Elvar hetjan í ótrúlegri endurkomu Ribe-Esbjerg gegn Álaborg Smári Jökull Jónsson skrifar 14. apríl 2023 18:53 Elvar jafnaði metin á lokasekúndu leiksins. Vísir/Vilhelm Aron Pálmarsson og samherjar hans í Álaborg naga sig eflaust í handarbökin eftir ótrúlegt hrun liðsins gegn Ribe-Esbjerg þegar liðin mættust í úrslitakeppni dönsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik í kvöld. Úrslitakeppni danska boltans fer þannig fram að efstu átta liðin keppa í tveimur fjögurra liða riðlum en tvö efstu lið riðlanna komast áfram í undanúrslit. Tvö efstu lið deildakeppninnar taka með sér tvö stig í sitt hvorn riðil úrslitakeppninnar og liðin í þriðja og fjórða sæti taka með sér eitt stig hvort. Álaborg mætti í dag liði Ribe-Esbjerg en Álaborg varð deildarmeistari en Ribe-Esbjerg endaði deildakeppnina í 8. sæti. Aron Pálmarsson leikur með liði Álaborgar en í liði Ribe-Esbjerg eru þrír Íslendingar, markvörðurinn Ágúst Elí Björgvinsson auk þeirra Elvars Ágeirssonar og Arnars Birkis Hálfdánarsonar. Aron Pálmarsson skoraði fimm mörk fyrir Álaborg í kvöld.Vísir/Vilhelm Álaborg var með frumkvæðið lengst af í leiknum í dag og leiddi 10-6 um miðjan fyrri hálfleik. Staðan að honum loknum var 18-15 fyrir gestina sem hefur á að skipa afar sterku liði.Síðari hálfleikur þróaðist á svipaðan hátt. Álaborg komst fimm mörkum yfir í upphafi og leiddi 33-27 þegar fimm mínútur voru eftir. Þá hófst hins vegar ótrúleg endurkoma Ribe-Esbjerg. Liðið skoraði síðustu sex mörk leiksins og það var Elvar Ásgeirsson sem jafnaði metin í 33-33 á lokasekúndunni. Ótrúlegur endir á leiknum en Álaborg leiddi 33-31 þegar átján sekúndur voru eftir. Ribe-Esbjerg HH 33-33 Aalborg Insane comeback by Ribe-Esbjerg HH! Aalborg was up 33-27 with the ball with 3 minutes and 30 seconds left!! With 33-30 with less than a minute left and with 33-31 with 18 seconds left. REHH with the equalizer in the last second! : TV2 Play pic.twitter.com/JoLI7CsFiC— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) April 14, 2023 Elvar átti góðan leik í liði Ribe-Esbjerg og skoraði fimm mörk úr sex skotum auk þess að gefa fimm stoðsendingar. Ágúst Elí Björgvinsson varði átta skot í markinu en Arnar Birkir komst ekki á blað. Aron Pálmarsson skoraði fimm mörk úr átta skotum fyrir Álaborg auk þess að gefa sex stoðsendingar. Álaborg er með þrjú stig í efsta sæti riðilsins en Ribe-Esbjerg með eitt stig líkt og KIF Kolding sem tapaði fyrir Skjern í gær. Þá mættust lið Nordsjælland og Holstebro í keppni neðstu liða deildarinnar þar sem barist er um sæti sitt í dönsku úrvalsdeildinni. Halldór Jóhann Sigfússon er þjálfari liðs Holstebro en hann tók við sem aðalþjálfari nú í febrúar. Leiknum í dag lauk með 29-29 jafntefli og er Holstebro í öðru sæti umspilsins en fimm lið taka þátt. Holstebro er með þrjú stig eftir að hafa tekið tvö stig með sér úr deildakeppninni þar sem liðið endaði í 10. sæti deildakeppninnar en fimm af sex neðstu liðum deildarinnar taka þátt í umspilinu. Danski handboltinn Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Leik lokið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Körfubolti Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Fleiri fréttir Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Sjá meira
Úrslitakeppni danska boltans fer þannig fram að efstu átta liðin keppa í tveimur fjögurra liða riðlum en tvö efstu lið riðlanna komast áfram í undanúrslit. Tvö efstu lið deildakeppninnar taka með sér tvö stig í sitt hvorn riðil úrslitakeppninnar og liðin í þriðja og fjórða sæti taka með sér eitt stig hvort. Álaborg mætti í dag liði Ribe-Esbjerg en Álaborg varð deildarmeistari en Ribe-Esbjerg endaði deildakeppnina í 8. sæti. Aron Pálmarsson leikur með liði Álaborgar en í liði Ribe-Esbjerg eru þrír Íslendingar, markvörðurinn Ágúst Elí Björgvinsson auk þeirra Elvars Ágeirssonar og Arnars Birkis Hálfdánarsonar. Aron Pálmarsson skoraði fimm mörk fyrir Álaborg í kvöld.Vísir/Vilhelm Álaborg var með frumkvæðið lengst af í leiknum í dag og leiddi 10-6 um miðjan fyrri hálfleik. Staðan að honum loknum var 18-15 fyrir gestina sem hefur á að skipa afar sterku liði.Síðari hálfleikur þróaðist á svipaðan hátt. Álaborg komst fimm mörkum yfir í upphafi og leiddi 33-27 þegar fimm mínútur voru eftir. Þá hófst hins vegar ótrúleg endurkoma Ribe-Esbjerg. Liðið skoraði síðustu sex mörk leiksins og það var Elvar Ásgeirsson sem jafnaði metin í 33-33 á lokasekúndunni. Ótrúlegur endir á leiknum en Álaborg leiddi 33-31 þegar átján sekúndur voru eftir. Ribe-Esbjerg HH 33-33 Aalborg Insane comeback by Ribe-Esbjerg HH! Aalborg was up 33-27 with the ball with 3 minutes and 30 seconds left!! With 33-30 with less than a minute left and with 33-31 with 18 seconds left. REHH with the equalizer in the last second! : TV2 Play pic.twitter.com/JoLI7CsFiC— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) April 14, 2023 Elvar átti góðan leik í liði Ribe-Esbjerg og skoraði fimm mörk úr sex skotum auk þess að gefa fimm stoðsendingar. Ágúst Elí Björgvinsson varði átta skot í markinu en Arnar Birkir komst ekki á blað. Aron Pálmarsson skoraði fimm mörk úr átta skotum fyrir Álaborg auk þess að gefa sex stoðsendingar. Álaborg er með þrjú stig í efsta sæti riðilsins en Ribe-Esbjerg með eitt stig líkt og KIF Kolding sem tapaði fyrir Skjern í gær. Þá mættust lið Nordsjælland og Holstebro í keppni neðstu liða deildarinnar þar sem barist er um sæti sitt í dönsku úrvalsdeildinni. Halldór Jóhann Sigfússon er þjálfari liðs Holstebro en hann tók við sem aðalþjálfari nú í febrúar. Leiknum í dag lauk með 29-29 jafntefli og er Holstebro í öðru sæti umspilsins en fimm lið taka þátt. Holstebro er með þrjú stig eftir að hafa tekið tvö stig með sér úr deildakeppninni þar sem liðið endaði í 10. sæti deildakeppninnar en fimm af sex neðstu liðum deildarinnar taka þátt í umspilinu.
Danski handboltinn Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Leik lokið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Körfubolti Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Fleiri fréttir Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Sjá meira