Sport

Einar og Kristín Embla báru sigur úr býtum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Einar og Kristín Embla með verðlaunagripi sína.
Einar og Kristín Embla með verðlaunagripi sína. Glímusamband Íslands

112. Íslandsglíman fór fram íþróttahúsi Glerárskóla á Akureyri í dag. Þrjár konur og sex karlar voru þar skráð til keppni.

Glíma þurfti til úrslita í keppninni um Grettisbeltið, elsta verðlaunagrips Íslands. Einar Eyþórsson og Hákon Gunnarsson voru jafnir að stigum og þurftu þeir að glíma til þrautar en glíman stóð yfir í hartnær 5 mínútur.

Systurnar Kristín Embla og Elín Eik Guðjónsdætur mættust en Elín var að keppa í fyrsta sinn á Íslandsglímunni. Kristín Embla sigraði í keppninni um Freyjumenið en er því Glímudrottning Íslands í þriðja sinn.

Úrslit úr Freyjuglímunni

1. Kristín Embla Guðjónsdóttir, umf. Val Reyðarfirði. Glímudrottning Íslands 2023 [sigrar í þriðja sinn]

2. Guðbjört Lóa Þorgrímsdóttir, GFD

3. Elín Eik Guðjónsdóttir, umf. Val Reyðarfirði (yngri systir Kristínar, keppti í fyrsta sinn)

Úrslit í keppni um Grettisbeltið

1. Einar Eyþórsson, Mývetningi, Glímukóngur Íslands 2023 [sigraði í fyrsta sinn, keppti í 11 sinn]

2. Hákon Gunnarsson, umf. Val Reyðarfirði

3. Þórður Páll Ólafsson, umf. Val Reyðarfirði




Fleiri fréttir

Sjá meira


×