Hamstraeigendur hamstra DETOLF skápinn Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 4. apríl 2023 21:30 Halldóra heldur úti vefsíðunni nagdýr.is en þar má finna fróðlegar upplýsingar um hamstra. arnar halldórsson/ikea Nokkuð hefur borið á því að hamstraeigendur hamstri IKEA húsgögn og nýti sem búr fyrir dýrin. Nagdýrasérfræðingur segir þrettán þúsund króna DETOLF skápinn vinsælastan, en hún óttast framtíð dýrsins sem sé að hluta til í útrýmingarhættu. Facebook hópurinn Hamstrar er að mati fréttamanns einn merkilegasti hópur samtímans en þar gengur nagdýrið kaupum og sölum ásamt búrum og fylgihlutum. Gríðarlegur metnaður einkennir hópinn, hvort sem það eru söluauglýsingar eins og þessi hér þar sem hamstar sitja fyrir í innkaupakerru eða heimagerð búr sem eru eins og sófaborð að stærð. „Það er rosalegur metnaður á þessu. Fólk er að smíða úr IKEA eldhússkápum og rúmfatalagers plastskápum og ég veit ekki hvað og hvað,“ segir Halldóra Lena, starfsmaður hjá Gæludýr.is. „Vinsælasta hamstrabúrið er detolf skápurinn úr IKEA,“ segir Halldóra, en myndir af ótrúlega metnaðarfullum búrum búnum til úr skápnum má finna á síðunni. Mjög metnaðarfullt búr sem er nærri tveir metrar á lengd. adríana önnudóttir Hamstrar þurfi pláss Ótrúlegt verkvit hjá meðlimum hópsins þrátt fyrir að hægt sé að kaupa fínustu búr í dýrabúðum. Halldóra segir að ástæða útsjónarseminnar sé sú að nýlega hafi rannsóknir sýnt að mörg búr séu of lítil og valdi dýrunum vanlíðan en algengt er að hamstrar í litlu rými verði styggir og nagi rimlana. Stór hamstrabúr geta verið mjög kostnaðarsöm úti í búð. Hér er dæmi um rúmgott búr fyrir hamstur. Halldóra segir að fólk veigri sér ekki við því að gefa hamstrinum nóg pláss á heimilinu þrátt fyrir að fermetraverð sé í hæstu hæðum. Þá er vinsælt hjá meðlimum hópsins að smíða búr frá grunni.facebook/grafík Allir hamstrar einfarar „Þetta eru dýr sem lifa bara í þrjú ár þannig þetta er ekki það mikið plássleysi sem fólk þarf að lifa við lengi.“ Halldóra segir að lítið sé vitað um nagdýrið en það sé þó vel rannsakað að hamsturinn er einfari og því ætti aldrei að geyma tvo eða fleiri hamstra saman í búri, það geti endað illa. „Allir íslenskir hamstrar eru einfarar, líka dverghamsturinn, þó að margar dýrabúðir segi annað.“ Óvissa um framtíð hamstra En þá að myrkari fréttum. Vegna áhugaleysis Íslendinga á nagdýrum eru stökkmýsnar útdauðar á Íslandi, gæslumýsnar eru að deyja út og þá hefur hömstrum farið fækkandi hér á landi. Hefur þú áhyggjur af framtíðinni, að hér verði engir hamstrar eftir nokkur ár? „Ég vona ekki. Ég vona að einhver taki að sér að rækta þá.“ Dýr Gæludýr IKEA Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Sjá meira
Facebook hópurinn Hamstrar er að mati fréttamanns einn merkilegasti hópur samtímans en þar gengur nagdýrið kaupum og sölum ásamt búrum og fylgihlutum. Gríðarlegur metnaður einkennir hópinn, hvort sem það eru söluauglýsingar eins og þessi hér þar sem hamstar sitja fyrir í innkaupakerru eða heimagerð búr sem eru eins og sófaborð að stærð. „Það er rosalegur metnaður á þessu. Fólk er að smíða úr IKEA eldhússkápum og rúmfatalagers plastskápum og ég veit ekki hvað og hvað,“ segir Halldóra Lena, starfsmaður hjá Gæludýr.is. „Vinsælasta hamstrabúrið er detolf skápurinn úr IKEA,“ segir Halldóra, en myndir af ótrúlega metnaðarfullum búrum búnum til úr skápnum má finna á síðunni. Mjög metnaðarfullt búr sem er nærri tveir metrar á lengd. adríana önnudóttir Hamstrar þurfi pláss Ótrúlegt verkvit hjá meðlimum hópsins þrátt fyrir að hægt sé að kaupa fínustu búr í dýrabúðum. Halldóra segir að ástæða útsjónarseminnar sé sú að nýlega hafi rannsóknir sýnt að mörg búr séu of lítil og valdi dýrunum vanlíðan en algengt er að hamstrar í litlu rými verði styggir og nagi rimlana. Stór hamstrabúr geta verið mjög kostnaðarsöm úti í búð. Hér er dæmi um rúmgott búr fyrir hamstur. Halldóra segir að fólk veigri sér ekki við því að gefa hamstrinum nóg pláss á heimilinu þrátt fyrir að fermetraverð sé í hæstu hæðum. Þá er vinsælt hjá meðlimum hópsins að smíða búr frá grunni.facebook/grafík Allir hamstrar einfarar „Þetta eru dýr sem lifa bara í þrjú ár þannig þetta er ekki það mikið plássleysi sem fólk þarf að lifa við lengi.“ Halldóra segir að lítið sé vitað um nagdýrið en það sé þó vel rannsakað að hamsturinn er einfari og því ætti aldrei að geyma tvo eða fleiri hamstra saman í búri, það geti endað illa. „Allir íslenskir hamstrar eru einfarar, líka dverghamsturinn, þó að margar dýrabúðir segi annað.“ Óvissa um framtíð hamstra En þá að myrkari fréttum. Vegna áhugaleysis Íslendinga á nagdýrum eru stökkmýsnar útdauðar á Íslandi, gæslumýsnar eru að deyja út og þá hefur hömstrum farið fækkandi hér á landi. Hefur þú áhyggjur af framtíðinni, að hér verði engir hamstrar eftir nokkur ár? „Ég vona ekki. Ég vona að einhver taki að sér að rækta þá.“
Dýr Gæludýr IKEA Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Sjá meira