Dreymir um að fá Solskjær til að þjálfa íslenska landsliðið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. apríl 2023 12:00 Baldur Sigurðsson vill Ole Gunnar Solskjær á diskinn sinn. getty/Charlie Crowhurst Ole Gunnar Solskjær er þjálfarinn sem íslenska þjóðin þarf á að halda. Þetta segir Baldur Sigurðsson, fótboltasérfræðingur Stöðvar 2 Sports. KSÍ er í leit að nýjum þjálfara fyrir karlalandsliðið eftir að Arnar Þór Viðarsson var rekinn í síðustu viku. Hann stýrði íslenska liðinu í fyrstu tveimur leikjum þess í undankeppni EM 2024. Í fyrri leiknum tapaði Ísland fyrir Bosníu, 3-0, en sigraði svo Liechtenstein, 0-7. „Í raun er tímapunkturinn mjög skrítinn í ljósi þess að það eru tveir leikir búnir í þessari undankeppni. Sem þýðir að þau hafa væntanlega verið komin mjög nálægt þeirri línu að láta hann fara fyrir undankeppnina. Það er rosalega stór ákvörðun að gera þetta strax. Þetta er vissulega mjög sérstakur tímapunktur,“ sagði Baldur í samtali við Svövu Kristínu Gretarsdóttur í kvöldfréttum Stöðvar 2. Ýmsir hafa verið nefndir sem eftirmenn Arnars, innlendir sem erlendir þjálfarar. „Ef ég fengi að ráða myndi ég vilja fá erlendan þjálfara. Maður upplifir að þau [KSÍ] ætli ekki að eyða jafn miklu í þjálfara og þegar Lars [Lagerbäck] og Heimir [Hallgrímsson] og svo Erik [Hamrén] var ráðnir. Ég væri mjög spenntur fyrir erlendum þjálfara,“ sagði Baldur og nefndi einn Íslandsvin til sögunnar. „Til dæmis Bo Hendriksen sem hefur spilað á Íslandi áður og náð góðum árangri í Danmörku með lítið lið, Horsens, og hefur unnið sig upp.“ Bo Henriksen þjálfar Zürich í Sviss í dag. Hann lék hér á landi með Fram, Val og ÍBV.getty/Andrew Kearns Baldur henti svo einu óvæntu norsku nafni í hattinn. „Draumaráðningin mín á þessum tímapunkti væri Ole Gunnar Solskjær. Hann er stjarna í fótboltaheiminum og það myndi strax vekja eftirvæntingu og spennu og fólk myndi koma til að sjá hann,“ sagði Mývetningurinn. Hvort hægt er að kalla Solskjær Íslandsvin er umdeilanlegt en hann kom allavega hingað til lands á Rey Cup 2015 þar sem hann þjálfaði lið sonar síns, Kristiansund. Hér fyrir neðan má sjá viðtal sem Guðjón Guðmundsson tók við Solskjær fyrir átta árum. Solskjær hefur verið án starfs síðan honum var sagt upp störfum hjá Manchester United í nóvember 2021. Auk United hefur hann þjálfað Molde í heimalandinu og Cardiff City. Landslið karla í fótbolta KSÍ Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Íslenski boltinn „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Enski boltinn Tekur Pavel við Keflavík? Körfubolti Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Körfubolti Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Íslenski boltinn Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Fleiri fréttir Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Sjá meira
KSÍ er í leit að nýjum þjálfara fyrir karlalandsliðið eftir að Arnar Þór Viðarsson var rekinn í síðustu viku. Hann stýrði íslenska liðinu í fyrstu tveimur leikjum þess í undankeppni EM 2024. Í fyrri leiknum tapaði Ísland fyrir Bosníu, 3-0, en sigraði svo Liechtenstein, 0-7. „Í raun er tímapunkturinn mjög skrítinn í ljósi þess að það eru tveir leikir búnir í þessari undankeppni. Sem þýðir að þau hafa væntanlega verið komin mjög nálægt þeirri línu að láta hann fara fyrir undankeppnina. Það er rosalega stór ákvörðun að gera þetta strax. Þetta er vissulega mjög sérstakur tímapunktur,“ sagði Baldur í samtali við Svövu Kristínu Gretarsdóttur í kvöldfréttum Stöðvar 2. Ýmsir hafa verið nefndir sem eftirmenn Arnars, innlendir sem erlendir þjálfarar. „Ef ég fengi að ráða myndi ég vilja fá erlendan þjálfara. Maður upplifir að þau [KSÍ] ætli ekki að eyða jafn miklu í þjálfara og þegar Lars [Lagerbäck] og Heimir [Hallgrímsson] og svo Erik [Hamrén] var ráðnir. Ég væri mjög spenntur fyrir erlendum þjálfara,“ sagði Baldur og nefndi einn Íslandsvin til sögunnar. „Til dæmis Bo Hendriksen sem hefur spilað á Íslandi áður og náð góðum árangri í Danmörku með lítið lið, Horsens, og hefur unnið sig upp.“ Bo Henriksen þjálfar Zürich í Sviss í dag. Hann lék hér á landi með Fram, Val og ÍBV.getty/Andrew Kearns Baldur henti svo einu óvæntu norsku nafni í hattinn. „Draumaráðningin mín á þessum tímapunkti væri Ole Gunnar Solskjær. Hann er stjarna í fótboltaheiminum og það myndi strax vekja eftirvæntingu og spennu og fólk myndi koma til að sjá hann,“ sagði Mývetningurinn. Hvort hægt er að kalla Solskjær Íslandsvin er umdeilanlegt en hann kom allavega hingað til lands á Rey Cup 2015 þar sem hann þjálfaði lið sonar síns, Kristiansund. Hér fyrir neðan má sjá viðtal sem Guðjón Guðmundsson tók við Solskjær fyrir átta árum. Solskjær hefur verið án starfs síðan honum var sagt upp störfum hjá Manchester United í nóvember 2021. Auk United hefur hann þjálfað Molde í heimalandinu og Cardiff City.
Landslið karla í fótbolta KSÍ Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Íslenski boltinn „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Enski boltinn Tekur Pavel við Keflavík? Körfubolti Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Körfubolti Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Íslenski boltinn Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Fleiri fréttir Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Sjá meira