Missti þrjá útlimi í lestarslysi en hyggst ganga á hæsta fjall Japans Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 14. apríl 2023 07:11 Chihiro Yamada missti þrjá útlimi í kjölfar lestarslyss í Japan árið 2012. Hann var tvítugur að aldri og lífið breyttist á svipstundu. Vísir/Egill Ungur japanskur maður sem missti þrjá útlimi þegar hann varð fyrir lest í Japan er nú staddur hér á landi þar sem hann æfir fyrir göngu á hæsta fjall Japans. Hann lifir eftir þeirri hugmyndafræði að ekkert sé ómögulegt. Fyrir ellefu árum lenti Chihiro Yamada, þá tvítugur, í alvarlegu slysi sem átti eftir að breyta lífi hans á svipstundu. Hann varð fyrir lest þegar hann var á leið heim af vinnustaðaskemmtun. Chichiro slasaðist mjög alvarlega og var haldið sofandi í tíu daga eftir slysið. Þegar hann vaknaði varð hann fyrir gríðarlegu áfalli og líf hans breytt til frambúðar. „Ég tók eftir því að það vantaði á mig báða fæturnar og hægri hendina. Fyrstu vikuna var ég mjög neikvæður en fékk svo nýja sýn á lífið og varð að sætta mig við nýjan líkama," segir Chichiro. „Ég vildi vera jákvæður. Ég hafði heyrt að það væri hægt að læra að ganga með hjálp gerviútlima svo ég setti mér það markmið að ganga á ný." Segir engar takmarkanir í lífinu Chichiro náði því markmiði fljótt og lætur nú ekkert stoppa sig. Í dag starfar hann á skrifstofu flugfélagsins Japan Airlines. Þá heldur hann úti vinsælli Youtube rás þar sem hann sýnir frá daglega lífi sínu og þeim áskorunum sem hann tekst á við. Fylgjendur hans eru um 150.000. Chihiro er staddur á Íslandi við undirbúning leiðangursins enda notast hann við stoðtæki frá heilbrigðistæknifyrirtækinu Össuri. Vísir/Egill „Ég fæ oft skilaboð frá fólki sem hefur lent í slysi og misst útlim. Það fer að leita sér að upplýsingum á Youtube og rekst þar á rásina mína. Ég vill geta sýnt að það eru engar takmarkanir í lífinu,“ segir Chichiro og bendir á að það sem stendur á bolnum hans, „Life without limitations“, sé viðhorf sem hann lifi eftir. Ætlar að ganga á hæsta fjall Japans Í sumar hyggst Chichiro ganga á Mont Fuji, sem er hæsta fjall Japans. Hann gengur að lágmarki 10 kílómetra á dag til að undirbúa sig auk annarar líkamsræktar. Þá hefur hann þegar farið í nokkrar fjallgöngur. „Það er mikið af krökkum sem fæðast án útlima. Ég lenti í þessum aðstæðum og vill sýna að þó svo að þú sért ekki með fætur eða hendur þá geturðu gert allt sem þú vilt. Ég vill vera fyrirmynd.” Ég vildi fara beint á toppinn og hvetja aðra til að láta ekkert stoppa sig. Chichiro notast við stoðtæki frá heilbrigðistæknifyrirtækinu Össuri og er nú staddur hér á landi á vegum þeirra til að undirbúa sig fyrir gönguna á Mont Fuji. „Ég er búinn að vera hér í tvo daga,” segir Chichiro og lofsamar Ísland. „Loftið er svo hreint og vatnið geðveikt. Allir eru svo almenninlegir. Svo sá ég norðurljós. Við eigum þrjá til fjóra daga eftir hér.” Chihiro hefur það viðhorf til lífsins að ekkert sé ómögulegt Vísir/Egill Á morgun ætlar Chichiro að skella sér í fjallgöngu á Úlfarsfellið. „Ég þarf að lifa lífi þar sem ég treysti á gervifætur og er þakklátur fyrir að fólk gefi sér tíma til að hitta mig. Mér fannst magnað að hitta Svein Sölvason, forstjóra Össurar. Hann ætlar með okkur í fjallgönguna á morgun. Það eru ekki margir forstjórar stórra fyrirtækja sem myndu gefa sér tíma til þess." Segir það hrein forréttindi að fylgjast með einstaklingum eins og Chichiro elta sín markmið Össur hefur unnið með Chichiro í nokkur ár. Sveinn Sölvason, forstjóri fyrirtækisins segir hann gott dæmi um notenda og einstakling sem hefur jákvæð áhrif á aðra sem eiga við einhverskonar hreyfihömlun að stríða. „Að sjá hvað hugarfar og vilji til að elta sína drauma gerir, það er allt hægt. Þetta er mjög í línu við okkar markmið sem fyrirtæki, að lifa án takmarkana. Það eru hrein forréttindi að fylgjast með einstaklingum eins og Chichiro elta sín markmið. Það er gaman að sjá hann labba og gera þá hluti sem hann er að gera og eru alveg magnaðir.“ Chichiro notar núna svokallað „Power knee“ sem er ný vara hjá Össurri. „Við settum hana á markað á síðasta ári, nýja útgáfu sem er talsvert betri en sú fyrri og breytir miklu fyrir þá einstaklinga sem hafa lent í því að missa fót,“ segir Sveinn og útskýrir í nýju útgáfunni sé kominn vöðvakraftur í hnéið. „Ef við setjum okkur í þau spor að vera að ganga upp fjall aðeins með einn fót þá skiptir þetta ótrúlegu máli, að fá vöðvakraft. Við sjáum gríðarleg tækifæri í að fleiri notendur fái tækifæri til að nýta sér þetta.“ Sveinn Sölvason, forstjóri Össur ætlar að ganga á Úlfarsfellið á morgun með ChichiroVísir/Egill Sveinn segir eitt af stóru verkefnum fyrirtækisins vera að berjast fyrir því að fólk fái betri lausnir og betri tæki. Aðgengi að tækjunum fer eftir því hvernig endurgreiðslukerfin og heilbrigðiskerfin eru byggð upp í hverju landi fyrir sig. „Við erum að setja mikla orku og fjármuni í að berjast fyrir því að fólk fái betri lausnir. Þá er fólk hreyfanlegra og getur tekið betur þátt í lífinu. Það sést til dæmis á Chichiro hvað það breytir hans lífi að hafa aðgengi að góðum vörum,“ segir Sveinn Sölvason. Japan Össur Málefni fatlaðs fólks Fjallamennska Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira
Fyrir ellefu árum lenti Chihiro Yamada, þá tvítugur, í alvarlegu slysi sem átti eftir að breyta lífi hans á svipstundu. Hann varð fyrir lest þegar hann var á leið heim af vinnustaðaskemmtun. Chichiro slasaðist mjög alvarlega og var haldið sofandi í tíu daga eftir slysið. Þegar hann vaknaði varð hann fyrir gríðarlegu áfalli og líf hans breytt til frambúðar. „Ég tók eftir því að það vantaði á mig báða fæturnar og hægri hendina. Fyrstu vikuna var ég mjög neikvæður en fékk svo nýja sýn á lífið og varð að sætta mig við nýjan líkama," segir Chichiro. „Ég vildi vera jákvæður. Ég hafði heyrt að það væri hægt að læra að ganga með hjálp gerviútlima svo ég setti mér það markmið að ganga á ný." Segir engar takmarkanir í lífinu Chichiro náði því markmiði fljótt og lætur nú ekkert stoppa sig. Í dag starfar hann á skrifstofu flugfélagsins Japan Airlines. Þá heldur hann úti vinsælli Youtube rás þar sem hann sýnir frá daglega lífi sínu og þeim áskorunum sem hann tekst á við. Fylgjendur hans eru um 150.000. Chihiro er staddur á Íslandi við undirbúning leiðangursins enda notast hann við stoðtæki frá heilbrigðistæknifyrirtækinu Össuri. Vísir/Egill „Ég fæ oft skilaboð frá fólki sem hefur lent í slysi og misst útlim. Það fer að leita sér að upplýsingum á Youtube og rekst þar á rásina mína. Ég vill geta sýnt að það eru engar takmarkanir í lífinu,“ segir Chichiro og bendir á að það sem stendur á bolnum hans, „Life without limitations“, sé viðhorf sem hann lifi eftir. Ætlar að ganga á hæsta fjall Japans Í sumar hyggst Chichiro ganga á Mont Fuji, sem er hæsta fjall Japans. Hann gengur að lágmarki 10 kílómetra á dag til að undirbúa sig auk annarar líkamsræktar. Þá hefur hann þegar farið í nokkrar fjallgöngur. „Það er mikið af krökkum sem fæðast án útlima. Ég lenti í þessum aðstæðum og vill sýna að þó svo að þú sért ekki með fætur eða hendur þá geturðu gert allt sem þú vilt. Ég vill vera fyrirmynd.” Ég vildi fara beint á toppinn og hvetja aðra til að láta ekkert stoppa sig. Chichiro notast við stoðtæki frá heilbrigðistæknifyrirtækinu Össuri og er nú staddur hér á landi á vegum þeirra til að undirbúa sig fyrir gönguna á Mont Fuji. „Ég er búinn að vera hér í tvo daga,” segir Chichiro og lofsamar Ísland. „Loftið er svo hreint og vatnið geðveikt. Allir eru svo almenninlegir. Svo sá ég norðurljós. Við eigum þrjá til fjóra daga eftir hér.” Chihiro hefur það viðhorf til lífsins að ekkert sé ómögulegt Vísir/Egill Á morgun ætlar Chichiro að skella sér í fjallgöngu á Úlfarsfellið. „Ég þarf að lifa lífi þar sem ég treysti á gervifætur og er þakklátur fyrir að fólk gefi sér tíma til að hitta mig. Mér fannst magnað að hitta Svein Sölvason, forstjóra Össurar. Hann ætlar með okkur í fjallgönguna á morgun. Það eru ekki margir forstjórar stórra fyrirtækja sem myndu gefa sér tíma til þess." Segir það hrein forréttindi að fylgjast með einstaklingum eins og Chichiro elta sín markmið Össur hefur unnið með Chichiro í nokkur ár. Sveinn Sölvason, forstjóri fyrirtækisins segir hann gott dæmi um notenda og einstakling sem hefur jákvæð áhrif á aðra sem eiga við einhverskonar hreyfihömlun að stríða. „Að sjá hvað hugarfar og vilji til að elta sína drauma gerir, það er allt hægt. Þetta er mjög í línu við okkar markmið sem fyrirtæki, að lifa án takmarkana. Það eru hrein forréttindi að fylgjast með einstaklingum eins og Chichiro elta sín markmið. Það er gaman að sjá hann labba og gera þá hluti sem hann er að gera og eru alveg magnaðir.“ Chichiro notar núna svokallað „Power knee“ sem er ný vara hjá Össurri. „Við settum hana á markað á síðasta ári, nýja útgáfu sem er talsvert betri en sú fyrri og breytir miklu fyrir þá einstaklinga sem hafa lent í því að missa fót,“ segir Sveinn og útskýrir í nýju útgáfunni sé kominn vöðvakraftur í hnéið. „Ef við setjum okkur í þau spor að vera að ganga upp fjall aðeins með einn fót þá skiptir þetta ótrúlegu máli, að fá vöðvakraft. Við sjáum gríðarleg tækifæri í að fleiri notendur fái tækifæri til að nýta sér þetta.“ Sveinn Sölvason, forstjóri Össur ætlar að ganga á Úlfarsfellið á morgun með ChichiroVísir/Egill Sveinn segir eitt af stóru verkefnum fyrirtækisins vera að berjast fyrir því að fólk fái betri lausnir og betri tæki. Aðgengi að tækjunum fer eftir því hvernig endurgreiðslukerfin og heilbrigðiskerfin eru byggð upp í hverju landi fyrir sig. „Við erum að setja mikla orku og fjármuni í að berjast fyrir því að fólk fái betri lausnir. Þá er fólk hreyfanlegra og getur tekið betur þátt í lífinu. Það sést til dæmis á Chichiro hvað það breytir hans lífi að hafa aðgengi að góðum vörum,“ segir Sveinn Sölvason.
Japan Össur Málefni fatlaðs fólks Fjallamennska Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira