Hefur aldrei látið kvíðann stoppa sig Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 8. apríl 2023 09:01 Tónlistarmaðurinn Birgir Steinn Stefánsson var gestur Einkalífsins í síðasta þætti þar sem hann talaði meðal annars um æskuna, ferilinn og baráttu sína við kvíðann. Vísir/Vilhelm „Það sem hefur líka hjálpað mér er að ég er strangtrúaður,“ segir tónlistarmaðurinn Birgir Steinn Stefánsson í viðtali í Einkalífinu á Vísi og Stöð 2+. Kvíðinn alltaf blundaðð innst inni Í viðtalinu talar Birgir meðal annars um tónlistarferilinn, æskuna og baráttu sína fá unga aldri við kvíða. Foreldrar Birgis eru tónlistarmaðurinn Stefán Hilmarsson og fyrrverandi fjölmiðlakonan Anna Björg Birgisdóttir og segir Birgir þau alltaf hafi sagt að hann hafi verið einstaklega varkár sem barn. Aldrei brotið bein og farið að engu óðslega. Aðspurður hvenær hann hafi farið að finna fyrst fyrir kvíðanum segir hann: Kvíðinn hefur alltaf blundað þarna innst inni, en hann hefur samt aldrei náð að stoppa mig. Viðtalið við Birgi Stein í heild sinni er hægt að nálgast í spilaranum hér fyrir neðan. Leitaði sér fyrst hjálpar sautján ára Þrátt fyrir að hafa getað tekist á við flestar áskoranir í lífinu eins og nám, tónlistarferilinn og fleira segist Birgir þó hafa fundið það snemma að hann þyrfti að leita sér faglegrar hjálpar svo að kvíðinn myndi ekki ná að taka stjórnina. Ég komst að því í kringum sautján, átján ára að þetta stress og þessi kvíði, þetta gæti orðið vandamál ef ég myndi ekki byrja að tækla þetta rétt. Hann ákvað því að leita sér sálfræðiaðstoðar og fann sálfræðing sem hann hefur verið hjá æ síðan. Í fyrra gaf hljómsveitin Draumfarir, sem samanstendur af Birgi og Ragnari Má Mássyni, út lagið Kvíðinn og segir Birgir það hafi reynt töluvert á. „Þetta er langerfiðasti texti sem ég hef samið. Mjög persónulegur texti og ég þurfti að fara mjög djúpt og sækja hann.“ Fyrir mitt leyti hefur þetta aldrei verið feimnismál, bara alls ekki. Ég fann bara mín verkfæri sem að fúnkera vel fyrir mig og hvet alla aðra til að gera slíkt hið sama. En ég ætla ekki að segja að þetta sé ekekrt mál, en ef þú ert kominn með rétt verkfæri er þetta töluvert auðveldara. Signar sig áður en hann fer á svið Trúin hefur einnig verið Birgi mjög mikilvæg í gegnum tíðina og fylgt honum sterkt frá unga aldri. Hann hafi fundið ákveðna ró í því að fara með bænir og sem dæmi fari hann nánast aldrei á svið án þess að signa sig og fara með faðir vorið. „Það sem hefur líka hjálpað mér er að ég er strangtrúaður.“ segir Birgir sem leggur þó áherslu á að þá eigi hann ekki við einhvers konar öfgatrú í þeim skilningi. Hann sé ekki beint kirkjurækinn en myndi þó alltaf þó skilgreina sig sem kristnitrúar. Ég trúi bara hreinlega á það að það sé einhverskonar æðri máttur sem hefur hjálpað mér í gegnum allt. Sama hvort að það er kvíði eða eitthvað annað. Einkalífið Tónlist Tengdar fréttir Vissi ekki að lagið Líf væri samið um sig „Allt í einu var bara skrifað í skýin að ég átti bara að fara að gera þetta, ég átti bara að verða stjarna,“ segir tónlistarmaðurinn Birgir Steinn Stefánsson í einlægu viðtali í þættinum Einkalífið á Vísi og Stöð 2+. 30. mars 2023 10:44 Mest lesið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Oprah sú valdamesta Lífið Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Fleiri fréttir „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Sjá meira
Kvíðinn alltaf blundaðð innst inni Í viðtalinu talar Birgir meðal annars um tónlistarferilinn, æskuna og baráttu sína fá unga aldri við kvíða. Foreldrar Birgis eru tónlistarmaðurinn Stefán Hilmarsson og fyrrverandi fjölmiðlakonan Anna Björg Birgisdóttir og segir Birgir þau alltaf hafi sagt að hann hafi verið einstaklega varkár sem barn. Aldrei brotið bein og farið að engu óðslega. Aðspurður hvenær hann hafi farið að finna fyrst fyrir kvíðanum segir hann: Kvíðinn hefur alltaf blundað þarna innst inni, en hann hefur samt aldrei náð að stoppa mig. Viðtalið við Birgi Stein í heild sinni er hægt að nálgast í spilaranum hér fyrir neðan. Leitaði sér fyrst hjálpar sautján ára Þrátt fyrir að hafa getað tekist á við flestar áskoranir í lífinu eins og nám, tónlistarferilinn og fleira segist Birgir þó hafa fundið það snemma að hann þyrfti að leita sér faglegrar hjálpar svo að kvíðinn myndi ekki ná að taka stjórnina. Ég komst að því í kringum sautján, átján ára að þetta stress og þessi kvíði, þetta gæti orðið vandamál ef ég myndi ekki byrja að tækla þetta rétt. Hann ákvað því að leita sér sálfræðiaðstoðar og fann sálfræðing sem hann hefur verið hjá æ síðan. Í fyrra gaf hljómsveitin Draumfarir, sem samanstendur af Birgi og Ragnari Má Mássyni, út lagið Kvíðinn og segir Birgir það hafi reynt töluvert á. „Þetta er langerfiðasti texti sem ég hef samið. Mjög persónulegur texti og ég þurfti að fara mjög djúpt og sækja hann.“ Fyrir mitt leyti hefur þetta aldrei verið feimnismál, bara alls ekki. Ég fann bara mín verkfæri sem að fúnkera vel fyrir mig og hvet alla aðra til að gera slíkt hið sama. En ég ætla ekki að segja að þetta sé ekekrt mál, en ef þú ert kominn með rétt verkfæri er þetta töluvert auðveldara. Signar sig áður en hann fer á svið Trúin hefur einnig verið Birgi mjög mikilvæg í gegnum tíðina og fylgt honum sterkt frá unga aldri. Hann hafi fundið ákveðna ró í því að fara með bænir og sem dæmi fari hann nánast aldrei á svið án þess að signa sig og fara með faðir vorið. „Það sem hefur líka hjálpað mér er að ég er strangtrúaður.“ segir Birgir sem leggur þó áherslu á að þá eigi hann ekki við einhvers konar öfgatrú í þeim skilningi. Hann sé ekki beint kirkjurækinn en myndi þó alltaf þó skilgreina sig sem kristnitrúar. Ég trúi bara hreinlega á það að það sé einhverskonar æðri máttur sem hefur hjálpað mér í gegnum allt. Sama hvort að það er kvíði eða eitthvað annað.
Einkalífið Tónlist Tengdar fréttir Vissi ekki að lagið Líf væri samið um sig „Allt í einu var bara skrifað í skýin að ég átti bara að fara að gera þetta, ég átti bara að verða stjarna,“ segir tónlistarmaðurinn Birgir Steinn Stefánsson í einlægu viðtali í þættinum Einkalífið á Vísi og Stöð 2+. 30. mars 2023 10:44 Mest lesið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Oprah sú valdamesta Lífið Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Fleiri fréttir „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Sjá meira
Vissi ekki að lagið Líf væri samið um sig „Allt í einu var bara skrifað í skýin að ég átti bara að fara að gera þetta, ég átti bara að verða stjarna,“ segir tónlistarmaðurinn Birgir Steinn Stefánsson í einlægu viðtali í þættinum Einkalífið á Vísi og Stöð 2+. 30. mars 2023 10:44