Körfubolti

KR-ingar semja við tíu leikmenn

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Veigar Áki Hlynsson verður áfram í herbúðum KR.
Veigar Áki Hlynsson verður áfram í herbúðum KR. Vísir/Bára Dröfn

Þrátt fyrir að KR-ingar séu fallnir ú Subway-deild karla í körfubolta hefur liðið tryggt sér þjónustu tíu leikmanna fyrir komandi átök í 1. deildinni á komandi leiktíð.

Karlalið KR féll úr efstu deild í fyrsta sinn í sögunni á nýafstöðnu tímabili í Subway-deild karla og mun því spreyta sig í 1. deild í fyrsta sinn í haust. Liðið sendi þó frá sér tilkynningu í dag þar sem segir að félagið hafi samið við tíu uppalda KR-inga fyrir komandi átök, en þar af eru átta leikmenn sem framlengja við félagið og tveir sem snúa aftur heim.

Af þessum tíu leikmönnum ber líklega hæst að nefna hinn 22 ára gamla Veigar Áka Hlynsson, sem lék lykilhlutverk í liði KR í Subway-deildinni í vetur. Veigar skrifar undir tveggja ára samning við uppeldisfélag sitt.

Gunnar Ingi Harðarson skrifaði einnig undir tveggja ára samning við félagið, en hann snéri aftur til KR um áramótin. Þá snúa þeir Arn­ór Her­manns­son og Ill­ugi Stein­gríms­son einnig aftur á heimahagana eftir veru hjá Ármanni í 1. deildinni. Arnór varð Íslandsmeistari með KR í þrígang, árin 206-2018 og Illugi varð Íslandsmeistari með liðinu árið 2015.

Auk þess samdi félagið við sex unga leikmenn sem allir voru í kringum aðalliðið í vetur. Það eru þeir Lars Erik Braga­son, Hall­grím­ur Árni Þrast­ar­son, Ólaf­ur Geir Þor­bjarn­ar­son, Gísli Þór Odd­steins­son, Mika­el Snorri Ingimars­son og Emil Richter, en þeir skrifa allir undir tveggja ára samning.

KR



Fleiri fréttir

Sjá meira


×