„Þetta lá þungt á mér“ Valur Páll Eiríksson skrifar 13. apríl 2023 23:01 Gunnar Magnússon. Vísir/Sigurjón Gunnar Magnússon, landsliðsþjálfari karla í handbolta, segir að mál þeirra Björgvins Páls Gústavssonar og Kristjáns Arnar Kristjánssonar hafi legið þungt á sér. Mikill léttir sé að lausn hafi fundist. Kristján Örn Kristjánsson og Björgvin Páll Gústavsson eru báðir í leikmannahópi Íslands fyrir komandi landsliðsverkefni í undankeppni EM í janúar. Þeir hafa fundið lausn á deilu sinni með aðstoð landsliðsþjálfarans Gunnars Magnússonar. Deilan milli Kristjáns og Björgvins hefur farið fram hjá fáum enda farið að stóru leyti fram í gegnum fjölmiðla og með stöðuuppfærslum þeirra á samfélagsmiðlum. Deiluna má rekja aftur til leiks milli liða þeirra, Vals og PAUC á Hlíðarenda í Evrópudeildinni í febrúar og samskipta þeirra á milli í aðdraganda þess leiks. Nýr landsliðsþjálfari fái þetta ekki í fangið Gunnar Magnússon, landsliðsþjálfari Íslands, segir málið hins vegar leyst. Báðir hafi þeir viljað finna lausn og sverðið hafa verið slíðruð. Þeir eru því báðir í landsliðshópnum fyrir komandi verkefni. „Ég er búinn að vera í góðum samskiptum við þá töluvert lengi og fann það strax að það var vilji þeirra beggja að leysa málið. Það var þeirra vilji og kannski mitt frumkvæði sem leiddi til þess að málið leystist,“ „Að mínu mati er þetta langbesta niðurstaðan fyrir alla. Fyrir auðvitað liðið, sem er alltaf í fyrsta sæti, fyrir báða þessa leikmenn, þetta hjálpar þeim báðum að búið sé að leysa þetta, og einnig að nýr landsliðþjálfari þurfi ekki að fá þetta vandamál í fangið,“ segir Gunnar en verkefnið í apríl er hans síðasta í þjálfarateymi landsliðsins og nýr þjálfari verður ráðinn fyrir næsta leikjaglugga. Verður afgreitt á fyrsta liðsfundi Aðspurður hvort liðið fundi um málið segir hann að það verði afgreitt á fyrsta liðsfundi þegar leikmenn koma saman. „Ég er búinn að vera í samskiptum við okkar leiðtoga í liðinu og þeir eru jafn glaðir og allir hér að málið sé leyst. Við klárum þetta á fyrsta fundi og svo er bara áfram gakk. Þetta er bara þannig í öllum liðum eða hvort þú sért á vinnustað eða hvað, þá koma alls staðar upp vandamál,“ „Að mínu mati er flest vandamál hægt að leysa og ég fann það strax í mínum samskiptum við þessa drengi, að þegar viljinn er til staðar þá var ekki mikið vandamál að leysa það,“ segir Gunnar. Hópurinn tilkynntur seint vegna málsins Gunnar segir málið hafa tekið á sig og hann upplifi mikinn létti. „Þetta lá þungt á mér enda erum við að tilkynna hópinn heldur seint. Það er mikið til út af þessu og þetta er engin draumastaða að vera í, að standa í þessu. Þess vegna fannst mér líka mikilvægt að gefa þessu smá tíma, stundum þurfa menn aðeins að fá að anda til að geta leyst málið. Auðvitað er bara mikill léttir fyrir alla að þetta mál sé leyst og úr sögunni,“ segir Gunnar. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Landslið karla í handbolta Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Landsliðsmaður handtekinn í London Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Fótbolti Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Fótbolti Fleiri fréttir Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sjá meira
Kristján Örn Kristjánsson og Björgvin Páll Gústavsson eru báðir í leikmannahópi Íslands fyrir komandi landsliðsverkefni í undankeppni EM í janúar. Þeir hafa fundið lausn á deilu sinni með aðstoð landsliðsþjálfarans Gunnars Magnússonar. Deilan milli Kristjáns og Björgvins hefur farið fram hjá fáum enda farið að stóru leyti fram í gegnum fjölmiðla og með stöðuuppfærslum þeirra á samfélagsmiðlum. Deiluna má rekja aftur til leiks milli liða þeirra, Vals og PAUC á Hlíðarenda í Evrópudeildinni í febrúar og samskipta þeirra á milli í aðdraganda þess leiks. Nýr landsliðsþjálfari fái þetta ekki í fangið Gunnar Magnússon, landsliðsþjálfari Íslands, segir málið hins vegar leyst. Báðir hafi þeir viljað finna lausn og sverðið hafa verið slíðruð. Þeir eru því báðir í landsliðshópnum fyrir komandi verkefni. „Ég er búinn að vera í góðum samskiptum við þá töluvert lengi og fann það strax að það var vilji þeirra beggja að leysa málið. Það var þeirra vilji og kannski mitt frumkvæði sem leiddi til þess að málið leystist,“ „Að mínu mati er þetta langbesta niðurstaðan fyrir alla. Fyrir auðvitað liðið, sem er alltaf í fyrsta sæti, fyrir báða þessa leikmenn, þetta hjálpar þeim báðum að búið sé að leysa þetta, og einnig að nýr landsliðþjálfari þurfi ekki að fá þetta vandamál í fangið,“ segir Gunnar en verkefnið í apríl er hans síðasta í þjálfarateymi landsliðsins og nýr þjálfari verður ráðinn fyrir næsta leikjaglugga. Verður afgreitt á fyrsta liðsfundi Aðspurður hvort liðið fundi um málið segir hann að það verði afgreitt á fyrsta liðsfundi þegar leikmenn koma saman. „Ég er búinn að vera í samskiptum við okkar leiðtoga í liðinu og þeir eru jafn glaðir og allir hér að málið sé leyst. Við klárum þetta á fyrsta fundi og svo er bara áfram gakk. Þetta er bara þannig í öllum liðum eða hvort þú sért á vinnustað eða hvað, þá koma alls staðar upp vandamál,“ „Að mínu mati er flest vandamál hægt að leysa og ég fann það strax í mínum samskiptum við þessa drengi, að þegar viljinn er til staðar þá var ekki mikið vandamál að leysa það,“ segir Gunnar. Hópurinn tilkynntur seint vegna málsins Gunnar segir málið hafa tekið á sig og hann upplifi mikinn létti. „Þetta lá þungt á mér enda erum við að tilkynna hópinn heldur seint. Það er mikið til út af þessu og þetta er engin draumastaða að vera í, að standa í þessu. Þess vegna fannst mér líka mikilvægt að gefa þessu smá tíma, stundum þurfa menn aðeins að fá að anda til að geta leyst málið. Auðvitað er bara mikill léttir fyrir alla að þetta mál sé leyst og úr sögunni,“ segir Gunnar. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.
Landslið karla í handbolta Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Landsliðsmaður handtekinn í London Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Fótbolti Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Fótbolti Fleiri fréttir Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sjá meira