„Eins og engisprettuplága gangi yfir markaðinn“ Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 31. mars 2023 17:41 Magnús segist hafa verið að taka sömu umræðuna um Ríkisútvarpið í þrjátíu ár. Framkvæmdastjóri miðla hjá Símanum segir umsvif RÚV á auglýsingamarkaði vera alltof mikil, sérstaklega í kringum stór verkefni eins og heimsmeistaramótið í knattspyrnu og Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Ummæli formanns blaðamannafélagsins á Vísi í dag skuli skoða í ljósi þess að hún vinni fyrir RÚV. Formaður Blaðamannafélags Íslands, Sigríður Dögg Auðunsdóttir, sagði í viðtali á Vísi fyrr í dag að umræðan um stöðu RÚV á auglýsingamarkaði væri leiðigjörn og ósanngjörn. Hún sagði meðal annars: „En hér á landi er endalaust verið að rífast um það hvort RÚV eigi að vera á auglýsingamarkaði eða ekki. Ég er bara komin með nóg af þessari umræðu. Það er ekki hægt að taka umræðuna um stöðu fjölmiðla alltaf í gíslingu með því að tala um RÚV á auglýsingamarkaði.“ Í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni nú fyrir stundu voru þeir Magnús Ragnarsson, framkvæmdastjóri miðla hjá Símanum og Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar til svars um stöðu fjölmiðla á Íslandi eftir fall Fréttablaðsins nú í morgun. Magnús segir umsvif RÚV alltof mikil, sérstaklega í kringum stór verkefni. „Þegar að Ríkisútvarpið fer í stór verkefni þá er eins og engisprettuplága gangi yfir markaðinn. Þú þolir kannski eitt slíkt verkefni. En núna síðan fyrir jól þá er Ríkisútvarpið búið að vera með Heimsmeistarakeppnina í knattspyrnu, Heimsmeistarakeppnina í handbolta og þaðan yfir í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Þetta er það sem drap N4. Þau gátu ekki verið fjórða mánuðinn án þess að hafa tekjur.“ Þá sagði hann ummæli formanns Blaðamannafélags Íslands vera umhugsunarverð. „Formaður sambandsins er starfsmaður RÚV, þannig að ég ætla að gjalda varhug við því. Þetta er þrjátíu ára gömul og leiðigjörn umræða. Í fjármálaáætlun er talað um að hefta einhvers konar umsvif hjá RÚV. Þau eru alltaf dugleg að finna leiðir framhjá. Um leið og það má ekki auglýsa í þáttum sem eru klukkutími þá eru flest prógrömm hjá RÚV orðin sjötíu mínútur.“ Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Auglýsinga- og markaðsmál Endalok Fréttablaðsins Tengdar fréttir Niðurlægjandi að starfa á Fréttablaðinu síðustu misseri Þórarinn Þórarinsson, fyrrverandi blaðamaður hjá Fréttablaðinu, segir það hafa verið beinlínis niðurlægjandi að starfa á Fréttablaðinu síðustu misseri. Hann er einn þeirra sem sagt var upp í dag er hætt var að gefa blaðið út. 31. mars 2023 17:00 Farin að trúa því að hér sé hópur sem hafi hag af veikum fjölmiðlum Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélagsins, segir það mikil sorgartíðindi að útgáfu Fréttablaðsins hefði verið hætt. Það væri mikið áhyggjuefni fyrir íslenskt samfélag að missa einn stærsta fjölmiðil landsins. 31. mars 2023 15:10 „Þetta er sameiginlegt áfall fyrir okkur öll“ „Fólk var náttúrulega í nettu áfalli. Og ég held að við séum öll ennþá í áfalli yfir þessum tíðindum núna,“ segir Lovísa Arnardóttir, fréttastjóri á Fréttablaðinu, sem er í hópi þeirra hátt í hundrað starfsmanna Torgs sem sagt var upp í morgun. Tilkynnt var í morgun að útgáfu Fréttablaðsins yrði hætt og útsendingum Hringbrautar sömuleiðis. 31. mars 2023 14:53 „Þetta er sorgardagur fyrir íslenska fjölmiðlun“ Í morgun var tilkynnt að dagblaðið Fréttablaðið væri hætt útgáfu. Þá væri rekstri á vefsíðu þeirra einnig hætt. Fjöldi fjölmiðlamanna og annarra Íslendinga hefur tjáð sig um fall blaðsins á samfélagsmiðlum í dag. 31. mars 2023 13:29 Harmar þróunina á fjölmiðlamarkaði Það er mikið áhyggjuefni að verið sé að hætta útgáfu Fréttablaðsins og útsendingum Hringbrautar. Þetta segir Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar og viðskiptaráðherra, og segist hún harma þessa þróun. 31. mars 2023 12:19 Hátt í hundrað missa vinnuna: „Kolvitlaust gefið á þessum markaði“ Hátt í hundrað manns missa vinnuna í tengslum við að hætt hafi verið við útgáfu Fréttablaðsins og að útsendingar Hringbrautar stöðvast. 31. mars 2023 11:44 Fréttablaðið og Hringbraut heyra sögunni til Útgáfu Fréttablaðsins hefur verið hætt og sömuleiðis útsendingu á sjónvarpsstöðinni Hringbraut. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Torgi. Rekstri vefmiðlanna DV.is og Hringbraut.is verður haldið áfram. Allir ráðnir starfsmenn Torgs fengu greidd laun í dag á síðasta degi mánaðar. 31. mars 2023 10:42 Mest lesið Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Titringur á Alþingi Innlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Fleiri fréttir Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sjá meira
Formaður Blaðamannafélags Íslands, Sigríður Dögg Auðunsdóttir, sagði í viðtali á Vísi fyrr í dag að umræðan um stöðu RÚV á auglýsingamarkaði væri leiðigjörn og ósanngjörn. Hún sagði meðal annars: „En hér á landi er endalaust verið að rífast um það hvort RÚV eigi að vera á auglýsingamarkaði eða ekki. Ég er bara komin með nóg af þessari umræðu. Það er ekki hægt að taka umræðuna um stöðu fjölmiðla alltaf í gíslingu með því að tala um RÚV á auglýsingamarkaði.“ Í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni nú fyrir stundu voru þeir Magnús Ragnarsson, framkvæmdastjóri miðla hjá Símanum og Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar til svars um stöðu fjölmiðla á Íslandi eftir fall Fréttablaðsins nú í morgun. Magnús segir umsvif RÚV alltof mikil, sérstaklega í kringum stór verkefni. „Þegar að Ríkisútvarpið fer í stór verkefni þá er eins og engisprettuplága gangi yfir markaðinn. Þú þolir kannski eitt slíkt verkefni. En núna síðan fyrir jól þá er Ríkisútvarpið búið að vera með Heimsmeistarakeppnina í knattspyrnu, Heimsmeistarakeppnina í handbolta og þaðan yfir í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Þetta er það sem drap N4. Þau gátu ekki verið fjórða mánuðinn án þess að hafa tekjur.“ Þá sagði hann ummæli formanns Blaðamannafélags Íslands vera umhugsunarverð. „Formaður sambandsins er starfsmaður RÚV, þannig að ég ætla að gjalda varhug við því. Þetta er þrjátíu ára gömul og leiðigjörn umræða. Í fjármálaáætlun er talað um að hefta einhvers konar umsvif hjá RÚV. Þau eru alltaf dugleg að finna leiðir framhjá. Um leið og það má ekki auglýsa í þáttum sem eru klukkutími þá eru flest prógrömm hjá RÚV orðin sjötíu mínútur.“
Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Auglýsinga- og markaðsmál Endalok Fréttablaðsins Tengdar fréttir Niðurlægjandi að starfa á Fréttablaðinu síðustu misseri Þórarinn Þórarinsson, fyrrverandi blaðamaður hjá Fréttablaðinu, segir það hafa verið beinlínis niðurlægjandi að starfa á Fréttablaðinu síðustu misseri. Hann er einn þeirra sem sagt var upp í dag er hætt var að gefa blaðið út. 31. mars 2023 17:00 Farin að trúa því að hér sé hópur sem hafi hag af veikum fjölmiðlum Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélagsins, segir það mikil sorgartíðindi að útgáfu Fréttablaðsins hefði verið hætt. Það væri mikið áhyggjuefni fyrir íslenskt samfélag að missa einn stærsta fjölmiðil landsins. 31. mars 2023 15:10 „Þetta er sameiginlegt áfall fyrir okkur öll“ „Fólk var náttúrulega í nettu áfalli. Og ég held að við séum öll ennþá í áfalli yfir þessum tíðindum núna,“ segir Lovísa Arnardóttir, fréttastjóri á Fréttablaðinu, sem er í hópi þeirra hátt í hundrað starfsmanna Torgs sem sagt var upp í morgun. Tilkynnt var í morgun að útgáfu Fréttablaðsins yrði hætt og útsendingum Hringbrautar sömuleiðis. 31. mars 2023 14:53 „Þetta er sorgardagur fyrir íslenska fjölmiðlun“ Í morgun var tilkynnt að dagblaðið Fréttablaðið væri hætt útgáfu. Þá væri rekstri á vefsíðu þeirra einnig hætt. Fjöldi fjölmiðlamanna og annarra Íslendinga hefur tjáð sig um fall blaðsins á samfélagsmiðlum í dag. 31. mars 2023 13:29 Harmar þróunina á fjölmiðlamarkaði Það er mikið áhyggjuefni að verið sé að hætta útgáfu Fréttablaðsins og útsendingum Hringbrautar. Þetta segir Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar og viðskiptaráðherra, og segist hún harma þessa þróun. 31. mars 2023 12:19 Hátt í hundrað missa vinnuna: „Kolvitlaust gefið á þessum markaði“ Hátt í hundrað manns missa vinnuna í tengslum við að hætt hafi verið við útgáfu Fréttablaðsins og að útsendingar Hringbrautar stöðvast. 31. mars 2023 11:44 Fréttablaðið og Hringbraut heyra sögunni til Útgáfu Fréttablaðsins hefur verið hætt og sömuleiðis útsendingu á sjónvarpsstöðinni Hringbraut. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Torgi. Rekstri vefmiðlanna DV.is og Hringbraut.is verður haldið áfram. Allir ráðnir starfsmenn Torgs fengu greidd laun í dag á síðasta degi mánaðar. 31. mars 2023 10:42 Mest lesið Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Titringur á Alþingi Innlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Fleiri fréttir Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sjá meira
Niðurlægjandi að starfa á Fréttablaðinu síðustu misseri Þórarinn Þórarinsson, fyrrverandi blaðamaður hjá Fréttablaðinu, segir það hafa verið beinlínis niðurlægjandi að starfa á Fréttablaðinu síðustu misseri. Hann er einn þeirra sem sagt var upp í dag er hætt var að gefa blaðið út. 31. mars 2023 17:00
Farin að trúa því að hér sé hópur sem hafi hag af veikum fjölmiðlum Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélagsins, segir það mikil sorgartíðindi að útgáfu Fréttablaðsins hefði verið hætt. Það væri mikið áhyggjuefni fyrir íslenskt samfélag að missa einn stærsta fjölmiðil landsins. 31. mars 2023 15:10
„Þetta er sameiginlegt áfall fyrir okkur öll“ „Fólk var náttúrulega í nettu áfalli. Og ég held að við séum öll ennþá í áfalli yfir þessum tíðindum núna,“ segir Lovísa Arnardóttir, fréttastjóri á Fréttablaðinu, sem er í hópi þeirra hátt í hundrað starfsmanna Torgs sem sagt var upp í morgun. Tilkynnt var í morgun að útgáfu Fréttablaðsins yrði hætt og útsendingum Hringbrautar sömuleiðis. 31. mars 2023 14:53
„Þetta er sorgardagur fyrir íslenska fjölmiðlun“ Í morgun var tilkynnt að dagblaðið Fréttablaðið væri hætt útgáfu. Þá væri rekstri á vefsíðu þeirra einnig hætt. Fjöldi fjölmiðlamanna og annarra Íslendinga hefur tjáð sig um fall blaðsins á samfélagsmiðlum í dag. 31. mars 2023 13:29
Harmar þróunina á fjölmiðlamarkaði Það er mikið áhyggjuefni að verið sé að hætta útgáfu Fréttablaðsins og útsendingum Hringbrautar. Þetta segir Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar og viðskiptaráðherra, og segist hún harma þessa þróun. 31. mars 2023 12:19
Hátt í hundrað missa vinnuna: „Kolvitlaust gefið á þessum markaði“ Hátt í hundrað manns missa vinnuna í tengslum við að hætt hafi verið við útgáfu Fréttablaðsins og að útsendingar Hringbrautar stöðvast. 31. mars 2023 11:44
Fréttablaðið og Hringbraut heyra sögunni til Útgáfu Fréttablaðsins hefur verið hætt og sömuleiðis útsendingu á sjónvarpsstöðinni Hringbraut. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Torgi. Rekstri vefmiðlanna DV.is og Hringbraut.is verður haldið áfram. Allir ráðnir starfsmenn Torgs fengu greidd laun í dag á síðasta degi mánaðar. 31. mars 2023 10:42