Snorri Steinn gæti spilað í kvöld: „Ég er í fínu formi“ Sindri Sverrisson og Valur Páll Eiríksson skrifa 19. apríl 2023 12:00 Snorri Steinn Guðjónsson á æfingu Vals. Mögulegt er að hann spili í kvöld eftir langt hlé. VÍSIR/VILHELM Tímabilið er undir hjá Íslandsmeisturum Vals í kvöld þegar þeir mæta Haukum öðru sinni í 8-liða úrslitum Olís-deildar karla í handbolta. Þjálfarinn Snorri Steinn Guðjónsson verður mögulega með í leiknum vegna meiðsla í herbúðum Vals. Snorri Steinn var ráðinn spilandi þjálfari Vals árið 2017 en lagði skóna svo á hilluna ári síðar og einbeitti sér að þjálfun liðsins. Árið 2016 hafði hann lagt landsliðsskóna á hilluna eftir að hafa leikið lykilhlutverk í bláu treyjunni um langt árabil. En þó að tæp fimm ár séu liðin síðan að Snorri spilaði síðast handbolta í efstu deild þá er ekki útilokað að hann taki fram skóna á Ásvöllum í kvöld, vegna mikilla forfalla hjá Valsmönnum. Þessi 41 árs gamli þjálfari hefur tekið þátt í æfingum Vals í vikunni og staðfesti við Bylgjuna í dag að hann yrði á skýrslu ef að Tryggvi Garðar Jónsson næði ekki að jafna sig fyrir leik. „Ekki viss um að ég geri mikið gagn“ „Ég er að bíða eftir skilaboðum frá Tryggva. Hann er búinn að vera rúmlega fárveikur og hefur ekkert getað æft með okkur. Þetta er svona spurning hvort Tryggvi eða ég verði í hóp. Þú mátt giska á hvort ég vil,“ sagði Snorri. „Ef Tryggvi er ekki með í kvöld þá er ég í hóp. Staðfest. Nú er bara allt undir og ef illa fer þá er ekkert á morgun. Menn vilja bara fórna sér eins langt og það nær,“ sagði Snorri. Svo að meira að segja þjáflarinn er til í að fórna sér? „Það er af illri nauðsyn, ég er nú ekki viss um að ég geri mikið gagn. Við verðum allavega að fylla skýrsluna.“ En í hvernig ástandi er Snorri og hvenær spilaði hann síðast? „Ætli ég hafi ekki dottið út fyrir Bjögga og Haukum síðast, einmitt í átta liða úrslitum. Það eru einhver fjögur, fimm ár síðan. Ég hef ekki æft neitt síðan og hef ekki saknað þess neitt, svona ef ég á að vera alveg hreinskilinn. Þetta er klárlega ekkert eitthvað sem við viljum, bara langt í frá. En ég er nú í fínu formi. Ég er duglegur að æfa en ég hef ekkert æft handbolta.“ Valsmenn í sumarfrí ef þeir tapa Valsmenn eru með bakið uppi við vegg eftir 24-22 tap gegn Haukum á heimavelli á sunnudaginn. Eftir dapurt gengi að undanförnu small vörn liðsins saman í þeim leik og Björgvin Páll Gústavsson átti mjög góðan leik í markinu en það dugði ekki til gegn Haukum, sem geta orðið fyrsta liðið sem endar í 8. sæti en nær að slá út deildarmeistara. Magnús Óli Magnússon, besti sóknarmaður Vals, fór af velli meiddur í ökkla í leiknum á sunnudag og bættist á langan lista Valsara yfir meidda lykilmenn. Nýjasti landsliðsmaðurinn, Stiven Tobar Valencia, gat ekki tekið þátt í leiknum vegna meiðsla, né heldur Tryggvi Garðar, og þeir Benedikt Gunnar Óskarsson og Róbert Aron Hostert spila varla aftur fyrr en í haust vegna meiðsla. Snorri bindur þó vonir við að Stiven yrði með í leiknum í kvöld. Leikur Hauka og Vals hefst klukkan 19:30 í kvöld og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 5. Vinni Haukar komast þeir áfram í undanúrslit en vinni Valur mætast liðin í oddaleik á Hlíðarenda á laugardaginn. Olís-deild karla Valur Haukar Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Sjá meira
Snorri Steinn var ráðinn spilandi þjálfari Vals árið 2017 en lagði skóna svo á hilluna ári síðar og einbeitti sér að þjálfun liðsins. Árið 2016 hafði hann lagt landsliðsskóna á hilluna eftir að hafa leikið lykilhlutverk í bláu treyjunni um langt árabil. En þó að tæp fimm ár séu liðin síðan að Snorri spilaði síðast handbolta í efstu deild þá er ekki útilokað að hann taki fram skóna á Ásvöllum í kvöld, vegna mikilla forfalla hjá Valsmönnum. Þessi 41 árs gamli þjálfari hefur tekið þátt í æfingum Vals í vikunni og staðfesti við Bylgjuna í dag að hann yrði á skýrslu ef að Tryggvi Garðar Jónsson næði ekki að jafna sig fyrir leik. „Ekki viss um að ég geri mikið gagn“ „Ég er að bíða eftir skilaboðum frá Tryggva. Hann er búinn að vera rúmlega fárveikur og hefur ekkert getað æft með okkur. Þetta er svona spurning hvort Tryggvi eða ég verði í hóp. Þú mátt giska á hvort ég vil,“ sagði Snorri. „Ef Tryggvi er ekki með í kvöld þá er ég í hóp. Staðfest. Nú er bara allt undir og ef illa fer þá er ekkert á morgun. Menn vilja bara fórna sér eins langt og það nær,“ sagði Snorri. Svo að meira að segja þjáflarinn er til í að fórna sér? „Það er af illri nauðsyn, ég er nú ekki viss um að ég geri mikið gagn. Við verðum allavega að fylla skýrsluna.“ En í hvernig ástandi er Snorri og hvenær spilaði hann síðast? „Ætli ég hafi ekki dottið út fyrir Bjögga og Haukum síðast, einmitt í átta liða úrslitum. Það eru einhver fjögur, fimm ár síðan. Ég hef ekki æft neitt síðan og hef ekki saknað þess neitt, svona ef ég á að vera alveg hreinskilinn. Þetta er klárlega ekkert eitthvað sem við viljum, bara langt í frá. En ég er nú í fínu formi. Ég er duglegur að æfa en ég hef ekkert æft handbolta.“ Valsmenn í sumarfrí ef þeir tapa Valsmenn eru með bakið uppi við vegg eftir 24-22 tap gegn Haukum á heimavelli á sunnudaginn. Eftir dapurt gengi að undanförnu small vörn liðsins saman í þeim leik og Björgvin Páll Gústavsson átti mjög góðan leik í markinu en það dugði ekki til gegn Haukum, sem geta orðið fyrsta liðið sem endar í 8. sæti en nær að slá út deildarmeistara. Magnús Óli Magnússon, besti sóknarmaður Vals, fór af velli meiddur í ökkla í leiknum á sunnudag og bættist á langan lista Valsara yfir meidda lykilmenn. Nýjasti landsliðsmaðurinn, Stiven Tobar Valencia, gat ekki tekið þátt í leiknum vegna meiðsla, né heldur Tryggvi Garðar, og þeir Benedikt Gunnar Óskarsson og Róbert Aron Hostert spila varla aftur fyrr en í haust vegna meiðsla. Snorri bindur þó vonir við að Stiven yrði með í leiknum í kvöld. Leikur Hauka og Vals hefst klukkan 19:30 í kvöld og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 5. Vinni Haukar komast þeir áfram í undanúrslit en vinni Valur mætast liðin í oddaleik á Hlíðarenda á laugardaginn.
Olís-deild karla Valur Haukar Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Sjá meira