Ekkert líkur Lagerbäck, skoðanaglaður og getur snöggreiðst Sindri Sverrisson skrifar 14. apríl 2023 11:00 Åge Hareide ku vera óhræddur við að segja sína skoðun og eiga gott með að ná til fólks. EPA/Johan Nilsson Norðmaðurinn Åge Hareide tekur við íslenska karlalandsliðinu í fótbolta með glæsta ferilskrá í farteskinu. Vísir fékk norskan blaðamann sem gjörþekkir Hareide til að kynna betur manneskjuna og þjálfarann sem á að koma Íslandi á næsta stórmót. Hareide verður væntanlega kynntur sem nýr landsliðsþjálfari Íslands í dag. Hann hefur áður stýrt bæði norska og danska landsliðinu, og unnið meistaratitla í Noregi, Svíþjóð og Danmörku. Síðast þjálfaði hann landslið þegar hann stýrði Danmörku árin 2016-2020, meðal annars á HM 2018 í Rússlandi, og tapaði liðið ekki neinum af síðustu 34 leikjum sínum undir hans stjórn. Hareide bauðst að taka við íslenska landsliðinu eftir að hann hætti með Dani en var þá búinn að semja um að taka við norska félaginu Rosenborg í annað sinn á ferlinum. En hvernig maður er Hareide? Fjölmiðlamaðurinn Knut Espen Svegaarden hjá VG hefur þekkt Hareide frá árinu 1985, þegar landsliðsferli Hareide sem leikmanns var að ljúka og þjálfaraferillinn að byrja hjá Molde. „Hann er „extróvert“. Mjög opinn maður og góður í samskiptum við fólk. Hann er mjög forvitnilegur fyrir fjölmiðla því hann hefur skoðanir á öllu og er óhræddur við að láta þær flakka. Það er nokkuð sem við fjölmiðlamenn kunnum að meta,“ sagði Svegaarden og ítrekaði að Hareide ætti gott með að ná til fólks: Vissulega 69 ára en líkt og hann sé mun yngri „Hann er vissulega 69 ára en hann talar og hagar sér eins og hann sé mörgum árum yngri. Hann er með mikla orku og á enn auðvelt með að hjálpa fólki að verða sem bestir fótboltamenn og sem bestar manneskjur. Hann hefur náð árangri í Danmörku, Svíþjóð og Noregi og virðist hafa gott lag á því að eiga við fólk.“ Það er þó ekki sjálfgefið að Hareide slái í gegn hjá íslenskum stuðningsmönnum og Svegaarden segir að Hareide sé ekkert líkur Lars Lagerbäck, sem eftir að hafa gjörbylt íslenska landsliðinu hefði sjálfsagt getað orðið forseti Íslands á sínum tíma hefði hann boðið sig fram, svo vinsæll var hann. „Ég myndi ekki segja að þeir séu sérstaklega líkir. Lars var þjálfari norska landsliðsins í fjögur ár og hann vildi spila 4-4-2 á meðan að Hareide vill spila 4-3-3, og er með mun opnari huga. En hann hefur verið svolítið umdeildur. Það kunna ekki allir við mann sem að er óhræddur við að tjá skoðanir sínar, eins og Hareide gerir. Hann er líka með skap. Hann getur orðið ansi reiður en það líður hjá á nokkrum mínútum,“ sagði Svegaarden. Meira eins og leiðtogi en þjálfari Aðspurður hvernig fótbolta Hareide væri þekktastur fyrir að láta lið sín spila sagði Svegaarden að á fyrstu árunum hefði Hareide verið ansi varnarsinnaður, sem þjálfari Molde þar sem Ole Gunnar Solskjær sá um að skora mörkin áður en hann var seldur til Manchester United. „Þetta breyttist þegar hann fór til Svíþjóðar um aldamótin og lét Helsingborg spila sókndjarfan fótbolta í 4-3-3 kerfi. Hjá danska landsliðinu var hann líka svolítið pragmatískur, það er að segja hann skildi vel mikilvægi þess að verjast líka. En hann er í raun meira eins og knattspyrnustjóri eða leiðtogi frekar en þjálfari. Hann tekur ákvarðanirnar og kann að stjórna í leikjunum,“ sagði Svegaarden. Fyrstu mótsleikir Íslands undir stjórn Hareide verða 17. og 20. júní þegar Ísland tekur á móti Slóvakíu og Portúgal á Laugardalsvelli. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Handbolti Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ Körfubolti Fleiri fréttir Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Sjá meira
Hareide verður væntanlega kynntur sem nýr landsliðsþjálfari Íslands í dag. Hann hefur áður stýrt bæði norska og danska landsliðinu, og unnið meistaratitla í Noregi, Svíþjóð og Danmörku. Síðast þjálfaði hann landslið þegar hann stýrði Danmörku árin 2016-2020, meðal annars á HM 2018 í Rússlandi, og tapaði liðið ekki neinum af síðustu 34 leikjum sínum undir hans stjórn. Hareide bauðst að taka við íslenska landsliðinu eftir að hann hætti með Dani en var þá búinn að semja um að taka við norska félaginu Rosenborg í annað sinn á ferlinum. En hvernig maður er Hareide? Fjölmiðlamaðurinn Knut Espen Svegaarden hjá VG hefur þekkt Hareide frá árinu 1985, þegar landsliðsferli Hareide sem leikmanns var að ljúka og þjálfaraferillinn að byrja hjá Molde. „Hann er „extróvert“. Mjög opinn maður og góður í samskiptum við fólk. Hann er mjög forvitnilegur fyrir fjölmiðla því hann hefur skoðanir á öllu og er óhræddur við að láta þær flakka. Það er nokkuð sem við fjölmiðlamenn kunnum að meta,“ sagði Svegaarden og ítrekaði að Hareide ætti gott með að ná til fólks: Vissulega 69 ára en líkt og hann sé mun yngri „Hann er vissulega 69 ára en hann talar og hagar sér eins og hann sé mörgum árum yngri. Hann er með mikla orku og á enn auðvelt með að hjálpa fólki að verða sem bestir fótboltamenn og sem bestar manneskjur. Hann hefur náð árangri í Danmörku, Svíþjóð og Noregi og virðist hafa gott lag á því að eiga við fólk.“ Það er þó ekki sjálfgefið að Hareide slái í gegn hjá íslenskum stuðningsmönnum og Svegaarden segir að Hareide sé ekkert líkur Lars Lagerbäck, sem eftir að hafa gjörbylt íslenska landsliðinu hefði sjálfsagt getað orðið forseti Íslands á sínum tíma hefði hann boðið sig fram, svo vinsæll var hann. „Ég myndi ekki segja að þeir séu sérstaklega líkir. Lars var þjálfari norska landsliðsins í fjögur ár og hann vildi spila 4-4-2 á meðan að Hareide vill spila 4-3-3, og er með mun opnari huga. En hann hefur verið svolítið umdeildur. Það kunna ekki allir við mann sem að er óhræddur við að tjá skoðanir sínar, eins og Hareide gerir. Hann er líka með skap. Hann getur orðið ansi reiður en það líður hjá á nokkrum mínútum,“ sagði Svegaarden. Meira eins og leiðtogi en þjálfari Aðspurður hvernig fótbolta Hareide væri þekktastur fyrir að láta lið sín spila sagði Svegaarden að á fyrstu árunum hefði Hareide verið ansi varnarsinnaður, sem þjálfari Molde þar sem Ole Gunnar Solskjær sá um að skora mörkin áður en hann var seldur til Manchester United. „Þetta breyttist þegar hann fór til Svíþjóðar um aldamótin og lét Helsingborg spila sókndjarfan fótbolta í 4-3-3 kerfi. Hjá danska landsliðinu var hann líka svolítið pragmatískur, það er að segja hann skildi vel mikilvægi þess að verjast líka. En hann er í raun meira eins og knattspyrnustjóri eða leiðtogi frekar en þjálfari. Hann tekur ákvarðanirnar og kann að stjórna í leikjunum,“ sagði Svegaarden. Fyrstu mótsleikir Íslands undir stjórn Hareide verða 17. og 20. júní þegar Ísland tekur á móti Slóvakíu og Portúgal á Laugardalsvelli.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Handbolti Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ Körfubolti Fleiri fréttir Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Sjá meira