Urðun kinda örþrifaráð og förgunarkerfið alltof veikt Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 19. apríl 2023 20:25 Forstjóri Umhverfisstofnunar segir engar aðrar lausnir við riðu en urðun vera í sjónmáli. Vísir/Bjarni Urðun riðusmitaðra kinda er alger neyðarrástöfum, segir forstjóri Umhverfisstofnunar. Engar aðrar lausnir séu í sjónmáli. Kerfið sem eigi að halda utan um förgun úrgangs sé alltof veikt, það hafi undanfarnir dagar sýnt. Um 1400 kindur hafa verið skornar í Miðfirði síðan að riðusmit kom þar upp. Fyrst á Bergsstöðum og síðar á Syðri-Urriðaá. Bændur í sveitinni eru uggandi yfir því að frekar niðurskurður sé væntanlegur. Illa hefur gengið að finna urðunarstað fyrir hræin en til stóð að grafa hræin í landi Lækjarmóts, sem stendur í öðru sjúkdómsvarnarhólfi. Riðan hafi komið upp í hólfi númer sjö, Miðfjarðarhólfi en Lækjarmót eru í hólfi níu, Húnahólfi. Bændurnir á bænum hafi hins vegar hætt við. Ástæða þess er tíunduð í löngum pósti Sonju Líndal, bónda á Lækjarmóti á Facebook. Þar segir hún pressuna hafa verið mikla og að hún og eiginmaður hennar Friðrik, hafi þurft að þola ósanngjarnar árásir í kjölfar þess að þau hafi boðið urðunarstaðinn fram. Engar aðrar lausnir í sjónmáli Sigrún Ágústsdóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar, segir urðun fjársins vera örþrifaráð. „Þetta er ekki góður kostur, og ekki ákjósanlegur. Þetta hefur verið gert í gegnum tíðina. Við höfum ekki staðfestar upplýsingar um að smit hafi borist í jarðveg eða vatn til þessa.“ Ekki sé hægt að fara neinar aðrar leiðir. Riðuveiki á bæjum í Húnaþingi Vestra frá árinu 2003 til 2021.Stöð 2 „Þetta myglar í gámunum, þegar þetta er orðið myglað þá er ekki tekið við þessu til brennslu. Það er alveg skýrt. Það var leitað allra leiða eins og frystingar, kælingar, færanlegar brennslur, allt annað slíkt. Ekkert af þessu kom til greina. Það var unnin mikil vinna alla helgina.“ „Staðan er þannig að kerfi meðhöndlunar úrgangs á Íslandi er ekki að standast þetta álagspróf. Þetta er of veikt, við erum með eina brennslu á Íslandi og einn ofn og nú er hann bilaður.“ Hún sé þó vongóð um að lausn finnist á málinu. En ekki sé neitt fast í hendi enn. „Ég er að vonast til þess að í lok dags verði komin lausn.“ Riða í Miðfirði Dýraheilbrigði Húnaþing vestra Tengdar fréttir Myndi vilja sjá arfgerðargreiningu á öllu fé á landinu Það var þungt hljóð í fólki á fjölsóttum upplýsingafundi sem haldin var í gærkvöldi á Laugarbakka í Miðfirði. Búið er að skera 1400 fjár á síðustu dögum vegna riðu sem upp kom í sveitinni. Fleiri en 300 manns sóttu fundinn og mátti sjá þónokkra þingmenn í salnum sem og Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra. 19. apríl 2023 14:41 Vonsvikin með viðbrögð sveitunga eftir að hafa boðið fram jörð sína Sonja Líndal Þórisdóttir, bóndi á Lækjamóti í Húnaþingi vestra, segir sárt að sveitungar hennar hafi talið hana og eiginmann hennar vilja stofna lífsviðurværi þeirra í hættu með því að bjóðast til þess að skaffa urðunarstað fyrir riðuhræ frá bænum Syðri-Urriðaá. Hún segist hafa verið sökuð um að sáldra riðu um allan Víðidal. 19. apríl 2023 11:42 „Þetta er komið gott og það eru allir á því“ Allt fé á bænum Syðri-Urriðaá í Miðfirði var skorið niður í dag en hins vegar gekk illa að finna stað og verktaka til að urða hræin. Troðið var út að dyrum á upplýsingafundi um fjárskurðinn sem var haldinn á Laugarbakka. Meðal fundargesta voru kjörnir fulltrúar og ríkti þar mikil samstaða. Formaður Félags sauðfjárbænda í Húnaþingi Vestra segir komið nóg af núgildandi verkferlum. 19. apríl 2023 00:29 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Fleiri fréttir Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Sjá meira
Um 1400 kindur hafa verið skornar í Miðfirði síðan að riðusmit kom þar upp. Fyrst á Bergsstöðum og síðar á Syðri-Urriðaá. Bændur í sveitinni eru uggandi yfir því að frekar niðurskurður sé væntanlegur. Illa hefur gengið að finna urðunarstað fyrir hræin en til stóð að grafa hræin í landi Lækjarmóts, sem stendur í öðru sjúkdómsvarnarhólfi. Riðan hafi komið upp í hólfi númer sjö, Miðfjarðarhólfi en Lækjarmót eru í hólfi níu, Húnahólfi. Bændurnir á bænum hafi hins vegar hætt við. Ástæða þess er tíunduð í löngum pósti Sonju Líndal, bónda á Lækjarmóti á Facebook. Þar segir hún pressuna hafa verið mikla og að hún og eiginmaður hennar Friðrik, hafi þurft að þola ósanngjarnar árásir í kjölfar þess að þau hafi boðið urðunarstaðinn fram. Engar aðrar lausnir í sjónmáli Sigrún Ágústsdóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar, segir urðun fjársins vera örþrifaráð. „Þetta er ekki góður kostur, og ekki ákjósanlegur. Þetta hefur verið gert í gegnum tíðina. Við höfum ekki staðfestar upplýsingar um að smit hafi borist í jarðveg eða vatn til þessa.“ Ekki sé hægt að fara neinar aðrar leiðir. Riðuveiki á bæjum í Húnaþingi Vestra frá árinu 2003 til 2021.Stöð 2 „Þetta myglar í gámunum, þegar þetta er orðið myglað þá er ekki tekið við þessu til brennslu. Það er alveg skýrt. Það var leitað allra leiða eins og frystingar, kælingar, færanlegar brennslur, allt annað slíkt. Ekkert af þessu kom til greina. Það var unnin mikil vinna alla helgina.“ „Staðan er þannig að kerfi meðhöndlunar úrgangs á Íslandi er ekki að standast þetta álagspróf. Þetta er of veikt, við erum með eina brennslu á Íslandi og einn ofn og nú er hann bilaður.“ Hún sé þó vongóð um að lausn finnist á málinu. En ekki sé neitt fast í hendi enn. „Ég er að vonast til þess að í lok dags verði komin lausn.“
Riða í Miðfirði Dýraheilbrigði Húnaþing vestra Tengdar fréttir Myndi vilja sjá arfgerðargreiningu á öllu fé á landinu Það var þungt hljóð í fólki á fjölsóttum upplýsingafundi sem haldin var í gærkvöldi á Laugarbakka í Miðfirði. Búið er að skera 1400 fjár á síðustu dögum vegna riðu sem upp kom í sveitinni. Fleiri en 300 manns sóttu fundinn og mátti sjá þónokkra þingmenn í salnum sem og Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra. 19. apríl 2023 14:41 Vonsvikin með viðbrögð sveitunga eftir að hafa boðið fram jörð sína Sonja Líndal Þórisdóttir, bóndi á Lækjamóti í Húnaþingi vestra, segir sárt að sveitungar hennar hafi talið hana og eiginmann hennar vilja stofna lífsviðurværi þeirra í hættu með því að bjóðast til þess að skaffa urðunarstað fyrir riðuhræ frá bænum Syðri-Urriðaá. Hún segist hafa verið sökuð um að sáldra riðu um allan Víðidal. 19. apríl 2023 11:42 „Þetta er komið gott og það eru allir á því“ Allt fé á bænum Syðri-Urriðaá í Miðfirði var skorið niður í dag en hins vegar gekk illa að finna stað og verktaka til að urða hræin. Troðið var út að dyrum á upplýsingafundi um fjárskurðinn sem var haldinn á Laugarbakka. Meðal fundargesta voru kjörnir fulltrúar og ríkti þar mikil samstaða. Formaður Félags sauðfjárbænda í Húnaþingi Vestra segir komið nóg af núgildandi verkferlum. 19. apríl 2023 00:29 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Fleiri fréttir Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Sjá meira
Myndi vilja sjá arfgerðargreiningu á öllu fé á landinu Það var þungt hljóð í fólki á fjölsóttum upplýsingafundi sem haldin var í gærkvöldi á Laugarbakka í Miðfirði. Búið er að skera 1400 fjár á síðustu dögum vegna riðu sem upp kom í sveitinni. Fleiri en 300 manns sóttu fundinn og mátti sjá þónokkra þingmenn í salnum sem og Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra. 19. apríl 2023 14:41
Vonsvikin með viðbrögð sveitunga eftir að hafa boðið fram jörð sína Sonja Líndal Þórisdóttir, bóndi á Lækjamóti í Húnaþingi vestra, segir sárt að sveitungar hennar hafi talið hana og eiginmann hennar vilja stofna lífsviðurværi þeirra í hættu með því að bjóðast til þess að skaffa urðunarstað fyrir riðuhræ frá bænum Syðri-Urriðaá. Hún segist hafa verið sökuð um að sáldra riðu um allan Víðidal. 19. apríl 2023 11:42
„Þetta er komið gott og það eru allir á því“ Allt fé á bænum Syðri-Urriðaá í Miðfirði var skorið niður í dag en hins vegar gekk illa að finna stað og verktaka til að urða hræin. Troðið var út að dyrum á upplýsingafundi um fjárskurðinn sem var haldinn á Laugarbakka. Meðal fundargesta voru kjörnir fulltrúar og ríkti þar mikil samstaða. Formaður Félags sauðfjárbænda í Húnaþingi Vestra segir komið nóg af núgildandi verkferlum. 19. apríl 2023 00:29