Nálgun Vals harðlega gagnrýnd: „Ekki bara eitthvað sem þú opnar í Cocoa-puffs pakka“ Aron Guðmundsson skrifar 21. apríl 2023 16:15 Brúnaþungur Snorri Steinn á hliðarlínunni þar sem Valsmenn voru niðurlægðir af Haukum. vísir/hulda margrét Ríkjandi Íslandsmeistarar Vals í handbolta voru á dögunum sendir í snemmbúið sumarfrí með hvelli þegar að liðið steinlá gegn Haukum í 8-liða úrslitum Olís deildar karla. Lokatölur í Hafnarfirði voru 33-14 Haukum í vil og í nýjasta þætti Handkastsins var staðan hjá Valsmönnum rædd. Valsmenn mættu særðir til leiks í einvígið gegn Haukum með lykilmenn fjarverandi vegna meiðsla en eitt og sér var ekki ástæðan fyrir því að liðið skoraði aðeins fjögur mörk í fyrri hálfleiknum í leiknum gegn Haukum.„Höfum það alveg á hreinu að frammistaða Vals var til skammar og Snorri Steinn viðurkenndi það og sagði það bara réttilega,“ sagði Arnar Daði Arnarsson, umsjónarmaður Handkastins. „Ástæðan fyrir því að ég talaði um að Valur ætti ekki séns í Haukana í þessum leik var ekki vegna meiðsla Benedikts, Magnúsar eða Róberts. Heldur út frá þeirri staðreynd hvernig Valur hefur verið að spila undanfarna tvo mánuði. Frammistaða liðsins er bara búin að vera til skammar síðustu vikur. Þeir hafa tapað átta leikjum í röð, sex af þessum leikjum hafa verið búnir í hálfleik.“ Ekki bara eitthvað sem þú opnar í Coco-puffs pakka Arnar Daði varpaði þá fram spurningum varðandi það hvernig spilað hefur verið á Valsliðinu á yfirstandandi tímabili en nóg hefur verið að gera hjá liðinu, bæði hér heima fyrir sem og í Evrópukeppni. Leikmenn á borð við Aron Dag Pálsson sitji á bekknum meira og minna fyrstu umferðir tímabilsins. „Agnar Smári er brjálaður og spilar lítið sem ekkert í upphafi tímabils, hann kemur ekki inn á í fyrstu Evrópuleikjunum. Tryggvi Garðar spilar ekki mínútu fram í miðjan nóvember og þá vegna þess að hann er tilneyddur vegna meiðsla annarra leikmanna. Þá hefur Sakai Motoki varla spilað. Agnar Smári í leik með Val á yfirstandandi tímabiliVísir/Pawel Cieslikiewicz Þarna sé búið að telja til þó nokkuð marga leikmenn.„Vignir Stefánsson spilaði lítið sem ekkert, Benedikt Gunnar Óskarsson bara spilaði og spilaði. Hann er bara lítill og léttur, gat alveg spilað en er það þjálffræðilega rétt að láta Benedikt spila svona ótrúlega mikið?“ bætti Arnar Daði við.Nú spyrji menn sig að því hvernig Valur, vitandi það í júlí að fram undan væru tíu Evrópuleikir og um er að ræða stórt félag innan handboltans á Íslandi, hvernig styrktarþjálfun liðsins sé háttað.„Þeir eru ekki einu sinni með styrktarþjálfara,“ sagði Arnar Daði í Handkastinu. „Leikmenn Vals hoppuðu yfir götuna og fóru í afrek, sem er einhver Crossfit stöð. Hvernig er endurhæfingu eftir leiki háttað hjá liðinu? Hvernig eru styrktaræfingar leikmanna á miðju tímabili? Þetta er ekki bara eitthvað sem þú opnar í Coco-puffs pakka og gerir bara einhvern vegin. Þetta er bara jafn mikilvægt og það hvernig þú stillir upp vörn, hvernig þú spilar sókn og hvernig þú rúllar liðinu.Það er með ólíkindum að félag eins og Valur, sem státar sig af því að hafa unnið einhverja sjö titla í röð og að vera með landsliðsmenn innan sinna raða, bjóði ekki upp á betra umhverfi. Af hverju eru leikmenn á leiðinni í Val þegar að umhverfið er ekki betra en þetta?“Umræðan um Val hefst á 29. mínútu þáttarins en hana sem og þátt Handkastsins í heild sinni má hlusta á hér fyrir neðan: Olís-deild karla Valur Handkastið Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Valur 33-14 | Ótrúlegur leikur og Íslandsmeistararnir farnir í sumarfrí Haukar spörkuðu Valsmönnum í sumarfrí í hreint út sagt ótrúlegum leik á Ásvöllum í kvöld. Fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Olís deildar karla í handbolta lauk með óvæntum sigri Hauka. Laskað lið Vals átti aldrei möguleika í kvöld og steinlá 33-14. 19. apríl 2023 21:05 Tárvotur Björgvin Páll: „Held við séum bensínlausir andlega heldur en eitthvað annað“ „Frábært tímabil endar nánast eins og martröð,“ sagði Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Íslandsmeistara Vals, eftir hreint út sagt ótrúlegt tap Vals gegn Haukum á Ásvöllum í kvöld, lokatölur 33-14. Tapið þýðir að Íslandsmeistararnir eru á leið í sumarfrí. 19. apríl 2023 22:01 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Þurfti að fljúga heim í keppnisbúningnum Sport Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Fótbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Fleiri fréttir Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Sjá meira
Valsmenn mættu særðir til leiks í einvígið gegn Haukum með lykilmenn fjarverandi vegna meiðsla en eitt og sér var ekki ástæðan fyrir því að liðið skoraði aðeins fjögur mörk í fyrri hálfleiknum í leiknum gegn Haukum.„Höfum það alveg á hreinu að frammistaða Vals var til skammar og Snorri Steinn viðurkenndi það og sagði það bara réttilega,“ sagði Arnar Daði Arnarsson, umsjónarmaður Handkastins. „Ástæðan fyrir því að ég talaði um að Valur ætti ekki séns í Haukana í þessum leik var ekki vegna meiðsla Benedikts, Magnúsar eða Róberts. Heldur út frá þeirri staðreynd hvernig Valur hefur verið að spila undanfarna tvo mánuði. Frammistaða liðsins er bara búin að vera til skammar síðustu vikur. Þeir hafa tapað átta leikjum í röð, sex af þessum leikjum hafa verið búnir í hálfleik.“ Ekki bara eitthvað sem þú opnar í Coco-puffs pakka Arnar Daði varpaði þá fram spurningum varðandi það hvernig spilað hefur verið á Valsliðinu á yfirstandandi tímabili en nóg hefur verið að gera hjá liðinu, bæði hér heima fyrir sem og í Evrópukeppni. Leikmenn á borð við Aron Dag Pálsson sitji á bekknum meira og minna fyrstu umferðir tímabilsins. „Agnar Smári er brjálaður og spilar lítið sem ekkert í upphafi tímabils, hann kemur ekki inn á í fyrstu Evrópuleikjunum. Tryggvi Garðar spilar ekki mínútu fram í miðjan nóvember og þá vegna þess að hann er tilneyddur vegna meiðsla annarra leikmanna. Þá hefur Sakai Motoki varla spilað. Agnar Smári í leik með Val á yfirstandandi tímabiliVísir/Pawel Cieslikiewicz Þarna sé búið að telja til þó nokkuð marga leikmenn.„Vignir Stefánsson spilaði lítið sem ekkert, Benedikt Gunnar Óskarsson bara spilaði og spilaði. Hann er bara lítill og léttur, gat alveg spilað en er það þjálffræðilega rétt að láta Benedikt spila svona ótrúlega mikið?“ bætti Arnar Daði við.Nú spyrji menn sig að því hvernig Valur, vitandi það í júlí að fram undan væru tíu Evrópuleikir og um er að ræða stórt félag innan handboltans á Íslandi, hvernig styrktarþjálfun liðsins sé háttað.„Þeir eru ekki einu sinni með styrktarþjálfara,“ sagði Arnar Daði í Handkastinu. „Leikmenn Vals hoppuðu yfir götuna og fóru í afrek, sem er einhver Crossfit stöð. Hvernig er endurhæfingu eftir leiki háttað hjá liðinu? Hvernig eru styrktaræfingar leikmanna á miðju tímabili? Þetta er ekki bara eitthvað sem þú opnar í Coco-puffs pakka og gerir bara einhvern vegin. Þetta er bara jafn mikilvægt og það hvernig þú stillir upp vörn, hvernig þú spilar sókn og hvernig þú rúllar liðinu.Það er með ólíkindum að félag eins og Valur, sem státar sig af því að hafa unnið einhverja sjö titla í röð og að vera með landsliðsmenn innan sinna raða, bjóði ekki upp á betra umhverfi. Af hverju eru leikmenn á leiðinni í Val þegar að umhverfið er ekki betra en þetta?“Umræðan um Val hefst á 29. mínútu þáttarins en hana sem og þátt Handkastsins í heild sinni má hlusta á hér fyrir neðan:
Olís-deild karla Valur Handkastið Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Valur 33-14 | Ótrúlegur leikur og Íslandsmeistararnir farnir í sumarfrí Haukar spörkuðu Valsmönnum í sumarfrí í hreint út sagt ótrúlegum leik á Ásvöllum í kvöld. Fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Olís deildar karla í handbolta lauk með óvæntum sigri Hauka. Laskað lið Vals átti aldrei möguleika í kvöld og steinlá 33-14. 19. apríl 2023 21:05 Tárvotur Björgvin Páll: „Held við séum bensínlausir andlega heldur en eitthvað annað“ „Frábært tímabil endar nánast eins og martröð,“ sagði Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Íslandsmeistara Vals, eftir hreint út sagt ótrúlegt tap Vals gegn Haukum á Ásvöllum í kvöld, lokatölur 33-14. Tapið þýðir að Íslandsmeistararnir eru á leið í sumarfrí. 19. apríl 2023 22:01 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Þurfti að fljúga heim í keppnisbúningnum Sport Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Fótbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Fleiri fréttir Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Valur 33-14 | Ótrúlegur leikur og Íslandsmeistararnir farnir í sumarfrí Haukar spörkuðu Valsmönnum í sumarfrí í hreint út sagt ótrúlegum leik á Ásvöllum í kvöld. Fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Olís deildar karla í handbolta lauk með óvæntum sigri Hauka. Laskað lið Vals átti aldrei möguleika í kvöld og steinlá 33-14. 19. apríl 2023 21:05
Tárvotur Björgvin Páll: „Held við séum bensínlausir andlega heldur en eitthvað annað“ „Frábært tímabil endar nánast eins og martröð,“ sagði Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Íslandsmeistara Vals, eftir hreint út sagt ótrúlegt tap Vals gegn Haukum á Ásvöllum í kvöld, lokatölur 33-14. Tapið þýðir að Íslandsmeistararnir eru á leið í sumarfrí. 19. apríl 2023 22:01