Erlent

Tate-bræður úr­skurðaðir í stofu­fangelsi

Árni Sæberg skrifar
Andrew Tate og bróðir hans Tristan eru lausir úr gæsluvarðhaldi. Máli þeirra í Rúmeníu er þó hvergi nærri lokið.
Andrew Tate og bróðir hans Tristan eru lausir úr gæsluvarðhaldi. Máli þeirra í Rúmeníu er þó hvergi nærri lokið. Alex Nicodim/Getty

Samfélagsmiðlastjarnan umdeilda Andrew Tate, bróðir hans Tristan og tveir vitorðsmenn þeirra eru lausir úr gæsluvarðhaldi í Rúmeníu. Þeir hafa hins vegar verið úrskurðaðir í stofufangelsi.

Bræðurnir, ásamt vitorðsmönnunum Georgianu Naghel og Luana Radu, voru handteknir undir lok síðasta árs í Rúmeníu og hafa setið í gæsluvarðhaldi síðan þá. Þeir eru sakaðir um að hafa gabbað konur til að ferðast til Rúmeníu, neytt þær í að framleiða klám, bannað þeim að fara úr húsi og að hafa haldið þeim sem þrælum samkvæmt gæsluvarðhaldsúrskurði í Rúmeníu.

Dómari í Búkarest úrskurðaði í dag að þeim yrði sleppt úr gæsluvarðhaldi en að þau skyldu halda sig heima hjá sér í Rúmeníu nema með leyfi dómstóla. AP greinir frá.

Engin ákæra hefur verið gefin út vegna málsins en talsmaður rannsóknardeildar lögreglunnar í Rúmeníu hefur sagt miklar líkur á að bræðurnir verði ákærðir. 

Farið var ítarlega yfir mál bræðranna hér á Vísi fyrir skömmu:


Tengdar fréttir

Andrew Tate blæs á krabba­meins­orð­róm

Samfélagsmiðlastjarnan Andrew Tate segist ekki vera með krabbamein líkt og sögur sem ganga um á samfélagsmiðlum hafa kveðið um. Hann segist í raun vera með heilsu á við íþróttamann á Ólympíuleikunum. 

Á­frýjun Tate-bræðra hafnað en þeir segjast sak­lausir

Áfrýjun Andrew Tate og bróður hans, Tristan, var hafnað af áfrýjunardómstól Búkarest í dag. Þeir munu þurfa að dvelja í fangelsi þar til undir lok febrúar. Andrew öskraði á aðdáendur sína og fjölmiðla að hann væri saklaus þegar hann var leiddur inn í dómhús í dag. 

Dómari út­skýrir gæslu­varð­halds­úr­skurð yfir Tate-bræðrum

Dómstóll í Búkarest segir í yfirlýsingu að áframhaldandi gæsluvarðhald yfir Andrew Tate og Tristan Tate hafi verið nauðsynlegt til að tryggja almannahagsmuni. Dómari telur hættu stafa af bræðrunum og segir þá hafa sérstakt lag á því að beita sálrænni misneytingu. Í einhverjum tilvikum hafi verið gripið til líkamlegs ofbeldis.

Tate segist ekkert hafa gert af sér

Andrew Tate segir saksóknara í Rúmeníu ekki hafa mál gegn sér í höndunum. Hann, Tristan bróðir hans, og tvær konur hafa verið handtekin og eru meðal annars sökuð um mansal og nauðgun. Rannsakendur eru að grandskoða síma þeirra og önnur tæki vegna rannsóknar lögreglunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×