Spilar ekki meira með Val og HM í hættu Sindri Sverrisson skrifar 11. apríl 2023 15:15 Menn hafa átt í mestu vandræðum með að ná taki á Benedikt Gunnari Óskarssyni í vetur. VÍSIR/HULDA MARGRÉT „Þetta er flott viðurkenning,“ segir Valsarinn Benedikt Gunnar Óskarsson en hann var valinn besti leikmaður deildarkeppninnar í Olís-deildinni í handbolta, af sérfræðingum Handkastsins. Hann mun hins vegar ekkert spila í úrslitakeppninni. Benedikt átti drjúgan þátt í deildarmeistaratitli Valsmanna en náði ekki síðustu leikjunum vegna meiðsla. Hann staðfesti við Handkastið að hann myndi ekki spila meira á leiktíðinni, vegna meiðsla í nára, og óvíst er að Benedikt geti spilað með íslenska landsliðinu á HM U21-liða sem fram fer í Þýskalandi og Grikklandi frá 20. júní til 2. júlí. „Ég er frá út tímabilið,“ svaraði Benedikt aðspurður. „Það er eiginlega hræðilegt. Ég slapp við að fara í aðgerð en þetta tekur líklega þrjá mánuði svo að ég næ engu meira,“ sagði Benedikt. Meiðslin gætu haft sín áhrif á það hvort að Benedikt fer í atvinnumennsku í sumar en hann gaf þó loðin svör um það hvort að hann yrði áfram í herbúðum Vals: „Það er bara spurning. Ég held það en það verður að koma í ljós.“ Án Benedikts eru Valsmenn ekki eins líklegir til að verja Íslandsmeistaratitilinn og með fleiri öfluga leikmenn á meiðslalistanum hefur Valur misst flugið síðustu vikur. Telur Benedikt að liðið geti bætt úr því í úrslitakeppninni? „Við verðum að gera það og ég trúi því að við getum það. Menn þurfa að ná sér í gang og þá kemur þetta,“ sagði Benedikt. Hann var ánægður með hvernig til tókst við að ná þeim markmiðum sem hann setti sér fyrir tímabilið, en Benedikt fór ekki bara á kostum í Olís-deildinni heldur einnig í baráttu við sterk lið í Evrópudeildinni: „Ég hefði viljað klára úrslitakeppnina en annars kom ég sjálfum mér eiginlega á óvart í Evrópukeppninni og hélt dampi í deildinni,“ sagði Benedikt en hægt er að hlusta á nýjasta þátt Handkastsins hér að ofan. Olís-deild karla Valur Handkastið Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Enski boltinn „Það trompast allt þarna“ Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Fleiri fréttir Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Sjá meira
Benedikt átti drjúgan þátt í deildarmeistaratitli Valsmanna en náði ekki síðustu leikjunum vegna meiðsla. Hann staðfesti við Handkastið að hann myndi ekki spila meira á leiktíðinni, vegna meiðsla í nára, og óvíst er að Benedikt geti spilað með íslenska landsliðinu á HM U21-liða sem fram fer í Þýskalandi og Grikklandi frá 20. júní til 2. júlí. „Ég er frá út tímabilið,“ svaraði Benedikt aðspurður. „Það er eiginlega hræðilegt. Ég slapp við að fara í aðgerð en þetta tekur líklega þrjá mánuði svo að ég næ engu meira,“ sagði Benedikt. Meiðslin gætu haft sín áhrif á það hvort að Benedikt fer í atvinnumennsku í sumar en hann gaf þó loðin svör um það hvort að hann yrði áfram í herbúðum Vals: „Það er bara spurning. Ég held það en það verður að koma í ljós.“ Án Benedikts eru Valsmenn ekki eins líklegir til að verja Íslandsmeistaratitilinn og með fleiri öfluga leikmenn á meiðslalistanum hefur Valur misst flugið síðustu vikur. Telur Benedikt að liðið geti bætt úr því í úrslitakeppninni? „Við verðum að gera það og ég trúi því að við getum það. Menn þurfa að ná sér í gang og þá kemur þetta,“ sagði Benedikt. Hann var ánægður með hvernig til tókst við að ná þeim markmiðum sem hann setti sér fyrir tímabilið, en Benedikt fór ekki bara á kostum í Olís-deildinni heldur einnig í baráttu við sterk lið í Evrópudeildinni: „Ég hefði viljað klára úrslitakeppnina en annars kom ég sjálfum mér eiginlega á óvart í Evrópukeppninni og hélt dampi í deildinni,“ sagði Benedikt en hægt er að hlusta á nýjasta þátt Handkastsins hér að ofan.
Olís-deild karla Valur Handkastið Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Enski boltinn „Það trompast allt þarna“ Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Fleiri fréttir Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Sjá meira