Verður Messi kynntur til leiks hjá Barcelona innan skamms? Smári Jökull Jónsson skrifar 15. apríl 2023 07:01 Lionel Messi gæti verið á leið til Barcelona á nýjan leik. Vísir/Getty Virtur spænskur íþróttablaðamaður segir að markaðsdeild knattspyrnuliðsins Barcelona sé þegar byrjuð að vinna í tilkynningu um komu Lionel Messi til liðsins en samningur hans við PSG rennur út í sumar. Samningur Lionel Messi hjá franska liðinu PSG rennur út eftir þetta tímabil og síðustu vikur hafa þær sögusagnir orðið æ háværari að Messi ætli sér að ganga til liðs við Barcelona á nýjan leik. Nú hefur spænski íþróttablaðamaðurinn Gerard Romero sagt að hæstráðendur spænsku deildarinnar La Liga telji að Barcelona sé nú þegar búið að semja við Messi og markaðsdeild félagsins byrjuð að undirbúa kynninguna þegar hann verður kynntur sem leikmaður liðsins. OJOOO!! Novedades caso LEO MESSI https://t.co/ZfcKzZmFXi— Gerard Romero (@gerardromero) April 14, 2023 Í máli Romero kemur fram að Barcelona hafi í lok mars lagt fram tillögu til forráðamanna La Liga hvað varðar fjárhagslegu hlið félagaskiptanna en spænski risaklúbburinn hefur verið í fjárhagsvandræðum síðustu misserin. Romero segir að La Liga hafi hafnað hluta tillögu Barcelona en segir jafnframt að félagið sé að vinna að nýrri og endurbættri tillögu. Þegar Messi yfirgaf Barcelona í ágúst 2021 kenndi félagið forráðamönnum La Liga um og bar fyrir sig fjárhags- og skipulagslegum hindrunum deildarinnar. Miðilinn The Athletic skrifaði fyrr í vikunni að það sé mjög raunhæfur möguleiki að Messi gangi til liðs við Barcelona á ný og segir að liðið undirbúi tilboð en að fjárhagsstaða félagsins geri verkefnið mjög krefjandi. Þá kemur einnig fram að knattspyrnustjórinn Xavi sé með það á hreinu nú þegar hvernig Messi muni bæta lið Barcelona sem stefnir hraðbyri að spænska meistaratitlinum þetta tímabilið. Fabrizio Romano : PSG s proposal is still there, but it isn t a priority for Messi at the moment. The month of May will be crucial to see how Barça will proceed with Financial Fair Play. Xavi is regularly calling Messi and he has no intention to stop. pic.twitter.com/UskB6PZMKV— FCB Albiceleste (@FCBAlbiceleste) April 14, 2023 The Athletic skrifar einnig að Barcelona þurfi að minnka launakostnaðinn um 200-250 milljónir evra á ársgrundvelli sem eru rúmlega 40 milljarðar íslenskra króna. Ýmsir fjölmiðar greindu frá því á dögunum að Messi væri með risatilboð frá Sádi Arabíska félaginu Al-Hilal og taki hann því mun hann spila í sömu deild og Cristiano Ronaldo leikmaður Al-Nassr. Spænski boltinn Franski boltinn Tengdar fréttir Hafa boðið Messi tæpa sextíu milljarða í árslaun Ef marka má félagsskiptasérfræðingin Fabrizio Romano er argentínski knattspyrnumaðurinn Lionel Messi með samningstilboð á borðinu sem myndi gera hann að langlaunahæsta leikmanni heims. 5. apríl 2023 07:01 Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ Körfubolti Fleiri fréttir Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Sjá meira
Samningur Lionel Messi hjá franska liðinu PSG rennur út eftir þetta tímabil og síðustu vikur hafa þær sögusagnir orðið æ háværari að Messi ætli sér að ganga til liðs við Barcelona á nýjan leik. Nú hefur spænski íþróttablaðamaðurinn Gerard Romero sagt að hæstráðendur spænsku deildarinnar La Liga telji að Barcelona sé nú þegar búið að semja við Messi og markaðsdeild félagsins byrjuð að undirbúa kynninguna þegar hann verður kynntur sem leikmaður liðsins. OJOOO!! Novedades caso LEO MESSI https://t.co/ZfcKzZmFXi— Gerard Romero (@gerardromero) April 14, 2023 Í máli Romero kemur fram að Barcelona hafi í lok mars lagt fram tillögu til forráðamanna La Liga hvað varðar fjárhagslegu hlið félagaskiptanna en spænski risaklúbburinn hefur verið í fjárhagsvandræðum síðustu misserin. Romero segir að La Liga hafi hafnað hluta tillögu Barcelona en segir jafnframt að félagið sé að vinna að nýrri og endurbættri tillögu. Þegar Messi yfirgaf Barcelona í ágúst 2021 kenndi félagið forráðamönnum La Liga um og bar fyrir sig fjárhags- og skipulagslegum hindrunum deildarinnar. Miðilinn The Athletic skrifaði fyrr í vikunni að það sé mjög raunhæfur möguleiki að Messi gangi til liðs við Barcelona á ný og segir að liðið undirbúi tilboð en að fjárhagsstaða félagsins geri verkefnið mjög krefjandi. Þá kemur einnig fram að knattspyrnustjórinn Xavi sé með það á hreinu nú þegar hvernig Messi muni bæta lið Barcelona sem stefnir hraðbyri að spænska meistaratitlinum þetta tímabilið. Fabrizio Romano : PSG s proposal is still there, but it isn t a priority for Messi at the moment. The month of May will be crucial to see how Barça will proceed with Financial Fair Play. Xavi is regularly calling Messi and he has no intention to stop. pic.twitter.com/UskB6PZMKV— FCB Albiceleste (@FCBAlbiceleste) April 14, 2023 The Athletic skrifar einnig að Barcelona þurfi að minnka launakostnaðinn um 200-250 milljónir evra á ársgrundvelli sem eru rúmlega 40 milljarðar íslenskra króna. Ýmsir fjölmiðar greindu frá því á dögunum að Messi væri með risatilboð frá Sádi Arabíska félaginu Al-Hilal og taki hann því mun hann spila í sömu deild og Cristiano Ronaldo leikmaður Al-Nassr.
Spænski boltinn Franski boltinn Tengdar fréttir Hafa boðið Messi tæpa sextíu milljarða í árslaun Ef marka má félagsskiptasérfræðingin Fabrizio Romano er argentínski knattspyrnumaðurinn Lionel Messi með samningstilboð á borðinu sem myndi gera hann að langlaunahæsta leikmanni heims. 5. apríl 2023 07:01 Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ Körfubolti Fleiri fréttir Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Sjá meira
Hafa boðið Messi tæpa sextíu milljarða í árslaun Ef marka má félagsskiptasérfræðingin Fabrizio Romano er argentínski knattspyrnumaðurinn Lionel Messi með samningstilboð á borðinu sem myndi gera hann að langlaunahæsta leikmanni heims. 5. apríl 2023 07:01