Greiddu 53 milljónir til SGS í fyrra en sæki enga þjónustu þangað Bjarki Sigurðsson skrifar 11. apríl 2023 16:59 Sólveig Anna Jónsdóttir er formaður Eflingar. Vísir Formaður Eflingar segir mögulega úrsögn félagsins úr Starfsgreinasambandinu (SGS) ekki tengjast óeiningu í kjarasamningsviðræðum í vetur. Hún segir að boðað verði til félagsfundar á næstu dögum þar sem ákveðið verður hvort úrsögnin fari í allsherjaratkvæðagreiðslu eða ekki. Í gær var greint frá því að trúnaðarráð og stjórn Eflingar hafi samþykkt að boða til félagsfundar þar sem framtíð félagsins innan SGS verður til umræðu. Á fundinum verður ákveðið hvort málið verði látið niður falla eða fari til allsherjaratkvæðagreiðslu meðal meðlima. Í samtali við fréttastofu segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, að þetta hafi lengi verið til umræðu innan félagsins. Ástæðan sé sú að Efling sæki enga þjónustu til SGS. „Á síðasta ári greiddum við í skatta þangað 53 milljónir króna. Við notfærum okkur ekki þjónustu þeirra og erum algjörlega sjálfbær í því. Við höfum innan stjórnar trúnaðarráðs og innan samninganefndar félagsins komist að þeirri niðurstöðu að nú sé tímabært að sjá hvaða skoðun félagsfólk hafi á þessu. Hvort þau séu sammála okkur í því að hagsmunum okkar sé betur borgið með sjálfstæðri aðild að Alþýðusambandi Íslands (ASÍ),“ segir Sólveig. Skuli Efling ganga úr SGS getur félagið samt sem áður verið aðildarfélag ASÍ en hingað til hefur félagið verið með aðild að sambandinu í gegnum SGS. Á næstu dögum verður boðað til félagsfundar og fer hann fram í þar næstu viku. Fari svo að fundargestir fallist á tillögu um allsherjaratkvæðagreiðslu verður boðað til hennar. Aðspurð hvort úrsögnin tengist deilum SGS og Eflingar í kringum kjaraviðræður í vetur segir Sólveig að svo sé ekki. „Það hlýtur að vera öllum ljóst að forysta Eflingar og forysta SGS hafa ekki verið sammála um margt í vetur en það er ekki það sem ræður för í þessari ákvörðun,“ segir Sólveig. Stéttarfélög Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira
Í gær var greint frá því að trúnaðarráð og stjórn Eflingar hafi samþykkt að boða til félagsfundar þar sem framtíð félagsins innan SGS verður til umræðu. Á fundinum verður ákveðið hvort málið verði látið niður falla eða fari til allsherjaratkvæðagreiðslu meðal meðlima. Í samtali við fréttastofu segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, að þetta hafi lengi verið til umræðu innan félagsins. Ástæðan sé sú að Efling sæki enga þjónustu til SGS. „Á síðasta ári greiddum við í skatta þangað 53 milljónir króna. Við notfærum okkur ekki þjónustu þeirra og erum algjörlega sjálfbær í því. Við höfum innan stjórnar trúnaðarráðs og innan samninganefndar félagsins komist að þeirri niðurstöðu að nú sé tímabært að sjá hvaða skoðun félagsfólk hafi á þessu. Hvort þau séu sammála okkur í því að hagsmunum okkar sé betur borgið með sjálfstæðri aðild að Alþýðusambandi Íslands (ASÍ),“ segir Sólveig. Skuli Efling ganga úr SGS getur félagið samt sem áður verið aðildarfélag ASÍ en hingað til hefur félagið verið með aðild að sambandinu í gegnum SGS. Á næstu dögum verður boðað til félagsfundar og fer hann fram í þar næstu viku. Fari svo að fundargestir fallist á tillögu um allsherjaratkvæðagreiðslu verður boðað til hennar. Aðspurð hvort úrsögnin tengist deilum SGS og Eflingar í kringum kjaraviðræður í vetur segir Sólveig að svo sé ekki. „Það hlýtur að vera öllum ljóst að forysta Eflingar og forysta SGS hafa ekki verið sammála um margt í vetur en það er ekki það sem ræður för í þessari ákvörðun,“ segir Sólveig.
Stéttarfélög Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira