Ian Anderson getur ekki mælt með heiðni við nokkurn mann Jakob Bjarnar skrifar 26. apríl 2023 07:01 Rokksagan verður ekki skrifuð án þess að þar sé ítarlegur kafli um Ian Anderson og Jethro Tull. Hann er væntanlegur til landsins, fjölmörgum aðdáendum hans til mikillar ánægju. Eftir því sem Vísir kemst næst er uppselt á tónleika Jethro Tull sem verða í Hörpu 4. maí. gettyMarc Marnie/Redferns Þegar Vísir náði sambandi við Ian Anderson, forsprakka og prímusmótor hinnar goðsagnakenndu hljómsveitar Jethro Tull, benti hann þegar á í upphafi samtals að dagskrá hans væri þéttriðin, engra kynninga væri þörf. „Beint í fyrstu spurningu.“ Já, ók. Það verður að segjast að með þessu hafi blaðamaður Vísis hálfpartinn verið sleginn út af laginu. Hann hafði hugsað sér að hefja samtalið á kumpánlegum nótum. Nefna að Ian væri enn í fullu fjöri orðinn 75 ára gamall: Too old to rock and roll but to young to die. En eftir á að hyggja er það ábyggilega lína sem allir blaðamenn sem eru of sniðugir fyrir sig og aðra reyna að koma að í samtali við Ian Andersson, sennilega öll popppressan. Auk þess sem ekki var um persónulega yfirlýsingu að ræða í því lagi heldur átti hún við um tíðarandann í kringum 1976, og forspá ef litið er til stöðugrar endurvinnslu í rokk- og popptónlist 7. og 8. áratugarins eins og sjá má ef litið er til vinsældalista dagsins í dag. Hin fræga stelling Ian Anderson, stendur á annarri og þenur þverflautu sína. Flautan kom talsvert við sögu í hippatónlistinni, gullöld tónlistar, þegar Jethro Tull voru að hefja leik. Ian sá Hendrix og skipti á Fender-rafmagnsgítar sínum (sem reyndist forláta eintak og færi eflaust á milljónir núna) og þverflautu. Á sama hátt og Ian féllust hendur þegar hann heyrði Hendrix spila á gítar má segja það sama um aðra flautuleikara þegar Ian Anderson tók að blása í sitt hljóðfæri.getty/Fin Costello/Redferns Þú verður að afsaka það við mig að enskan mín er heldur ryðguð… „Hún er betri en enska spánska herramannsins sem ég var að tala við áður en ég heyrði í þér þannig að … haltu bara áfram.“ Enginn miskunn hjá Magnúsi. Jethro Tull er í fullu fjöri, í fyrra sendi hljómsveitin frá sér plötuna The Zelot Gene en þá hafði ekki komið ný plata frá hljómsveitinni í tæp tuttugu ár. Ian Anderson er í banastuði um þessar mundir því nú liggur fyrir glæný plata sem ber titilinn RökFlöte. Það er því ekki um neitt annað að ræða en spyrja hvað Ian Anderson geti sagt okkur um hana? „Já, hvað viltu vita?“ Tjahh, mér þykir umfjöllunarefnið athyglisvert. Norræn goðafræði, hvernig kom það til? „Ég hafði ákveðið að gera plötu þar sem þverflautan væri kynnt til sögunnar sem öndvegi í rokkhljómsveit. Vinnutitill plötunnar var Rokk-flautan (Rock Flute) eða allt frá þeim degi sem ég byrjaði að vinna að gerð hennar. En í lok þess dags hafði nafnið tekið breytingum í RökFlöte. Rök þá í merkingunni örlög, með tvípunkti yfir o-inu og flöte sem er þýskur framburður og stafsetning á því hljóðfæri sem ég leik á.“ Ógeð á ofnotkun heiðinna tákna Ian Anderson segist jafnframt hafa verið búinn að ákveða að skrifa plötu sem fjallaði um fjölgyðistrú. „Ég hafði skoðað gríska- og rómverska goðafræði, austræna goðafræði, og ástundun austrænna trúarbragða svo sem hindúisma. En ákvað svo að fara erfiðu leiðina sem var sú að fjalla um norræna heiðni sem er efniviður sem þungarokkshljómsveitir sérstaklega í Skandinavíu hafa nýtt sér í fantasíum sínum um mikla karlmennsku, víkingar með sverð og svo framvegis sem illu heilli hefur svo verið tengt við öfgahægristefnu í stjórnmálum.“ Ian Anderson bendir á að þetta séu fyrirbæri og eigindir sem höfðuðu til manna eins og rithöfundarins Tolkens og tónskáldsins Wagners, sem notuðu þætti úr norrænu goðafræðinni í myrkari þætti sinna verka. „Og það sem verra er, Heinrich Himmler. Þannig að þetta er snúið viðfangsefni, að fara inn í án þess að vera óheflaður og gera eitthvað sem blasir við. Mig langaði til að nálgast þetta viðfangsefni af meiri næmleika. Og draga fram samsvörun milli sumra þessara norrænu guða og því hlutverki sem þeir hafa gegnt og svo fólks sem ég hef kynnst í gegnum tíðina og þeim hlutverkum sem það hefur gegnt. Að þetta væri að því leyti til persónulegt verk.“ Hann segir að seinni hlutar texta í lögum tvö til ellefu fjalli um persónur sem hann hafi þekkt eða þekkt til. „Norrænu guðirnir eru allir ofurmenni, þeir eru ekki leyndardómsfullir eða dulrænir heldur allir þar sem þeir eru séðir. Ekki eins og í islam, heldur ofurmennskir, dregnir skýrum dráttum eins og lýst er í Sæmundareddu og víðar. Þetta er þannig athyglisvert viðfangsefni því menn vildu teikna guði upp þannig að auðvelt er að skilja þá; að við getum elskað þá eða óttast þegar þeir líta út eins og ógnandi mannverur. Fremur en eitthvað framandi án andlits.“ Hallast að trú sem ekki er hægt að teikna mynd af Ian Anderson segir heiðnina ekki höfða til sín persónulega sem slík, hann hallist meira að trú í ætt við Gyðingdóm eða islam, að guð sé ekki eitthvað sem hægt sé að teikna, eins og Allah eða Javhe; maður ætti ekki að reyna að holdgera eða draga almættið upp með myndrænum hætti. Í samræmi við hverja þá hugmynd sem menn gera sér að því. Í kristni er Guð oft teiknaður upp sem einhverskonar karakter. Michelangelo svaraði kallinu, hitti á það þegar hann var beðinn um að teikna Guð og jú, þar birtist vissulega einhvers konar ofurmenni. En það sé fjarstæða. „Ég fellst á að vera kristinn því ég fæddist inn í þá trú, þar liggur mín menning, ríkjandi á því svæði sem ég þekki og styð en ég er ekki sannkristinn vegna ýmissa þátta sem ég get ekki fellt mig við. Sem kemur þó ekki í veg fyrir að ég sjái gildi í kristni og styðji hana á vorum tímum. Ian Anderson hefur allt frá fjórtán ára aldrei velt trúabrögðum og andlegum málefnum fyrir sér. Á nýrri plötu fjallar hann um fjölgyðistrú, norræna goðafræði en hana hefur hann fram til þessa forðast vegna ofnotkunar hægriöfgamanna og þungarokkssveita á táknum úr heiðni.Kevin Nixon/Classic Rock Magazine/Future via Getty Images/Future via Getty Images Þetta er einfaldlega af því að ég er ekki frá landi sem er islamskt eða hindúískt eða búddískt. Ég held mig við heimahagana, það er mér eðlislægt fremur en að taka trú sem ég hef engin slík tengsl við. Og í öllum bænum ekki halda að ég sé heiðinn. Ég er eins langt frá því og getur hugsast. En það kemur ekki í veg fyrir að ég semji tónlist, söngva sem snerta viðfangsefni sem ég vissi ekki mjög mikið um, en fannst að ég ætti að reyna að læra um og reyna að skilja.“ Hefur haft antípat á heiðninni Þú veltir greinilega trúmálum mikið fyrir þér? „Já, ég hef hugsað um þau allt frá 14 ára aldri. Ég fékk áhuga á samanburðarrannsóknum, hvað mismunandi trúarbrögð eiga sameiginlegt og hvað skilur þau frá hvert öðru. Þá um heim allan. Bæði trúarlegum og andlegum málefnum. Já ég hef velt þessu mikið fyrir mér allar götur og verið áhugasamur um en veit mismikið um ólík trúarbrögð. Ég vissi til dæmis ekki mikið um norræna heiðni. Ég hef haldið því meðvitað frá mér vegna tengla við öfgahægristefnu og ofnotkunar ýmissa hljómsveita á táknum þaðan sem og í kvikmyndum, sjónvarpsþáttum og tölvuleikjum þar sem heiðin tákn eru notuð ótæpilega. Mér hefur fundist það of mikið en nú ætla ég að reyna þetta en á annan hátt. Sem ég vona að hafi tekist, að minnsta kosti að hluta til.“ Rökeflöte hljómar kunnuglega í eyrum sannra aðdáenda Jethro Tull þó ný sé að efni til. Hún kallast á við eldri verk hljómsveitarinnar? „Já, ég held að platan sé ekki erfið að hlusta á eða tormelt. Lögin eru öll tiltölulega stutt. Eins og þarf viljir þú koma 12 lögum fyrir á eins og einni plötu. Sem er krafa og kall tímans. Stílrænt séð reyndi ég meðvitað að skrifa með hljómsveitina í huga. Og prufutökurnar sem ég sendi á hljómsveitina spilaði ég á rafmagnsgítar, sem er óvenjulegt þegar ég á í hlut. En þá aðallega til að undirstrika að um væri að ræða rokktónlist. Og þegar við fórum að æfa tók þetta fljótlega á sig endanlega mynd í útsetningu, ég held að þetta sé ekki í neinni órafjarlægð frá því sem aðdáendur Jethro Tull þekkja sem Jethro Tull.“ „Jesúm Kristur er ykkar maður“ Nei, góðu heilli og sem betur fer. Ég get sagt þér að við Íslendingar munum að sjálfsögðu taka þessari plötu Tull um norræna goðafræði sem sérstakri kveðju til okkar. „Já, en við megum ekki gleyma því að frá 11. öld hafa Íslendingar verið kristin þjóð? Þó þið hafið verið með þeim síðustu sem lögðuð af heiðni sem ráðandi trúarbrögð. Fyrir meira en þúsund árum gerðuð þið Jesúm Krist að leiðtoga lífs ykkar. Hann er ykkar maður. Heiðni í hvaða formi sem er reyndist ekki liður í framtíð þjóðarinnar. En ég er áhugasamur um munnmælasögur sem gengu mann fram af manni þar til þær voru að endingu skráðar. Eins og í Sæmundareddu.“ Ian Anderson hefur komið oft komið til Íslands, hann hefur komið fram á einum tólf tónleikum sem haldnir hafa verið hér á landi. Þó Ian Anderson hafi breytt rokkinu með þverflautu sinni er hann frábær gítarleikari og grípur oft í það hljóðfæri á sviði. Til að undirstrika það að hin nýja plata, RökFlöte, er rokkplata spilaði hann inn prufuupptökurnar sem hann sendi félögum sínum í Jethro Tull inn á rafmagnsgítar.Dave Etheridge-Barnes/Getty Images Hann er þannig meiri Íslandsvinur en margir sem hafa verið sæmdir þeim titli. Þegar Ringo Starr kom til landsins var fyrsta spurning sem hann fékk frá íslensku pressunni þessi: How do you like Iceland? Ringo svaraði eitthvað á þá leið að hann væri nú bara að stíga út úr flugvélinni. Ian Andersson sleppur ekki frá þessari sígildu spurningu frá fulltrúa þjóðar sem er þjökuð af minnimáttarkennd. „Já. Þetta er reyndar spurning sem ég fæ oftast hvar sem ég fer. Í Bandaríkjunum þá er ég spurður hvað hafi orðið til þess að ég lagði land undir fót til að sækja Bandaríkin heim, hver væru mín tengsl við land og þjóð? Allir spyrja þessarar spurningar þannig að ég er ekki viss um að þetta hafi neitt með minnimáttarkennd að gera. Kannski frekar að þegar þú treður reglulega upp einhvers staðar dragi fólk þá ályktun að um sé að ræða einhver sérstök tengsl. Og ég á vissulega í sérstöku sambandi við norrænar þjóðir.“ Notar tónlist til að róa sig í flugvél Ian Anderson er fæddur og ólst að hluta til upp í Skotlandi. „Þar sem finna má tengsl við Danmörku og Noreg. Ísland hefur alltaf átt í nánu og sérstöku sambandi við Danmörku þannig að þetta er eitthvað sem maður tengist bæði sögulega og menningarlega. Ísland kom mér strax, þegar ég kom þangað fyrst, kunnuglega fyrir sjónir. Landslagið er mjög svipað og er í norðvestur Skotlandi. Þar sem fólk sækir sér björg í bú með að róa á hafið á bátum og skipum í allskyns veðrum. Og þarf að hluta til að reiða sig á ferðamennsku auk tekna af náttúruauðlindum. Í Skotlandi eru vindorkuver sem gefa raforku sem flutt er út og á Íslandi háhitasvæði. Fólk í norðvestur Skotlandi og á Íslandi er ekki ólíkt. Langar vetrarnætur, fólk drekkur of mikið og dettur í götuna.“ Hefurðu eitthvað hlustað á íslenska tónlist? „Já, aðeins. Ég hef spilað með norrænum tónlistarmönnum og spilað inn á nokkrar plötur. Ég hef hlustað eitthvað á íslenska tónlist en það verður að segjast að ég er ekki mikill tónlistarneytandi. Ég hlusta ef ég er að vinna að einhverju og eða rannsaka. Ian Anderson hefur auðvitað spilað um heim allan og hvar sem hann kemur er hann spurður: How do you like Iceland? (Skipta út landinu eftir því sem við á.) Þannig að það er ekki víst að þessi fræga spurning sem Ringo fékk í andlitið þegar hann var nýstiginn út úr flugvélinni sé sprottin af einskærri minnimáttarkennd.Tim Mosenfelder/Getty Images Og ef einhver biður mig um að spila þá verð ég að hlusta mjög vandlega á þá tilteknu tónlist. En ég hlusta ekki mikið, ekki síðan á miðjum 8. áratug síðustu aldar. Einu skiptin sem ég hlusta á tónlist mér til ánægju og yndisauka er í flugvél. Mér er ekkert alltof vel við að fljúga. Og síðast þegar ég flaug hlustaði ég á Jólaóratoríu Bachs, og í þarsíðustu flugferð minni hlustaði ég á Morrisey og þar á undan á Messías eftir Händel. Þannig að tónlistarsmekkur minn er allskonar, ég hlusta á tónlist í flugferðum en það er þá gagngert eitthvað sem hefur róandi áhrif á mig.“ Proggið kom eins og frelsandi engill Ég veit að þetta er spurning sem flestum listamönnum er meinilla við en ég læt hana vaða engu að síður; hvernig myndir þú skilgreina tónlist Jethro Tull? „Ég held að svarið við þessari spurningu þinni sé eiginlega upptalning á því sem hún er ekki: Þetta er ekki blús, þetta er ekki jass, þetta er ekki Country & Western, ekki klassík. Hún er samruni eða bræðingur sem verður kannski best skilgreindur almennt sem Progressive Rock. Og Progressive Rock er hugtak sem varð til 1969 í bresku tónlistarpressunni, eftir því sem ég kemst næst. Ian Anderson, John Evan and Barriemore Barlow (aka Barrie Barlow) taka lagið á tónleikum í Kaupnannahöfn 1972. Miklar mannabreytingar hafa orðið í hljómsveitinni í gegnum tíðina, af ýmsum ástæðum. Alls hafa 29 manns komið við sögðu ef allt er talið.Getty/Jorgen Angel/Redferns Fyrir þann tíma höfðum við að ég held Bítlaplötuna Sgt. Peppers sem var Progressive Pop. Þremur mánuðum síðar kom plata Pink Floyd, Pipers at the Gates of Dawn. Sem var einhvers konar sambland af framsæknu og skynörvandi poppi. Þessar tvær plötur voru sem leiðarstikur fyrir mig. Á miðjum veginum og bentu í tiltekna átt sem ég fylgdi glaður.“ Fyrsta plata Jethro Tull var blues-plata en blues var fyrirferðarmikill á Englandi sjöunda áratugnum. Ian Anderson segist hafa verið í klemmu og Prog-ið kom eins og frelsandi engill. „Mér fannst ég ekki geta orðið blús- eða jasstónlistarmaður. Mér fannst ég ekki búa yfir nægri hæfni til að verða jasstónlistarmaður og blues tilheyrði í raun yfirráðasvæði þeldökkra þjóðlagatónlistarmanna í Bandaríkjunum. Hvort sem þeir voru rafvæddir blúsmenn í Chicago eða listamenn sem spiluðu órafmagnaða sveitatónlist. Þetta var og er þeirra tónlist. Og mér fannst ég ekki geta séð fyrir mér með því að stela einhverju sem telst vera fæðingarréttur annarra.“ Brexit skelfileg mistök Ian Anderson segist því hafa ákveðið að halda sig á heimaslóðum hvað varðar áhrif hvort sem það var þjóðlagatónlist, klassísk tónlist eða aðrir þættir frá Evrópu sem heild. „Ég lít á mig sem Evrópubúa ekki sem Skota eða Englending eða Breskan. Og margir landa minna líta svo á einnig. Við vildum margir hverjir vera enn í Evrópusambandinu fremur en að hafa Brexit-erað í skömm.“ Já, það ætlar ekki að enda vel? „Ef þú gefur fólki kosti í lýðræðinu þá velur það stundum vitlaust,“ segir Ian og dæsir. „Það lætur tilfinningarnar ráða. Fólk vildi andæfa skrifræðinu í Brussel, reglum sem sögðu því hvað það ætti að gera og vera; að mynda einhvers konar einingu og einsleitni milli landa í Evrópu. Það líkar okkur ekki. Norðmönnum líkar það ekki, Svisslendingum ekki heldur né Íslendingum. Ian Anderson á Jethro Tull tónleikum í Montreal Forum 1978. Hann segir að Bretar hafi gert skelfileg mistök með að höggva alfarið á öll tengsl við Evrópusambandið.stan frgacic/Corbis via Getty Images Þessar þjóðir hafa farið sér varlega í sakirnar, tekist að halda sig í grennd við Evrópusambandið og í góðu sambandi við það. Við hefðum getað gert það sama án þess að fórna sjálfsmyndinni, haft aðskilnað í einhverjum atriðum og öðrum ekki. En breska þjóðin ákvað höggva algerlega á tengslin og það voru mistök, bæði efnahagslega og menningarlega fyrir bresku þjóðina. Við sjáum það til dæmis í því að ekki er eins auðvelt að ferðast milli landa og áður var.“ Frábærir tónlistarmenn og miklar mannabreytingar Ég segi það án þess að depla auga að Jethro Tull sé best spilandi hljómsveit rokksögunnar. Í gegnum tíðina hafa 28 eða 29 spilað með Tull; í miklu grúvi og leikið sér með flóknar útsetningar? „Jú, þetta eru eitthvað þar um bil, að meðtöldum gestaleikurum og þeim sem hafa spilað inn á plöturnar. Þetta eru margir. En þeir eiga það allir sameiginlegt að hafa þurft að hafa til að bera tónlistarlega færni og hafa þurft að skilja ólíkar tegundir tónlistar. Kannski svipað því hvernig Zappa valdi tónlistarmenn til samstarfs, þeir voru allir mjög færir á hljóðfæri sín en þurftu að auki að bera skynbragð á ólíkar tónlistarstefnur til að leika tónlist Zappa; í sumum tilfellum bræðingur og svo er snúið upp á ameríska tónlistarhefð á einn hátt eða annan. Tónlistarmennirnir sem ég hef spilað með í gegnum árin hafa allir þurft að skilja ólíkar tónlistarstefnur.“ Þó að í gegnum tíðina hafi í Jethro Tull verið algerlega frábærir tónlistarmenn, sannkallaðir virtúósar á borð við Martin Barre svo einhver sé nefndur, er svo er að heyra á Ian Anderson að honum þyki jafnvel meira til þeirra koma sem nú starfa með hljómsveitinni en þeirra sem eru hættir. „Já. Að þessu sögðu; strákarnir í hljómsveitinni núna þurfa að geta spilað allt. Þeir þurfa að geta spilað 55 ár aftur í tímann af Jethro Tull-tónlist meðan þeir sem voru í hljómsveitinni í byrjun þurftu bara að þekkja tvö til þrjú ár af Jethro Tull. Langt er síðan Ian Anderson hætti að fletta bókum. En það breytir ekki því að hann les mikið og helst sér til gagns; til að mynda sér upplýsta afstöðu.Rob Monk/Classic Rock Magazine/Future Publishing via Getty Images Þannig að þetta er erfiðara verkefni fyrir þá sem nú eru í hljómsveitinni en þá sem áður voru til staðar. Þeir þurftu ekki að vera vel að sér um ólíka stíla sem svo gat leitt til þess að þeir voru ekki í hljómsveitinni mjög lengi. Þeir voru ekki áhugasamir um tónlistina sem ég var að skrifa, hún var ekki „þeirra“. Þú hefur ekki val, ef þú ert að skrifa tónlist og þeir í hljómsveitinni vilja ekki spila hana … þá er það ekki samstarf sem getur gengið.“ Vill enga partígaura í hljómsveitina Athyglisvert. En hvernig tekst þér að fá alla þessa frábæru tónlistarmenn til samstarfs? Hvar finnurðu þá eiginlega? Er það ekkert mál? „Jú. Það er aldrei einfalt því þetta snýst ekki bara um að þeir séu færir tónlistarmenn heldur þarf þetta að vera fólk sem þú vilt verja tíma með, í talsvert mikilli nánd, hvort sem er í æfingahúsnæðinu eða á sviði, eða vera með í rútu í þrjá tíma. Og klisjan um lífsstílinn í rokkinu; Sex, Drugs and Rock & Roll er ekki nokkuð sem hefur verið í hávegum haft í Jethro Tull.“ Ian Anderson er skýr með það að fólk sem hann starfar með eigi ekki að vera alkóhólistar, það eigi ekki að nota nein vímuefni og það eigi ekki að vera hávært. „Ég er ekkert fyrir að vera innan um fólk sem hrópar og kallar og hlær hrossahlátri. Sem er svo sem ekkert vandamál. Strákarnir sem ég starfa með eru allir rólyndis menn sem lesa bækur, skoða kirkjur og listasöfn, kyrrlátir. Kannski breytast þeir í eitthvað allt annað þegar þeir eru komnir heim til eiginkvenna sinna, ég hef ekki hugmynd, umturnast í skemmtióð ljón og ganga af göfflunum. En ég mun halda þeim í skefjum, loka þá inni á hótelherbergjum sínum á 101 þegar við komum til Reykjavíkur. Setja upp vegatálma til að hindra þá í að fara á kaffihús og bari og staði sem hafa á sér illt orð.“ Gleðimennirnir þrír í Jethro Tull Þannig að, þú ert harður húsbóndi? „Það þarf nú ekki að hafa mikið fyrir þessu. Þetta rekur sig sjálft. Þeir sem ég starfa með hvíla vel í sér og líður vel með það sem þeir eru að gera. Það þarf ekki að þvinga þá til þess, persónuleikarnir eru þeirrar gerðar. Þetta eru spakir menn. Sem þýðir reyndar og í raun að við erum frekar leiðinlegir menn. Ekki þeir sem þú vilt bjóða í partí, engum reyndar sem eru eða hafa verið í Jetrho Tull. Það væru mikil mistök uppá gleðskapinn.“ Ian Anderson og gítarvirtúósinn Martin Barre í nóvember 1995. Eins og áður sagði hafa margir komið við sögu sem meðlimir Jethro Tull. Að frátöldum Anderson hefur Barre verið lengst allra eða frá 1968 til 2012.John Atashian/Getty Images Ian Anderson veltir þessu fyrir sér og segir svo að það séu kannski tveir til þrír í gervallri sögu Jethro Tull sem hefði kannski ekki verið vitlaust að bjóða í partí. „Einn þeirra væri líklega Mick Abrahams gítarleikari. Hann var með í blábyrjun á árunum 1967-1968. Og svo Glenn Cornick, fyrsti bassaleikari hljómsveitarinnar. Hann var gleðskapsmaður. Og svo kannski John Glascock bassaleikari sem var í hljómsveitinni á síðari hluta 8. áratugarins. Hann var partíglaður. Já, tveir til þrír sem höfðu gaman að því að skvetta í sig og hitta mann og annan. Þeir entust ekki lengi í hljómsveitinni, en ekki bara vegna þessa. Og hvað Glascock varðar þá dó hann langt um aldur fram, því miður. Hann var dásamlegur maður en félagslyndur, og vildi hávaða og gleðskap og drykkju. Og gera eitt og annað sem var honum ekki hollt. Hann dó eftir hjartaaðgerð sem hann undirgekkst.“ Langt fyrir aldur fram, aðeins 28 ára að aldri. Hann var náttúrlega frábær bassaleikari. „Já, og dásamlegur maður.“ Steve Jobs sóttist ákaft eftir Tull á Apple Music Ég veit að þetta er yfirgripsmikil spurning en að teknu tilliti til þess að þú hefur lifað tímana tvenna verð ég að spyrja, hvað finnst þér um þróun tónlistarbransans? Er ekki rétt munað hjá mér að þú hafir til dæmis staðið í vegi fyrir því framan af gagnvart YouTube, þegar það fyrirbæri var að byrja, að tónlist Jethro Tull væri streymt þar? „Jú. Ég, eins og margir aðrir listamenn, vildum sjá hvernig þetta þróaðist. Ég fékk tölvupóst frá Steve Jobs fyrir mörgum herrans árum þar sem hann óskaði eftir því að ég teldi útgefendur inn á að tónlist Jethro Tull færi inn á Apple Music. Ég skrifaði honum til baka og sagði að þetta væri allt til athugunar, að sjálfsögðu, en við yrðum að staldra við og sjá hvernig þetta þróaðist. Meðal annars að teknu tilliti til þess hvernig viðtökur almennings yrðu, framkvæmdin á þessu væri, hvernig væri með höfundarrétt og að endingu hvernig kæmi til einhverrar greiðslu fyrir spilun? Ian Anderson segir notkun tónlistar önnur en hún var. Hún er hvarvetna aðgengileg og notuð við ólíklegustu tækifæri. Það getur því reynst snúið að gæta að réttindamálum.Rob Monk/Classic Rock Magazine/Future Publishing via Getty Images Jethro Tull-tónlistin kom að endingu út á Apple Music eða iTunes eins og það hét þá, og Steve Jobs skrifaði Ian Anderson sérstaklega og lýsti yfir mikilli ánægju sinni með það. „Þetta var sem sagt ekki bara einhver hugdetta, við vildum í ein tvö eða þrjú ár staldra við og sjá hvernig þetta þróaðist. Og sama máli gegndi um Spotify og YouTube og aðrar veitur. Þú verður að reyna að búa svo um hnúta að þú sért á einhvern hátt verndaður gagnvart markaðsmisnotkun sem svo einhverjir aðrir hagnast á. Sama á við um það þegar einhver skrifar til plötuútgáfunnar og vill nota tónlist Jethro Tull í kvikmynd eða sjónvarpsseríu, auglýsingu, það þarf að íhuga það. Stundum segi ég; allt í lagi ekkert mál, í öðrum tilfellum þarf ég að skoða það nánar og sjá hvernig það hentar og stundum hreinlega þarf ég að segja nei. Að það eigi ekki við eða henti ekki.“ Notkun á tónlist í dag er önnur en var fyrir kannski fimmtíu árum. Á stafrænum tímum. Tónlist er alls staðar og mjög aðgengileg. „Svo var ég að heyra að kassetturnar séu komnar aftur! Ekki bara að vínyllinn sé mættur aftur heldur kassettur líka. Eða, svo segja blöðin. Maður verður víst að setja þetta í samhengi. Bein sala á tónlist hefur hríðfallið og svo hefur verið undanfarin ár. Í öllu formi. Fyrirtækin vilja gefa tónlist út á vínyl því þar er hagnaðarvon. Og eftir einhverju að slægjast með sölu á nokkrum þúsundum platna í því formi. Ian Anderson er helst á því að eina leiðin til að fjalla um rokkið og rólið, líf rokktónlistarmanna í hljómsveit, sem með satríu. Á einhvern öfugsnúinn hátt gefi það bestu myndina.Getty/Rob Verhorst/Redferns Ef kassetturnar seljast í einhverjum hundruðum gæti það gefið eitthvað í aðra hönd þannig að það svari kostnaði. En það verður þó að teljast hæpið. Því ef litið er til hljómgæða þá voru kassetturnar aldrei mjög góðar. Og miðað við það sem menn eiga að venjast í dag þá eru þær eiginlega skelfilegar. Kannski sérðu þig fyrir þér í nostalgískum bjarma það að ganga niður götuna með Sony Walkman í vasanum og hlusta þannig á tónlist. En hreinskilnislega sagt, þá stenst það engan samanburð við þau gæði sem þú færð með Apple Music, Amazon Music eða Spotify í gegnum sjallsímann þinn.“ Skrifar ekki ástarlög eða um eigin tilfinningar Einmitt. En að öðru. Það hefur verið fjallað mikið um þverflautuleik þinn og hvernig þú hefur lagað flautuna að rokktónlist eða kannski að rokkið hafi lagað sig að henni. En þetta hefur kannski verið á kostnað textagerðar þinnar. Ég vona að þetta komi ekki út sem vandræðalegt flaður en ég er ekki viss um að margir standist þér snúning á því sviði? „Já, ef ég má grípa inní,“ segir Ian Anderson. Sem þýðir þá væntanlega að þetta hefur verið farið að hljóma í hans eyru sem einskær sleikjuskapur. „Ég skrifa ekki texta um ástina, ég skrifa ekki um mig og hvernig mér líður. Níutíu prósent texta popp- og rokklaga fjalla um persónulega reynslu. Fólk að segja hvernig þeim líður vegna einhvers og viðbragða sinna við einhverri reynslu. Oftast um það að vera ástfanginn eða ekki. Einfaldlega. Ég er ekki mikið í því. Kannski vegna þess að allir aðrir eru þar. Ég hef meiri áhuga að skrifa hlutlægt. Ég er ekki einn um þetta. Bob Dylan hefur verið þar að verulegu leyti, Bruce Springstein og fleiri má nefna sem eru að skrifa um veröldina af hlutlægni.“ Ian Anderson syngur ekki um ástina, því hann skrifar ekki um ástina. Hann reynir að setja sig í hlutlæga stöðu þegar kemur að því að semja tónlist. Vill ekki festa sig í tilfinningum.Jethro Tull Ian veltir þessu fyrir sér og finnur út að þeir dragi hlustandann þó með sér á tilfinningalegum nótum. „Ég reyni að sjá mig fyrir mér eitthvað fyrir mér, ekki sem portrettmálara eða landslagsmálari, heldur reyni ég að mála fólk í landslagi. Ég vil geta sagt um mig að ég sé yfirleitt að fjalla um fólk en þá í einhverju samhengi. Það er statt í landslagi; þau eru leikarar á sviði, hafa sviðsmynd í kringum sig, þú veist hvar þau eru, af hverju þau eru þarna og af hverju þau eru að gera eitthvað. Þetta er myndræn nálgun á það sem ég er að gera í textum mínum. Það sem ég skrifa er þannig frábrugðið flestu sem textahöfundundar eru að fást við í popp- og rokktónlist. Mér finnst það gott, mér líkar vel sú tilhugsun að ég sé að gera eitthvað öðruvísi. Og að það höfði til nægilega margra þannig að ég get haft sæmilega í mig og á með að fást við það.“ Kynnir sér málin í þaula En textarnir eru svo góðir, svona skrifar enginn nema hann lesi mikið. Og þá hlýt ég að spyrja hvað það er sem þú lest? „Eiginlega bara því sem Google hendir í áttina til mín. Því á þessum tímum … sko, ég les ekki bækur í formi pappírs milli spjalda. Fyrir lifandis löngu fór ég eingöngu að lesa texta eftir stafrænum leiðum. Mest á tölvuskjá eða á símanum mínum. Ég les mikið.“ Ian Anderson rekur fyrir blaðamanni svona þetta helsta: „Fyrir það fyrsta þá les ég fimm eða sex dagblöð á hverjum einasta degi. Frá mismunandi pólitískum sjónarhornum. Og stundum frá ólíkum heimshornum. Ég les til dæmis Jerusalem Post, kannski ekki dag hvern en þrjá daga vikunnar. Ég les The Washington Post, jafnvel Fox News ef ég vil fá sýn á heiminn með augum hægriöfga-repúblikana. Ian Anderson forðast það að mynda sér fyrirframgefnar skoðanir. Skoðanir hans eru breytingum undirorpnar og hann leggur mikið á sig til að setja sig inn í ólík mál og þá frá ýmsum hliðum. Til að mynda fyrir kosningar. Og þegar Ian Anderson hefur myndað sér skoðanir er hann ekki að útvarpa þeim, hann sé spakur maður og vilji ekki styggja mannskapinn.Jethro Tull Til að sjá hvað þeir eru að hugsa og tala um. Á Bretlandi les ég vinstri pressuna, miðju-frjálslyndu pressuna og ég les hægri pressuna líka. Ég vil fá söguna túlkaða úr ólíkum áttum. Ég trúi að þannig geti ég myndað mér sjálfstæða skoðun og hver afstaða mín kannski er. Sem er oft á girðingunni því ég er ekki öfgasinnaður.“ Hann reynir þannig að skoða fyrirbærin úr ólíkum áttum til að öðlast dýpri skilning á þeim. „Ég er ekki öfgamaður og hef ekki neinar fastmótaðar pólitískar skoðanir ófrávíkjanlegar. Ég er ekki bundinn á neinn pólitískan eða hugmyndafræðilegan klafa þannig að ef þú spyrð mig mánuði fyrir næstu kosningar hvað ég ætli að kjósa þá gæti ég einlæglega ekki svarað þeirri spurningu. Ég myndi ekki aðeins vilja vera búinn að lesa stefnuskrá flokkanna heldur einnig uppfærða stefnuskrá viku fyrir kosningar. Þær vilja nefnilega breytast í til samræmis við það sem pólitíkusar segja skömmu fyrir kosningar til að reyna að smala saman fleiri atkvæðum.“ Ian Anderson reynir þannig að lesa sér til gagns og upplýsingar fyrst og fremst. „Og ef þú myndir spyrja mig degi fyrir kosningar hvað ég ætlaði að kjósa þá myndi ég ekki getað sagt það því kosningar eru leynilegar. En ég myndi vita það og vega og meta kosti og galla. Ég myndi vita það en ekki segja neinum frá því vegna þess að maður telst vera opinber persóna og ég vil ekki hafa nein áhrif á aðra með það. Eða styggja fólk sem kann að meta tónlist mína en er einhverrar allt annarrar pólitískrar skoðunar. Ég vil ekki koma fólki í uppnám, ég er rólyndis náungi. Ef ég hef einhverjar sterkar meiningar þá fara þær sjaldnast langt frá kaffivélinni.“ Heiðnin kjánaskapur í kolli sakleysingja En ef við höldum okkur aðeins lengur við textagerðina, þú skrifar auðvitað um allt á milli himins og jarðar en ég tek út úr þeim texta um verkafólk, landbúnað, sjóinn, goðsagnalega tíma? „Já, ég er áhugasamur um sögulegan bakgrunn þess heims sem við byggjum núna. Við getum lært sitthvað af sögunni. Bæði gott og slæmt. Ég held að sumt fólk sumt lesi í söguna eitthvað sem það vill endurlifa og afneita samtímanum. Ég er ekki þar. Ég hef áhuga frumkristni, islam, trúarbragðasögu og heiðnum tímum en ég er ekki að fara að klæðast kjánalegum fötum, gerast drúídi sem dansar í kringum kletta og dranga. Eða brenna víkingaskip ef því er að skipta.“ Slíkir hlutverkaleikir og búningar eru frekar kjánalegir í huga Ian Anderson – hann þarf ekki á slíku að halda. „Ég er meira fyrir það að halda trúnni, rannsóknum og vangaveltum um andans málefni, til heimabrúks og fyrir mig. Mér geðjast ekki að þeirri hugmynd að við lifum í einvíðum og efniskenndum heimi þar sem andleg málefni ná ekki máli – við eigum að gefa þeim gaum og fagna því sem virkar í þeim efnum. Kristni er ein slík höfn. Þar eru margar dyr opnar í hálfa gátt, það má opna þær betur og athuga hvort þar sé eitthvað sem höfðar til þín og laðar. Sumir geta leitað til islam, aðrir til kristni. Svo er það heiðnin, sem höfðar til fantasíunnar í kolli sumra sakleysingja, en í þínum sporum þá myndi ég halda þeim dyrum lokuðum og læstum.“ Rokkinu best lýst með satíru Þannig að drúídaatriðið í This is Spinal Tap er nær lagi í þínum bókum? „Já. Í sögu rokksins hafa verið gerðar tvær eða þrjár góðar bíómyndir. Þær eiga það sammerkt að hafa allar verið háðsádeila eða skopstæling. Velgengni Spinal Tap byggir á því, fáránlegum ýkjum og þess vegna er myndin svona fyndin. Ef þú reyndir að gera rokkkvikmynd sem er raunsönn og einlæg þá hefði hún ekki neinn galdur til að bera. Önnur mynd sem var ýkt, kannski óvart, var Anvil! The Story of Anvil sem fjallar um kanadíska þungarokkssveit og vandræði hennar. Og þriðja er ættuð úr úthverfum Helsinki og heitir Leningrad Cowboys Go America. Mjög góð tónlistarmynd. Þannig að það eru nokkrar góðar rokkmyndir og þær eru einhvern veginn sannar af því að þær eru satíra.“ Og nú standa fyrir dyrum tónleikar í Hörpu Reykjavík, 4. maí… „… og hvers mega áhorfendur vænta?“ botnar Ian Anderson ekki alveg ókunnugur því að ræða við popppressuna sem í þessu tilfelli er blaðamaður Vísis, með sína ryðguðu ensku. Ian keyrir þetta áfram og fyrirliggjandi að hann er fagmaður fram í fingurgóma. Svona er Jethro Tull skipuð í dag: Ian Anderson söngur, flauta, kassagítar og rafgítar og fleiri hljóðfæri. Ian er stofnandi hljómsveitarinnar frá 1967. David Goodier á bassa ((2007–2012, 2017–dagsins í dag), John O´Hara, hljómborð, accordion og söngur (2007–2012, 2017–dagsins í dag), Skott Hammond á trommur (2017-dagsins í dag og Joe Parrish á gítar en hann gekk í hljómsveitina 2020.Jethro Tull „Ég veit það ekki en það sem verður í boði eru nokkur dæmi frá tónlist Jethro Tull í gegnum tíðina sem tekur til sjö áratuga. Lög sem aðdáendur Jethro Tull munu þekkja, svo lög sem eru minna þekkt og svo einhver sem hafa verið gefin út á undanförnu einu og hálfu ári. Nokkur lög frá The Zealot Gene og nokkur af RökFlöte sem verða flutt á sviðinu ásamt dæmum af lögum sem flokkast sem prog. Sem sagt... tónlist flutt af nokkrum gömlum gaurum. Þú getur snúið klukkunni nokkuð marga hringi til baka, 55 ár aftur í tímann, í huganum. Og mér finnst ég vera á þrítugsaldri á sviðinu. En ef ég rek óvart augun eitthvað nýlegt frá Jethro Tull á YouTube þá átta ég mig á því að ég er velmeinandi og vinnusamur 75 ára karl. Raunveruleikinn er annar en hugarástandið segir til um.“ Vill nýta þann stutta tíma sem eftir er vel Já, þú dvelur ekki í fortíðinni eða eins og segir í laginu „Let´s start living in the past“, enginn sem hefur afkastað öðru eins og þú gerir það. Þú hlýtur að vera harla ánægður með það sem eftir þig liggur þegar þú horfir til baka? „Jájá, þetta er mikið magn tónlistar sem spanna yfir mörg ár og áratugi. Góðu heilli bý ég enn yfir einhverjum sköpunarkrafti og meðan svo er held ég áfram. Ég á bara fáein ár eftir, bæði andlega og líkamlega og ef ég fæ hugmynd þá reyni ég að vinna með hana. Jafnvel þó hugmyndin sé ekkert frábær þá get ég unnið úr henni, nýtt reynslu mína og sérþekkingu til að gera eitthvað gott úr henni. Í Berlín í maí 2012. Ian segir að ekki séu allar hugmyndir fæddar jafnar. Hugmyndir eru misgóðar en hann nýtir reynslu sína til að gera eitthvað úr þeim.Jakubaszek/Redferns via Getty Images Ekki allar hugmyndir eru fæddar jafnar. Stundum færðu góða hugmynd og flýtur með henni áreynslulaust. Öðrum stundum færðu hugmynd sem þú þarft að vinna í, rannsaka hana, þróa og byggja hana upp og það geri ég. Þeim mun eldri þeim mun meiri reynslu og listrænni þekkingu hefur þú á að byggja. Það væri auðvitað frábært ef allar hugmyndir reyndust stórkostlegar, það þyrfti ekki annað en taka lokið af kassa og þaðan flögraði snilldin ein. Alsköpuð og fullmótuð lög. En þannig er lífið ekki.“ Og hvaðan færðu alla þessa orku, orðinn þetta gamall? „Hún kemur sem blanda úr ólíkum áttum, sterkum mat, fara snemma í háttinn og snemma á fætur og stöku glas af skosku viskíi. Já, og auðvitað heimabúnum mat konu minnar. Ég segi þetta því hún var einmitt að ganga inn á skrifstofuna,“ segir Ian Anderson og kveður við það sama. Og bætir því við að hann hlakki til að koma til Reykjavíkur. Þó honum sé meinilla við að fljúga. Höfundatal Tónlist Tónleikar á Íslandi Íslandsvinir Tengdar fréttir Vinnur við að leika sér Björn Thoroddsen stendur fyrir gítarhátíð í Bæjarbíói 2. nóvember. Allar sólóplötur hans eru nú komnar á Spotify og sveit hans var að gefa út lag. 18. október 2019 09:00 Unnur Birna lætur ekki blekkja sig tvisvar Tónlistarkonan Unnur Birna Björnsdóttir flýr landið einu sinni á ári til þess að fá sól og sumar í líf sitt. Hún segir það betra að semja tónlist í sól en í rigningu. 3. júní 2014 09:30 Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Fleiri fréttir Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Sjá meira
Já, ók. Það verður að segjast að með þessu hafi blaðamaður Vísis hálfpartinn verið sleginn út af laginu. Hann hafði hugsað sér að hefja samtalið á kumpánlegum nótum. Nefna að Ian væri enn í fullu fjöri orðinn 75 ára gamall: Too old to rock and roll but to young to die. En eftir á að hyggja er það ábyggilega lína sem allir blaðamenn sem eru of sniðugir fyrir sig og aðra reyna að koma að í samtali við Ian Andersson, sennilega öll popppressan. Auk þess sem ekki var um persónulega yfirlýsingu að ræða í því lagi heldur átti hún við um tíðarandann í kringum 1976, og forspá ef litið er til stöðugrar endurvinnslu í rokk- og popptónlist 7. og 8. áratugarins eins og sjá má ef litið er til vinsældalista dagsins í dag. Hin fræga stelling Ian Anderson, stendur á annarri og þenur þverflautu sína. Flautan kom talsvert við sögu í hippatónlistinni, gullöld tónlistar, þegar Jethro Tull voru að hefja leik. Ian sá Hendrix og skipti á Fender-rafmagnsgítar sínum (sem reyndist forláta eintak og færi eflaust á milljónir núna) og þverflautu. Á sama hátt og Ian féllust hendur þegar hann heyrði Hendrix spila á gítar má segja það sama um aðra flautuleikara þegar Ian Anderson tók að blása í sitt hljóðfæri.getty/Fin Costello/Redferns Þú verður að afsaka það við mig að enskan mín er heldur ryðguð… „Hún er betri en enska spánska herramannsins sem ég var að tala við áður en ég heyrði í þér þannig að … haltu bara áfram.“ Enginn miskunn hjá Magnúsi. Jethro Tull er í fullu fjöri, í fyrra sendi hljómsveitin frá sér plötuna The Zelot Gene en þá hafði ekki komið ný plata frá hljómsveitinni í tæp tuttugu ár. Ian Anderson er í banastuði um þessar mundir því nú liggur fyrir glæný plata sem ber titilinn RökFlöte. Það er því ekki um neitt annað að ræða en spyrja hvað Ian Anderson geti sagt okkur um hana? „Já, hvað viltu vita?“ Tjahh, mér þykir umfjöllunarefnið athyglisvert. Norræn goðafræði, hvernig kom það til? „Ég hafði ákveðið að gera plötu þar sem þverflautan væri kynnt til sögunnar sem öndvegi í rokkhljómsveit. Vinnutitill plötunnar var Rokk-flautan (Rock Flute) eða allt frá þeim degi sem ég byrjaði að vinna að gerð hennar. En í lok þess dags hafði nafnið tekið breytingum í RökFlöte. Rök þá í merkingunni örlög, með tvípunkti yfir o-inu og flöte sem er þýskur framburður og stafsetning á því hljóðfæri sem ég leik á.“ Ógeð á ofnotkun heiðinna tákna Ian Anderson segist jafnframt hafa verið búinn að ákveða að skrifa plötu sem fjallaði um fjölgyðistrú. „Ég hafði skoðað gríska- og rómverska goðafræði, austræna goðafræði, og ástundun austrænna trúarbragða svo sem hindúisma. En ákvað svo að fara erfiðu leiðina sem var sú að fjalla um norræna heiðni sem er efniviður sem þungarokkshljómsveitir sérstaklega í Skandinavíu hafa nýtt sér í fantasíum sínum um mikla karlmennsku, víkingar með sverð og svo framvegis sem illu heilli hefur svo verið tengt við öfgahægristefnu í stjórnmálum.“ Ian Anderson bendir á að þetta séu fyrirbæri og eigindir sem höfðuðu til manna eins og rithöfundarins Tolkens og tónskáldsins Wagners, sem notuðu þætti úr norrænu goðafræðinni í myrkari þætti sinna verka. „Og það sem verra er, Heinrich Himmler. Þannig að þetta er snúið viðfangsefni, að fara inn í án þess að vera óheflaður og gera eitthvað sem blasir við. Mig langaði til að nálgast þetta viðfangsefni af meiri næmleika. Og draga fram samsvörun milli sumra þessara norrænu guða og því hlutverki sem þeir hafa gegnt og svo fólks sem ég hef kynnst í gegnum tíðina og þeim hlutverkum sem það hefur gegnt. Að þetta væri að því leyti til persónulegt verk.“ Hann segir að seinni hlutar texta í lögum tvö til ellefu fjalli um persónur sem hann hafi þekkt eða þekkt til. „Norrænu guðirnir eru allir ofurmenni, þeir eru ekki leyndardómsfullir eða dulrænir heldur allir þar sem þeir eru séðir. Ekki eins og í islam, heldur ofurmennskir, dregnir skýrum dráttum eins og lýst er í Sæmundareddu og víðar. Þetta er þannig athyglisvert viðfangsefni því menn vildu teikna guði upp þannig að auðvelt er að skilja þá; að við getum elskað þá eða óttast þegar þeir líta út eins og ógnandi mannverur. Fremur en eitthvað framandi án andlits.“ Hallast að trú sem ekki er hægt að teikna mynd af Ian Anderson segir heiðnina ekki höfða til sín persónulega sem slík, hann hallist meira að trú í ætt við Gyðingdóm eða islam, að guð sé ekki eitthvað sem hægt sé að teikna, eins og Allah eða Javhe; maður ætti ekki að reyna að holdgera eða draga almættið upp með myndrænum hætti. Í samræmi við hverja þá hugmynd sem menn gera sér að því. Í kristni er Guð oft teiknaður upp sem einhverskonar karakter. Michelangelo svaraði kallinu, hitti á það þegar hann var beðinn um að teikna Guð og jú, þar birtist vissulega einhvers konar ofurmenni. En það sé fjarstæða. „Ég fellst á að vera kristinn því ég fæddist inn í þá trú, þar liggur mín menning, ríkjandi á því svæði sem ég þekki og styð en ég er ekki sannkristinn vegna ýmissa þátta sem ég get ekki fellt mig við. Sem kemur þó ekki í veg fyrir að ég sjái gildi í kristni og styðji hana á vorum tímum. Ian Anderson hefur allt frá fjórtán ára aldrei velt trúabrögðum og andlegum málefnum fyrir sér. Á nýrri plötu fjallar hann um fjölgyðistrú, norræna goðafræði en hana hefur hann fram til þessa forðast vegna ofnotkunar hægriöfgamanna og þungarokkssveita á táknum úr heiðni.Kevin Nixon/Classic Rock Magazine/Future via Getty Images/Future via Getty Images Þetta er einfaldlega af því að ég er ekki frá landi sem er islamskt eða hindúískt eða búddískt. Ég held mig við heimahagana, það er mér eðlislægt fremur en að taka trú sem ég hef engin slík tengsl við. Og í öllum bænum ekki halda að ég sé heiðinn. Ég er eins langt frá því og getur hugsast. En það kemur ekki í veg fyrir að ég semji tónlist, söngva sem snerta viðfangsefni sem ég vissi ekki mjög mikið um, en fannst að ég ætti að reyna að læra um og reyna að skilja.“ Hefur haft antípat á heiðninni Þú veltir greinilega trúmálum mikið fyrir þér? „Já, ég hef hugsað um þau allt frá 14 ára aldri. Ég fékk áhuga á samanburðarrannsóknum, hvað mismunandi trúarbrögð eiga sameiginlegt og hvað skilur þau frá hvert öðru. Þá um heim allan. Bæði trúarlegum og andlegum málefnum. Já ég hef velt þessu mikið fyrir mér allar götur og verið áhugasamur um en veit mismikið um ólík trúarbrögð. Ég vissi til dæmis ekki mikið um norræna heiðni. Ég hef haldið því meðvitað frá mér vegna tengla við öfgahægristefnu og ofnotkunar ýmissa hljómsveita á táknum þaðan sem og í kvikmyndum, sjónvarpsþáttum og tölvuleikjum þar sem heiðin tákn eru notuð ótæpilega. Mér hefur fundist það of mikið en nú ætla ég að reyna þetta en á annan hátt. Sem ég vona að hafi tekist, að minnsta kosti að hluta til.“ Rökeflöte hljómar kunnuglega í eyrum sannra aðdáenda Jethro Tull þó ný sé að efni til. Hún kallast á við eldri verk hljómsveitarinnar? „Já, ég held að platan sé ekki erfið að hlusta á eða tormelt. Lögin eru öll tiltölulega stutt. Eins og þarf viljir þú koma 12 lögum fyrir á eins og einni plötu. Sem er krafa og kall tímans. Stílrænt séð reyndi ég meðvitað að skrifa með hljómsveitina í huga. Og prufutökurnar sem ég sendi á hljómsveitina spilaði ég á rafmagnsgítar, sem er óvenjulegt þegar ég á í hlut. En þá aðallega til að undirstrika að um væri að ræða rokktónlist. Og þegar við fórum að æfa tók þetta fljótlega á sig endanlega mynd í útsetningu, ég held að þetta sé ekki í neinni órafjarlægð frá því sem aðdáendur Jethro Tull þekkja sem Jethro Tull.“ „Jesúm Kristur er ykkar maður“ Nei, góðu heilli og sem betur fer. Ég get sagt þér að við Íslendingar munum að sjálfsögðu taka þessari plötu Tull um norræna goðafræði sem sérstakri kveðju til okkar. „Já, en við megum ekki gleyma því að frá 11. öld hafa Íslendingar verið kristin þjóð? Þó þið hafið verið með þeim síðustu sem lögðuð af heiðni sem ráðandi trúarbrögð. Fyrir meira en þúsund árum gerðuð þið Jesúm Krist að leiðtoga lífs ykkar. Hann er ykkar maður. Heiðni í hvaða formi sem er reyndist ekki liður í framtíð þjóðarinnar. En ég er áhugasamur um munnmælasögur sem gengu mann fram af manni þar til þær voru að endingu skráðar. Eins og í Sæmundareddu.“ Ian Anderson hefur komið oft komið til Íslands, hann hefur komið fram á einum tólf tónleikum sem haldnir hafa verið hér á landi. Þó Ian Anderson hafi breytt rokkinu með þverflautu sinni er hann frábær gítarleikari og grípur oft í það hljóðfæri á sviði. Til að undirstrika það að hin nýja plata, RökFlöte, er rokkplata spilaði hann inn prufuupptökurnar sem hann sendi félögum sínum í Jethro Tull inn á rafmagnsgítar.Dave Etheridge-Barnes/Getty Images Hann er þannig meiri Íslandsvinur en margir sem hafa verið sæmdir þeim titli. Þegar Ringo Starr kom til landsins var fyrsta spurning sem hann fékk frá íslensku pressunni þessi: How do you like Iceland? Ringo svaraði eitthvað á þá leið að hann væri nú bara að stíga út úr flugvélinni. Ian Andersson sleppur ekki frá þessari sígildu spurningu frá fulltrúa þjóðar sem er þjökuð af minnimáttarkennd. „Já. Þetta er reyndar spurning sem ég fæ oftast hvar sem ég fer. Í Bandaríkjunum þá er ég spurður hvað hafi orðið til þess að ég lagði land undir fót til að sækja Bandaríkin heim, hver væru mín tengsl við land og þjóð? Allir spyrja þessarar spurningar þannig að ég er ekki viss um að þetta hafi neitt með minnimáttarkennd að gera. Kannski frekar að þegar þú treður reglulega upp einhvers staðar dragi fólk þá ályktun að um sé að ræða einhver sérstök tengsl. Og ég á vissulega í sérstöku sambandi við norrænar þjóðir.“ Notar tónlist til að róa sig í flugvél Ian Anderson er fæddur og ólst að hluta til upp í Skotlandi. „Þar sem finna má tengsl við Danmörku og Noreg. Ísland hefur alltaf átt í nánu og sérstöku sambandi við Danmörku þannig að þetta er eitthvað sem maður tengist bæði sögulega og menningarlega. Ísland kom mér strax, þegar ég kom þangað fyrst, kunnuglega fyrir sjónir. Landslagið er mjög svipað og er í norðvestur Skotlandi. Þar sem fólk sækir sér björg í bú með að róa á hafið á bátum og skipum í allskyns veðrum. Og þarf að hluta til að reiða sig á ferðamennsku auk tekna af náttúruauðlindum. Í Skotlandi eru vindorkuver sem gefa raforku sem flutt er út og á Íslandi háhitasvæði. Fólk í norðvestur Skotlandi og á Íslandi er ekki ólíkt. Langar vetrarnætur, fólk drekkur of mikið og dettur í götuna.“ Hefurðu eitthvað hlustað á íslenska tónlist? „Já, aðeins. Ég hef spilað með norrænum tónlistarmönnum og spilað inn á nokkrar plötur. Ég hef hlustað eitthvað á íslenska tónlist en það verður að segjast að ég er ekki mikill tónlistarneytandi. Ég hlusta ef ég er að vinna að einhverju og eða rannsaka. Ian Anderson hefur auðvitað spilað um heim allan og hvar sem hann kemur er hann spurður: How do you like Iceland? (Skipta út landinu eftir því sem við á.) Þannig að það er ekki víst að þessi fræga spurning sem Ringo fékk í andlitið þegar hann var nýstiginn út úr flugvélinni sé sprottin af einskærri minnimáttarkennd.Tim Mosenfelder/Getty Images Og ef einhver biður mig um að spila þá verð ég að hlusta mjög vandlega á þá tilteknu tónlist. En ég hlusta ekki mikið, ekki síðan á miðjum 8. áratug síðustu aldar. Einu skiptin sem ég hlusta á tónlist mér til ánægju og yndisauka er í flugvél. Mér er ekkert alltof vel við að fljúga. Og síðast þegar ég flaug hlustaði ég á Jólaóratoríu Bachs, og í þarsíðustu flugferð minni hlustaði ég á Morrisey og þar á undan á Messías eftir Händel. Þannig að tónlistarsmekkur minn er allskonar, ég hlusta á tónlist í flugferðum en það er þá gagngert eitthvað sem hefur róandi áhrif á mig.“ Proggið kom eins og frelsandi engill Ég veit að þetta er spurning sem flestum listamönnum er meinilla við en ég læt hana vaða engu að síður; hvernig myndir þú skilgreina tónlist Jethro Tull? „Ég held að svarið við þessari spurningu þinni sé eiginlega upptalning á því sem hún er ekki: Þetta er ekki blús, þetta er ekki jass, þetta er ekki Country & Western, ekki klassík. Hún er samruni eða bræðingur sem verður kannski best skilgreindur almennt sem Progressive Rock. Og Progressive Rock er hugtak sem varð til 1969 í bresku tónlistarpressunni, eftir því sem ég kemst næst. Ian Anderson, John Evan and Barriemore Barlow (aka Barrie Barlow) taka lagið á tónleikum í Kaupnannahöfn 1972. Miklar mannabreytingar hafa orðið í hljómsveitinni í gegnum tíðina, af ýmsum ástæðum. Alls hafa 29 manns komið við sögðu ef allt er talið.Getty/Jorgen Angel/Redferns Fyrir þann tíma höfðum við að ég held Bítlaplötuna Sgt. Peppers sem var Progressive Pop. Þremur mánuðum síðar kom plata Pink Floyd, Pipers at the Gates of Dawn. Sem var einhvers konar sambland af framsæknu og skynörvandi poppi. Þessar tvær plötur voru sem leiðarstikur fyrir mig. Á miðjum veginum og bentu í tiltekna átt sem ég fylgdi glaður.“ Fyrsta plata Jethro Tull var blues-plata en blues var fyrirferðarmikill á Englandi sjöunda áratugnum. Ian Anderson segist hafa verið í klemmu og Prog-ið kom eins og frelsandi engill. „Mér fannst ég ekki geta orðið blús- eða jasstónlistarmaður. Mér fannst ég ekki búa yfir nægri hæfni til að verða jasstónlistarmaður og blues tilheyrði í raun yfirráðasvæði þeldökkra þjóðlagatónlistarmanna í Bandaríkjunum. Hvort sem þeir voru rafvæddir blúsmenn í Chicago eða listamenn sem spiluðu órafmagnaða sveitatónlist. Þetta var og er þeirra tónlist. Og mér fannst ég ekki geta séð fyrir mér með því að stela einhverju sem telst vera fæðingarréttur annarra.“ Brexit skelfileg mistök Ian Anderson segist því hafa ákveðið að halda sig á heimaslóðum hvað varðar áhrif hvort sem það var þjóðlagatónlist, klassísk tónlist eða aðrir þættir frá Evrópu sem heild. „Ég lít á mig sem Evrópubúa ekki sem Skota eða Englending eða Breskan. Og margir landa minna líta svo á einnig. Við vildum margir hverjir vera enn í Evrópusambandinu fremur en að hafa Brexit-erað í skömm.“ Já, það ætlar ekki að enda vel? „Ef þú gefur fólki kosti í lýðræðinu þá velur það stundum vitlaust,“ segir Ian og dæsir. „Það lætur tilfinningarnar ráða. Fólk vildi andæfa skrifræðinu í Brussel, reglum sem sögðu því hvað það ætti að gera og vera; að mynda einhvers konar einingu og einsleitni milli landa í Evrópu. Það líkar okkur ekki. Norðmönnum líkar það ekki, Svisslendingum ekki heldur né Íslendingum. Ian Anderson á Jethro Tull tónleikum í Montreal Forum 1978. Hann segir að Bretar hafi gert skelfileg mistök með að höggva alfarið á öll tengsl við Evrópusambandið.stan frgacic/Corbis via Getty Images Þessar þjóðir hafa farið sér varlega í sakirnar, tekist að halda sig í grennd við Evrópusambandið og í góðu sambandi við það. Við hefðum getað gert það sama án þess að fórna sjálfsmyndinni, haft aðskilnað í einhverjum atriðum og öðrum ekki. En breska þjóðin ákvað höggva algerlega á tengslin og það voru mistök, bæði efnahagslega og menningarlega fyrir bresku þjóðina. Við sjáum það til dæmis í því að ekki er eins auðvelt að ferðast milli landa og áður var.“ Frábærir tónlistarmenn og miklar mannabreytingar Ég segi það án þess að depla auga að Jethro Tull sé best spilandi hljómsveit rokksögunnar. Í gegnum tíðina hafa 28 eða 29 spilað með Tull; í miklu grúvi og leikið sér með flóknar útsetningar? „Jú, þetta eru eitthvað þar um bil, að meðtöldum gestaleikurum og þeim sem hafa spilað inn á plöturnar. Þetta eru margir. En þeir eiga það allir sameiginlegt að hafa þurft að hafa til að bera tónlistarlega færni og hafa þurft að skilja ólíkar tegundir tónlistar. Kannski svipað því hvernig Zappa valdi tónlistarmenn til samstarfs, þeir voru allir mjög færir á hljóðfæri sín en þurftu að auki að bera skynbragð á ólíkar tónlistarstefnur til að leika tónlist Zappa; í sumum tilfellum bræðingur og svo er snúið upp á ameríska tónlistarhefð á einn hátt eða annan. Tónlistarmennirnir sem ég hef spilað með í gegnum árin hafa allir þurft að skilja ólíkar tónlistarstefnur.“ Þó að í gegnum tíðina hafi í Jethro Tull verið algerlega frábærir tónlistarmenn, sannkallaðir virtúósar á borð við Martin Barre svo einhver sé nefndur, er svo er að heyra á Ian Anderson að honum þyki jafnvel meira til þeirra koma sem nú starfa með hljómsveitinni en þeirra sem eru hættir. „Já. Að þessu sögðu; strákarnir í hljómsveitinni núna þurfa að geta spilað allt. Þeir þurfa að geta spilað 55 ár aftur í tímann af Jethro Tull-tónlist meðan þeir sem voru í hljómsveitinni í byrjun þurftu bara að þekkja tvö til þrjú ár af Jethro Tull. Langt er síðan Ian Anderson hætti að fletta bókum. En það breytir ekki því að hann les mikið og helst sér til gagns; til að mynda sér upplýsta afstöðu.Rob Monk/Classic Rock Magazine/Future Publishing via Getty Images Þannig að þetta er erfiðara verkefni fyrir þá sem nú eru í hljómsveitinni en þá sem áður voru til staðar. Þeir þurftu ekki að vera vel að sér um ólíka stíla sem svo gat leitt til þess að þeir voru ekki í hljómsveitinni mjög lengi. Þeir voru ekki áhugasamir um tónlistina sem ég var að skrifa, hún var ekki „þeirra“. Þú hefur ekki val, ef þú ert að skrifa tónlist og þeir í hljómsveitinni vilja ekki spila hana … þá er það ekki samstarf sem getur gengið.“ Vill enga partígaura í hljómsveitina Athyglisvert. En hvernig tekst þér að fá alla þessa frábæru tónlistarmenn til samstarfs? Hvar finnurðu þá eiginlega? Er það ekkert mál? „Jú. Það er aldrei einfalt því þetta snýst ekki bara um að þeir séu færir tónlistarmenn heldur þarf þetta að vera fólk sem þú vilt verja tíma með, í talsvert mikilli nánd, hvort sem er í æfingahúsnæðinu eða á sviði, eða vera með í rútu í þrjá tíma. Og klisjan um lífsstílinn í rokkinu; Sex, Drugs and Rock & Roll er ekki nokkuð sem hefur verið í hávegum haft í Jethro Tull.“ Ian Anderson er skýr með það að fólk sem hann starfar með eigi ekki að vera alkóhólistar, það eigi ekki að nota nein vímuefni og það eigi ekki að vera hávært. „Ég er ekkert fyrir að vera innan um fólk sem hrópar og kallar og hlær hrossahlátri. Sem er svo sem ekkert vandamál. Strákarnir sem ég starfa með eru allir rólyndis menn sem lesa bækur, skoða kirkjur og listasöfn, kyrrlátir. Kannski breytast þeir í eitthvað allt annað þegar þeir eru komnir heim til eiginkvenna sinna, ég hef ekki hugmynd, umturnast í skemmtióð ljón og ganga af göfflunum. En ég mun halda þeim í skefjum, loka þá inni á hótelherbergjum sínum á 101 þegar við komum til Reykjavíkur. Setja upp vegatálma til að hindra þá í að fara á kaffihús og bari og staði sem hafa á sér illt orð.“ Gleðimennirnir þrír í Jethro Tull Þannig að, þú ert harður húsbóndi? „Það þarf nú ekki að hafa mikið fyrir þessu. Þetta rekur sig sjálft. Þeir sem ég starfa með hvíla vel í sér og líður vel með það sem þeir eru að gera. Það þarf ekki að þvinga þá til þess, persónuleikarnir eru þeirrar gerðar. Þetta eru spakir menn. Sem þýðir reyndar og í raun að við erum frekar leiðinlegir menn. Ekki þeir sem þú vilt bjóða í partí, engum reyndar sem eru eða hafa verið í Jetrho Tull. Það væru mikil mistök uppá gleðskapinn.“ Ian Anderson og gítarvirtúósinn Martin Barre í nóvember 1995. Eins og áður sagði hafa margir komið við sögu sem meðlimir Jethro Tull. Að frátöldum Anderson hefur Barre verið lengst allra eða frá 1968 til 2012.John Atashian/Getty Images Ian Anderson veltir þessu fyrir sér og segir svo að það séu kannski tveir til þrír í gervallri sögu Jethro Tull sem hefði kannski ekki verið vitlaust að bjóða í partí. „Einn þeirra væri líklega Mick Abrahams gítarleikari. Hann var með í blábyrjun á árunum 1967-1968. Og svo Glenn Cornick, fyrsti bassaleikari hljómsveitarinnar. Hann var gleðskapsmaður. Og svo kannski John Glascock bassaleikari sem var í hljómsveitinni á síðari hluta 8. áratugarins. Hann var partíglaður. Já, tveir til þrír sem höfðu gaman að því að skvetta í sig og hitta mann og annan. Þeir entust ekki lengi í hljómsveitinni, en ekki bara vegna þessa. Og hvað Glascock varðar þá dó hann langt um aldur fram, því miður. Hann var dásamlegur maður en félagslyndur, og vildi hávaða og gleðskap og drykkju. Og gera eitt og annað sem var honum ekki hollt. Hann dó eftir hjartaaðgerð sem hann undirgekkst.“ Langt fyrir aldur fram, aðeins 28 ára að aldri. Hann var náttúrlega frábær bassaleikari. „Já, og dásamlegur maður.“ Steve Jobs sóttist ákaft eftir Tull á Apple Music Ég veit að þetta er yfirgripsmikil spurning en að teknu tilliti til þess að þú hefur lifað tímana tvenna verð ég að spyrja, hvað finnst þér um þróun tónlistarbransans? Er ekki rétt munað hjá mér að þú hafir til dæmis staðið í vegi fyrir því framan af gagnvart YouTube, þegar það fyrirbæri var að byrja, að tónlist Jethro Tull væri streymt þar? „Jú. Ég, eins og margir aðrir listamenn, vildum sjá hvernig þetta þróaðist. Ég fékk tölvupóst frá Steve Jobs fyrir mörgum herrans árum þar sem hann óskaði eftir því að ég teldi útgefendur inn á að tónlist Jethro Tull færi inn á Apple Music. Ég skrifaði honum til baka og sagði að þetta væri allt til athugunar, að sjálfsögðu, en við yrðum að staldra við og sjá hvernig þetta þróaðist. Meðal annars að teknu tilliti til þess hvernig viðtökur almennings yrðu, framkvæmdin á þessu væri, hvernig væri með höfundarrétt og að endingu hvernig kæmi til einhverrar greiðslu fyrir spilun? Ian Anderson segir notkun tónlistar önnur en hún var. Hún er hvarvetna aðgengileg og notuð við ólíklegustu tækifæri. Það getur því reynst snúið að gæta að réttindamálum.Rob Monk/Classic Rock Magazine/Future Publishing via Getty Images Jethro Tull-tónlistin kom að endingu út á Apple Music eða iTunes eins og það hét þá, og Steve Jobs skrifaði Ian Anderson sérstaklega og lýsti yfir mikilli ánægju sinni með það. „Þetta var sem sagt ekki bara einhver hugdetta, við vildum í ein tvö eða þrjú ár staldra við og sjá hvernig þetta þróaðist. Og sama máli gegndi um Spotify og YouTube og aðrar veitur. Þú verður að reyna að búa svo um hnúta að þú sért á einhvern hátt verndaður gagnvart markaðsmisnotkun sem svo einhverjir aðrir hagnast á. Sama á við um það þegar einhver skrifar til plötuútgáfunnar og vill nota tónlist Jethro Tull í kvikmynd eða sjónvarpsseríu, auglýsingu, það þarf að íhuga það. Stundum segi ég; allt í lagi ekkert mál, í öðrum tilfellum þarf ég að skoða það nánar og sjá hvernig það hentar og stundum hreinlega þarf ég að segja nei. Að það eigi ekki við eða henti ekki.“ Notkun á tónlist í dag er önnur en var fyrir kannski fimmtíu árum. Á stafrænum tímum. Tónlist er alls staðar og mjög aðgengileg. „Svo var ég að heyra að kassetturnar séu komnar aftur! Ekki bara að vínyllinn sé mættur aftur heldur kassettur líka. Eða, svo segja blöðin. Maður verður víst að setja þetta í samhengi. Bein sala á tónlist hefur hríðfallið og svo hefur verið undanfarin ár. Í öllu formi. Fyrirtækin vilja gefa tónlist út á vínyl því þar er hagnaðarvon. Og eftir einhverju að slægjast með sölu á nokkrum þúsundum platna í því formi. Ian Anderson er helst á því að eina leiðin til að fjalla um rokkið og rólið, líf rokktónlistarmanna í hljómsveit, sem með satríu. Á einhvern öfugsnúinn hátt gefi það bestu myndina.Getty/Rob Verhorst/Redferns Ef kassetturnar seljast í einhverjum hundruðum gæti það gefið eitthvað í aðra hönd þannig að það svari kostnaði. En það verður þó að teljast hæpið. Því ef litið er til hljómgæða þá voru kassetturnar aldrei mjög góðar. Og miðað við það sem menn eiga að venjast í dag þá eru þær eiginlega skelfilegar. Kannski sérðu þig fyrir þér í nostalgískum bjarma það að ganga niður götuna með Sony Walkman í vasanum og hlusta þannig á tónlist. En hreinskilnislega sagt, þá stenst það engan samanburð við þau gæði sem þú færð með Apple Music, Amazon Music eða Spotify í gegnum sjallsímann þinn.“ Skrifar ekki ástarlög eða um eigin tilfinningar Einmitt. En að öðru. Það hefur verið fjallað mikið um þverflautuleik þinn og hvernig þú hefur lagað flautuna að rokktónlist eða kannski að rokkið hafi lagað sig að henni. En þetta hefur kannski verið á kostnað textagerðar þinnar. Ég vona að þetta komi ekki út sem vandræðalegt flaður en ég er ekki viss um að margir standist þér snúning á því sviði? „Já, ef ég má grípa inní,“ segir Ian Anderson. Sem þýðir þá væntanlega að þetta hefur verið farið að hljóma í hans eyru sem einskær sleikjuskapur. „Ég skrifa ekki texta um ástina, ég skrifa ekki um mig og hvernig mér líður. Níutíu prósent texta popp- og rokklaga fjalla um persónulega reynslu. Fólk að segja hvernig þeim líður vegna einhvers og viðbragða sinna við einhverri reynslu. Oftast um það að vera ástfanginn eða ekki. Einfaldlega. Ég er ekki mikið í því. Kannski vegna þess að allir aðrir eru þar. Ég hef meiri áhuga að skrifa hlutlægt. Ég er ekki einn um þetta. Bob Dylan hefur verið þar að verulegu leyti, Bruce Springstein og fleiri má nefna sem eru að skrifa um veröldina af hlutlægni.“ Ian Anderson syngur ekki um ástina, því hann skrifar ekki um ástina. Hann reynir að setja sig í hlutlæga stöðu þegar kemur að því að semja tónlist. Vill ekki festa sig í tilfinningum.Jethro Tull Ian veltir þessu fyrir sér og finnur út að þeir dragi hlustandann þó með sér á tilfinningalegum nótum. „Ég reyni að sjá mig fyrir mér eitthvað fyrir mér, ekki sem portrettmálara eða landslagsmálari, heldur reyni ég að mála fólk í landslagi. Ég vil geta sagt um mig að ég sé yfirleitt að fjalla um fólk en þá í einhverju samhengi. Það er statt í landslagi; þau eru leikarar á sviði, hafa sviðsmynd í kringum sig, þú veist hvar þau eru, af hverju þau eru þarna og af hverju þau eru að gera eitthvað. Þetta er myndræn nálgun á það sem ég er að gera í textum mínum. Það sem ég skrifa er þannig frábrugðið flestu sem textahöfundundar eru að fást við í popp- og rokktónlist. Mér finnst það gott, mér líkar vel sú tilhugsun að ég sé að gera eitthvað öðruvísi. Og að það höfði til nægilega margra þannig að ég get haft sæmilega í mig og á með að fást við það.“ Kynnir sér málin í þaula En textarnir eru svo góðir, svona skrifar enginn nema hann lesi mikið. Og þá hlýt ég að spyrja hvað það er sem þú lest? „Eiginlega bara því sem Google hendir í áttina til mín. Því á þessum tímum … sko, ég les ekki bækur í formi pappírs milli spjalda. Fyrir lifandis löngu fór ég eingöngu að lesa texta eftir stafrænum leiðum. Mest á tölvuskjá eða á símanum mínum. Ég les mikið.“ Ian Anderson rekur fyrir blaðamanni svona þetta helsta: „Fyrir það fyrsta þá les ég fimm eða sex dagblöð á hverjum einasta degi. Frá mismunandi pólitískum sjónarhornum. Og stundum frá ólíkum heimshornum. Ég les til dæmis Jerusalem Post, kannski ekki dag hvern en þrjá daga vikunnar. Ég les The Washington Post, jafnvel Fox News ef ég vil fá sýn á heiminn með augum hægriöfga-repúblikana. Ian Anderson forðast það að mynda sér fyrirframgefnar skoðanir. Skoðanir hans eru breytingum undirorpnar og hann leggur mikið á sig til að setja sig inn í ólík mál og þá frá ýmsum hliðum. Til að mynda fyrir kosningar. Og þegar Ian Anderson hefur myndað sér skoðanir er hann ekki að útvarpa þeim, hann sé spakur maður og vilji ekki styggja mannskapinn.Jethro Tull Til að sjá hvað þeir eru að hugsa og tala um. Á Bretlandi les ég vinstri pressuna, miðju-frjálslyndu pressuna og ég les hægri pressuna líka. Ég vil fá söguna túlkaða úr ólíkum áttum. Ég trúi að þannig geti ég myndað mér sjálfstæða skoðun og hver afstaða mín kannski er. Sem er oft á girðingunni því ég er ekki öfgasinnaður.“ Hann reynir þannig að skoða fyrirbærin úr ólíkum áttum til að öðlast dýpri skilning á þeim. „Ég er ekki öfgamaður og hef ekki neinar fastmótaðar pólitískar skoðanir ófrávíkjanlegar. Ég er ekki bundinn á neinn pólitískan eða hugmyndafræðilegan klafa þannig að ef þú spyrð mig mánuði fyrir næstu kosningar hvað ég ætli að kjósa þá gæti ég einlæglega ekki svarað þeirri spurningu. Ég myndi ekki aðeins vilja vera búinn að lesa stefnuskrá flokkanna heldur einnig uppfærða stefnuskrá viku fyrir kosningar. Þær vilja nefnilega breytast í til samræmis við það sem pólitíkusar segja skömmu fyrir kosningar til að reyna að smala saman fleiri atkvæðum.“ Ian Anderson reynir þannig að lesa sér til gagns og upplýsingar fyrst og fremst. „Og ef þú myndir spyrja mig degi fyrir kosningar hvað ég ætlaði að kjósa þá myndi ég ekki getað sagt það því kosningar eru leynilegar. En ég myndi vita það og vega og meta kosti og galla. Ég myndi vita það en ekki segja neinum frá því vegna þess að maður telst vera opinber persóna og ég vil ekki hafa nein áhrif á aðra með það. Eða styggja fólk sem kann að meta tónlist mína en er einhverrar allt annarrar pólitískrar skoðunar. Ég vil ekki koma fólki í uppnám, ég er rólyndis náungi. Ef ég hef einhverjar sterkar meiningar þá fara þær sjaldnast langt frá kaffivélinni.“ Heiðnin kjánaskapur í kolli sakleysingja En ef við höldum okkur aðeins lengur við textagerðina, þú skrifar auðvitað um allt á milli himins og jarðar en ég tek út úr þeim texta um verkafólk, landbúnað, sjóinn, goðsagnalega tíma? „Já, ég er áhugasamur um sögulegan bakgrunn þess heims sem við byggjum núna. Við getum lært sitthvað af sögunni. Bæði gott og slæmt. Ég held að sumt fólk sumt lesi í söguna eitthvað sem það vill endurlifa og afneita samtímanum. Ég er ekki þar. Ég hef áhuga frumkristni, islam, trúarbragðasögu og heiðnum tímum en ég er ekki að fara að klæðast kjánalegum fötum, gerast drúídi sem dansar í kringum kletta og dranga. Eða brenna víkingaskip ef því er að skipta.“ Slíkir hlutverkaleikir og búningar eru frekar kjánalegir í huga Ian Anderson – hann þarf ekki á slíku að halda. „Ég er meira fyrir það að halda trúnni, rannsóknum og vangaveltum um andans málefni, til heimabrúks og fyrir mig. Mér geðjast ekki að þeirri hugmynd að við lifum í einvíðum og efniskenndum heimi þar sem andleg málefni ná ekki máli – við eigum að gefa þeim gaum og fagna því sem virkar í þeim efnum. Kristni er ein slík höfn. Þar eru margar dyr opnar í hálfa gátt, það má opna þær betur og athuga hvort þar sé eitthvað sem höfðar til þín og laðar. Sumir geta leitað til islam, aðrir til kristni. Svo er það heiðnin, sem höfðar til fantasíunnar í kolli sumra sakleysingja, en í þínum sporum þá myndi ég halda þeim dyrum lokuðum og læstum.“ Rokkinu best lýst með satíru Þannig að drúídaatriðið í This is Spinal Tap er nær lagi í þínum bókum? „Já. Í sögu rokksins hafa verið gerðar tvær eða þrjár góðar bíómyndir. Þær eiga það sammerkt að hafa allar verið háðsádeila eða skopstæling. Velgengni Spinal Tap byggir á því, fáránlegum ýkjum og þess vegna er myndin svona fyndin. Ef þú reyndir að gera rokkkvikmynd sem er raunsönn og einlæg þá hefði hún ekki neinn galdur til að bera. Önnur mynd sem var ýkt, kannski óvart, var Anvil! The Story of Anvil sem fjallar um kanadíska þungarokkssveit og vandræði hennar. Og þriðja er ættuð úr úthverfum Helsinki og heitir Leningrad Cowboys Go America. Mjög góð tónlistarmynd. Þannig að það eru nokkrar góðar rokkmyndir og þær eru einhvern veginn sannar af því að þær eru satíra.“ Og nú standa fyrir dyrum tónleikar í Hörpu Reykjavík, 4. maí… „… og hvers mega áhorfendur vænta?“ botnar Ian Anderson ekki alveg ókunnugur því að ræða við popppressuna sem í þessu tilfelli er blaðamaður Vísis, með sína ryðguðu ensku. Ian keyrir þetta áfram og fyrirliggjandi að hann er fagmaður fram í fingurgóma. Svona er Jethro Tull skipuð í dag: Ian Anderson söngur, flauta, kassagítar og rafgítar og fleiri hljóðfæri. Ian er stofnandi hljómsveitarinnar frá 1967. David Goodier á bassa ((2007–2012, 2017–dagsins í dag), John O´Hara, hljómborð, accordion og söngur (2007–2012, 2017–dagsins í dag), Skott Hammond á trommur (2017-dagsins í dag og Joe Parrish á gítar en hann gekk í hljómsveitina 2020.Jethro Tull „Ég veit það ekki en það sem verður í boði eru nokkur dæmi frá tónlist Jethro Tull í gegnum tíðina sem tekur til sjö áratuga. Lög sem aðdáendur Jethro Tull munu þekkja, svo lög sem eru minna þekkt og svo einhver sem hafa verið gefin út á undanförnu einu og hálfu ári. Nokkur lög frá The Zealot Gene og nokkur af RökFlöte sem verða flutt á sviðinu ásamt dæmum af lögum sem flokkast sem prog. Sem sagt... tónlist flutt af nokkrum gömlum gaurum. Þú getur snúið klukkunni nokkuð marga hringi til baka, 55 ár aftur í tímann, í huganum. Og mér finnst ég vera á þrítugsaldri á sviðinu. En ef ég rek óvart augun eitthvað nýlegt frá Jethro Tull á YouTube þá átta ég mig á því að ég er velmeinandi og vinnusamur 75 ára karl. Raunveruleikinn er annar en hugarástandið segir til um.“ Vill nýta þann stutta tíma sem eftir er vel Já, þú dvelur ekki í fortíðinni eða eins og segir í laginu „Let´s start living in the past“, enginn sem hefur afkastað öðru eins og þú gerir það. Þú hlýtur að vera harla ánægður með það sem eftir þig liggur þegar þú horfir til baka? „Jájá, þetta er mikið magn tónlistar sem spanna yfir mörg ár og áratugi. Góðu heilli bý ég enn yfir einhverjum sköpunarkrafti og meðan svo er held ég áfram. Ég á bara fáein ár eftir, bæði andlega og líkamlega og ef ég fæ hugmynd þá reyni ég að vinna með hana. Jafnvel þó hugmyndin sé ekkert frábær þá get ég unnið úr henni, nýtt reynslu mína og sérþekkingu til að gera eitthvað gott úr henni. Í Berlín í maí 2012. Ian segir að ekki séu allar hugmyndir fæddar jafnar. Hugmyndir eru misgóðar en hann nýtir reynslu sína til að gera eitthvað úr þeim.Jakubaszek/Redferns via Getty Images Ekki allar hugmyndir eru fæddar jafnar. Stundum færðu góða hugmynd og flýtur með henni áreynslulaust. Öðrum stundum færðu hugmynd sem þú þarft að vinna í, rannsaka hana, þróa og byggja hana upp og það geri ég. Þeim mun eldri þeim mun meiri reynslu og listrænni þekkingu hefur þú á að byggja. Það væri auðvitað frábært ef allar hugmyndir reyndust stórkostlegar, það þyrfti ekki annað en taka lokið af kassa og þaðan flögraði snilldin ein. Alsköpuð og fullmótuð lög. En þannig er lífið ekki.“ Og hvaðan færðu alla þessa orku, orðinn þetta gamall? „Hún kemur sem blanda úr ólíkum áttum, sterkum mat, fara snemma í háttinn og snemma á fætur og stöku glas af skosku viskíi. Já, og auðvitað heimabúnum mat konu minnar. Ég segi þetta því hún var einmitt að ganga inn á skrifstofuna,“ segir Ian Anderson og kveður við það sama. Og bætir því við að hann hlakki til að koma til Reykjavíkur. Þó honum sé meinilla við að fljúga.
Höfundatal Tónlist Tónleikar á Íslandi Íslandsvinir Tengdar fréttir Vinnur við að leika sér Björn Thoroddsen stendur fyrir gítarhátíð í Bæjarbíói 2. nóvember. Allar sólóplötur hans eru nú komnar á Spotify og sveit hans var að gefa út lag. 18. október 2019 09:00 Unnur Birna lætur ekki blekkja sig tvisvar Tónlistarkonan Unnur Birna Björnsdóttir flýr landið einu sinni á ári til þess að fá sól og sumar í líf sitt. Hún segir það betra að semja tónlist í sól en í rigningu. 3. júní 2014 09:30 Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Fleiri fréttir Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Sjá meira
Vinnur við að leika sér Björn Thoroddsen stendur fyrir gítarhátíð í Bæjarbíói 2. nóvember. Allar sólóplötur hans eru nú komnar á Spotify og sveit hans var að gefa út lag. 18. október 2019 09:00
Unnur Birna lætur ekki blekkja sig tvisvar Tónlistarkonan Unnur Birna Björnsdóttir flýr landið einu sinni á ári til þess að fá sól og sumar í líf sitt. Hún segir það betra að semja tónlist í sól en í rigningu. 3. júní 2014 09:30