Innlent

Náttúrufræðingar hafa skrifað undir kjarasamning við borgina

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Félag íslenskra náttúrufræðinga undirritaði kjarasamning við Reykjavíkurborg í gær.
Félag íslenskra náttúrufræðinga undirritaði kjarasamning við Reykjavíkurborg í gær. Facebook

Félag íslenskra náttúrufræðinga, FÍN, skrifaði í gær undir tólf mánaða kjarasamning við Reykjavíkurborg. Atkvæðagreiðsla meðal náttúrufræðinga um samninginn hófst á hádegi í dag og lýkur klukkan tíu í fyrramálið.

Frá þessu greinir FÍN á Facebook. Þar segir að samningurinn taki gildi, ef félagsmenn samþykkja hann, frá og með 1. apríl síðastliðnum og gildi til 31. mars 2024. Um sé að ræða skammtímasamning ásamt verkáætlun sem unnin verði á samningstímabilinu. Ramminn að launahækkunum kjarasamningsins var þá unninn á borði heildarbandalaga á opinberum markaði.

Einungis var samið um launalið, desember- og orlofsuppbót, en aðrir liðir verði ræddir á þessu samningstímabili. 


Tengdar fréttir

BHM náð samkomulagi við ríki og borg um efni nýrra samninga

BHM hefur náð rammasamkomulagi við fulltrúa ríkis og Reykjavíkurborgar um meginefni nýrra kjarasamninga aðildarfélaga bandalagsins. Samkomulagið er til tólf mánaða en á næstu dögum munu aðildarfélög eiga fundi með ríki og borg til að klára endanlega samninga. Stefnt er að því að ljúka sambærilegu samkomulagi við Samband íslenskra sveitarfélaga innan tíðar. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×