Fann vilja hjá Björgvini og Donna til að leysa málið Valur Páll Eiríksson skrifar 13. apríl 2023 11:00 Gunnar Magnússon segir hafa verið einfalt að leysa mál Kristjáns Arnar og Björgvins Páls. Mikill vilji hafi verið af beggja hendi að finna lausn. Vísir/Samsett Gunnar Magnússon, landsliðsþjálfari karla í handbolta, segir hafa verið einfalt að leysa deilu Björgvins Páls Gústavssonar og Kristjáns Arnar Kristjánssonar, sem báðir hafi verið allir af vilja gerðir að finna lausn. Þeir eru báðir í landsliðshópi Íslands fyrir komandi verkefni í undankeppni EM í janúar. Það hefur andað köldu milli Kristjáns og Björgvins sem má rekja aftur til leiks liða þeirra Vals og PAUC í Evrópudeildinni í handbolta í febrúar. Málið hefur verið töluvert í fjölmiðlum og þeir báðir sent frá sér allskyns yfirlýsingar vegna samskipta í aðdraganda leiksins. Kristján Örn, eða Donni, hafði greint frá því fyrir leik að hann væri að glíma við kulnun en mætti engu að síður á parketið. Eitthvað sem Björgvin Páll hafði hvatt gegn í aðdraganda leiksins, líkt og sjá má á samskiptunum sem þeir birtu á samfélagsmiðlum. Björgvin Páll bauðst svo til þess að gefa ekki kost á sér í íslenska landsliðið til að auðvelda landsliðsþjálfaranum valið og starfið, ef Kristján Örn yrði valinn. Vilji beggja að finna lausn Gunnar Magnússon, landsliðsþjálfari Íslands, segir málið aftur á móti leyst og þess vegna séu þeir báðir í landsliðshópnum sem var valinn í morgun. „Það sem gerðist er bara að við leystum málið innanhúss. Allir skilja sáttir. Það er oft í svona málum að menn deila sín á milli í sínum liðum og svo á endanum var vilji þeirra beggja að leysa málið. Það var kannski mitt frumkvæði sem leiddi til þess að við leystum málið og förum sameinaðir í þetta verkefni,“ segir Gunnar í samtali við Vísi. „Ég var í sambandi við þá og þeir báðir höfðu mikinn vilja til þess að leysa vandamálið og við leystum þetta. Að mínu mati er þetta mál úr sögunni,“ segir hann enn fremur. Verið lengi í sambandi við þá Aðspurður um frekari skýringar á því hvað hafi farið fram þeirra á milli segir Gunnar að hann hafi viljað gefa þeim tíma. Eftir að hann fann vilja beggja fyrir lausn var eftirleikurinn einfaldur. „Stundum þurfa menn bara aðeins að fá að anda. Ég gaf þeim aðeins tíma og leyfði málinu aðeins að róast. Ég er auðvitað búinn að vera í sambandi við þá mjög lengi og þá fann ég það eftir samtal við þá báða að þeir vildu báðir leysa þetta og elska báðir að spila fyrir íslenska landsliðið,“ „Þegar ég fann það að viljinn var beggja megin að leysa þetta þá var það í raun og veru ekkert mjög flókið,“ segir Gunnar. Ísland mætir Ísrael ytra þann 27. apríl og Eistlandi hér heima þremur dögum síðar. Vinnist leikirnir tveir fer Ísland á EM í efsta styrkleikaflokki. Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Tengdar fréttir Björgvin Páll: Íhugaði í gærkvöldi að spila ekki gegn Haukum Valur tapaði gegn Haukum 31-36. Björgvin Páll Gústavsson, markmaður Vals, var svekktur með fjórða tap Vals í röð. Björgvin Páll hefur verið mikið í sviðsljósinu undanfarna daga vegna samskipta við Kristján Örn Kristjánsson. 1. apríl 2023 20:20 „Alltaf meira en til í að spila fyrir íslenska landsliðið“ „Ef að kallið kemur þá segi ég já, hundrað prósent,“ segir Kristján Örn Kristjánsson aðspurður hvort að hann gefi kost á sér í íslenska landsliðið í lok apríl þegar liðið lýkur undankeppni EM með tveimur leikjum. Hann missti af síðustu landsleikjum vegna andlegra veikinda. 31. mars 2023 12:00 Fyrirliðinn krafðist þess að Kristján yrði eftir hjá mömmu og pabba Kristján Örn Kristjánsson er byrjaður að spila handbolta að nýju með franska liðinu PAUC eftir að hafa glímt við einkenni kulnunar. Hann segir dvöl heima á Íslandi, í kjallaranum hjá mömmu sinni og pabba, hafa gert sér afar gott. 31. mars 2023 08:00 Björgvin sendi skilaboðin: Vildi að Kristján setti heilsuna í fyrsta sæti Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Vals og liðsfélagi Kristjáns Arnar Kristjánssonar í íslenska landsliðinu, hefur greint frá því að hann hafi sent skilaboðin sem Kristján lýsti á Vísi sem niðrandi skilaboðum í sinn garð, eftir glímu hans við kulnun í starfi. 30. mars 2023 10:09 Logi um mál Björgvins og Donna: „Mjög líklegt að hann fái bann eða sekt“ Mál Björgvins Páls Gústavssonar og Kristjáns Arnar Kristjánssonar var til umræðu í síðasta þætti Seinni bylgjunnar. Logi Geirsson telur líklegt að Björgvin Páll verði dæmdur í bann eða fái sekt fyrir að senda Donna, Kristjáni Erni, skilaboð deginum fyrir leik. 4. apríl 2023 07:00 Mest lesið Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Enski boltinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Körfubolti Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Fram - Valur | Bæta Framarar við fingrum á bikarinn? Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Sjá meira
Það hefur andað köldu milli Kristjáns og Björgvins sem má rekja aftur til leiks liða þeirra Vals og PAUC í Evrópudeildinni í handbolta í febrúar. Málið hefur verið töluvert í fjölmiðlum og þeir báðir sent frá sér allskyns yfirlýsingar vegna samskipta í aðdraganda leiksins. Kristján Örn, eða Donni, hafði greint frá því fyrir leik að hann væri að glíma við kulnun en mætti engu að síður á parketið. Eitthvað sem Björgvin Páll hafði hvatt gegn í aðdraganda leiksins, líkt og sjá má á samskiptunum sem þeir birtu á samfélagsmiðlum. Björgvin Páll bauðst svo til þess að gefa ekki kost á sér í íslenska landsliðið til að auðvelda landsliðsþjálfaranum valið og starfið, ef Kristján Örn yrði valinn. Vilji beggja að finna lausn Gunnar Magnússon, landsliðsþjálfari Íslands, segir málið aftur á móti leyst og þess vegna séu þeir báðir í landsliðshópnum sem var valinn í morgun. „Það sem gerðist er bara að við leystum málið innanhúss. Allir skilja sáttir. Það er oft í svona málum að menn deila sín á milli í sínum liðum og svo á endanum var vilji þeirra beggja að leysa málið. Það var kannski mitt frumkvæði sem leiddi til þess að við leystum málið og förum sameinaðir í þetta verkefni,“ segir Gunnar í samtali við Vísi. „Ég var í sambandi við þá og þeir báðir höfðu mikinn vilja til þess að leysa vandamálið og við leystum þetta. Að mínu mati er þetta mál úr sögunni,“ segir hann enn fremur. Verið lengi í sambandi við þá Aðspurður um frekari skýringar á því hvað hafi farið fram þeirra á milli segir Gunnar að hann hafi viljað gefa þeim tíma. Eftir að hann fann vilja beggja fyrir lausn var eftirleikurinn einfaldur. „Stundum þurfa menn bara aðeins að fá að anda. Ég gaf þeim aðeins tíma og leyfði málinu aðeins að róast. Ég er auðvitað búinn að vera í sambandi við þá mjög lengi og þá fann ég það eftir samtal við þá báða að þeir vildu báðir leysa þetta og elska báðir að spila fyrir íslenska landsliðið,“ „Þegar ég fann það að viljinn var beggja megin að leysa þetta þá var það í raun og veru ekkert mjög flókið,“ segir Gunnar. Ísland mætir Ísrael ytra þann 27. apríl og Eistlandi hér heima þremur dögum síðar. Vinnist leikirnir tveir fer Ísland á EM í efsta styrkleikaflokki.
Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Tengdar fréttir Björgvin Páll: Íhugaði í gærkvöldi að spila ekki gegn Haukum Valur tapaði gegn Haukum 31-36. Björgvin Páll Gústavsson, markmaður Vals, var svekktur með fjórða tap Vals í röð. Björgvin Páll hefur verið mikið í sviðsljósinu undanfarna daga vegna samskipta við Kristján Örn Kristjánsson. 1. apríl 2023 20:20 „Alltaf meira en til í að spila fyrir íslenska landsliðið“ „Ef að kallið kemur þá segi ég já, hundrað prósent,“ segir Kristján Örn Kristjánsson aðspurður hvort að hann gefi kost á sér í íslenska landsliðið í lok apríl þegar liðið lýkur undankeppni EM með tveimur leikjum. Hann missti af síðustu landsleikjum vegna andlegra veikinda. 31. mars 2023 12:00 Fyrirliðinn krafðist þess að Kristján yrði eftir hjá mömmu og pabba Kristján Örn Kristjánsson er byrjaður að spila handbolta að nýju með franska liðinu PAUC eftir að hafa glímt við einkenni kulnunar. Hann segir dvöl heima á Íslandi, í kjallaranum hjá mömmu sinni og pabba, hafa gert sér afar gott. 31. mars 2023 08:00 Björgvin sendi skilaboðin: Vildi að Kristján setti heilsuna í fyrsta sæti Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Vals og liðsfélagi Kristjáns Arnar Kristjánssonar í íslenska landsliðinu, hefur greint frá því að hann hafi sent skilaboðin sem Kristján lýsti á Vísi sem niðrandi skilaboðum í sinn garð, eftir glímu hans við kulnun í starfi. 30. mars 2023 10:09 Logi um mál Björgvins og Donna: „Mjög líklegt að hann fái bann eða sekt“ Mál Björgvins Páls Gústavssonar og Kristjáns Arnar Kristjánssonar var til umræðu í síðasta þætti Seinni bylgjunnar. Logi Geirsson telur líklegt að Björgvin Páll verði dæmdur í bann eða fái sekt fyrir að senda Donna, Kristjáni Erni, skilaboð deginum fyrir leik. 4. apríl 2023 07:00 Mest lesið Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Enski boltinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Körfubolti Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Fram - Valur | Bæta Framarar við fingrum á bikarinn? Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Sjá meira
Björgvin Páll: Íhugaði í gærkvöldi að spila ekki gegn Haukum Valur tapaði gegn Haukum 31-36. Björgvin Páll Gústavsson, markmaður Vals, var svekktur með fjórða tap Vals í röð. Björgvin Páll hefur verið mikið í sviðsljósinu undanfarna daga vegna samskipta við Kristján Örn Kristjánsson. 1. apríl 2023 20:20
„Alltaf meira en til í að spila fyrir íslenska landsliðið“ „Ef að kallið kemur þá segi ég já, hundrað prósent,“ segir Kristján Örn Kristjánsson aðspurður hvort að hann gefi kost á sér í íslenska landsliðið í lok apríl þegar liðið lýkur undankeppni EM með tveimur leikjum. Hann missti af síðustu landsleikjum vegna andlegra veikinda. 31. mars 2023 12:00
Fyrirliðinn krafðist þess að Kristján yrði eftir hjá mömmu og pabba Kristján Örn Kristjánsson er byrjaður að spila handbolta að nýju með franska liðinu PAUC eftir að hafa glímt við einkenni kulnunar. Hann segir dvöl heima á Íslandi, í kjallaranum hjá mömmu sinni og pabba, hafa gert sér afar gott. 31. mars 2023 08:00
Björgvin sendi skilaboðin: Vildi að Kristján setti heilsuna í fyrsta sæti Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Vals og liðsfélagi Kristjáns Arnar Kristjánssonar í íslenska landsliðinu, hefur greint frá því að hann hafi sent skilaboðin sem Kristján lýsti á Vísi sem niðrandi skilaboðum í sinn garð, eftir glímu hans við kulnun í starfi. 30. mars 2023 10:09
Logi um mál Björgvins og Donna: „Mjög líklegt að hann fái bann eða sekt“ Mál Björgvins Páls Gústavssonar og Kristjáns Arnar Kristjánssonar var til umræðu í síðasta þætti Seinni bylgjunnar. Logi Geirsson telur líklegt að Björgvin Páll verði dæmdur í bann eða fái sekt fyrir að senda Donna, Kristjáni Erni, skilaboð deginum fyrir leik. 4. apríl 2023 07:00
Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn
Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn