„Þarna fer maður að hafa gaman af því að hafa augu“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 3. apríl 2023 17:31 Eva Schram stendur fyrir sýningunni Þegar ljósið deyr. Eva Schram „Ég hef verið þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að verja miklum tíma í öræfum Íslands. Samferðafólk mitt hefur haft þakkarverða þolinmæði gagnvart mér og skrásetningu minni,“ segir myndlistarkonan Eva Schram, sem stendur fyrir sýningunni Þegar ljósið deyr, í samvinnu við Listval. Sýningin er staðsett í Norr11 á Hverfisgötu og stendur til 3. maí næstkomandi. Í fréttatilkynningu frá Listval segir að íslensk náttúra og fjallamóða einkenni verk Evu Schram. Það geri fjöllin fjarlæg og framandi, líkt og himinn og jörð renni saman í eina óræða heild. Gómur eftir Evu Schram.Anna Kristín „Verkin hafa þróast á ferðum hennar um öræfi Íslands og dvöl í afskekktum sveitum. Listsköpun Evu dansar á mörkum ljóðs og myndlistar, þau þræða einstigið milli teikninga, ljósmynda og texta. Myndir hennar eru minimalískar en fullar af dulúð og óreiðu sem leitar á mann og dregur augað inn í rammann.“ Eva Schram að störfum.Aðsend Óáþreifanleg tign Erindi sýningarinnar er þráhyggja listamannsins til fjalla og hinnar óáþreifanlegu tignar sem einkennir íslenska náttúru. Eva sækir innblástur úr verkum Þórbergs Þórðarsonar sem bjó í Suðursveit, þar sem hún dvaldi nokkrum kynslóðum síðar. „Titill sýningarinnar eru í raun orð Þórbergs: Þegar ljósið deyr, tekur myrkrið við og allur þessi dularheimur,“ segir Eva í samtali við blaðamann en tengingin við hann kemur úr Suðursveit. Sýningin er staðsett í versluninni Norr11 á Hverfisgötu.Anna Kristín „Ég flutti í Suðursveit, á bóndabæinn við hlið Hala þar sem Þórbergur Þórðarson ólst upp, einni öld á undan mér. Áður en ég vissi af var ég farin að leggjast í skugga hans í túninu, í störukeppni við fjöllin, tímunum saman. Í dimmumótunum var mín mesta skemmtun að liggja í gluggakistunni og fylgjast með skuggadansinum í fjallshlíðinni. Þarna fæddist þessi þráhyggja mín fyrir bergi og steinum, sem fóru að birtast mér á annan hátt en ég var vön, líkt og lifandi verur, eins og Þórbergur skilgreindi það. Þórbergur sá um að skrásetja með orðunum og ég með augunum.“ View this post on Instagram A post shared by LISTVAL (@listval_) Myndræn ljóð „Eva nálgast myndverkið með hugarfari skáldsins og skapar úr því sitt eigið myndmál. Verkin eru myndræn ljóð. Ljósmyndirnar eru hengdar upp án glers. Þær eru áþreifanlegar og berskjaldaðar líkt og landið sjálft og líkjast jafnvel frekar málverkum hvað áferð snertir. Áhorfandi mætir óræðninni í þessum einlægu myndverkum sem virka eins og gluggar út í fjarlægðina,“ segir í fréttatilkynningu frá Listval. Verk Evu Schram hafa þróast á ferðum hennar um öræfi Íslands og dvöl í afskekktum sveitum.Anna Kristín „Þarna fer maður að hafa gaman af því að hafa augu“ „Í Suðursveit fyllti fjallið gluggann minn sem var á stærð við verkin mín,“ segir Eva og bætir við: „Þarna, milli fjallanna, fer maður að nota skynfærin öðruvísi og hafa gaman af því að hafa augu.“ Eva Schram tekur myndir sínar á svarthvítar filmur.Aðsend Eva tekur myndir sínar á svarthvítar filmur sem gjarnan eru komnar fram yfir síðasta söludag, en það gerir það að verkum að erfitt er að spá fyrir um árangurinn. View this post on Instagram A post shared by E S c h r m (@schreva) Hún framkallar og stækkar myndir sínar iðulega sjálf í myrkrakompu þar sem þær fá á sig dularfullan blæ, nálægar og fjarlægar í senn. Myndirnar tekur Eva oft í ljósaskiptum og leikur sér þar að birtu og skuggum. Madgalena dóttir Evu Schram smellti þessari mynd af móður sinni.Magdalena Schram „Þetta er töfrastundin – dimmumót – þegar landslagið lifnar við og í hugann koma óljósar minningar um forna leyndardóma og furðuvættir sem í landinu búa.“ Myndlist Ljósmyndun Menning Tengdar fréttir Hundrað listamenn saman á sýningu Næstkomandi laugardag opnar jólasýning Listvals í Hörpu. Á sýningunni má finna yfir 300 verk eftir um 100 listamenn sem njóta vinsælda hérlendis. Þær Helga Björg Kjerúlf og Elísabet Alma Svendsen eru stofnendur og eigendur Listvals og hafa saman staðið að fjöldanum öllum af sýningum með ólíku listafólki. 2. desember 2022 20:00 Listaverk sem fagna nýju lífi Kristín Morthens vann verk á nýrri sýningu sinni út frá minni tilfinninga fyrir og eftir fæðingu. Sýningin opnaði síðastliðna helgi í NORR11 í samvinnu við Listval og heitir Að snerta uppsprettu. 20. október 2022 13:32 Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Sjá meira
Í fréttatilkynningu frá Listval segir að íslensk náttúra og fjallamóða einkenni verk Evu Schram. Það geri fjöllin fjarlæg og framandi, líkt og himinn og jörð renni saman í eina óræða heild. Gómur eftir Evu Schram.Anna Kristín „Verkin hafa þróast á ferðum hennar um öræfi Íslands og dvöl í afskekktum sveitum. Listsköpun Evu dansar á mörkum ljóðs og myndlistar, þau þræða einstigið milli teikninga, ljósmynda og texta. Myndir hennar eru minimalískar en fullar af dulúð og óreiðu sem leitar á mann og dregur augað inn í rammann.“ Eva Schram að störfum.Aðsend Óáþreifanleg tign Erindi sýningarinnar er þráhyggja listamannsins til fjalla og hinnar óáþreifanlegu tignar sem einkennir íslenska náttúru. Eva sækir innblástur úr verkum Þórbergs Þórðarsonar sem bjó í Suðursveit, þar sem hún dvaldi nokkrum kynslóðum síðar. „Titill sýningarinnar eru í raun orð Þórbergs: Þegar ljósið deyr, tekur myrkrið við og allur þessi dularheimur,“ segir Eva í samtali við blaðamann en tengingin við hann kemur úr Suðursveit. Sýningin er staðsett í versluninni Norr11 á Hverfisgötu.Anna Kristín „Ég flutti í Suðursveit, á bóndabæinn við hlið Hala þar sem Þórbergur Þórðarson ólst upp, einni öld á undan mér. Áður en ég vissi af var ég farin að leggjast í skugga hans í túninu, í störukeppni við fjöllin, tímunum saman. Í dimmumótunum var mín mesta skemmtun að liggja í gluggakistunni og fylgjast með skuggadansinum í fjallshlíðinni. Þarna fæddist þessi þráhyggja mín fyrir bergi og steinum, sem fóru að birtast mér á annan hátt en ég var vön, líkt og lifandi verur, eins og Þórbergur skilgreindi það. Þórbergur sá um að skrásetja með orðunum og ég með augunum.“ View this post on Instagram A post shared by LISTVAL (@listval_) Myndræn ljóð „Eva nálgast myndverkið með hugarfari skáldsins og skapar úr því sitt eigið myndmál. Verkin eru myndræn ljóð. Ljósmyndirnar eru hengdar upp án glers. Þær eru áþreifanlegar og berskjaldaðar líkt og landið sjálft og líkjast jafnvel frekar málverkum hvað áferð snertir. Áhorfandi mætir óræðninni í þessum einlægu myndverkum sem virka eins og gluggar út í fjarlægðina,“ segir í fréttatilkynningu frá Listval. Verk Evu Schram hafa þróast á ferðum hennar um öræfi Íslands og dvöl í afskekktum sveitum.Anna Kristín „Þarna fer maður að hafa gaman af því að hafa augu“ „Í Suðursveit fyllti fjallið gluggann minn sem var á stærð við verkin mín,“ segir Eva og bætir við: „Þarna, milli fjallanna, fer maður að nota skynfærin öðruvísi og hafa gaman af því að hafa augu.“ Eva Schram tekur myndir sínar á svarthvítar filmur.Aðsend Eva tekur myndir sínar á svarthvítar filmur sem gjarnan eru komnar fram yfir síðasta söludag, en það gerir það að verkum að erfitt er að spá fyrir um árangurinn. View this post on Instagram A post shared by E S c h r m (@schreva) Hún framkallar og stækkar myndir sínar iðulega sjálf í myrkrakompu þar sem þær fá á sig dularfullan blæ, nálægar og fjarlægar í senn. Myndirnar tekur Eva oft í ljósaskiptum og leikur sér þar að birtu og skuggum. Madgalena dóttir Evu Schram smellti þessari mynd af móður sinni.Magdalena Schram „Þetta er töfrastundin – dimmumót – þegar landslagið lifnar við og í hugann koma óljósar minningar um forna leyndardóma og furðuvættir sem í landinu búa.“
Myndlist Ljósmyndun Menning Tengdar fréttir Hundrað listamenn saman á sýningu Næstkomandi laugardag opnar jólasýning Listvals í Hörpu. Á sýningunni má finna yfir 300 verk eftir um 100 listamenn sem njóta vinsælda hérlendis. Þær Helga Björg Kjerúlf og Elísabet Alma Svendsen eru stofnendur og eigendur Listvals og hafa saman staðið að fjöldanum öllum af sýningum með ólíku listafólki. 2. desember 2022 20:00 Listaverk sem fagna nýju lífi Kristín Morthens vann verk á nýrri sýningu sinni út frá minni tilfinninga fyrir og eftir fæðingu. Sýningin opnaði síðastliðna helgi í NORR11 í samvinnu við Listval og heitir Að snerta uppsprettu. 20. október 2022 13:32 Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Sjá meira
Hundrað listamenn saman á sýningu Næstkomandi laugardag opnar jólasýning Listvals í Hörpu. Á sýningunni má finna yfir 300 verk eftir um 100 listamenn sem njóta vinsælda hérlendis. Þær Helga Björg Kjerúlf og Elísabet Alma Svendsen eru stofnendur og eigendur Listvals og hafa saman staðið að fjöldanum öllum af sýningum með ólíku listafólki. 2. desember 2022 20:00
Listaverk sem fagna nýju lífi Kristín Morthens vann verk á nýrri sýningu sinni út frá minni tilfinninga fyrir og eftir fæðingu. Sýningin opnaði síðastliðna helgi í NORR11 í samvinnu við Listval og heitir Að snerta uppsprettu. 20. október 2022 13:32