„Þetta er rosalega KR-legt“ Jón Már Ferro skrifar 17. apríl 2023 13:00 Kristinn Jónsson, vinstri bakvörður KR. vísir/bára KR-ingar byggja sóknarleik sinn mikið á spili upp kantana. Það skilaði sér í báðum mörkum þeirra í 0-2 sigri KR gegn Keflavík á laugardag á gervigrasinu fyrir utan Nettó-höllina í Bestu deildinni. Mikið var um meiðsli KR-inga í fyrra, nokkrir lykilmenn duttu út og það reyndist þeim dýrt. Leikmenn eins og Kristján Flóki og Kristinn Jónsson tóku lítinn þátt og forföll í vörninni reyndust þeim erfið. Nú er ekki jafn mikið um meiðsli og KR hefur byrjað mótið vel. Í fyrsta leik náðu Vesturbæingar jafntefli á Akureyri við KA og á laugardag vann liðið Keflavík sannfærandi 0-2. Kristján Flóki fótbrotnaði fyrir síðasta tímabil og tók lítinn þátt. Nú er hann að komast í sitt besta stand.Vísir/Bára Dröfn „Lykilmenn í þeirra leik eins og Kristinn Jóns, Theodór Elmar, við erum að sjá Kristján Flóka, reyndar koma inn á, hann er að skila mörkum og við erum að sjá þessa samvinnu Kidda og Theodórs Elmars. Þetta er rosalega KR-legt og höfum séð lengi, góða samvinnu bakvarðar og kantara,“sagði Baldur Sigurðsson, sérfræðingur Stúkunnar í gærkvöldi. Baldur benti á frábært kantspil KR-inga á báðum köntunum. Theodór Elmar hefur byrjaði mótið á vinstri kantinum og er klókur í að draga sig inn á völlinn og hleypa Kristni Jónssyni, hinum mjög svo sókndjarfa vinstri bakverði upp kantinn. Kennie Chopart hefur verið frábær í hægri bakverðinum undanfarin ár.VÍSIR/BÁRA Kennie Chopart er í hægri bakverði en hann er að upplagi kantmaður. Á hægri kantinum er besti leikmaður KR í fyrra, Atli Sigurjónsson. „KR getur gert þetta báðu megin, Atli og Kennie ná mjög vel saman og Theodór Elmar og Kiddi eru að ná vel saman. Þetta er mjög góð klippa sem sýnir á rólegan hátt hvernig færslurnar þeirra eru. Ægir fer inn í svæðið, þeir þurfa að passa hann, Theodór fer inn og Kiddi er þá kominn upp,“ sagði Baldur. Klippa: Stúkan: Kantspil KR-inga Færslan skapar yfirtölu á kantinum sem gerir andstæðingnum erfitt fyrir ef varnarfærslan er ekki góð. „Það er ofboðslega erfitt fyrir lið að verjast þessu þegar þú ert með klókann spilara eins og Theodór Elmar sem er eiginlega alltaf sá sem að gefur lykilsendinguna af því hlaupin koma alltaf í kringum hann. Kiddi kemur upp kantinn, framherjinn tekur hlaup inn fyrir eða Ægir,“ sagði Baldur. Theodór Elmar Bjarnason er frábær í stöðu vinstri kantmanns.Vísir/Hulda Margrét Í fyrra markinu skoraði Kristinn Jónsson með fallegu skoti vinstra megin utarlega í teignum. „Svo sáum við hérna að þetta er ekki jafn eðlilegt spil. Kannski meiri heppni að Kiddi fékk hann þarna og hann chippaði honum þarna í fjær. Það má segja að KR hafi unnið sig upp í þessa stöðu sem endaði svo með marki Kidda. Þeir voru búnir að gera þetta allan leikinn mjög vel,“ sagði Baldur. Keflavík reyndi að bregðast við spili KR-inga eftir því sem á leið. „Þeir reyndar brugðust aðeins við þessu. Þeir voru að koma með Dag Inga neðar, Frans og Sindra. Voru að reyna hjálpa þeim en KR-ingarnir gera þetta vel,“ sagði Baldur. KR Keflavík ÍF Besta deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - KR 0-2 | KR sótti þrjú stig suður með sjó Keflavík tók á móti KR í fyrsta leik 2. umferð Bestu deildar karla og sigruðu gestirnir úr Vesturbænum 2-0. 15. apríl 2023 17:35 Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Potter undir mikilli pressu Enski boltinn Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Fótbolti Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti Dagskráin í dag: Formúla, fótbolti og golf Sport „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Sjá meira
Mikið var um meiðsli KR-inga í fyrra, nokkrir lykilmenn duttu út og það reyndist þeim dýrt. Leikmenn eins og Kristján Flóki og Kristinn Jónsson tóku lítinn þátt og forföll í vörninni reyndust þeim erfið. Nú er ekki jafn mikið um meiðsli og KR hefur byrjað mótið vel. Í fyrsta leik náðu Vesturbæingar jafntefli á Akureyri við KA og á laugardag vann liðið Keflavík sannfærandi 0-2. Kristján Flóki fótbrotnaði fyrir síðasta tímabil og tók lítinn þátt. Nú er hann að komast í sitt besta stand.Vísir/Bára Dröfn „Lykilmenn í þeirra leik eins og Kristinn Jóns, Theodór Elmar, við erum að sjá Kristján Flóka, reyndar koma inn á, hann er að skila mörkum og við erum að sjá þessa samvinnu Kidda og Theodórs Elmars. Þetta er rosalega KR-legt og höfum séð lengi, góða samvinnu bakvarðar og kantara,“sagði Baldur Sigurðsson, sérfræðingur Stúkunnar í gærkvöldi. Baldur benti á frábært kantspil KR-inga á báðum köntunum. Theodór Elmar hefur byrjaði mótið á vinstri kantinum og er klókur í að draga sig inn á völlinn og hleypa Kristni Jónssyni, hinum mjög svo sókndjarfa vinstri bakverði upp kantinn. Kennie Chopart hefur verið frábær í hægri bakverðinum undanfarin ár.VÍSIR/BÁRA Kennie Chopart er í hægri bakverði en hann er að upplagi kantmaður. Á hægri kantinum er besti leikmaður KR í fyrra, Atli Sigurjónsson. „KR getur gert þetta báðu megin, Atli og Kennie ná mjög vel saman og Theodór Elmar og Kiddi eru að ná vel saman. Þetta er mjög góð klippa sem sýnir á rólegan hátt hvernig færslurnar þeirra eru. Ægir fer inn í svæðið, þeir þurfa að passa hann, Theodór fer inn og Kiddi er þá kominn upp,“ sagði Baldur. Klippa: Stúkan: Kantspil KR-inga Færslan skapar yfirtölu á kantinum sem gerir andstæðingnum erfitt fyrir ef varnarfærslan er ekki góð. „Það er ofboðslega erfitt fyrir lið að verjast þessu þegar þú ert með klókann spilara eins og Theodór Elmar sem er eiginlega alltaf sá sem að gefur lykilsendinguna af því hlaupin koma alltaf í kringum hann. Kiddi kemur upp kantinn, framherjinn tekur hlaup inn fyrir eða Ægir,“ sagði Baldur. Theodór Elmar Bjarnason er frábær í stöðu vinstri kantmanns.Vísir/Hulda Margrét Í fyrra markinu skoraði Kristinn Jónsson með fallegu skoti vinstra megin utarlega í teignum. „Svo sáum við hérna að þetta er ekki jafn eðlilegt spil. Kannski meiri heppni að Kiddi fékk hann þarna og hann chippaði honum þarna í fjær. Það má segja að KR hafi unnið sig upp í þessa stöðu sem endaði svo með marki Kidda. Þeir voru búnir að gera þetta allan leikinn mjög vel,“ sagði Baldur. Keflavík reyndi að bregðast við spili KR-inga eftir því sem á leið. „Þeir reyndar brugðust aðeins við þessu. Þeir voru að koma með Dag Inga neðar, Frans og Sindra. Voru að reyna hjálpa þeim en KR-ingarnir gera þetta vel,“ sagði Baldur.
KR Keflavík ÍF Besta deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - KR 0-2 | KR sótti þrjú stig suður með sjó Keflavík tók á móti KR í fyrsta leik 2. umferð Bestu deildar karla og sigruðu gestirnir úr Vesturbænum 2-0. 15. apríl 2023 17:35 Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Potter undir mikilli pressu Enski boltinn Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Fótbolti Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti Dagskráin í dag: Formúla, fótbolti og golf Sport „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - KR 0-2 | KR sótti þrjú stig suður með sjó Keflavík tók á móti KR í fyrsta leik 2. umferð Bestu deildar karla og sigruðu gestirnir úr Vesturbænum 2-0. 15. apríl 2023 17:35