„Þetta er rosalega KR-legt“ Jón Már Ferro skrifar 17. apríl 2023 13:00 Kristinn Jónsson, vinstri bakvörður KR. vísir/bára KR-ingar byggja sóknarleik sinn mikið á spili upp kantana. Það skilaði sér í báðum mörkum þeirra í 0-2 sigri KR gegn Keflavík á laugardag á gervigrasinu fyrir utan Nettó-höllina í Bestu deildinni. Mikið var um meiðsli KR-inga í fyrra, nokkrir lykilmenn duttu út og það reyndist þeim dýrt. Leikmenn eins og Kristján Flóki og Kristinn Jónsson tóku lítinn þátt og forföll í vörninni reyndust þeim erfið. Nú er ekki jafn mikið um meiðsli og KR hefur byrjað mótið vel. Í fyrsta leik náðu Vesturbæingar jafntefli á Akureyri við KA og á laugardag vann liðið Keflavík sannfærandi 0-2. Kristján Flóki fótbrotnaði fyrir síðasta tímabil og tók lítinn þátt. Nú er hann að komast í sitt besta stand.Vísir/Bára Dröfn „Lykilmenn í þeirra leik eins og Kristinn Jóns, Theodór Elmar, við erum að sjá Kristján Flóka, reyndar koma inn á, hann er að skila mörkum og við erum að sjá þessa samvinnu Kidda og Theodórs Elmars. Þetta er rosalega KR-legt og höfum séð lengi, góða samvinnu bakvarðar og kantara,“sagði Baldur Sigurðsson, sérfræðingur Stúkunnar í gærkvöldi. Baldur benti á frábært kantspil KR-inga á báðum köntunum. Theodór Elmar hefur byrjaði mótið á vinstri kantinum og er klókur í að draga sig inn á völlinn og hleypa Kristni Jónssyni, hinum mjög svo sókndjarfa vinstri bakverði upp kantinn. Kennie Chopart hefur verið frábær í hægri bakverðinum undanfarin ár.VÍSIR/BÁRA Kennie Chopart er í hægri bakverði en hann er að upplagi kantmaður. Á hægri kantinum er besti leikmaður KR í fyrra, Atli Sigurjónsson. „KR getur gert þetta báðu megin, Atli og Kennie ná mjög vel saman og Theodór Elmar og Kiddi eru að ná vel saman. Þetta er mjög góð klippa sem sýnir á rólegan hátt hvernig færslurnar þeirra eru. Ægir fer inn í svæðið, þeir þurfa að passa hann, Theodór fer inn og Kiddi er þá kominn upp,“ sagði Baldur. Klippa: Stúkan: Kantspil KR-inga Færslan skapar yfirtölu á kantinum sem gerir andstæðingnum erfitt fyrir ef varnarfærslan er ekki góð. „Það er ofboðslega erfitt fyrir lið að verjast þessu þegar þú ert með klókann spilara eins og Theodór Elmar sem er eiginlega alltaf sá sem að gefur lykilsendinguna af því hlaupin koma alltaf í kringum hann. Kiddi kemur upp kantinn, framherjinn tekur hlaup inn fyrir eða Ægir,“ sagði Baldur. Theodór Elmar Bjarnason er frábær í stöðu vinstri kantmanns.Vísir/Hulda Margrét Í fyrra markinu skoraði Kristinn Jónsson með fallegu skoti vinstra megin utarlega í teignum. „Svo sáum við hérna að þetta er ekki jafn eðlilegt spil. Kannski meiri heppni að Kiddi fékk hann þarna og hann chippaði honum þarna í fjær. Það má segja að KR hafi unnið sig upp í þessa stöðu sem endaði svo með marki Kidda. Þeir voru búnir að gera þetta allan leikinn mjög vel,“ sagði Baldur. Keflavík reyndi að bregðast við spili KR-inga eftir því sem á leið. „Þeir reyndar brugðust aðeins við þessu. Þeir voru að koma með Dag Inga neðar, Frans og Sindra. Voru að reyna hjálpa þeim en KR-ingarnir gera þetta vel,“ sagði Baldur. KR Keflavík ÍF Besta deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - KR 0-2 | KR sótti þrjú stig suður með sjó Keflavík tók á móti KR í fyrsta leik 2. umferð Bestu deildar karla og sigruðu gestirnir úr Vesturbænum 2-0. 15. apríl 2023 17:35 Mest lesið Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG Sport „Svekkjandi að missa af næsta leik“ Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti „Virkilega galið tap“ Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum Fótbolti Fleiri fréttir Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Sjá meira
Mikið var um meiðsli KR-inga í fyrra, nokkrir lykilmenn duttu út og það reyndist þeim dýrt. Leikmenn eins og Kristján Flóki og Kristinn Jónsson tóku lítinn þátt og forföll í vörninni reyndust þeim erfið. Nú er ekki jafn mikið um meiðsli og KR hefur byrjað mótið vel. Í fyrsta leik náðu Vesturbæingar jafntefli á Akureyri við KA og á laugardag vann liðið Keflavík sannfærandi 0-2. Kristján Flóki fótbrotnaði fyrir síðasta tímabil og tók lítinn þátt. Nú er hann að komast í sitt besta stand.Vísir/Bára Dröfn „Lykilmenn í þeirra leik eins og Kristinn Jóns, Theodór Elmar, við erum að sjá Kristján Flóka, reyndar koma inn á, hann er að skila mörkum og við erum að sjá þessa samvinnu Kidda og Theodórs Elmars. Þetta er rosalega KR-legt og höfum séð lengi, góða samvinnu bakvarðar og kantara,“sagði Baldur Sigurðsson, sérfræðingur Stúkunnar í gærkvöldi. Baldur benti á frábært kantspil KR-inga á báðum köntunum. Theodór Elmar hefur byrjaði mótið á vinstri kantinum og er klókur í að draga sig inn á völlinn og hleypa Kristni Jónssyni, hinum mjög svo sókndjarfa vinstri bakverði upp kantinn. Kennie Chopart hefur verið frábær í hægri bakverðinum undanfarin ár.VÍSIR/BÁRA Kennie Chopart er í hægri bakverði en hann er að upplagi kantmaður. Á hægri kantinum er besti leikmaður KR í fyrra, Atli Sigurjónsson. „KR getur gert þetta báðu megin, Atli og Kennie ná mjög vel saman og Theodór Elmar og Kiddi eru að ná vel saman. Þetta er mjög góð klippa sem sýnir á rólegan hátt hvernig færslurnar þeirra eru. Ægir fer inn í svæðið, þeir þurfa að passa hann, Theodór fer inn og Kiddi er þá kominn upp,“ sagði Baldur. Klippa: Stúkan: Kantspil KR-inga Færslan skapar yfirtölu á kantinum sem gerir andstæðingnum erfitt fyrir ef varnarfærslan er ekki góð. „Það er ofboðslega erfitt fyrir lið að verjast þessu þegar þú ert með klókann spilara eins og Theodór Elmar sem er eiginlega alltaf sá sem að gefur lykilsendinguna af því hlaupin koma alltaf í kringum hann. Kiddi kemur upp kantinn, framherjinn tekur hlaup inn fyrir eða Ægir,“ sagði Baldur. Theodór Elmar Bjarnason er frábær í stöðu vinstri kantmanns.Vísir/Hulda Margrét Í fyrra markinu skoraði Kristinn Jónsson með fallegu skoti vinstra megin utarlega í teignum. „Svo sáum við hérna að þetta er ekki jafn eðlilegt spil. Kannski meiri heppni að Kiddi fékk hann þarna og hann chippaði honum þarna í fjær. Það má segja að KR hafi unnið sig upp í þessa stöðu sem endaði svo með marki Kidda. Þeir voru búnir að gera þetta allan leikinn mjög vel,“ sagði Baldur. Keflavík reyndi að bregðast við spili KR-inga eftir því sem á leið. „Þeir reyndar brugðust aðeins við þessu. Þeir voru að koma með Dag Inga neðar, Frans og Sindra. Voru að reyna hjálpa þeim en KR-ingarnir gera þetta vel,“ sagði Baldur.
KR Keflavík ÍF Besta deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - KR 0-2 | KR sótti þrjú stig suður með sjó Keflavík tók á móti KR í fyrsta leik 2. umferð Bestu deildar karla og sigruðu gestirnir úr Vesturbænum 2-0. 15. apríl 2023 17:35 Mest lesið Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG Sport „Svekkjandi að missa af næsta leik“ Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti „Virkilega galið tap“ Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum Fótbolti Fleiri fréttir Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - KR 0-2 | KR sótti þrjú stig suður með sjó Keflavík tók á móti KR í fyrsta leik 2. umferð Bestu deildar karla og sigruðu gestirnir úr Vesturbænum 2-0. 15. apríl 2023 17:35