi lokið á vettvangi banaslyssins í Njarðvík Slökkvistarfi er lokið í Njarðvíkurhöfn þar sem eldur kviknaði í netabátnum Grímsnesi GK-555 í nótt. Vettvangur var afhentur Lögreglunni á Suðurnesjum upp úr klukkan tvö í dag. 25. apríl 2023 16:48 Hiti aftur farinn að aukast í bátnum Enn er nokkur hiti í netabátnum Grímsnesi GK-555 sem brann í Njarðvíkurhöfn í nótt og í morgun. Slökkvilið er enn að störfum og verið að dæla töluverðum sjó í gegnum skipið til að kæla það. 25. apríl 2023 12:28 Gríðarlegur hiti og eldurinn erfiður viðureignar Gríðarlegur hiti og eldur var í Grímsnesi GK-555, netabáti sem brann í Njarðvíkurhöfn í nótt og í morgun. Varaslökkviliðsstjóri segir eldinn hafa verið gríðarlega erfiðan við að etja. Þá hafi karlmaður sem lést í brunanum ekki verið með lífsmarki þegar slökkvilið náði að koma honum út úr skipinu. 25. apríl 2023 11:06 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira
Grímsnesið er dagróðrabátur á netaveiðum sem fer út snemma á morgnana og kemur inn síðdegis. Menn mæta því um borð kvöldið áður. Þegar eldurinn kom upp voru sjö manns um borð og það var yfirvélstjórinn sem fyrstur varð eldsins var og lét aðra áhafnarmeðlimi vita. Fjórir skipverja komust að sjálfsdáðun og klakklaust frá borði en Brunavörnum Suðurnesja barst tilkynning um eld í bátum klukkan tíu mínútur yfir tvö í nótt. Sigurður Skarphéðinsson varaslökkviliðsstjóri hjá Brunavörnum Suðurnesja segir að þegar fyrstu menn komu á vettvang hafi verið mikill eldur og hiti í skipinu og var þá allt lið Brunavarna kallað út. Sigurður Skarphéðinsson varaslökkviliðsstjóri Brunavarna Suðurlands segir mjög erfitt að berjast við eld í skipum.Stöð 2/Egill „Þegar þeir eru að nálgast vettvang er tilkynnt að það séu mögulega tveir menn um borð. Þegar þeir koma síðan að skipinu er ljóst að þeir voru þrír og einn komist út og lögreglan hafði flutt hann á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja,“ segir Sigurður. Skipverjinn er töluvert brenndur á baki að sögn skipstjórans en ekki er nánar vitað um líðan hans. Eftir að slökkvilið var mætt kemst einn skipverja frá borði og er fluttur á brott með sjúkrabíl en síðan fluttur töluvert slasaður á Landsspítalann þar sem honum er haldið sofandi vegna sára sinna. Miklar skemmdir urðu í brunanum og brann allt sem brunnið gat í brú skipsins.Stöð 2/Egill Sigurður segir reykkafara hafa farið um borð í leit að þriðja manninum. Að lokum hafi tekist að hífa hann upp í gegnum lúgu frá neðra þilfari skipsins. „Þegar hann næst upp eru hafnar endurlífgunartilraunir á manninum sem því miður tókust ekki. Hann var fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og úrskurðaður látinn þar,“ segir Sigurður. Það mæddi mikið á reykköfurum við slökkvistörf í Grímsnesinu.Stöð 2/Egill Hinn látni var fimmtugur Pólverji sem hafði búið á Íslandi í rúma tvo áratugi og verið í rúm tíu ár hjá útgerðinni. Hann lætur eftir sig eiginkonu og þrettán ára son í Póllandi. Fjölskyldan hafði flust aftur til Póllands í covid faraldrinum þar sem konan glímdi að auki við alvarleg veikindi. Varaslökkviliðsstjóri segir eld í skipum einn það erfiðasta að eiga við. Hitinn um borð hafi farið upp í 500 gráður þannig að reykkafarar hafi ekki getað verið um borð nema í stutta stund í einu og þurft að fara nokkrar ferðir og verið skipt út fyrir aðra. „Á tímabili logaði út um alla glugga á brúnni. Þannig að það var rosalega mikill eldur og hiti. Þannig að þetta var mjög erfiður eldur við að eiga,“ segir Sigurður. Herbert Eyjólfsson varðstjóri hjá Brunavörnum Suðurnesja.Stöð 2/Egill Strax í nótt var Grímsnesið fært innar við hafnarkantinn með aðstoð hafsögubáts og komið var fyrir mengunarvarnargirðingu utan við bátinn. Um hádegi voru slökkviliðsmenn enn við störf. Herbert Eyjólfsson varðstjóri hjá Brunavörnum Suðurnesja segir mikinn hita enn hafa verið í skipinu þegar vaktin hans tók við klukkan átta. Þá þurfti að dæla vatni og sjó úr skipinu. Er einhver hætta á að skipið sökkvi hér í höfninni? „Það er alltaf hætta á því ef við náum ekki að dæla. Við erum að setja aukadælur hérna núna.“ Þannig að það er töluverður sjór í skipinu? „Já, það er töluverður sjór. Hann var farinn að halla, hallaði vel í morgun líka. Við erum búnir að vera að dæla síðan klukkan átta í morgun með stoppum,“ sagði Herbert. Saga hafi þurft nokkur göt á skipið til að slökkviliðsmenn ættu auðveldar með að athafna sig. Mikill hiti myndaðist í skipinu við brunann og tók það slökkviliðsmenn um tólf klukkustundir að vinna bug á honum.Stöð 2/Egill Allt er brunnið sem brunnið gat í vistarverum, öðrum rýmum á neðra dekki skipsins sem og í brúnni. Því er ljóst að mjög miklar skemmdir hafa orðið á skipinu í brunanum.
Slökkvilið Reykjanesbær Eldsvoði í Grímsnesi GK555 Tengdar fréttir Slökkvistarfi lokið á vettvangi banaslyssins í Njarðvík Slökkvistarfi er lokið í Njarðvíkurhöfn þar sem eldur kviknaði í netabátnum Grímsnesi GK-555 í nótt. Vettvangur var afhentur Lögreglunni á Suðurnesjum upp úr klukkan tvö í dag. 25. apríl 2023 16:48 Hiti aftur farinn að aukast í bátnum Enn er nokkur hiti í netabátnum Grímsnesi GK-555 sem brann í Njarðvíkurhöfn í nótt og í morgun. Slökkvilið er enn að störfum og verið að dæla töluverðum sjó í gegnum skipið til að kæla það. 25. apríl 2023 12:28 Gríðarlegur hiti og eldurinn erfiður viðureignar Gríðarlegur hiti og eldur var í Grímsnesi GK-555, netabáti sem brann í Njarðvíkurhöfn í nótt og í morgun. Varaslökkviliðsstjóri segir eldinn hafa verið gríðarlega erfiðan við að etja. Þá hafi karlmaður sem lést í brunanum ekki verið með lífsmarki þegar slökkvilið náði að koma honum út úr skipinu. 25. apríl 2023 11:06 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira
Slökkvistarfi lokið á vettvangi banaslyssins í Njarðvík Slökkvistarfi er lokið í Njarðvíkurhöfn þar sem eldur kviknaði í netabátnum Grímsnesi GK-555 í nótt. Vettvangur var afhentur Lögreglunni á Suðurnesjum upp úr klukkan tvö í dag. 25. apríl 2023 16:48
Hiti aftur farinn að aukast í bátnum Enn er nokkur hiti í netabátnum Grímsnesi GK-555 sem brann í Njarðvíkurhöfn í nótt og í morgun. Slökkvilið er enn að störfum og verið að dæla töluverðum sjó í gegnum skipið til að kæla það. 25. apríl 2023 12:28
Gríðarlegur hiti og eldurinn erfiður viðureignar Gríðarlegur hiti og eldur var í Grímsnesi GK-555, netabáti sem brann í Njarðvíkurhöfn í nótt og í morgun. Varaslökkviliðsstjóri segir eldinn hafa verið gríðarlega erfiðan við að etja. Þá hafi karlmaður sem lést í brunanum ekki verið með lífsmarki þegar slökkvilið náði að koma honum út úr skipinu. 25. apríl 2023 11:06