Að sögn Lovísu Mjallar Guðmundsdóttur, náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands er skjálftinn sambærilegur og þeim sem greinst hafa í skjálftavirkni á svæðinu undanfarna mánuði. Hann sé þó sá stærsti í nokkurn tíma.
„Þetta er ekki óalgengt. Hann er í raun af svipaðri stærð og þeir sem við höfum hingað til fylgst með. Þeir stærstu mældust í ágúst 2022, sá var 3,7 af stærð og hinn 3,2 sem við mældum í desember.“
Skjálfti í Bárðarbungu í nótt
Þá mældist skjálfti að stærð 3,2 í Bárðarbungu klukkan 03:34 í nótt.
Skjálftar af þessar stærð eru algengir í Bárðarbungu samkvæmt upplýsingum Veðurstofu.
Skjálftar af sömu stærð mældust bæði í mars og febrúar síðastliðinn.
