„Allt farið eftir 25 ára þrotlaust starf“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 3. apríl 2023 14:35 Myndin tengist fréttinni ekki beint. vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson Bóndi á Bergsstöðum er miður sín vegna riðu sem greindist í sauðfé á bænum. Öllum 690 kindum bæjarins verður lógað. Matvælastofnun greindi í dag frá því að riða hafi greinst á bænum Bergsstöðum í Vestur-Húnaþingi. Í síðustu viku létu bændur á bænum stofnunina vita af því að þar hefðu kindur veikst með einkenni sem líktust riðu. Tekin voru sýni og staðfest að um riðu er að ræða. Matvælastofnun fer fram á að 690 kindum á bænum verði lógað. Ari Guðmundsson bóndi á Bergsstöðum staðfestir í samtali við fréttastofu að kindunum verði lógað og að það verði gert sem allra fyrst til að ná því fyrir sauðburð. Hann segir að um allar kindur bæjarins sé að ræða og er miður sín yfir stöðunni. Hann segir erfitt að lýsa tilfinningunum. „Eftir 25 ára þrotlaust starf er allt farið. Þú getur rétt ímyndað þér,“ segir Ari. Riða aldrei áður greinst á svæðinu Bærinn er í svokölluðu Miðfjarðarhólfi en þar hefur riða aldrei greinst og óljóst er hvernig hún barst þangað. Samkvæmt reglugerð um útrýmingu á riðuveiki er svæðið nú skilgreint sem sýkt svæði og er því óheimilt að flytja sauðfé til lífs milli hjarða í hólfinu og hvaðeina annað sem borið getur smitefni milli staða, svo sem hey, heyköggla, hálm, húsdýraáburð, túnþökur og gróðurmold. Enn fremur er óheimilt að hýsa aðkomufé, fóðra það eða brynna því með heimafé. Dýr Dýraheilbrigði Húnaþing vestra Riða í Miðfirði Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Matvælastofnun greindi í dag frá því að riða hafi greinst á bænum Bergsstöðum í Vestur-Húnaþingi. Í síðustu viku létu bændur á bænum stofnunina vita af því að þar hefðu kindur veikst með einkenni sem líktust riðu. Tekin voru sýni og staðfest að um riðu er að ræða. Matvælastofnun fer fram á að 690 kindum á bænum verði lógað. Ari Guðmundsson bóndi á Bergsstöðum staðfestir í samtali við fréttastofu að kindunum verði lógað og að það verði gert sem allra fyrst til að ná því fyrir sauðburð. Hann segir að um allar kindur bæjarins sé að ræða og er miður sín yfir stöðunni. Hann segir erfitt að lýsa tilfinningunum. „Eftir 25 ára þrotlaust starf er allt farið. Þú getur rétt ímyndað þér,“ segir Ari. Riða aldrei áður greinst á svæðinu Bærinn er í svokölluðu Miðfjarðarhólfi en þar hefur riða aldrei greinst og óljóst er hvernig hún barst þangað. Samkvæmt reglugerð um útrýmingu á riðuveiki er svæðið nú skilgreint sem sýkt svæði og er því óheimilt að flytja sauðfé til lífs milli hjarða í hólfinu og hvaðeina annað sem borið getur smitefni milli staða, svo sem hey, heyköggla, hálm, húsdýraáburð, túnþökur og gróðurmold. Enn fremur er óheimilt að hýsa aðkomufé, fóðra það eða brynna því með heimafé.
Dýr Dýraheilbrigði Húnaþing vestra Riða í Miðfirði Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira