Patrekur: Þetta er bara ný keppni Smári Jökull Jónsson skrifar 10. apríl 2023 18:29 Patrekur Jóhannesson þungt hugsi. Vísir/Diego Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar, var ósáttur með ýmis atriði í spilamennsku sinna manna eftir fjögurra marka ósigur á móti Aftureldingu í Olís-deild karla í handbolta í dag. Þetta var lokaleikur Stjörnunnar í deildinni og þurfa Garðbæingar að sætta við sjötta sætið í Olís-deildinni. „Þetta var færanýtingin, við vorum að fara með átta til níu skot úr hornunum. Við erum að koma okkur í fín færi en hann [Jovan Kukobat] var að verja mjög vel. Við vorum ekki að sinna vörninni vel, vorum frekar mjúkir á móti þeim. Við vissum alveg að þeir myndu koma á okkur með miklum krafti enda skoruðu þeir strax úr fyrstu sóknunum. “ „Við vorum nálægt þeim í fyrri hálfleik og komum okkur inn í leikinn þrátt fyrir þessa færanýtingu. Við fáum svo tvo skrýtna dóma á okkur sem enginn sá nema dómararnir. Það vantaði gæði í skotin hjá okkur og það var sem mér fannst muna,“ sagði Patrekur stuttu eftir leik. Fyrir leikinn átti Stjarnan möguleika á fjórða sætinu í deildinni en tapið í dag þýðir það að liðið endar í sjötta sæti og mæta Eyjamönnum í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. „Markmiðið var efstu fjögur sætin, það var aðal markmiðið. Við erum ekki langt frá því en höfum verið að spila töluvert á nýju liði undanfarna leiki. Ég var mjög ánægður með leikinn á móti Selfoss, við tókum þá sannfærandi og síðan einnig Val. Við erum með marga nýja stráka þar sem við erum með fimm til sex lykilleikmenn upp í stúku eins og staðan er núna. Þannig þetta hefur verið nýtt verkefni fyrir okkur. Auðvitað hefði maður viljað vera ofar en við erum í þessu sæti og við tökum því.“ Næstu mótherjar Stjörnunnar, ÍBV, endaði í þriðja sæti í Olís-deildinni og eru þar af leiðandi með heimavallarréttinn. Ljóst er að Garðbæingar eiga krefjandi verkefni fyrir höndum. „Þetta verkefni leggst vel í mig. Þetta er bara ný keppni og auðvitað ber maður virðingu fyrir Eyjamönnum. Erlingur er hrikalega fær og þeir eru með góða leikmenn. Þeir unnu Val núna sannfærandi og þetta er bara hörkuverkefni, við þurfum að ná okkar allra besta leik en ég hræðist ekki neitt. Það þýðir ekki að fara illa með færin og við þurfum að eiga okkar allra besta leik eins og við höfum sýnt á móti Selfoss og Val þó það vanti einhverja í liðinu okkar.“ Meiðslastaða Stjörnumanna er ekki góð um þessar mundir og eru þeir án margra lykilleikmanna. Leikmenn á borð við Hergeir Grímsson og Tandra Má Konráðsson voru ekki leikhæfir í dag. „Ég efa það að þessir leikmenn séu að koma til baka. Ég er ekki alltof bjartsýnn á það, vonandi getur eitthvað gerst en þessi höfuðmeiðsli sem eru að hrjá tvo leikmenn er erfitt að eiga við. Það er spurning með Tandra, þetta tekur ákveðinn tíma hjá honum,“ sagði Patrekur að lokum eftir síðasta deildarleik tímabilsins. Olís-deild karla Stjarnan Afturelding Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fótbolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Fleiri fréttir Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Sjá meira
„Þetta var færanýtingin, við vorum að fara með átta til níu skot úr hornunum. Við erum að koma okkur í fín færi en hann [Jovan Kukobat] var að verja mjög vel. Við vorum ekki að sinna vörninni vel, vorum frekar mjúkir á móti þeim. Við vissum alveg að þeir myndu koma á okkur með miklum krafti enda skoruðu þeir strax úr fyrstu sóknunum. “ „Við vorum nálægt þeim í fyrri hálfleik og komum okkur inn í leikinn þrátt fyrir þessa færanýtingu. Við fáum svo tvo skrýtna dóma á okkur sem enginn sá nema dómararnir. Það vantaði gæði í skotin hjá okkur og það var sem mér fannst muna,“ sagði Patrekur stuttu eftir leik. Fyrir leikinn átti Stjarnan möguleika á fjórða sætinu í deildinni en tapið í dag þýðir það að liðið endar í sjötta sæti og mæta Eyjamönnum í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. „Markmiðið var efstu fjögur sætin, það var aðal markmiðið. Við erum ekki langt frá því en höfum verið að spila töluvert á nýju liði undanfarna leiki. Ég var mjög ánægður með leikinn á móti Selfoss, við tókum þá sannfærandi og síðan einnig Val. Við erum með marga nýja stráka þar sem við erum með fimm til sex lykilleikmenn upp í stúku eins og staðan er núna. Þannig þetta hefur verið nýtt verkefni fyrir okkur. Auðvitað hefði maður viljað vera ofar en við erum í þessu sæti og við tökum því.“ Næstu mótherjar Stjörnunnar, ÍBV, endaði í þriðja sæti í Olís-deildinni og eru þar af leiðandi með heimavallarréttinn. Ljóst er að Garðbæingar eiga krefjandi verkefni fyrir höndum. „Þetta verkefni leggst vel í mig. Þetta er bara ný keppni og auðvitað ber maður virðingu fyrir Eyjamönnum. Erlingur er hrikalega fær og þeir eru með góða leikmenn. Þeir unnu Val núna sannfærandi og þetta er bara hörkuverkefni, við þurfum að ná okkar allra besta leik en ég hræðist ekki neitt. Það þýðir ekki að fara illa með færin og við þurfum að eiga okkar allra besta leik eins og við höfum sýnt á móti Selfoss og Val þó það vanti einhverja í liðinu okkar.“ Meiðslastaða Stjörnumanna er ekki góð um þessar mundir og eru þeir án margra lykilleikmanna. Leikmenn á borð við Hergeir Grímsson og Tandra Má Konráðsson voru ekki leikhæfir í dag. „Ég efa það að þessir leikmenn séu að koma til baka. Ég er ekki alltof bjartsýnn á það, vonandi getur eitthvað gerst en þessi höfuðmeiðsli sem eru að hrjá tvo leikmenn er erfitt að eiga við. Það er spurning með Tandra, þetta tekur ákveðinn tíma hjá honum,“ sagði Patrekur að lokum eftir síðasta deildarleik tímabilsins.
Olís-deild karla Stjarnan Afturelding Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fótbolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Fleiri fréttir Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Sjá meira