Tróð sér inn á blaðamannafund eftir frækinn sigur og heimtaði treyjur leikmanna Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. apríl 2023 10:31 Eigendurnir og Phil Parkinson, þjálfari liðsins. Wrexham Wrexham, eitt frægasta fótboltalið veraldar um þessar mundir, fór upp um deild um liðna helgi. Er liðið loks komið upp í ensku D-deildina og er það að mestu Hollywood-eigendum liðsins að þakka. Virðast þeir komast upp með hvað sem er í Wrexham en annar þeirra mætti á blaðamannafund að leik loknum og heimtaði treyjur tveggja leikmanna liðsins. Leikararnir Rob McElhenney og Ryan Reynolds fjárfestu í Wrexham fyrir síðasta tímabil. Það tímabil endaði með tárum þegar liðið féll úr leik í umspili E-deildar og komst því ekki upp um deild. Í ár endaði það hins vegar með gleðitárum en um helgina tryggði Wrexham sér sinn fyrsta deildarmeistaratitil í 45 ár. Fagnaðarlætin eftir 3-1 sigur á Boreham Wood voru gríðarleg enda hafði liðið verið fast í E-deildina lengur en elstu menn muna. Eftir leik brá hinn geðþekki Ryan Reynolds á leik en hann mætti inn á blaðamannafund þar sem Ben Foster, markvörður liðsins, og Elliott Lett, annar af markaskorum dagsins, sátu. „Foster, Foster, treyjuna núna,“ sagði Reynolds áður en hann spurði Elliott hvort hann væri í einhverju undir treyjunni. Elliott játti því og Reynolds sagði honum þá að rífa sig úr. Foster benti á að treyjan hans væri afar illa lyktandi en Reynolds, sem er þekktur fyrir beittan húmor, kippti sér lítið upp fyrir það. Aðspurður hvort hann ætlaði að selja treyjurnar á eBay sagði Reynolds einfaldlega að fólk í kvikmyndagerðarbransanum gæti einnig lent í erfiðleikum. Hann óskaði leikmönnunum svo til hamingju og yfirgaf blaðamannafundinn. Hvort Reynolds stefni á að hengja treyjurnar upp heima hjá sér eða selja þær á eBay hefur ekki enn komið fram. Mögulega stefnir hann á að fjármagna leikmannakaup sumarsins með því að selja þær á uppboði. Myndband af atvikinu má sjá hér að neðan. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Sjá meira
Leikararnir Rob McElhenney og Ryan Reynolds fjárfestu í Wrexham fyrir síðasta tímabil. Það tímabil endaði með tárum þegar liðið féll úr leik í umspili E-deildar og komst því ekki upp um deild. Í ár endaði það hins vegar með gleðitárum en um helgina tryggði Wrexham sér sinn fyrsta deildarmeistaratitil í 45 ár. Fagnaðarlætin eftir 3-1 sigur á Boreham Wood voru gríðarleg enda hafði liðið verið fast í E-deildina lengur en elstu menn muna. Eftir leik brá hinn geðþekki Ryan Reynolds á leik en hann mætti inn á blaðamannafund þar sem Ben Foster, markvörður liðsins, og Elliott Lett, annar af markaskorum dagsins, sátu. „Foster, Foster, treyjuna núna,“ sagði Reynolds áður en hann spurði Elliott hvort hann væri í einhverju undir treyjunni. Elliott játti því og Reynolds sagði honum þá að rífa sig úr. Foster benti á að treyjan hans væri afar illa lyktandi en Reynolds, sem er þekktur fyrir beittan húmor, kippti sér lítið upp fyrir það. Aðspurður hvort hann ætlaði að selja treyjurnar á eBay sagði Reynolds einfaldlega að fólk í kvikmyndagerðarbransanum gæti einnig lent í erfiðleikum. Hann óskaði leikmönnunum svo til hamingju og yfirgaf blaðamannafundinn. Hvort Reynolds stefni á að hengja treyjurnar upp heima hjá sér eða selja þær á eBay hefur ekki enn komið fram. Mögulega stefnir hann á að fjármagna leikmannakaup sumarsins með því að selja þær á uppboði. Myndband af atvikinu má sjá hér að neðan.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Sjá meira