Skera niður allt fé á öðrum bæ í Miðfirði Árni Sæberg skrifar 14. apríl 2023 17:28 Allt fé á bænum Syðri-Urriðaá verður skorið niður. Vísir/Vilhelm Við rannsókn á sýnum úr kindum sem keyptar voru af bænum Bergstöðum í Miðfirði, þar sem riða greindist á dögunum, greindist ein kind á bænum Syðri-Urriðaá með riðu. Allt fé á bænum verður skorið niður. Búið er að skera niður allt fé, sem telur tæplega sjö hundruð dýr, af bænum Bergstöðum eftir að riða greindist þar í byrjun mánaðar. Um var að ræða fyrsta riðutilfellið í sóttvarnarsvæðinu Miðfjarðarhólfi. Fé af bænum var vinsælt til undaneldis og þar var selt á þónokkra bæi í hólfinu. Samtímis niðurskurðinum voru kindur af nokkrum öðrum bæjum sem keyptar höfðu verið frá Bergsstöðum aflífaðar og sýni tekin úr þeim. Í tilkynningu vef Matvælastofnunar (MAST) segir að við rannsókn á sýnum hafi ein kind greinst jákvæð með riðu. Hún var frá bænum Syðri-Urriðaá sem er nágrannabær Bergsstaða. Endanleg staðfesting á greiningunni barst frá Tilraunastöð HÍ að Keldum nú síðdegis. Í tilkynningu segir að MAST hafi lagt til við Matvælaráðuneytið að fyrirskipaður verði niðurskurður á öllum kindum á bænum, sem eru um 720. „Mikilvægt er að hraða aðgerðum þar sem komið er fast að sauðburði. Því miður er bilun í sorpeyðingarstöðinni Kölku á Suðurnesjum þar sem hræ af riðubæjum eru venjulega brennd. Umhverfisstofnun vinnur nú að því að finna aðra ásættanlega leið til að farga hræjunum. Takist ekki að skera niður á allra næstu dögum verður að fresta aðgerðum fram á sumar. Það kallar á ýmsar kostnaðarsamar og flóknar ráðstafanir til að hindra útbreiðslu smitsins,“ segir í tilkynningunni. Þá segir að Húnaþing vestra hafi boðað upplýsingafund fyrir íbúa á svæðinu þriðjudaginn 18. apríl kl. 20 á Laugarbakka. Fulltrúar Matvælastofnunar verði með erindi á fundinum og sitji fyrir svörum. Húnaþing vestra Dýr Dýraheilbrigði Riða í Miðfirði Tengdar fréttir Líkleg riða á öðru stóru býli Fyrstu niðurstöður gefa til kynna að riða hafi greinst á öðru býli í Miðfjarðarhólfi. Smitið hefur ekki verið staðfest endanlega en yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun segir unnið út frá því að um riðu sé að ræða. 14. apríl 2023 11:06 Uggandi vegna mögulegrar dreifingar riðunnar Búið er að aflífa um sjö hundruð kindur á bænum Bergsstöðum í Vestur-Húnaþingi vegna riðu sem kom þar upp. Tuttugu kindur úr hjörðinni höfðu verið fluttar á nokkra bæi í nágrenninu og yfirdýralæknir segir í forgangi að greina sýni úr þeim. Reynist þær sýktar þarf að aflífa fé á þeim bæjum. 11. apríl 2023 12:03 Alltaf skelfilegt en verst á þessum árstíma Ari Guðmundsson, bóndi á Bergsstöðum í Húnaþingi vestra, segir það vera svakalegt högg að þurfa að lóga öllum 690 kindum á bænum sínum. Riða greindist í sauðfé á bænum og fór Matvælastofnun fram á að kindunum yrði lógað. 4. apríl 2023 11:10 „Allt farið eftir 25 ára þrotlaust starf“ Bóndi á Bergsstöðum er miður sín vegna riðu sem greindist í sauðfé á bænum. Öllum 690 kindum bæjarins verður lógað. 3. apríl 2023 14:35 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
Búið er að skera niður allt fé, sem telur tæplega sjö hundruð dýr, af bænum Bergstöðum eftir að riða greindist þar í byrjun mánaðar. Um var að ræða fyrsta riðutilfellið í sóttvarnarsvæðinu Miðfjarðarhólfi. Fé af bænum var vinsælt til undaneldis og þar var selt á þónokkra bæi í hólfinu. Samtímis niðurskurðinum voru kindur af nokkrum öðrum bæjum sem keyptar höfðu verið frá Bergsstöðum aflífaðar og sýni tekin úr þeim. Í tilkynningu vef Matvælastofnunar (MAST) segir að við rannsókn á sýnum hafi ein kind greinst jákvæð með riðu. Hún var frá bænum Syðri-Urriðaá sem er nágrannabær Bergsstaða. Endanleg staðfesting á greiningunni barst frá Tilraunastöð HÍ að Keldum nú síðdegis. Í tilkynningu segir að MAST hafi lagt til við Matvælaráðuneytið að fyrirskipaður verði niðurskurður á öllum kindum á bænum, sem eru um 720. „Mikilvægt er að hraða aðgerðum þar sem komið er fast að sauðburði. Því miður er bilun í sorpeyðingarstöðinni Kölku á Suðurnesjum þar sem hræ af riðubæjum eru venjulega brennd. Umhverfisstofnun vinnur nú að því að finna aðra ásættanlega leið til að farga hræjunum. Takist ekki að skera niður á allra næstu dögum verður að fresta aðgerðum fram á sumar. Það kallar á ýmsar kostnaðarsamar og flóknar ráðstafanir til að hindra útbreiðslu smitsins,“ segir í tilkynningunni. Þá segir að Húnaþing vestra hafi boðað upplýsingafund fyrir íbúa á svæðinu þriðjudaginn 18. apríl kl. 20 á Laugarbakka. Fulltrúar Matvælastofnunar verði með erindi á fundinum og sitji fyrir svörum.
Húnaþing vestra Dýr Dýraheilbrigði Riða í Miðfirði Tengdar fréttir Líkleg riða á öðru stóru býli Fyrstu niðurstöður gefa til kynna að riða hafi greinst á öðru býli í Miðfjarðarhólfi. Smitið hefur ekki verið staðfest endanlega en yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun segir unnið út frá því að um riðu sé að ræða. 14. apríl 2023 11:06 Uggandi vegna mögulegrar dreifingar riðunnar Búið er að aflífa um sjö hundruð kindur á bænum Bergsstöðum í Vestur-Húnaþingi vegna riðu sem kom þar upp. Tuttugu kindur úr hjörðinni höfðu verið fluttar á nokkra bæi í nágrenninu og yfirdýralæknir segir í forgangi að greina sýni úr þeim. Reynist þær sýktar þarf að aflífa fé á þeim bæjum. 11. apríl 2023 12:03 Alltaf skelfilegt en verst á þessum árstíma Ari Guðmundsson, bóndi á Bergsstöðum í Húnaþingi vestra, segir það vera svakalegt högg að þurfa að lóga öllum 690 kindum á bænum sínum. Riða greindist í sauðfé á bænum og fór Matvælastofnun fram á að kindunum yrði lógað. 4. apríl 2023 11:10 „Allt farið eftir 25 ára þrotlaust starf“ Bóndi á Bergsstöðum er miður sín vegna riðu sem greindist í sauðfé á bænum. Öllum 690 kindum bæjarins verður lógað. 3. apríl 2023 14:35 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
Líkleg riða á öðru stóru býli Fyrstu niðurstöður gefa til kynna að riða hafi greinst á öðru býli í Miðfjarðarhólfi. Smitið hefur ekki verið staðfest endanlega en yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun segir unnið út frá því að um riðu sé að ræða. 14. apríl 2023 11:06
Uggandi vegna mögulegrar dreifingar riðunnar Búið er að aflífa um sjö hundruð kindur á bænum Bergsstöðum í Vestur-Húnaþingi vegna riðu sem kom þar upp. Tuttugu kindur úr hjörðinni höfðu verið fluttar á nokkra bæi í nágrenninu og yfirdýralæknir segir í forgangi að greina sýni úr þeim. Reynist þær sýktar þarf að aflífa fé á þeim bæjum. 11. apríl 2023 12:03
Alltaf skelfilegt en verst á þessum árstíma Ari Guðmundsson, bóndi á Bergsstöðum í Húnaþingi vestra, segir það vera svakalegt högg að þurfa að lóga öllum 690 kindum á bænum sínum. Riða greindist í sauðfé á bænum og fór Matvælastofnun fram á að kindunum yrði lógað. 4. apríl 2023 11:10
„Allt farið eftir 25 ára þrotlaust starf“ Bóndi á Bergsstöðum er miður sín vegna riðu sem greindist í sauðfé á bænum. Öllum 690 kindum bæjarins verður lógað. 3. apríl 2023 14:35