Ísland vann sig inn á mótið með því að enda í efsta sæti síns undanriðils en til þess þurfti liðið að vinna Ungverjaland og England, og liðið gerði svo jafntefli við Tyrkland.
Aðeins átta lið eru með á EM og í hinum riðlinum á mótinu eru lið Möltu, Portúgals, Póllands og Ítalíu.
Mótið fer fram á Möltu dagana 3.-16. júlí.
England er ríkjandi meistari í flokki U19-liða en getur ekki varið titilinn vegna tapsins gegn Íslandi í undankeppninni. Spánverjar hafa verið sigursælastir í keppninni og orðið Evrópumeistarar U19-landsliðs karla alls átta sinnum frá árinu 2002.
Ísland er einnig með á EM U19-kvenna í sumar og er aðeins önnur af tveimur þjóðum sem komust inn á bæði mótin. Hin þjóðin er Spánn.