Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Breiðablik 1-0 | Íslandsmeistararnir höfðu betur í fyrsta stórleik tímabilsins Andri Már Eggertsson skrifar 25. apríl 2023 22:15 Valskonur unnu virkilega sterkan sigur í kvöld. Vísir/Vilhelm Íslandsmeistarar Vals unnu sterkan 1-0 sigur er liðið tók á móti Breiðabliki í fyrsta stórleik tímabilsins í Bestu-deild kvenna í fótbolta í kvöld. Það var stórleikur á Origo-vellinum í 1. umferð Bestu deildar kvenna þar sem Valur og Breiðablik áttust við. Það var markalaust í fyrri hálfleik og það gerðist lítið sem ekkert. Birta Georgsdóttir fékk fínt færi eftir korter þar sem hún var við það að sleppa í gegn en Arna Sif Ásgrímsdóttir elti hana uppi og tæklaði boltann aftur fyrir. Agla María Albertsdóttir í leik kvöldsinsVísir/Vilhelm Bæði lið fengu fínar stöður á vellinum en áttu í erfiðleikum með að búa til dauðafæri. Valur átti tvö skot í slána í fyrri hálfleik. Ásdís Karen Halldórsdóttir átti laglegt skot inn í teig þar sem hún þrumaði boltanum í slána. Þórdís Elva Ágústsdóttir átti góða tilraun nánast frá miðju þar sem hún sá að Telma Ívarsdóttir markmaður Breiðabliks, stóð framarlega. Skot Þórdísar fór í slána og aftur fyrir. Staðan í hálfleik var markalaus 0-0. Um miðjan seinni hálfleik fékk Breiðablik tvö dauðafæri með stuttu millibili en Birta Georgsdóttir klikkaði í bæði skiptin. Það var hart barist í leik kvöldsins Vísir/Vilhelm Fyrst fékk Birta sendingu inn í teig þar sem hún fékk allt of langan tíma með boltann sem truflaði hana sennilega þar sem hún reyndi að fara framhjá Fanneyju Ingu Birkisdóttur sem náði boltanum. Tveimur mínútum seinna var Birta aftur á ferðinni en skot hennar í varnarmann. Fanney Inga Birkisdóttir stóð vaktina vel í marki ValsVísir/Vilhelm Það dró til tíðinda á 73. mínútu þegar Anna Rakel Pétursdóttir braut ísinn. Lára Kristín Pedersen átti laglega sendingu á vinstri kantinn þar sem boltinn rataði á Önnu Rakel sem kláraði færið með laglegu skoti sem Telma Ívarsdóttir, markmaður Breiðabliks, náði ekki að verja. Agla María Albertsdóttir var nálægt því að jafna leikinn á fjórðu mínútu uppbótartíma. Agla átti hörkuskot sem fór í slána. Gestirnir reyndu að ná inn jöfnurnarmarkiVísir/Vilhelm Af hverju vann Valur? Þetta var mjög lokaður leikur sem hefði vel getað endað með markalausu jafntefli. Eftir að hafa skotið tvisvar í slána í fyrri hálfleik tókst Val að nýta eitt færi í síðari hálfleik sem skildi liðin af. Hverjar stóðu upp úr? Anna Rakel Pétursdóttir spilaði vel í vinstri bakverðinum. Anna var hetja Vals þar sem hún gerði sigurmarkið á 73. mínútu. Arna Sif Ásgrímsdóttir tók upp þráðinn frá síðasta tímabili og hélt áfram að spila vel. Arna spilaði vel heilt yfir og stóð tækling hennar upp úr í fyrri hálfleik þar sem hún kom í veg fyrir að Birta Georgsdóttir myndi sleppa ein í gegn. Hvað gekk illa? Mark Vals var eftir klaufalegan varnarleik. Lára Kristín náði að hrista Andreu Rut af sér áður en hún gaf boltann milli tveggja varnarmanna Blika sem leit ansi klaufalega út. Birta Georgsdóttir fór illa með tvö dauðafæri í seinni hálfleik í stöðunni 0-0. Hvað gerist næst? Breiðablik fer á Sauðárkrók í næstu umferð og mætir Tindastól næsta þriðjudag klukkan 19:15. Pétur: Bæði lið voru að reyna að vinna en vildu ekki tapa heldur Pétur Pétursson á hliðarlínunni í leik kvöldsins Vísir/Vilhelm Pétur Pétursson, þjálfari Vals, var afar ánægður með sigurinn. „Bæði lið voru að reyna að vinna leikinn en vildu ekki tapa honum heldur. Það voru góðir kaflar í báðum liðum en við náðum þessu marki og okkur tókst að klára þetta.“ Pétur Pétursson var léttur í svörum eftir leik og sagðist ekkert muna eftir markinu og vildi sjá það í sjónvarpinu. Pétur var einnig ánægður með Jamia Fields sem kom inn á hjá Val. „Mér fannst Jamia Fields koma vel inn í þetta. Hún hefur ekki verið að spila mikið og hún hefur ekkert fengið að spila á undirbúningstímabilinu hjá okkur heldur og hún á eftir að koma sterk inn.“ Breiðablik lagði allt í sölurnar til að jafna leikinn en Pétur sagðist ekki hafa verið stressaður. „Þetta var bara týpískt. Þetta var tólfti eða fimmtándi leikurinn á móti Breiðablik þannig maður veit að þetta verður svona. Hefðum við verið að tapa þá hefðum við gert það sama,“ sagði Pétur Pétursson að lokum. Ásmundur: Mitt lið skildi allt eftir á vellinum Ásmundur Arnarsson og Kristófer Sigurgeirsson í leik kvöldsinsVísir/Vilhelm Ásmundur Arnarsson, þjálfari Breiðabliks, var svekktur eftir leik. „Það var gríðarlega súrt að tapa þessu. Þetta var hörkuleikur og mikil barátta út um allan völl og það var fátt um opin færi. Við förum héðan gríðarlega svekkt með engin stig.“ „Mitt mat var að jafntefli hefði verið sanngjörn niðurstaða en það er ekki spurt af því í boltanum. Við þurfum að sætta okkur við þessi úrslit og kyngja stoltinu,“ sagði Ásmundur Arnarsson afar svekktur. Í stöðunni 0-0 fékk Breiðablik tvö dauðafæri til að brjóta ísinn en Blikum tókst ekki að nýta það og Valur skoraði eina mark leiksins skömmu síðar. „Það vill oft verða þannig að hlutir bíta mann í rassinn og það gerðist í kvöld.“ Ásmundur hrósaði sínu liði fyrir frammistöðuna þrátt fyrir tap. „Maður vill alltaf meira en stelpurnar lögðu allt sitt í leikinn og skildu allt eftir á vellinum og það dugði ekki til í dag því miður. Valur fékk aðeins að keyra okkur niður en ég sá ekki alveg hvað gerðist í teignum þegar Taylor fór niður en stelpurnar gerðu allt sem þær gátu sem dugði ekki til,“ sagði Ásmundur Arnarsson að lokum. Besta deild kvenna Valur Breiðablik
Íslandsmeistarar Vals unnu sterkan 1-0 sigur er liðið tók á móti Breiðabliki í fyrsta stórleik tímabilsins í Bestu-deild kvenna í fótbolta í kvöld. Það var stórleikur á Origo-vellinum í 1. umferð Bestu deildar kvenna þar sem Valur og Breiðablik áttust við. Það var markalaust í fyrri hálfleik og það gerðist lítið sem ekkert. Birta Georgsdóttir fékk fínt færi eftir korter þar sem hún var við það að sleppa í gegn en Arna Sif Ásgrímsdóttir elti hana uppi og tæklaði boltann aftur fyrir. Agla María Albertsdóttir í leik kvöldsinsVísir/Vilhelm Bæði lið fengu fínar stöður á vellinum en áttu í erfiðleikum með að búa til dauðafæri. Valur átti tvö skot í slána í fyrri hálfleik. Ásdís Karen Halldórsdóttir átti laglegt skot inn í teig þar sem hún þrumaði boltanum í slána. Þórdís Elva Ágústsdóttir átti góða tilraun nánast frá miðju þar sem hún sá að Telma Ívarsdóttir markmaður Breiðabliks, stóð framarlega. Skot Þórdísar fór í slána og aftur fyrir. Staðan í hálfleik var markalaus 0-0. Um miðjan seinni hálfleik fékk Breiðablik tvö dauðafæri með stuttu millibili en Birta Georgsdóttir klikkaði í bæði skiptin. Það var hart barist í leik kvöldsins Vísir/Vilhelm Fyrst fékk Birta sendingu inn í teig þar sem hún fékk allt of langan tíma með boltann sem truflaði hana sennilega þar sem hún reyndi að fara framhjá Fanneyju Ingu Birkisdóttur sem náði boltanum. Tveimur mínútum seinna var Birta aftur á ferðinni en skot hennar í varnarmann. Fanney Inga Birkisdóttir stóð vaktina vel í marki ValsVísir/Vilhelm Það dró til tíðinda á 73. mínútu þegar Anna Rakel Pétursdóttir braut ísinn. Lára Kristín Pedersen átti laglega sendingu á vinstri kantinn þar sem boltinn rataði á Önnu Rakel sem kláraði færið með laglegu skoti sem Telma Ívarsdóttir, markmaður Breiðabliks, náði ekki að verja. Agla María Albertsdóttir var nálægt því að jafna leikinn á fjórðu mínútu uppbótartíma. Agla átti hörkuskot sem fór í slána. Gestirnir reyndu að ná inn jöfnurnarmarkiVísir/Vilhelm Af hverju vann Valur? Þetta var mjög lokaður leikur sem hefði vel getað endað með markalausu jafntefli. Eftir að hafa skotið tvisvar í slána í fyrri hálfleik tókst Val að nýta eitt færi í síðari hálfleik sem skildi liðin af. Hverjar stóðu upp úr? Anna Rakel Pétursdóttir spilaði vel í vinstri bakverðinum. Anna var hetja Vals þar sem hún gerði sigurmarkið á 73. mínútu. Arna Sif Ásgrímsdóttir tók upp þráðinn frá síðasta tímabili og hélt áfram að spila vel. Arna spilaði vel heilt yfir og stóð tækling hennar upp úr í fyrri hálfleik þar sem hún kom í veg fyrir að Birta Georgsdóttir myndi sleppa ein í gegn. Hvað gekk illa? Mark Vals var eftir klaufalegan varnarleik. Lára Kristín náði að hrista Andreu Rut af sér áður en hún gaf boltann milli tveggja varnarmanna Blika sem leit ansi klaufalega út. Birta Georgsdóttir fór illa með tvö dauðafæri í seinni hálfleik í stöðunni 0-0. Hvað gerist næst? Breiðablik fer á Sauðárkrók í næstu umferð og mætir Tindastól næsta þriðjudag klukkan 19:15. Pétur: Bæði lið voru að reyna að vinna en vildu ekki tapa heldur Pétur Pétursson á hliðarlínunni í leik kvöldsins Vísir/Vilhelm Pétur Pétursson, þjálfari Vals, var afar ánægður með sigurinn. „Bæði lið voru að reyna að vinna leikinn en vildu ekki tapa honum heldur. Það voru góðir kaflar í báðum liðum en við náðum þessu marki og okkur tókst að klára þetta.“ Pétur Pétursson var léttur í svörum eftir leik og sagðist ekkert muna eftir markinu og vildi sjá það í sjónvarpinu. Pétur var einnig ánægður með Jamia Fields sem kom inn á hjá Val. „Mér fannst Jamia Fields koma vel inn í þetta. Hún hefur ekki verið að spila mikið og hún hefur ekkert fengið að spila á undirbúningstímabilinu hjá okkur heldur og hún á eftir að koma sterk inn.“ Breiðablik lagði allt í sölurnar til að jafna leikinn en Pétur sagðist ekki hafa verið stressaður. „Þetta var bara týpískt. Þetta var tólfti eða fimmtándi leikurinn á móti Breiðablik þannig maður veit að þetta verður svona. Hefðum við verið að tapa þá hefðum við gert það sama,“ sagði Pétur Pétursson að lokum. Ásmundur: Mitt lið skildi allt eftir á vellinum Ásmundur Arnarsson og Kristófer Sigurgeirsson í leik kvöldsinsVísir/Vilhelm Ásmundur Arnarsson, þjálfari Breiðabliks, var svekktur eftir leik. „Það var gríðarlega súrt að tapa þessu. Þetta var hörkuleikur og mikil barátta út um allan völl og það var fátt um opin færi. Við förum héðan gríðarlega svekkt með engin stig.“ „Mitt mat var að jafntefli hefði verið sanngjörn niðurstaða en það er ekki spurt af því í boltanum. Við þurfum að sætta okkur við þessi úrslit og kyngja stoltinu,“ sagði Ásmundur Arnarsson afar svekktur. Í stöðunni 0-0 fékk Breiðablik tvö dauðafæri til að brjóta ísinn en Blikum tókst ekki að nýta það og Valur skoraði eina mark leiksins skömmu síðar. „Það vill oft verða þannig að hlutir bíta mann í rassinn og það gerðist í kvöld.“ Ásmundur hrósaði sínu liði fyrir frammistöðuna þrátt fyrir tap. „Maður vill alltaf meira en stelpurnar lögðu allt sitt í leikinn og skildu allt eftir á vellinum og það dugði ekki til í dag því miður. Valur fékk aðeins að keyra okkur niður en ég sá ekki alveg hvað gerðist í teignum þegar Taylor fór niður en stelpurnar gerðu allt sem þær gátu sem dugði ekki til,“ sagði Ásmundur Arnarsson að lokum.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti