Þjóðinni muni þykja mjög vænt um nafnið Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. apríl 2023 12:00 Hús íslenskunnar verður vígt í dag, eftir langan aðdraganda. Vísir/vilhelm Hús íslenskunnar verður vígt í dag og nafn þess, sem mikil leynd hvílir yfir, opinberað. Menningarráðherra segir daginn marka tímamót fyrir íslenska tungu. Þá séu fleiri handrit á heimleið frá Danmörku sem sýnd verða í húsinu strax á næsta ári. Bygging Húss íslenskunnar við Suðurgötu í Reykjavík á sér afar langan aðdraganda; fyrstu hugmyndir komu fram árið 2005 en verkefnið sett á bið í efnahagshruninu. Lóðin undir húsið stóð því óhreyfð um árabil og var uppnefnd „hola íslenskra fræða“. Sannarlega réttnefni á þeim tímapunkti. En nú er húsið risið og klukkan hálf fimm síðdegis verður það loksins vígt. Lilja Alfreðsdóttir menningarráðherra er himinlifandi með þennan langþráða áfanga. „Ég legg mikla áherslu á að húsið sé opið og aðgengilegt fólkinu í landinu. Loksins geta Íslendingar skoðað handritin sín,“ segir Lilja. Lilja Alfreðsdóttir menningarráðherra fyrir framan holu íslenskra fræða árið 2019, þegar framkvæmdir hófust á ný eftir hlé.Vísir/vilhelm Í húsinu verður starfsemi Árnastofnunar og íslensku- og menningardeildar Háskóla Íslands. Þar verða áðurnefnd handrit einnig varðveitt og önnur frumgögn um íslenska menningu. Og Lilja boðar viðbót við sagnaarfinn. „Það mun fara mjög vel um handritin. Ég lagði nú ýmislegt á okkur til að fá fleiri handrit inn í húsið. Og það er mjög ánægjulegt að greina frá því að vegna þess erum við að fara í aukið samstarf við dönsk yfirvöld og við munum fá fleiri handrit inn í húsið og þau verða til sýnis árið 2024 þegar við opnum grunnsýninguna,“ segir Lilja. Efnt var til samkeppni um nafn á hinu nýja húsi íslenskunnar. Á fjórða þúsund tillögur bárust - og nafnið sem varð fyrir valinu verður tilkynnt við vígsluna í dag. „Mér fannst alveg frábært að fá alla þessa þátttöku og það voru margir sem höfðu skoðun á því hvert ætti að vera nafn hússins. Og ég er býsna sannfærð um að þjóðinni eigi eftir að þykja mjög vænt um þetta nafn.“ Íslensk fræði Íslensk tunga Menning Byggingariðnaður Tengdar fréttir „Hús íslenskunnar“ vígt 19. apríl og nýtt nafn afhjúpað Nýtt hús Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og Háskóla Íslands verður vígt 19. apríl næstkomandi. Húsið hefur verið kallað „Hús íslenskunnar“ en mun við vígsluna fá varanlegt nafn. 30. mars 2023 10:20 Hornsteinn lagður að Húsi íslenskunnar Forseti Íslands og mennta- og menningarmálaráðherra lögðu í sameiningu hornstein að Húsi íslenskunnar við Suðurgötu í dag. 21. apríl 2021 17:07 Sjáðu Hús íslenskunnar taka á sig mynd Framkvæmdir við Hús íslenskunnar hafa gengið vel það sem af er ári, þrátt fyrir afleitt vetrarveður og heimsfaraldur kórónuveiru. 5. maí 2020 18:57 Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Fleiri fréttir Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Sjá meira
Bygging Húss íslenskunnar við Suðurgötu í Reykjavík á sér afar langan aðdraganda; fyrstu hugmyndir komu fram árið 2005 en verkefnið sett á bið í efnahagshruninu. Lóðin undir húsið stóð því óhreyfð um árabil og var uppnefnd „hola íslenskra fræða“. Sannarlega réttnefni á þeim tímapunkti. En nú er húsið risið og klukkan hálf fimm síðdegis verður það loksins vígt. Lilja Alfreðsdóttir menningarráðherra er himinlifandi með þennan langþráða áfanga. „Ég legg mikla áherslu á að húsið sé opið og aðgengilegt fólkinu í landinu. Loksins geta Íslendingar skoðað handritin sín,“ segir Lilja. Lilja Alfreðsdóttir menningarráðherra fyrir framan holu íslenskra fræða árið 2019, þegar framkvæmdir hófust á ný eftir hlé.Vísir/vilhelm Í húsinu verður starfsemi Árnastofnunar og íslensku- og menningardeildar Háskóla Íslands. Þar verða áðurnefnd handrit einnig varðveitt og önnur frumgögn um íslenska menningu. Og Lilja boðar viðbót við sagnaarfinn. „Það mun fara mjög vel um handritin. Ég lagði nú ýmislegt á okkur til að fá fleiri handrit inn í húsið. Og það er mjög ánægjulegt að greina frá því að vegna þess erum við að fara í aukið samstarf við dönsk yfirvöld og við munum fá fleiri handrit inn í húsið og þau verða til sýnis árið 2024 þegar við opnum grunnsýninguna,“ segir Lilja. Efnt var til samkeppni um nafn á hinu nýja húsi íslenskunnar. Á fjórða þúsund tillögur bárust - og nafnið sem varð fyrir valinu verður tilkynnt við vígsluna í dag. „Mér fannst alveg frábært að fá alla þessa þátttöku og það voru margir sem höfðu skoðun á því hvert ætti að vera nafn hússins. Og ég er býsna sannfærð um að þjóðinni eigi eftir að þykja mjög vænt um þetta nafn.“
Íslensk fræði Íslensk tunga Menning Byggingariðnaður Tengdar fréttir „Hús íslenskunnar“ vígt 19. apríl og nýtt nafn afhjúpað Nýtt hús Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og Háskóla Íslands verður vígt 19. apríl næstkomandi. Húsið hefur verið kallað „Hús íslenskunnar“ en mun við vígsluna fá varanlegt nafn. 30. mars 2023 10:20 Hornsteinn lagður að Húsi íslenskunnar Forseti Íslands og mennta- og menningarmálaráðherra lögðu í sameiningu hornstein að Húsi íslenskunnar við Suðurgötu í dag. 21. apríl 2021 17:07 Sjáðu Hús íslenskunnar taka á sig mynd Framkvæmdir við Hús íslenskunnar hafa gengið vel það sem af er ári, þrátt fyrir afleitt vetrarveður og heimsfaraldur kórónuveiru. 5. maí 2020 18:57 Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Fleiri fréttir Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Sjá meira
„Hús íslenskunnar“ vígt 19. apríl og nýtt nafn afhjúpað Nýtt hús Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og Háskóla Íslands verður vígt 19. apríl næstkomandi. Húsið hefur verið kallað „Hús íslenskunnar“ en mun við vígsluna fá varanlegt nafn. 30. mars 2023 10:20
Hornsteinn lagður að Húsi íslenskunnar Forseti Íslands og mennta- og menningarmálaráðherra lögðu í sameiningu hornstein að Húsi íslenskunnar við Suðurgötu í dag. 21. apríl 2021 17:07
Sjáðu Hús íslenskunnar taka á sig mynd Framkvæmdir við Hús íslenskunnar hafa gengið vel það sem af er ári, þrátt fyrir afleitt vetrarveður og heimsfaraldur kórónuveiru. 5. maí 2020 18:57