Þröstur Leó valinn besti leikarinn á kvikmyndahátíðinni í Bari Árni Sæberg skrifar 2. apríl 2023 19:57 Þröstu Leó í hlutverki Jóns í kvikmyndinni Á ferð með mömmu. Aðsend Leikarinn Þröstur Leó Gunnarsson hlaut nú um helgina verðlaun ítölsku kvikmyndahátíðarinnar BIF&ST sem besti leikari í aðalhlutverki í kvikmynd Hilmars Oddsonar, Á ferð með mömmu. Í fréttatilkynningu um verðlaunin segir að Þröstur Leó hafi með því bæst í hóp ekki ómerkilegri leikara en ð Max von Sydow, Helen Mirren og Roberto Benigni, svo einhverjir séu nefndir. Þá segir að í þakkarræðu sinni hafi Þröstur Leó sagst taka auðmjúkur á móti verðlaununum, sem hefðu komið sér á óvart. Hann þakkaði meðleikurum sínum Kristbjörgu Kjeld og hundinum Dreka sérstaklega, sem og Hilmari Oddssyni leikstjóra og Hlín Jóhannesdóttur, framleiðanda fyrir gefandi samstarf. Þriðju verðlaun myndarinnar Óhætt er að segja að Á ferð með mömmu hafi gengið vel á kvikmyndahátíðum erlendis. Verðlaun Þrastar Leós eru þau þriðju sem myndin fær. Kvikmyndin var heimsfrumsýnd á PÖFF kvikmyndahátíðinni í Tallin í nóvember síðastliðnum og þar hlaut hún aðalverðlaunin, Grand Prix, sem besta kvikmynd og ennfremur hlaut tónskáld myndarinnar, Tõnu Kõrvits verðlaunin fyrir bestu kvikmyndatónlistina. Í myndinni fer Þröstur Leó með hlutverk Jóns, sem tekur sér ferð á hendur þvert yfir landið með lík móður sinnar í aftursætinu, til að uppfylla hennar hinstu ósk. Móður hans leikur Kristbjörg Kjeld, en veigamikil hlutverk eru einnig í höndum Heru Hilmarsdóttur og Tómasar Lemarquis. Bíó og sjónvarp Íslendingar erlendis Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Komst í jólaskapið í september Lífið „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Menning Fitusmánuð á rauða dreglinum Lífið Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Lífið Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Lífið Sóli mátti bara tala í eftirhermum Lífið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Manuela og Eiður ástfangin á ný Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Í fréttatilkynningu um verðlaunin segir að Þröstur Leó hafi með því bæst í hóp ekki ómerkilegri leikara en ð Max von Sydow, Helen Mirren og Roberto Benigni, svo einhverjir séu nefndir. Þá segir að í þakkarræðu sinni hafi Þröstur Leó sagst taka auðmjúkur á móti verðlaununum, sem hefðu komið sér á óvart. Hann þakkaði meðleikurum sínum Kristbjörgu Kjeld og hundinum Dreka sérstaklega, sem og Hilmari Oddssyni leikstjóra og Hlín Jóhannesdóttur, framleiðanda fyrir gefandi samstarf. Þriðju verðlaun myndarinnar Óhætt er að segja að Á ferð með mömmu hafi gengið vel á kvikmyndahátíðum erlendis. Verðlaun Þrastar Leós eru þau þriðju sem myndin fær. Kvikmyndin var heimsfrumsýnd á PÖFF kvikmyndahátíðinni í Tallin í nóvember síðastliðnum og þar hlaut hún aðalverðlaunin, Grand Prix, sem besta kvikmynd og ennfremur hlaut tónskáld myndarinnar, Tõnu Kõrvits verðlaunin fyrir bestu kvikmyndatónlistina. Í myndinni fer Þröstur Leó með hlutverk Jóns, sem tekur sér ferð á hendur þvert yfir landið með lík móður sinnar í aftursætinu, til að uppfylla hennar hinstu ósk. Móður hans leikur Kristbjörg Kjeld, en veigamikil hlutverk eru einnig í höndum Heru Hilmarsdóttur og Tómasar Lemarquis.
Bíó og sjónvarp Íslendingar erlendis Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Komst í jólaskapið í september Lífið „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Menning Fitusmánuð á rauða dreglinum Lífið Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Lífið Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Lífið Sóli mátti bara tala í eftirhermum Lífið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Manuela og Eiður ástfangin á ný Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið