Fertugur Foster hetja Hollywood-liðsins Valur Páll Eiríksson skrifar 11. apríl 2023 09:00 Markvarsla Foster gæti farið langt með að koma Wrexham upp um deild. Matthew Ashton - AMA/Getty Images Wrexham, sem er í eigu leikaranna Rob McElhenney og Ryan Reynolds, tók afar stórt skref í átt að sæti í ensku deildarkeppninni með dramatískum 3-2 sigri á Notts County í efstu deild ensku utandeildanna í gær. Ben Foster, fyrrum markvörður Manchester United, var hetjan. Margir þekkja sögu Wrexham á síðustu leiktíð þar sem liðið klúðraði því að komast upp í ensku D-deildina á lokametrunum og tapaði einnig úrslitum FA-bikars neðri deildarliða - enda sú saga rakin í heimildaþáttunum Welcome to Wrexham, sem þeir Reynolds og McElhenney standa að. Aðeins eitt lið kemst beint upp úr E-deildinni og annað fylgir í gegnum umspil, en Wrexham tapaði í undanúrslitum umspilsins í fyrra. Ben Foster, that s the tweet. #WxmAFC | #WXMNOT pic.twitter.com/tdSzmQLZZo— Wrexham AFC (@Wrexham_AFC) April 10, 2023 Liðið hefur háð harða baráttu við Notts County um toppsætið í allan vetur en frá 1-0 tapi Wrexham fyrir Notts County þann 4. október hafði liðið ekki tapað leik, unnið 23 og gert fimm jafntefli fram í apríl. Þá kom óvænt 3-1 tap fyrir Halifax á föstudaginn var og fór um margan stuðningsmann liðsins, þar sem Notts County jafnaði liðið að stigum á toppnum. Bæði voru með 100 stig, meira en 20 stigum á undan næsta liði, og innbyrðis viðureign fram undan. Staðan var 2-2 þegar Elliott Lee kom Wrexham í forystu á 78. mínútu en þá pressaði Notts-liðið töluvert á lokakaflanum. Notts County uppskar vítaspyrnu sem var dæmd á þá rauðklæddu í uppbótartíma. Þar reyndist hinn fertugi Ben Foster, sem samdi við Wrexham fyrir skemmstu, betri en enginn. Hann varði spyrnuna, tryggði sigur liðsins og er Wrexham nú aðeins sjö stigum frá því að tryggja sér deildartitilinn og sæti í D-deild (ef Notts County tapar ekki stigum á móti). Wrexham er með 103 stig á toppnum þegar þrjár umferðir eru eftir, en á þó leik inni á Notts County sem er með 100 stig í öðru sæti. Tólf stig eru því eftir í pottinum fyrir Wrexham en níu fyrir Notts County. SCENES @Wrexham_AFC's Ben Foster comes up BIG to save @Official_NCFC's last-minute penalty pic.twitter.com/n4ZBSMCrF5— Football on BT Sport (@btsportfootball) April 10, 2023 Ben Foster lék sem lánsmaður hjá Wrexham frá Stoke City árið 2005 og vakti þar athygli Sir Alex Ferguson með frammistöðum sínum. Manchester United keypti hann frá Stoke og tókst honum að spila tólf deildarleiki fyrir félagið frá 2007 til 2010 eftir að hafa spilað tvær leiktíðir á láni hjá Watford. Hann lék yfir 300 úrvalsdeildarleiki sem markvörður Birmingham, West Bromwich Albion og Watford frá 2010 til vorsins 2022 þegar hann var látinn fara frá föllnu liði Watford eftir að samningur hans rann út. Hann tilkynnti að hann væri hættur í fótbolta í september eftir að hafa hafnað samningsboði frá Newcastle en tók hanskana af hillunni til að snúa aftur til Wrexham í lok mars eftir að Rob Lainton, markvörður liðsins, meiddist. Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Enski boltinn Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti CrossFit íþróttafólkið græddi á sigri Trump Sport McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golf „Verður sérstök stund fyrir hana“ Körfubolti Fleiri fréttir Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir „Ég held að við getum orðið enn betri“ Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið „Passar fullkomlega við svona félag“ Man. Utd kynnir nýja stjórann til leiks Sjá meira
Margir þekkja sögu Wrexham á síðustu leiktíð þar sem liðið klúðraði því að komast upp í ensku D-deildina á lokametrunum og tapaði einnig úrslitum FA-bikars neðri deildarliða - enda sú saga rakin í heimildaþáttunum Welcome to Wrexham, sem þeir Reynolds og McElhenney standa að. Aðeins eitt lið kemst beint upp úr E-deildinni og annað fylgir í gegnum umspil, en Wrexham tapaði í undanúrslitum umspilsins í fyrra. Ben Foster, that s the tweet. #WxmAFC | #WXMNOT pic.twitter.com/tdSzmQLZZo— Wrexham AFC (@Wrexham_AFC) April 10, 2023 Liðið hefur háð harða baráttu við Notts County um toppsætið í allan vetur en frá 1-0 tapi Wrexham fyrir Notts County þann 4. október hafði liðið ekki tapað leik, unnið 23 og gert fimm jafntefli fram í apríl. Þá kom óvænt 3-1 tap fyrir Halifax á föstudaginn var og fór um margan stuðningsmann liðsins, þar sem Notts County jafnaði liðið að stigum á toppnum. Bæði voru með 100 stig, meira en 20 stigum á undan næsta liði, og innbyrðis viðureign fram undan. Staðan var 2-2 þegar Elliott Lee kom Wrexham í forystu á 78. mínútu en þá pressaði Notts-liðið töluvert á lokakaflanum. Notts County uppskar vítaspyrnu sem var dæmd á þá rauðklæddu í uppbótartíma. Þar reyndist hinn fertugi Ben Foster, sem samdi við Wrexham fyrir skemmstu, betri en enginn. Hann varði spyrnuna, tryggði sigur liðsins og er Wrexham nú aðeins sjö stigum frá því að tryggja sér deildartitilinn og sæti í D-deild (ef Notts County tapar ekki stigum á móti). Wrexham er með 103 stig á toppnum þegar þrjár umferðir eru eftir, en á þó leik inni á Notts County sem er með 100 stig í öðru sæti. Tólf stig eru því eftir í pottinum fyrir Wrexham en níu fyrir Notts County. SCENES @Wrexham_AFC's Ben Foster comes up BIG to save @Official_NCFC's last-minute penalty pic.twitter.com/n4ZBSMCrF5— Football on BT Sport (@btsportfootball) April 10, 2023 Ben Foster lék sem lánsmaður hjá Wrexham frá Stoke City árið 2005 og vakti þar athygli Sir Alex Ferguson með frammistöðum sínum. Manchester United keypti hann frá Stoke og tókst honum að spila tólf deildarleiki fyrir félagið frá 2007 til 2010 eftir að hafa spilað tvær leiktíðir á láni hjá Watford. Hann lék yfir 300 úrvalsdeildarleiki sem markvörður Birmingham, West Bromwich Albion og Watford frá 2010 til vorsins 2022 þegar hann var látinn fara frá föllnu liði Watford eftir að samningur hans rann út. Hann tilkynnti að hann væri hættur í fótbolta í september eftir að hafa hafnað samningsboði frá Newcastle en tók hanskana af hillunni til að snúa aftur til Wrexham í lok mars eftir að Rob Lainton, markvörður liðsins, meiddist.
Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Enski boltinn Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti CrossFit íþróttafólkið græddi á sigri Trump Sport McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golf „Verður sérstök stund fyrir hana“ Körfubolti Fleiri fréttir Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir „Ég held að við getum orðið enn betri“ Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið „Passar fullkomlega við svona félag“ Man. Utd kynnir nýja stjórann til leiks Sjá meira