Í dag tilkynnti KSÍ að Hareide yrði næsti þjálfari karlalandsliðsins. Hann tekur við því af Arnari Þór Viðarssyni sem var sagt upp störfum í lok síðasta mánaðar.
„Pabbi tekur við stjórn Íslenska landsliðsins Spennandi tímar!“ skrifaði Bendik Hareide, sonur nýja landsliðsþjálfarans á Twitter í dag. „Óska honum og landsliðinu góðs gengis á leiðinni til EM!“
Pabbi tekur við stjórn Íslenska landsliðsins Spennandi tímar! Óska honum og landsliðinu góðs gengis á leiðinni til EM! #island #fotbolti
— Bendik Hareide (@BHareide) April 14, 2023
Fyrsta verkefni hins 69 ára Hareides verður að koma íslenska landsliðinu á EM 2024. Ísland er með þrjú stig eftir fyrstu tvo leikina í undankeppninni. Fyrstu leikir Íslands undir stjórn Hareides eru gegn Slóvakíu og Portúgal 17. og 20. júní. Báðir leikirnir fara fram á Laugardalsvelli.
Jan Åge Fjørtoft, fyrrverandi fótboltamaður og núverandi fjölmiðlamaður sem er meðal annars vel tengdur Haaland-fjölskyldunni, deildi tísti Bendiks Hareide. Hann sagðist hafa þekkt Hareide lengi og hann væri algjör víkingur frá ströndinnji.
Óskum Íslandi til hamingju með nýja landsliðsþjálfarann. Ég hef þekkt Åge Hareide síðan ég var 12 ára. Hann er algjör víkingur frá ströndinni.
— Jan Aage Fjørtoft (@JanAageFjortoft) April 14, 2023
+ https://t.co/p6xqE2xLPE
Hareide er einn reyndasti og sigursælasti þjálfari Norðurlandanna. Hann hefur unnið titla í Noregi, Svíþjóð og Danmörku og stýrt norska og danska landsliðinu.