Alltaf skelfilegt en verst á þessum árstíma Máni Snær Þorláksson skrifar 4. apríl 2023 11:10 Mynd úr safni. Vísir/Vilhelm Ari Guðmundsson, bóndi á Bergsstöðum í Húnaþingi vestra, segir það vera svakalegt högg að þurfa að lóga öllum 690 kindum á bænum sínum. Riða greindist í sauðfé á bænum og fór Matvælastofnun fram á að kindunum yrði lógað. Rætt var við Ara í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segir að í sjálfu sér eru engin orð sem geta lýst því hvernig það er að ganga í gegnum þetta. Það sé alltaf skelfilegt að þurfa að lóga öllu sauðfé vegna riðu en aldrei eins slæmt og á þessum árstíma, rétt fyrir sauðburð. „Þetta er tuttugu og fimm ára starf sem er farið fyrir bí. Þannig þetta er helvíti svakalegt högg. Auðvitað er þetta mesta höggið fyrir okkur hér á bænum en líka fyrir bændurna í kring - við höfum verið á svokölluðu hreinu hólfi og þetta setur náttúrulega allt á hliðina hérna hjá okkur. Það er bara þannig.“ Ari segir að hann sé ekki í tilfinningalegu sambandi við allar kindurnar en að þetta sé þó mikið tilfinningalegt tjón: „Kannski ekki alveg hverja eina og einustu en það þarf nú kannski ekki margar til, til þess að finna að þetta er svakalegt tilfinningalegt tjón.“ Hreinsunarstarf og uppbygging Framundan er hreinsunarstarf og uppbygging á Bergsstöðum. Endurnýa þarf allt í öllum húsum og þrífa. Svo þarf að fara í jarðvegsskipti við fjárhús, koma skít úr húsunum, grafa hann og hey. „Það var farið yfir það allt í gær með okkur, hvernig á að standa að því.“ Því næst fer svo af stað samningaferli við ríki um afurðatjónsbætur. Ari segist ekki vita hvernig það ferli er í raun og veru en að einhver starfsmaður ráðuneytisins komi til með að standa fyrir þeim samningum. „Svo náttúrulega verður að reyna að koma skepnunum sem fyrst til förgunar.“ Á góða að Það verður mikil vinna að koma bænum aftur í gang en Ara skilst að þau geti mögulega fengið fé aftur haustið árið 2025. Hann segist hafa nóg fyrir stafni þangað til, hreinsunarstarfið mun taka tíma og uppbyggingin sömuleiðis. „Ég náttúrulega er nokkuð handlaginn þó ég segi sjálfur frá, hef byggt þetta allt upp sjálfur meira og minna. En við eigum sem betur fer góða nágranna og góða fjölskyldu, þau koma nú sjálfsagt til með að hjálpa okkur eitthvað.“ Ari segir að dagarnir verði núna öðruvísi þar sem það verður hvorki sauðburður né smalamennska. Hann gæti þó reynt að skella sér með nágrönnunum í slíka vinnu. „Við eigum góða sveitunga og allir hafa sýnt okkur stuðning,“ segir hann. Dýr Dýraheilbrigði Húnaþing vestra Riða í Miðfirði Mest lesið Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Innlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Reykjavík ekki ljót borg Innlent Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Innlent Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Sjá meira
Rætt var við Ara í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segir að í sjálfu sér eru engin orð sem geta lýst því hvernig það er að ganga í gegnum þetta. Það sé alltaf skelfilegt að þurfa að lóga öllu sauðfé vegna riðu en aldrei eins slæmt og á þessum árstíma, rétt fyrir sauðburð. „Þetta er tuttugu og fimm ára starf sem er farið fyrir bí. Þannig þetta er helvíti svakalegt högg. Auðvitað er þetta mesta höggið fyrir okkur hér á bænum en líka fyrir bændurna í kring - við höfum verið á svokölluðu hreinu hólfi og þetta setur náttúrulega allt á hliðina hérna hjá okkur. Það er bara þannig.“ Ari segir að hann sé ekki í tilfinningalegu sambandi við allar kindurnar en að þetta sé þó mikið tilfinningalegt tjón: „Kannski ekki alveg hverja eina og einustu en það þarf nú kannski ekki margar til, til þess að finna að þetta er svakalegt tilfinningalegt tjón.“ Hreinsunarstarf og uppbygging Framundan er hreinsunarstarf og uppbygging á Bergsstöðum. Endurnýa þarf allt í öllum húsum og þrífa. Svo þarf að fara í jarðvegsskipti við fjárhús, koma skít úr húsunum, grafa hann og hey. „Það var farið yfir það allt í gær með okkur, hvernig á að standa að því.“ Því næst fer svo af stað samningaferli við ríki um afurðatjónsbætur. Ari segist ekki vita hvernig það ferli er í raun og veru en að einhver starfsmaður ráðuneytisins komi til með að standa fyrir þeim samningum. „Svo náttúrulega verður að reyna að koma skepnunum sem fyrst til förgunar.“ Á góða að Það verður mikil vinna að koma bænum aftur í gang en Ara skilst að þau geti mögulega fengið fé aftur haustið árið 2025. Hann segist hafa nóg fyrir stafni þangað til, hreinsunarstarfið mun taka tíma og uppbyggingin sömuleiðis. „Ég náttúrulega er nokkuð handlaginn þó ég segi sjálfur frá, hef byggt þetta allt upp sjálfur meira og minna. En við eigum sem betur fer góða nágranna og góða fjölskyldu, þau koma nú sjálfsagt til með að hjálpa okkur eitthvað.“ Ari segir að dagarnir verði núna öðruvísi þar sem það verður hvorki sauðburður né smalamennska. Hann gæti þó reynt að skella sér með nágrönnunum í slíka vinnu. „Við eigum góða sveitunga og allir hafa sýnt okkur stuðning,“ segir hann.
Dýr Dýraheilbrigði Húnaþing vestra Riða í Miðfirði Mest lesið Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Innlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Reykjavík ekki ljót borg Innlent Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Innlent Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Sjá meira