Jónatan: Viltu að ég ljúgi? Kári Mímisson skrifar 10. apríl 2023 18:55 Jónatan Magnússon stýrði KA í síðasta sinn í dag en hann mun þjálfa sænska liðið Skövde á næsta tímabili. Vísir/Hulda Margrét „Þetta er mikill léttir og ég er stoltur af strákunum í dag. Það að fara í þennan leik var mjög erfitt svona undirbúningslega séð. Þetta er leikur þar sem það er mikið undir og tap hefði getað þýtt að við höfðum geta fallið svo klárlega léttir að enda þetta á sigri.“ Sagði Jónatan Magnússon, þjálfari KA, eftir eins marks sigur hans manna á Seltjarnarnesi fyrr í dag. Tap í dag hefði þýtt að örlög KA væru komin í hendur ÍR sem keppti á sama tíma við Fram. KA þurfti stig úr leiknum í dag til að tryggja sæti sitt í deildinni. „Við vissum það að við þurftum að gera okkar og fórum inn í þennan leik með því hugarfari að við ætluðum að klára þetta á okkar forsendum, fókuseruðum að því og það tókst. Þetta er búið að vera erfitt tímabil fyrir okkur og því gott að enda þetta svona, í mínum síðasta leik með liðinu að halda okkur í efstu deild.“ KA stýrði leiknum að mestu í dag en Grótta var þó aldrei langt undan. Á lokamínútu leiksins tapar KA boltanum á afar klaufalegan hátt og Daníel Örn Griffin jafnaði fyrir heimamenn. Hversu mikið fór um þig á þeim tímapunkti. „Viltu að ég ljúgi að þér? Auðvitað fór um mann. Við hefðum átt að vera búnir að ganga frá þessum leik fyrr. Við höfum verið sjálfum okkur verstir en snérum því við í dag. Við lögðum mikið í þennan leik og reyndar líka síðustu tvo sem við höfum verið að spila sem skilar okkur þeirri niðurstöðu að við erum áfram í deildinni sem við viljum vera í. Það var það sem við ætluðum okkur í dag og gott að ná því markmiði.“ Þetta tímabil hefur verið erfitt hjá KA og þá sérstaklega seinni parturinn. Liðið hafði ekki unnið í átta leikjum í röð fyrir þennan leik. Hvernig lýsir þjálfarinn þessu tímabili hjá KA. „Þegar við horfum til baka þá er þetta tímabil búið að lærdómsríkt. Við fórum af stað með marga unga stráka sem hafa fengið mjög dýrmætar mínútur. Það er mikill efniviður hjá okkur, eins og hefur verið talað um. Svo hefur þetta verið mikil brekka líka og þegar gengur illa þá er nú fyrsta klisjan að benda á meiðsli en ég ætla nú ekki að einblína á það.“ „Þetta tímabil er bara búið að vera þungt og erfitt en á móti kemur þá gerir klúbburinn vel í að nýta það sem hefur gengið á í vetur. Það er ofboðslega mikil ástríða fyrir handbolta fyrir norðan og það sýndi sig í síðasta heimaleik hjá okkur að sjá allt fólkið sem mætti. Allavega endaði þetta þannig að við erum hér áfram í efstu deild og ég er mjög ánægður með það þar sem það býr mikið í þessum klúbb sem KA er.“ Þetta var síðasti leikur Jónatans með KA en hann heldur nú til Svíþjóðar til að taka við IFK Skövde. IFK Skövde á leik á morgun gegn Íslandsvinunum í Ystads IF sem Valur lék við í Evrópukeppninni. Verður Jónatan eitthvað með puttana í leiknum á morgun hjá Skövde eða fylgist hann bara með sem áhorfandi? „Nei, ég er ekkert að skipta mér af honum. Ég fer að hugsa um Svíþjóð 1. Júlí þegar samningurinn minn tekur gildi en í dag snerist þetta allt um að loka þessu tímabili og að vinna hér á erfiðum útivelli með einu marki, það er alveg hægt að hugsa sér verri endi en það.“ Olís-deild karla KA Grótta Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Fleiri fréttir Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Sjá meira
Tap í dag hefði þýtt að örlög KA væru komin í hendur ÍR sem keppti á sama tíma við Fram. KA þurfti stig úr leiknum í dag til að tryggja sæti sitt í deildinni. „Við vissum það að við þurftum að gera okkar og fórum inn í þennan leik með því hugarfari að við ætluðum að klára þetta á okkar forsendum, fókuseruðum að því og það tókst. Þetta er búið að vera erfitt tímabil fyrir okkur og því gott að enda þetta svona, í mínum síðasta leik með liðinu að halda okkur í efstu deild.“ KA stýrði leiknum að mestu í dag en Grótta var þó aldrei langt undan. Á lokamínútu leiksins tapar KA boltanum á afar klaufalegan hátt og Daníel Örn Griffin jafnaði fyrir heimamenn. Hversu mikið fór um þig á þeim tímapunkti. „Viltu að ég ljúgi að þér? Auðvitað fór um mann. Við hefðum átt að vera búnir að ganga frá þessum leik fyrr. Við höfum verið sjálfum okkur verstir en snérum því við í dag. Við lögðum mikið í þennan leik og reyndar líka síðustu tvo sem við höfum verið að spila sem skilar okkur þeirri niðurstöðu að við erum áfram í deildinni sem við viljum vera í. Það var það sem við ætluðum okkur í dag og gott að ná því markmiði.“ Þetta tímabil hefur verið erfitt hjá KA og þá sérstaklega seinni parturinn. Liðið hafði ekki unnið í átta leikjum í röð fyrir þennan leik. Hvernig lýsir þjálfarinn þessu tímabili hjá KA. „Þegar við horfum til baka þá er þetta tímabil búið að lærdómsríkt. Við fórum af stað með marga unga stráka sem hafa fengið mjög dýrmætar mínútur. Það er mikill efniviður hjá okkur, eins og hefur verið talað um. Svo hefur þetta verið mikil brekka líka og þegar gengur illa þá er nú fyrsta klisjan að benda á meiðsli en ég ætla nú ekki að einblína á það.“ „Þetta tímabil er bara búið að vera þungt og erfitt en á móti kemur þá gerir klúbburinn vel í að nýta það sem hefur gengið á í vetur. Það er ofboðslega mikil ástríða fyrir handbolta fyrir norðan og það sýndi sig í síðasta heimaleik hjá okkur að sjá allt fólkið sem mætti. Allavega endaði þetta þannig að við erum hér áfram í efstu deild og ég er mjög ánægður með það þar sem það býr mikið í þessum klúbb sem KA er.“ Þetta var síðasti leikur Jónatans með KA en hann heldur nú til Svíþjóðar til að taka við IFK Skövde. IFK Skövde á leik á morgun gegn Íslandsvinunum í Ystads IF sem Valur lék við í Evrópukeppninni. Verður Jónatan eitthvað með puttana í leiknum á morgun hjá Skövde eða fylgist hann bara með sem áhorfandi? „Nei, ég er ekkert að skipta mér af honum. Ég fer að hugsa um Svíþjóð 1. Júlí þegar samningurinn minn tekur gildi en í dag snerist þetta allt um að loka þessu tímabili og að vinna hér á erfiðum útivelli með einu marki, það er alveg hægt að hugsa sér verri endi en það.“
Olís-deild karla KA Grótta Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Fleiri fréttir Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Sjá meira