Björgvin og Kristján báðir í landsliðinu Sindri Sverrisson skrifar 13. apríl 2023 10:14 Kristján Örn Kristjánsson og Björgvin Páll Gústavsson eru samherjar í íslenska landsliðinu og léku á HM í Svíþjóð í janúar. VÍSIR/VILHELM Kristján Örn Kristjánsson og Björgvin Páll Gústavsson eru báðir í landsliðshópnum sem valinn hefur verið fyrir síðustu leikina í undankeppni EM í handbolta. Einn nýliði er í hópnum. Leikirnir eru við Ísrael á útivelli 27. apríl og við Eistland í Laugardalshöll þremur dögum síðar. Ef Ísland vinnur báða leiki endar liðið á toppi síns riðils. Útlit var fyrir að Björgvin Páll yrði ekki með í leikjunum en hann tilkynnti um það í færslu á Facebook á byrjun mánaðarins að hann ætlaði ekki að gefa kost á sér. Sú tilkynning kom í kjölfar þess að Kristján og Björgvin höfðu skipst á að senda út yfirlýsingar, eftir að í ljós kom að Björgvin hefði sent Kristjáni skilaboð í febrúar, degi áður en lið þeirra Valur og PAUC mættust í Evrópudeildinni, sem Kristjáni sárnuðu. Björgvin sagðist í fyrrnefndri færslu ekki sjá sér fært að spila með leikmanni sem ekki vildi „ræða málin og clear-a þessa hluti“, og vildi hann að fókusinn yrði á landsleikina en ekki mál þeirra Kristjáns. „Til þess að auðvelda handknattleikssambandinu það verkefni þá hef ég ákveðið að gefa ekki kosta á mér í næsta landsliðsverkefni og hef ég greint landsliðsþjálfurunum frá þeirri ákvörðun minni (að því gefnu að það hefði átt að velja mig í landsliðið á annað borð). Sú ákvörðun er tekinn vegna þess að ég sé ekki fyrir mér að spila með leikmanni sem ekki vill ræða málin og clear-a þessa hluti og finnst ósanngjarnt að setja HSÍ eða þjálfara landsliðsins í þá stöðu að þurfa að velja á milli leikmanna (að því gefnu að þeir hafi hug á því að velja Kristján í landsliðið),“ skrifaði Björgvin. Þorsteinn Leó nýliði í hópnum Nú er hins vegar ljóst að Björgvin verður með í leikjunum mikilvægu og að þeir Kristján endurnýja kynnin eftir að hafa síðast leikið saman með landsliðinu á HM í Svíþjóð í janúar. Kristján er annar af tveimur hægri skyttum í hópnum ásamt Teiti Erni Einarssyni en þeir Ómar Ingi Magnússon og Viggó Kristjánsson, sem spila sömu stöðu, eru báðir meiddir. Einn nýliði er í íslenska hópnum að þessu sinni, Þorsteinn Leó Gunnarsson, sem staðið hefur sig frábærlega með Aftureldingu í vetur og er þar lærisveinn annars af starfandi landsliðsþjálfurum, Gunnars Magnússonar. Gunnar og Ágúst Jóhannsson stýra landsliðinu væntanlega í síðasta sinn í leikjunum tveimur áður en nýr landsliðsþjálfari tekur svo við stjórnartaumunum en enn er óvíst hver það verður. Hópinn sem mætir Ísrael og Eistlandi má sjá hér að neðan. Markverðir: Björgvin Páll Gústavsson, Valur (254/21)Viktor Gísli Hallgrímsson, HBC Nantes (45/1) Aðrir leikmenn: Arnar Freyr Arnarsson, MT Melsungen (81/91)Aron Pálmarsson, Aalborg Håndbold (166/638)Bjarki Már Elísson, Telekom Veszprém (101/348)Elliði Snær Viðarsson, Vfl Gummersbach (33/51)Elvar Ásgeirsson, Ribe Esbjerg (17/19)Elvar Örn Jónsson, MT Melsungen (62/147)Gísli Þorgeir Kristjánsson, SC Magdeburg (49/110)Janus Daði Smárason, Kolstad Håndball (68/104)Kristján Örn Kristjánsson, Pays d’Aix UC (26/45)Óðinn Þór Ríkharðsson, Kadetten Schaffhausen (26/85)Sigvaldi Björn Guðjónsson Kolstad Håndball (59/158)Stiven Tobar Valencia, Valur (2/2)Teitur Örn Einarsson, SG Flensburg-Handewitt (33/30)Ýmir Örn Gíslason, Die Rhein-Neckar Löwen (74/35)Þorsteinn Leó Gunnarsson, Afturelding (0/0) Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Tengdar fréttir Logi um mál Björgvins og Donna: „Mjög líklegt að hann fái bann eða sekt“ Mál Björgvins Páls Gústavssonar og Kristjáns Arnar Kristjánssonar var til umræðu í síðasta þætti Seinni bylgjunnar. Logi Geirsson telur líklegt að Björgvin Páll verði dæmdur í bann eða fái sekt fyrir að senda Donna, Kristjáni Erni, skilaboð deginum fyrir leik. 4. apríl 2023 07:00 Björgvin Páll: Íhugaði í gærkvöldi að spila ekki gegn Haukum Valur tapaði gegn Haukum 31-36. Björgvin Páll Gústavsson, markmaður Vals, var svekktur með fjórða tap Vals í röð. Björgvin Páll hefur verið mikið í sviðsljósinu undanfarna daga vegna samskipta við Kristján Örn Kristjánsson. 1. apríl 2023 20:20 Björgvin gefur ekki kost á sér í landsliðið vegna samskipta hans við Kristján Björgvin Páll Gústavsson, markvörður íslenska karlalandsliðsins í handbolta, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér í næsta landsliðsverkefni eftir að samskipti hans við Kristján Örn Kristjánsson, liðsfélaga hans hjá landsliðinu. 1. apríl 2023 15:51 Björgvin birtir öll samskiptin við Donna Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Vals og íslenska landsliðsins í handbolta, hefur birt færslu á Facebook þar sem hann sýnir öll skilaboðin á milli síns og Kristjáns Arnar Kristjánssonar fyrir leik PAUC og Vals í Evrópudeild karla í handbolta. 31. mars 2023 19:07 Birtir skilaboðin frá Björgvini: „Í fullri hreinskilni er þetta viðtal til skammar“ Kristján Örn Kristjánsson hefur birt skilaboðin sem Björgvin Páll Gústavsson sendi honum í aðdraganda leiks Vals og PAUC í Evrópudeild karla í handbolta á dögunum og staðfestir að hafa kvartað til EHF og Vals vegna hegðunar Björgvins. 31. mars 2023 17:26 „Alltaf meira en til í að spila fyrir íslenska landsliðið“ „Ef að kallið kemur þá segi ég já, hundrað prósent,“ segir Kristján Örn Kristjánsson aðspurður hvort að hann gefi kost á sér í íslenska landsliðið í lok apríl þegar liðið lýkur undankeppni EM með tveimur leikjum. Hann missti af síðustu landsleikjum vegna andlegra veikinda. 31. mars 2023 12:00 Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Sjá meira
Leikirnir eru við Ísrael á útivelli 27. apríl og við Eistland í Laugardalshöll þremur dögum síðar. Ef Ísland vinnur báða leiki endar liðið á toppi síns riðils. Útlit var fyrir að Björgvin Páll yrði ekki með í leikjunum en hann tilkynnti um það í færslu á Facebook á byrjun mánaðarins að hann ætlaði ekki að gefa kost á sér. Sú tilkynning kom í kjölfar þess að Kristján og Björgvin höfðu skipst á að senda út yfirlýsingar, eftir að í ljós kom að Björgvin hefði sent Kristjáni skilaboð í febrúar, degi áður en lið þeirra Valur og PAUC mættust í Evrópudeildinni, sem Kristjáni sárnuðu. Björgvin sagðist í fyrrnefndri færslu ekki sjá sér fært að spila með leikmanni sem ekki vildi „ræða málin og clear-a þessa hluti“, og vildi hann að fókusinn yrði á landsleikina en ekki mál þeirra Kristjáns. „Til þess að auðvelda handknattleikssambandinu það verkefni þá hef ég ákveðið að gefa ekki kosta á mér í næsta landsliðsverkefni og hef ég greint landsliðsþjálfurunum frá þeirri ákvörðun minni (að því gefnu að það hefði átt að velja mig í landsliðið á annað borð). Sú ákvörðun er tekinn vegna þess að ég sé ekki fyrir mér að spila með leikmanni sem ekki vill ræða málin og clear-a þessa hluti og finnst ósanngjarnt að setja HSÍ eða þjálfara landsliðsins í þá stöðu að þurfa að velja á milli leikmanna (að því gefnu að þeir hafi hug á því að velja Kristján í landsliðið),“ skrifaði Björgvin. Þorsteinn Leó nýliði í hópnum Nú er hins vegar ljóst að Björgvin verður með í leikjunum mikilvægu og að þeir Kristján endurnýja kynnin eftir að hafa síðast leikið saman með landsliðinu á HM í Svíþjóð í janúar. Kristján er annar af tveimur hægri skyttum í hópnum ásamt Teiti Erni Einarssyni en þeir Ómar Ingi Magnússon og Viggó Kristjánsson, sem spila sömu stöðu, eru báðir meiddir. Einn nýliði er í íslenska hópnum að þessu sinni, Þorsteinn Leó Gunnarsson, sem staðið hefur sig frábærlega með Aftureldingu í vetur og er þar lærisveinn annars af starfandi landsliðsþjálfurum, Gunnars Magnússonar. Gunnar og Ágúst Jóhannsson stýra landsliðinu væntanlega í síðasta sinn í leikjunum tveimur áður en nýr landsliðsþjálfari tekur svo við stjórnartaumunum en enn er óvíst hver það verður. Hópinn sem mætir Ísrael og Eistlandi má sjá hér að neðan. Markverðir: Björgvin Páll Gústavsson, Valur (254/21)Viktor Gísli Hallgrímsson, HBC Nantes (45/1) Aðrir leikmenn: Arnar Freyr Arnarsson, MT Melsungen (81/91)Aron Pálmarsson, Aalborg Håndbold (166/638)Bjarki Már Elísson, Telekom Veszprém (101/348)Elliði Snær Viðarsson, Vfl Gummersbach (33/51)Elvar Ásgeirsson, Ribe Esbjerg (17/19)Elvar Örn Jónsson, MT Melsungen (62/147)Gísli Þorgeir Kristjánsson, SC Magdeburg (49/110)Janus Daði Smárason, Kolstad Håndball (68/104)Kristján Örn Kristjánsson, Pays d’Aix UC (26/45)Óðinn Þór Ríkharðsson, Kadetten Schaffhausen (26/85)Sigvaldi Björn Guðjónsson Kolstad Håndball (59/158)Stiven Tobar Valencia, Valur (2/2)Teitur Örn Einarsson, SG Flensburg-Handewitt (33/30)Ýmir Örn Gíslason, Die Rhein-Neckar Löwen (74/35)Þorsteinn Leó Gunnarsson, Afturelding (0/0)
Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Tengdar fréttir Logi um mál Björgvins og Donna: „Mjög líklegt að hann fái bann eða sekt“ Mál Björgvins Páls Gústavssonar og Kristjáns Arnar Kristjánssonar var til umræðu í síðasta þætti Seinni bylgjunnar. Logi Geirsson telur líklegt að Björgvin Páll verði dæmdur í bann eða fái sekt fyrir að senda Donna, Kristjáni Erni, skilaboð deginum fyrir leik. 4. apríl 2023 07:00 Björgvin Páll: Íhugaði í gærkvöldi að spila ekki gegn Haukum Valur tapaði gegn Haukum 31-36. Björgvin Páll Gústavsson, markmaður Vals, var svekktur með fjórða tap Vals í röð. Björgvin Páll hefur verið mikið í sviðsljósinu undanfarna daga vegna samskipta við Kristján Örn Kristjánsson. 1. apríl 2023 20:20 Björgvin gefur ekki kost á sér í landsliðið vegna samskipta hans við Kristján Björgvin Páll Gústavsson, markvörður íslenska karlalandsliðsins í handbolta, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér í næsta landsliðsverkefni eftir að samskipti hans við Kristján Örn Kristjánsson, liðsfélaga hans hjá landsliðinu. 1. apríl 2023 15:51 Björgvin birtir öll samskiptin við Donna Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Vals og íslenska landsliðsins í handbolta, hefur birt færslu á Facebook þar sem hann sýnir öll skilaboðin á milli síns og Kristjáns Arnar Kristjánssonar fyrir leik PAUC og Vals í Evrópudeild karla í handbolta. 31. mars 2023 19:07 Birtir skilaboðin frá Björgvini: „Í fullri hreinskilni er þetta viðtal til skammar“ Kristján Örn Kristjánsson hefur birt skilaboðin sem Björgvin Páll Gústavsson sendi honum í aðdraganda leiks Vals og PAUC í Evrópudeild karla í handbolta á dögunum og staðfestir að hafa kvartað til EHF og Vals vegna hegðunar Björgvins. 31. mars 2023 17:26 „Alltaf meira en til í að spila fyrir íslenska landsliðið“ „Ef að kallið kemur þá segi ég já, hundrað prósent,“ segir Kristján Örn Kristjánsson aðspurður hvort að hann gefi kost á sér í íslenska landsliðið í lok apríl þegar liðið lýkur undankeppni EM með tveimur leikjum. Hann missti af síðustu landsleikjum vegna andlegra veikinda. 31. mars 2023 12:00 Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Sjá meira
Logi um mál Björgvins og Donna: „Mjög líklegt að hann fái bann eða sekt“ Mál Björgvins Páls Gústavssonar og Kristjáns Arnar Kristjánssonar var til umræðu í síðasta þætti Seinni bylgjunnar. Logi Geirsson telur líklegt að Björgvin Páll verði dæmdur í bann eða fái sekt fyrir að senda Donna, Kristjáni Erni, skilaboð deginum fyrir leik. 4. apríl 2023 07:00
Björgvin Páll: Íhugaði í gærkvöldi að spila ekki gegn Haukum Valur tapaði gegn Haukum 31-36. Björgvin Páll Gústavsson, markmaður Vals, var svekktur með fjórða tap Vals í röð. Björgvin Páll hefur verið mikið í sviðsljósinu undanfarna daga vegna samskipta við Kristján Örn Kristjánsson. 1. apríl 2023 20:20
Björgvin gefur ekki kost á sér í landsliðið vegna samskipta hans við Kristján Björgvin Páll Gústavsson, markvörður íslenska karlalandsliðsins í handbolta, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér í næsta landsliðsverkefni eftir að samskipti hans við Kristján Örn Kristjánsson, liðsfélaga hans hjá landsliðinu. 1. apríl 2023 15:51
Björgvin birtir öll samskiptin við Donna Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Vals og íslenska landsliðsins í handbolta, hefur birt færslu á Facebook þar sem hann sýnir öll skilaboðin á milli síns og Kristjáns Arnar Kristjánssonar fyrir leik PAUC og Vals í Evrópudeild karla í handbolta. 31. mars 2023 19:07
Birtir skilaboðin frá Björgvini: „Í fullri hreinskilni er þetta viðtal til skammar“ Kristján Örn Kristjánsson hefur birt skilaboðin sem Björgvin Páll Gústavsson sendi honum í aðdraganda leiks Vals og PAUC í Evrópudeild karla í handbolta á dögunum og staðfestir að hafa kvartað til EHF og Vals vegna hegðunar Björgvins. 31. mars 2023 17:26
„Alltaf meira en til í að spila fyrir íslenska landsliðið“ „Ef að kallið kemur þá segi ég já, hundrað prósent,“ segir Kristján Örn Kristjánsson aðspurður hvort að hann gefi kost á sér í íslenska landsliðið í lok apríl þegar liðið lýkur undankeppni EM með tveimur leikjum. Hann missti af síðustu landsleikjum vegna andlegra veikinda. 31. mars 2023 12:00