Breskur fjárfestir vill byrja að leggja sæstreng til Íslands á næsta ári
![Uppi eru áform um að reisa verksmiðju í Straumsvík þar sem framleiðsla á köplum úr áli fer fram.](https://www.visir.is/i/5EA6236D9075279F276C10EF534C24668164BD752F6E48ABDFFF68AD6CEAB79B_713x0.jpg)
Framkvæmdir í tengslum við lagningu rafmagnssæstrengs milli Íslands og Bretlands gætu hafist á næsta ári ef marka má áform forsvarsmanna Atlantic Superconnection, sem hafa um árabil unnið að framgangi málsins. Uppbyggingin felur meðal annars í sér að reist verði rannsóknarmiðstöð og sérstök kapalverksmiðja sem mun nýta ál úr álverinu í Straumsvík.