„Þegar pabbi datt í það þá hrundi allt“ Stefán Árni Pálsson og Þórdís Valsdóttir skrifa 4. apríl 2023 10:30 Kristmundur Axel hefur gengið í gegnum margt á sinni lífsleið. Tónlistarmamaðurinn Kristmundur Axel Kristmundsson er tæplega þrítugur og ólst upp við erfiðar heimilisaðstæður í Grafarvogi. Hann sigraði Söngvakeppni framhaldsskólanna ásamt Júlí Heiðari með laginu Komdu til baka fyrir þrettán árum síðan og þeir sem þekkja lagið vita að textinn fjallar um glímu föður Kristmundar við fíkn. Rætt var við Kristmund í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Ég er alin upp á frekar brotnu heimili, svona til að byrja með sérstaklega, af tveimur veikum fíklum,“ segir Kristmundur og bætir við að aðstæðurnar á heimilinu hafi gert hann að þeim manni sem hann er í dag. Kristmundur er yngstur sex systkina og segir að þrátt fyrir allt hafi hann átt góða æsku. Foreldrar hans urðu bæði edrú þegar hann var á grunnskólaaldri og Kristmundur segir að hann hafi fengið bestu árin þeirra. „Ég kem úr alveg ruglaðri fjölskyldu og allt það, en ég hafði það bara mjög gott og það voru allir að reyna sitt besta“. Mikið áfall þegar pabbi hans féll Árið 2008 þegar Kristmundur var 14 ára gamall féll faðir hans og byrjaði að drekka aftur. Kristmundur segir að fyrst um sinn hafi hann ekki áttað sig á því hvað væri í vændum og hann hélt í þá von að pabbi hans yrði edrú á ný. „Ég átti eftir að sjá það á næstu dögum hvað þetta þýddi. Þegar pabbi datt í það þá hrundi allt,“ segir Kristmundur. Þegar pabbi hans féll samdi Kristmundur lagið Komdu til baka. Þeir feðgar á fyrsta ári Kristmundar. Hann segir að það hafi verið mikið áfall fyrir sig að sjá pabba sinn í virkri neyslu eftir að hafa átt mörg góð ár með honum. „Ég man að ég kom aftur heim þrem vikum eftir að hann dettur í það og fer inn í herbergið mitt og þá eru bara sprautunálar í böngsunum mínum og herbergið mitt orðið eitthvað neyslu-place. Ég varð svolítið reiður þegar ég sá það.“ Faðir hans dæmdur fyrir morð árið 1976 Líkt og hann lýsir var mikil óregla var á fjölskyldunni. Foreldrar hans voru þekkt óreglufólk og Kristmundur Sigurðsson faðir hans hlaut dóm árið 1976 fyrir morð og sat inni í 12 ár. Kristmundur segir að hann hafi ekki hugsað of mikið um glæp föður síns þegar hann var yngri en að hann hafi þó haft áhrif á hann. „Pabbi minn sat inni fyrir að verða manni að bana og bróðir minn líka, fyrir sama glæp og ég er svolítið alinn upp í einhverju svona,“ segir Kristmundur. Hann segir fjölskyldusöguna litaða af áföllum og rugli en að hann hafi verið heppinn að alast upp á góðum tíma í lífi foreldra sinna. Kristmundur segir að pabbi hans hafi verið hans allra besti vinur. „Þetta hékk alltaf yfir mér. Það vissu allir hver pabbi minn var, það vissu allir hver bróðir minn var og hver systir mín var,“ segir Kristmundur en að þrátt fyrir allt hafi hann ekki lesið dóminn sem faðir hans hlaut og segist aldrei hafa leitað að pabba sínum á Google. Hann vilji minnast föður síns eins og hann var við sig. Hann segir að hann hafi alltaf fengið mikinn stuðning innan skólakerfisins og tillit tekið til hans aðstæðna. Fór sjálfur út af sporinu á unglingsárum Kristmundur segir að þrátt fyrir gott uppeldi hafi hann sjálfur byrjað í neyslu á menntaskólaárunum. „Það er mikill alkóhólismi í fjölskyldunni minni og við ráðum illa við vín og eiturlyf og svona. Það var margoft búið að segja mér þegar ég var yngri að sama hvað gerðist ætti ég alls ekki að fá mér áfengi, það virkar ekki í þessari fjölskyldu,“ segir Kristmundur. Hann segir að hann hafi ráðið illa við áfengi frá upphafi og í kjölfarið hætti hann að æfa fótbolta og hætti einnig í tónlistinni. „Þetta tók svolítið yfir líf mitt eins og það gerði hjá foreldrum mínum og öllum systkinum mínum.“ Eftir að Kristmundur sigraði Söngvakeppni framhaldsskólanna árið 2010 varð faðir hans edrú á ný en árið 2017 féll pabbi hans aftur og lést skömmu síðar úr ofneyslu. Kristmundur lýsir þessum tíma sem þeim erfiðasta í hans lífi. Vill nota sína reynslu til að hjálpa öðrum Stuttu eftir að faðir hans lést fékk Kristmundur þær fréttir að hann ætti von á barni. Dóttir hans er að verða fimm ára gömul seinna árinu og það lifnar yfir Kristmundi þegar hann talar um hana. „Hún bara bjargaði lífi mínu sko, án gríns.“ Kristmundur er búinn að vera edrú í tæplega tvö ár og segir mikilvægt að miðla sinni reynslu til þess að hjálpa öðrum. „Ég óska engum að upplifa bara tíu prósent af því sem hef upplifað,“ segir hann. Ísland í dag Tónlist Mest lesið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Lífið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lífið „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Lífið Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Tíska og hönnun Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Lífið Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Lífið Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa Lífið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Fleiri fréttir Staða inn á fótboltavelli sem heiti það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Sjá meira
Hann sigraði Söngvakeppni framhaldsskólanna ásamt Júlí Heiðari með laginu Komdu til baka fyrir þrettán árum síðan og þeir sem þekkja lagið vita að textinn fjallar um glímu föður Kristmundar við fíkn. Rætt var við Kristmund í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Ég er alin upp á frekar brotnu heimili, svona til að byrja með sérstaklega, af tveimur veikum fíklum,“ segir Kristmundur og bætir við að aðstæðurnar á heimilinu hafi gert hann að þeim manni sem hann er í dag. Kristmundur er yngstur sex systkina og segir að þrátt fyrir allt hafi hann átt góða æsku. Foreldrar hans urðu bæði edrú þegar hann var á grunnskólaaldri og Kristmundur segir að hann hafi fengið bestu árin þeirra. „Ég kem úr alveg ruglaðri fjölskyldu og allt það, en ég hafði það bara mjög gott og það voru allir að reyna sitt besta“. Mikið áfall þegar pabbi hans féll Árið 2008 þegar Kristmundur var 14 ára gamall féll faðir hans og byrjaði að drekka aftur. Kristmundur segir að fyrst um sinn hafi hann ekki áttað sig á því hvað væri í vændum og hann hélt í þá von að pabbi hans yrði edrú á ný. „Ég átti eftir að sjá það á næstu dögum hvað þetta þýddi. Þegar pabbi datt í það þá hrundi allt,“ segir Kristmundur. Þegar pabbi hans féll samdi Kristmundur lagið Komdu til baka. Þeir feðgar á fyrsta ári Kristmundar. Hann segir að það hafi verið mikið áfall fyrir sig að sjá pabba sinn í virkri neyslu eftir að hafa átt mörg góð ár með honum. „Ég man að ég kom aftur heim þrem vikum eftir að hann dettur í það og fer inn í herbergið mitt og þá eru bara sprautunálar í böngsunum mínum og herbergið mitt orðið eitthvað neyslu-place. Ég varð svolítið reiður þegar ég sá það.“ Faðir hans dæmdur fyrir morð árið 1976 Líkt og hann lýsir var mikil óregla var á fjölskyldunni. Foreldrar hans voru þekkt óreglufólk og Kristmundur Sigurðsson faðir hans hlaut dóm árið 1976 fyrir morð og sat inni í 12 ár. Kristmundur segir að hann hafi ekki hugsað of mikið um glæp föður síns þegar hann var yngri en að hann hafi þó haft áhrif á hann. „Pabbi minn sat inni fyrir að verða manni að bana og bróðir minn líka, fyrir sama glæp og ég er svolítið alinn upp í einhverju svona,“ segir Kristmundur. Hann segir fjölskyldusöguna litaða af áföllum og rugli en að hann hafi verið heppinn að alast upp á góðum tíma í lífi foreldra sinna. Kristmundur segir að pabbi hans hafi verið hans allra besti vinur. „Þetta hékk alltaf yfir mér. Það vissu allir hver pabbi minn var, það vissu allir hver bróðir minn var og hver systir mín var,“ segir Kristmundur en að þrátt fyrir allt hafi hann ekki lesið dóminn sem faðir hans hlaut og segist aldrei hafa leitað að pabba sínum á Google. Hann vilji minnast föður síns eins og hann var við sig. Hann segir að hann hafi alltaf fengið mikinn stuðning innan skólakerfisins og tillit tekið til hans aðstæðna. Fór sjálfur út af sporinu á unglingsárum Kristmundur segir að þrátt fyrir gott uppeldi hafi hann sjálfur byrjað í neyslu á menntaskólaárunum. „Það er mikill alkóhólismi í fjölskyldunni minni og við ráðum illa við vín og eiturlyf og svona. Það var margoft búið að segja mér þegar ég var yngri að sama hvað gerðist ætti ég alls ekki að fá mér áfengi, það virkar ekki í þessari fjölskyldu,“ segir Kristmundur. Hann segir að hann hafi ráðið illa við áfengi frá upphafi og í kjölfarið hætti hann að æfa fótbolta og hætti einnig í tónlistinni. „Þetta tók svolítið yfir líf mitt eins og það gerði hjá foreldrum mínum og öllum systkinum mínum.“ Eftir að Kristmundur sigraði Söngvakeppni framhaldsskólanna árið 2010 varð faðir hans edrú á ný en árið 2017 féll pabbi hans aftur og lést skömmu síðar úr ofneyslu. Kristmundur lýsir þessum tíma sem þeim erfiðasta í hans lífi. Vill nota sína reynslu til að hjálpa öðrum Stuttu eftir að faðir hans lést fékk Kristmundur þær fréttir að hann ætti von á barni. Dóttir hans er að verða fimm ára gömul seinna árinu og það lifnar yfir Kristmundi þegar hann talar um hana. „Hún bara bjargaði lífi mínu sko, án gríns.“ Kristmundur er búinn að vera edrú í tæplega tvö ár og segir mikilvægt að miðla sinni reynslu til þess að hjálpa öðrum. „Ég óska engum að upplifa bara tíu prósent af því sem hef upplifað,“ segir hann.
Ísland í dag Tónlist Mest lesið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Lífið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lífið „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Lífið Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Tíska og hönnun Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Lífið Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Lífið Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa Lífið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Fleiri fréttir Staða inn á fótboltavelli sem heiti það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Sjá meira