„Ef við spilum svona verðum við ekki í toppbaráttu“ Ester Ósk Árnadóttir skrifar 23. apríl 2023 18:54 Hallgrímur Jónasson þjálfari KA var vonsvikinn með frammistöðu sinna manna í dag. Hulda Margrét „Ég er mjög svekktur með frammistöðuna í þessum leik. Við spilum ekki nógu góðan leik, ég held við getum bara verið ánægðir með þetta eina stig,“ sagði Hallgrímur Jónasson þjálfari KA eftir 0-0 jafntefli á móti Keflavík á Greifavellinum í dag. „Við erum rosalega hægir, við erum að gera þetta á 80-90%. Menn héldu að það væri nóg en það er það bara ekki. Keflavík kemur og verjast vel, þeir eru sáttir með eitt stig á útivelli. Mér fannst við alltof kærulausir á boltanum, við erum að reyna of flókna hluti. Við hefðum vissulega geta skorað en við erum ekki að skapa nóg til þess að ég sé ánægður.“ Keflavík beiti skyndisóknum í dag og komst mokkrum sinnum í góð færi. Heimamenn virtust vera í brasi með þessar skyndisóknir. „Þeir voru að komast í skyndisóknir og við erum bara of hægir í spilinu. Við erum að gera of flókna hluti. Það er ekki millisvæði á móti liði sem liggur til baka og eru duglegir, þannig frammistaðan er bara alls ekki nógu góð og við getum bara verið þokkalega sáttir við þetta eina stig en maður er með óbragð í munninn að hafa ekki gert þetta betur. Ef við ætlum að spila svona að þá erum við ekki að fara að vera í toppbaráttu í sumar.“ Eins og áður sagði beiti Keflavík skyndisóknum og komust í nokkur ákjósanleg færi, sérstaklega í fyrri hálfleik. KA átti betri áhlaup eftir því sem leið á síðari hálfleikinn. „Við vorum heppnir að það var 0-0 í hálfleik en sem betur fer spiluðum við aðeins betur í seinni hálfleik. Við eigum skot í slá og hann ver einu sinni mjög vel frá Bjarna og þá vildum við fá eina vítaspyrnu en heildarbragurinn á þessum leik var bara ekki nógu góður.“ Hallgrímur var ósáttur við margt hjá sínum leikmönnum og þá meðal annars hvað þeir eyddu orku í að pirra sig á einstaka dómum. „Við vorum líka að láta dóma fara í taugarnar á okkur en mér fannst dómarinn bara standa sig vel, allavega betur en mitt lið. Menn þurfa að fara að setja hausinn á réttan stað, við þurfum að fá frammistöður sem sæmir okkur og þá fara hlutirnir að snúast í rétta átt aftur.“ Næsta verkefni KA er á útivelli á móti Víking R. „Við þurfum að gera töluvert betur ef við ætlum að fá eitthvað gott úr þeim leik en þetta hafa verið hörku viðeignir á móti Víking R. þannig við erum spenntir.“ KA Keflavík ÍF Besta deild karla Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Sport Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Fleiri fréttir „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Sjá meira
„Við erum rosalega hægir, við erum að gera þetta á 80-90%. Menn héldu að það væri nóg en það er það bara ekki. Keflavík kemur og verjast vel, þeir eru sáttir með eitt stig á útivelli. Mér fannst við alltof kærulausir á boltanum, við erum að reyna of flókna hluti. Við hefðum vissulega geta skorað en við erum ekki að skapa nóg til þess að ég sé ánægður.“ Keflavík beiti skyndisóknum í dag og komst mokkrum sinnum í góð færi. Heimamenn virtust vera í brasi með þessar skyndisóknir. „Þeir voru að komast í skyndisóknir og við erum bara of hægir í spilinu. Við erum að gera of flókna hluti. Það er ekki millisvæði á móti liði sem liggur til baka og eru duglegir, þannig frammistaðan er bara alls ekki nógu góð og við getum bara verið þokkalega sáttir við þetta eina stig en maður er með óbragð í munninn að hafa ekki gert þetta betur. Ef við ætlum að spila svona að þá erum við ekki að fara að vera í toppbaráttu í sumar.“ Eins og áður sagði beiti Keflavík skyndisóknum og komust í nokkur ákjósanleg færi, sérstaklega í fyrri hálfleik. KA átti betri áhlaup eftir því sem leið á síðari hálfleikinn. „Við vorum heppnir að það var 0-0 í hálfleik en sem betur fer spiluðum við aðeins betur í seinni hálfleik. Við eigum skot í slá og hann ver einu sinni mjög vel frá Bjarna og þá vildum við fá eina vítaspyrnu en heildarbragurinn á þessum leik var bara ekki nógu góður.“ Hallgrímur var ósáttur við margt hjá sínum leikmönnum og þá meðal annars hvað þeir eyddu orku í að pirra sig á einstaka dómum. „Við vorum líka að láta dóma fara í taugarnar á okkur en mér fannst dómarinn bara standa sig vel, allavega betur en mitt lið. Menn þurfa að fara að setja hausinn á réttan stað, við þurfum að fá frammistöður sem sæmir okkur og þá fara hlutirnir að snúast í rétta átt aftur.“ Næsta verkefni KA er á útivelli á móti Víking R. „Við þurfum að gera töluvert betur ef við ætlum að fá eitthvað gott úr þeim leik en þetta hafa verið hörku viðeignir á móti Víking R. þannig við erum spenntir.“
KA Keflavík ÍF Besta deild karla Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Sport Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Fleiri fréttir „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Sjá meira